Dagblaðið Vísir - DV - 20.11.1990, Blaðsíða 28
28
ÞRIÐJUDAGUR 20. NÓVEMBER 1990.
Meiming
Sól, ást og blómstrið
frítt í Breiðholtinu
Nú er dagur farinn að styttast og myrkur og kuldi
sverfur að. Jólakapphlaupið er framundan með öllu
sínu amstri og fjárhagsáhyggjum. Hvað er betra viö
þessu en að bregða sér á ljóðatónleika og gægjast inn
í gjörólíkan heim þar sem elskendur lesa ávexti af
suðrænum trjám í glampandi sólskini og golan er ná-
kvæmlega mátuleg til þess að manni verði ekki of
heitt og til þess aö vagga blómunum svo fegurð þeirra
njóti sín sem best. í þessum heimi gerist ekkert verra
en að maður missir af elskunni sinni og það er svo
ljúfsárt að við liggur að menn taki slíkri sorg fagn-
andi. Þegar við þetta allt bætist aö ljóðin eru sungin
af ungri konu sem ekki aðeins lítur út eins og þar sé
sjálf Lorelei komin heldur syngur að minnsta kosti
eins vel ef ekki betur, þá er ekki nema von þótt frost-
börðum íslendingum, sem daglangt beijast við víxla,
vexti og vondar ríkisstjómir, hlaupi kökkur í háls. Það
verður jafnvel skiljanlegt að þrautvönum píanistum,
þótt ýmsu séu vanir þegar tónleikar.eru annars veg-
ar, hlýni svo um hjartarætur, að minnstu munar að
falli ofan af sviðinu í ákafa sínum að faðma söng-
konuna í tónleikaiok.
Þetta var það andrúmsloft sem Sólrún Bragadóttir
sópransöngkona skapaði á ljóðatónleikum Gerðubergs
í gærkvöldi þar sem hún söng lög eftir Franz Schu-
bert, Gabriel Fauré, Richard Strauss og Charles Ives
Tónlist
Finnur Torfi Stefánsson
við ágætan píanóundirleik Jónasar Ingimundarsonar.
Sólrún starfar svo sem kunnugt er um þessar mundir
í Þýskalandi og virðist eiga þar bjarta framtíð fyrir
sér. Það er vel skiljanlegt aö þýskum líki vel við kon-
una. Hún hefur gullfallega og vel þjálfaða rödd sem
heldur gæðum sínum yfir allt tónsviðið hvort heldur
sungið er veikt eða sterkt. Þessa rödd notar hún á
mjög blæbrigðaríkan og tónelskan hátt. Það er gamall
draumur meðal íslendinga að sigra útlendar stór-
þjóðir með söng og á ef til vill rætur að rekja til þess
tíma er íslensk skáld fluttu konungum drápur til foma.
Þessi draumur virðist vera að rætast hjá Sólrúnu og
landar hennar sýndu áhuga sinn með því að troðfylla
salinn í Gerðubergi og urðu ýmsir frá að hverfa. Það
er staðarhöldurum í Breiðholti til ábendingar að loft-
ræsting í Gerðubergi er ekki í stakk búinn til að taka
á móti svo vinsælu listafólki eins og var á þessum
tónleikum. Er um tvennt að velja, að setja markið
lægra um aðsókn eða kaupa nýja loftræstingu.
Andlát
Hannesína Kristín Einarsdóttir frá
Reynifelli lést á hjúkrunarheimilinu
Sunnuhlíð, Kópavogi, fóstudaginn
16. nóvember.
Gísli Guðmundsson bifreiðastjóri,
Teigaseli 3, lést á Landakotsspítala
laugardaginn 17. nóvember.
Sigríður Árnadóttir, Fjólugötu 21,
Reykjavík, lést á Landspítalanum 16.
nóvember sl.
Sólveig Þórðardóttir, Furugerði 1,
Reykjavík, lést í Borgarspítalanum
sunnudaginn 18. nóvember.
Jarðárfarir
Kristín G. J. Sigurðardóttir, Austur-
brún 2, Reykjavík, lést á Vífilsstaða-
spítala hinn 4. nóvember sl. Jarðar-
fórin hefur fariö fram í kyrrþey að
ósk hinnar látnu.
Anna V. Eiríkss, Æsufelh 4, verður
jarðsungin frá Dómkirkjunni mið-
vikudaginn 21. nóvember kl. 13.30.
Jakob V. Emilsson prentari, Dal-
braut 18, verður jarðsunginn frá
Fossvogskirkju miðvikudaginn 21.
nóvember kl. 10.30.
