Alþýðublaðið - 14.07.1921, Blaðsíða 3
3
ALÞ'S'ÐOBLAÐIÐ
Auglýsingv
Til þess að fá ákveSnari hugmynd um atvinnuleysið í bænum,
hefir nefnd úr fuiltrúaráði verklýðsféiaganna, sem kosic hefir verið tiE
að athuga þetta, meðal annars, ákveðið að safna skýrslum um at-
vinnuleysið, og verður í því skyni maður á hverju kvöldi vírkra daga
á skrifstofu Alþýðublaðsins, írá kl. 7—9 síðd, frá föstud. 15. þ. m.
til þriðjudags 19. s. m., að báðum dögum meðtöldum. — Nefndin*
- jj-
Peir sem enskn skilja eru
mintir á að Mr. K. T. Sen held-
ur fyrirlestra sína um HSome As-
pects of Chinese Life* í Bárubúð
i kvöld og annað kvöld. Fyrri
fyrirlesturinn verður um heimilislif
Kínverja yfir höfuð og um sifja-
mál þeirra, en þau eru mjög frá-
brugðin því sem er í Vesturlönd-
um. Ef tíminn leyfir mun hann
eionig tala um þjóðleg einkenni
Ktnverja og skýra þau sögulegat.
í síðari fyrirlestrsnum mun hann
skyra frá því hverjar hátíðír Kfn-
verjar haldi og hvernig, lýsa sið-
vecjum þeirra við brúðkaup, fæð-
ingar, greftranir o. s. frv., taia
ura þjóðlífið í Kfna, réttarstöðu
kvenna að forau og nýju og þar
fram eftir götunum. Þeitn sem
hlustuðu á Mr. Sen í fyrra ber
saman um það, að hann tnuni
vera einhver hinn ágætasti fyrir-
lesari sem hér hefir komið fram
fyrir almenning, og af því sem að
ofan er sagt má sjá að umtals-
efnið er geysilega fjölskrúðugt og
að hér er um einstakt tækifæri að
ræða til þnss að sjá dregna upp
mymd af lífi þessarar merku og
miklu þjóðar, sem heldur uppi
elztu menningu heimsins. í fyrra
fengtt færri en vildu að