Njáll Þórðarson skipstjóri, Móabarði
34, Hafnarfirði, verður jarðsunginn
frá Hafnarfj arðarkirkj u miðvikudag-
inn 21. nóvember kl. 15.
Kristján Gíslason frá Ytra-Skógar-
nesi verður jarðsunginn frá Stykkis-
hólmskirkju fimmtudaginn 22. nóv-
ember kl. 14.
Guðrún Lilja Sigfúsdóttir, Mjósundi
2, Hafnarfirði, verður jarðsungin frá
Hafnarfj arðarkirkj u fimmtudaginn
22. nóvember kl. 15.
Tilkyrmingar
Rás níu komið út
Bylgjan, félag farstöðvaeigenda, gefur út
blaðið Rás níu og er fyrsta tölublað 1990
komið út.
Jólakort Svalanna
eru komin út
Ein félagskvenna, Sigríður Gyða Sigurð-
ardóttir, hefur hannað kortin. Svölurnar
eru félag núverandi og fyrrverandi flug-
freyja. Markmið félagsins er að afla fjár
til styrktar þeim sem minna mega sín í
þjóðfélaginu. Að þessu sinni munu sam-
tökin halda áfram stuðningi sínum við
Kópavogshælið og veita námsstyrki til
framhaldsnáms í kennslu og þjálfun fjöl-
fatlaðra bama. Dagana 7. og 8. desember
munu félagskonur selja jólakort í Kringl-
unni. Umsjón með dreifmgu kortanna
hafa Þuríður ísólfsdóttir, sími 75824, og
Kolbrún Þórhallsdóttir, sími 613252. Svöl-
urnar þakka velunnumm sínum veitta
aöstoð á liðnum ámm og treysta á stuðn-
ing þeirra nú sem fyrr.
Taflfélag Kópavogs
Nóvember-hraðskákmót taflfélags Kópa-
vogs verður haldið í Hjallaskóla sunnu-
daginn 25. nóvember kl. 14. Glæsileg
verðlaun.
Myndlistarsýning í
Nýlistasafninu
16. nóvember sl. opnaði Helga Egilsdóttir
myndlistarsýningu í Nýlistasafninu við
Vatnsstíg í Reykjavík. Þar sýnir Helga 7
verk, öll unnin á þessu ári í olíu á striga.
Þetta er þriðja einkasýning Helgu hér á
landi en Helga hefur einnig tekið þátt í
fjölda samsýninga hér heima og erlendis.
Félag eldri borgara
Haldin verður skáldakynning í dag að
Hveríisgötu 105 og hefst hún kl. 15. Ath:
Húsið opnað kl. 14. Þar munu nokkur
skáld lesa úr verkum sínum sem koma
út fyrir jólin.
Leiðrétting
Vegna fréttar í DV í gær þess efnis að
PC-tölvan á Akranesi væri um það bil að
tryggja sér umboð á íslandi fyrir Tos-
hiba, Grundig og Otis-lyftur er nauðsyn-
legt að eftirfarandi komi fram. PC-Tölvan
á Akranesi fær aðeins umboð fyrir Tat-
ung-fyrirtækiö í Tævan. Þetta fyrirtæki
framleiðir m.a. fyrir Gmndig og Toshiba
á Tævanmarkað. Einnig framleiðir fyrir-
tækiö, að sögn Sigurðar Péturs Hauks-
sonar, eigenda PC-tölvunnar, lyftur fyrir
Otis. Onákvæmni í frásögn Sigurðar Pét-
urs við blaðamann olli þeim misskilningi
að Tatung-umboðinu fylgdu fyrrgreind
vömmerki. Toshiba-umboðið er áfram í
höndum Einars Farestveit, Gmndig hjá
Frístund, rafeinatækni sf. og lyfturnar
áfram hjá Otis-lyftum.
S.Sv. Akranesi
Gunnar Sverrir Ragnars
tilnefndur riddari
Hans hátign Ólafur V. Noregskonungur
hefur tilnefnt Gunnar Sverri Ragnars,
ræðismann Noregs á Akureyri, til ridd-
ara af hæsta flokki hinnar konunglegu
norsku þjónustuorðu fyrir langt og ár-
angursríkt starf í þágu norskra hags-
muna og Noregs. Othar Ellingsen, aðal-
ræðismaður Noregs og stórriddari af
sömu orðu, afhenti Gunnari S. Ragnars
heiðursmerkið og viðurkenningarskjal
við athöfh í norska sendiráðinu í Reykja-
vik að viðstöddum sendiherra Noregs,
Per Aasen.
Námskeid
Námskeið í skyndihjálp
verður haldið á vegum Reykjavikurdeild-
ar RKI. Það hefst fmuntudaginn 22. nóv-
ember kl. 20 að Fákafeni 11, 2. hæð.
Kennsludagar: 22., 26., 28. og 29. nóvemb-
er. Þetta námskeið telst vera 16 klst. Að
því loknu gefst þátttakendum kostur á
að bæta við sig tveimur kvöldum sem
verða 3. og 6. desember og telst námskeið-
ið í heild vera 24 klst. en það á að vera
nóg til að hægt sé að fá þaö metiö í fram-
haldsskólum. Á þessu námskeiði verður
m.a. kennd endurlífgun. Nú nýverið
gerðist það að barni var bjargaö með
endurlífgun sem fjölmiðlar hafa fjallað
mn. En það verður kennt margt meira,
svo sem grundvallarmeðhöndlun sára,
skyndihjálp við bruna og beinbrotum
auk margs annars. Auk þessa námskeiðs
verður haldið endurmenntunamámske-
ið í skyndiþjálp. Það verður haldið dag-
ana 27. nóv. og 4. des. Þetta er námskeiö
sem er ætlað fólki sem hefur farið á nám-
skeið í skyndihjálp einhvem tíma á síð-
ustu 4 ámm. Sérstaklega er þetta nám-
skeið hugsað fyrir þá sem hafa lært
skyndihjálp, samkvæmt því kerfi sem var
tekið upp fyrir tveimur árum, og vilja
halda þekkingunni við. Leiðbeinandi á
námskeiðunum verður Guðlaugur Leós-
son. Skráning á námskeiðin verður í síma
688188. Athygli skal vakin á því að
Reykjavíkurdeildin útvegar leiðbeinend-
ur til að halda námskeið fyrir skóla, fyrir-
tæki og aðra sem þess óska.
Stjörnuspeki og heilun
leiðsögn - leið til sjálfshjálpar
Helgina 24. og 25. nóvember verða haldin
í Reykjavík tvö námskeið sem ijalla um
málefni sem margir hafa áhuga á um
þessar mundir. Fyrra námskeiðið fjallar
um stjömuspeki og heilun og það síðara
um leiðsögn - leið til sjálfshjálpar (Co-
unselling). Fyrirlesari og leiðbeinandi á
námskeiðunum verður Marilyn Allen frá
Englandi. Hún hefur unnið við stjömu-
speki og heilun í mörg ár og er um þess-
ar mundir að setja fram nýjar kenningar
og þróa sínar eigin aðferðir í stjömu-
speki. Gjald fyrir hvort námskeið er kr.
1850. Námskeiðin verða haldin í fundar-
herbergi Rósakrossreglunnar að Bolholti
4, 4. hæð, og þátttöku skal tilkynna til
Óskars í síma 15015 eða Lóu í s. 52712 en
þau veita allar nánari upplýsingar. Túlk-
ur verður á námskeiðimum sem fara
fram á ensku.
Tónleikar
Háskólatónleikar
Miðvikudaginn 21. nóvember kl. 12.30
mim Öm Magnússon píanóleikari koma
fram á háskólatónleikum. Á efhisskránm
em verk eftir Nielsen, Ravel og Debussy.
Öm Magnússon er fæddur í Ólafsfirði
árið 1959 og hlaut þar sína fyrstu tónlist-
armenntun. Hann brautskráðist frá Tón-
listarskóla Akureyrar 1979 og stundaöi
framhaldsnám í Manchester, Berlín og
London 1980-1986. Örn hefur haldið fjölda
einleikstónleika og komið fram við ýmis
tækifæri. Hann er nú nýkominn heim af
tónlistarhátíð imgra norrænna tónskálda
(UNM) í Helsinki þar sem hann flutti tvö
ný íslensk píanóverk. Öm er starfandi
kennari við Tónskóla Sigursveins D.
Kristinssonar í Reykjavík.
Tapaðfundið
Penni fannst
Cenotor penni fannst í Fichersundi. Upp-
lýsingar í síma 32842.
Fundir
Minjar og saga
Almennur fræðslufundur verður haldinn
í dag kl. 17 í Þjóðminjasafni íslands.
Fundarefni: 'Haukur Jóhannesson jarö-
fræðingm- flytur erindi um sagnfræði í
ljósi jarðfræðirannsókna. Allir velkomn-
Fræðslufundur
Náttúrulækningafélags
Reykjavíkur
Dr. Roberto Tapia og Patricia Prince
munu halda fyrirlestur á vegum Náttúm-
lækningafélags Reykjavíkur á Hótel Loft-
leiðum miðvikudaginn 21. nóvember kl.
20.30. Dr. Tapia og Prince koma frá Ho-
listic Medical Center í Mexíkó, sem er
heftsuhæli á vegum American Biologics,
þar sem þau fást við nýjar leiðir í með-
ferð krabbameins, hrömunarsjúkdóma,
alsheimer, Parkinson og fl. Auk þess sem
þau vinna að meðferð sem stuðlar að
lengra lifi og betri heilsu. Meðferð þeirra
byggist að miklu leyti á fæðuvali og þá
sérstaklega hrámeti. Túlkur verður á
fundinum og á eftir munu dr. Tapia og
Prince svara spumingum gesta. Allir
velkomnir á meðan húsiúm leyfir.
Borgaralegar útfarir
Aðskilnaður ríkis og kirkju
Siðmeimt, félag áhugafólks um borgara-
legar athafnir, heldur fund fimmtudag-
inn 22. nóvember nk. Á dagskrá fundar-
ins verða framsögur og umræður um tvö
efni. 1. Borgaralegar útfarir. Stjóm fé-
lagsins hefur athugað ýmis atriði varð-
andi þetta málefni, enda hafa henni bor-
ist margar fyrirspumir vegna þess.
Nauðsynlegt er að sem flestir áhugamenn
um borgaralegar útfarir mæti á fundinn
og taki þátt í umræðum. 2. Aðskilnaður
ríkis og kirkju. í stefnuskrá Siðmenntar
er tekið fram að trúfrelsi megi aldrei
skerða en það er að mati fimdarboðenda
skerðing á trúfrelsi að eitt trúfélag hafi
forréttindi umfram önnur. Þetta mál
verður rætt m.a. í ljósi sögunnar og al-
mennra mannréttinda. Fundurinn verð-
ur haldinn í húsakynnum Félags bóka-
gerðarmanna að Hverfisgötu 21 og hefst
hann kl. 20.30. Hann er öllum opinn.
Fjölmiðlar
Þeim fer óðum fiölgandi sem hafa
aðgang að gervihnattasjónvarpi.
Það er sérstaklega í fiölbýiishúsum
sem komið hefur verið upp gervi-
hnattadiskum sem gerir þaö að
verkum að hægt er ná inn á lieimili
sitt mörgum mismunandi sjón-
varpsstöðvum. Þótt engar hald-
bærara tölur séu um hve margir
hafa not af gervihnattasjónvarpi þá
fara þær tölur að skipta tugum þús-
unda.
Hvað er það svo sem gervihnatta-
sjónvarp getur boöið upp á framyfir
þær tvær íslensku sjónvarpsstöðvar
sem verða að teljast ágætar þegar á
heildina er litið. Jú, það er sérhæft
sjónvarp. Flestir sem gervihnatta-
disk hafa stilla hann á Astra hnött-
inn. Þar með er komiö gott samband
viö margar stöðvar. Þar af er ein
stöð, Sky Ne ws, sem eingöngu sjón-
varpar fréttum. Tvær stöðvar sjón-
varpa íþróttum allan sólarhringinn
og eru þessar stöðvar kannski fyrst
og fremst ástæðan fyrir því að
margrir fá sér gervihnattadisk. Þótt
skoðanakannanir hafi sýnt að það
sé ekki mjög stór hópur sem horfir
á íþróttir er þctla mikill þrýstihópur
sem ekkert lætur stöðva sig þegar
íþróttireigaíhlut.
Auk almennra stöðva eins og Sky
One og RTL plus eru stöðvar sem
sjónvarpa eingöngu barnaefni,
fræðsluefni eða kvikmyndum.
Margir urðu fyrir vonbrigðum fyrir
um það bil ári þegar Sky Movies var
rugluð. Þar meö hvarf ein sérhæfða
stöðin. Og ekki má gleyma MTV som
eíngöngu sjónvarparpopptónlist
aliansólarhringinn.
Afþessu má sjá að eftirsóknin er
fyrst og fremst í sérhæfðu stöðvar-
anar. Þaö er ekki amalegt aö geta
kveikt á sjónvarpi hvenær sem er
og fengið nýjustu alheimsfréttimar
eða nýjustu íþróttaviðburðina beint
heirn í stofu. Kannanirsýnaað sér-
hæfðar stöðvar eru á uppleið. Hér á
landi bætast viötugirmanna í
hverjum mánuði sem hafaaðgang
að sh'kum stöðvum. Og hvort sem
mönnum líkar betur eða verr er
gervihnattasjónvarp komið til að
vera. -HK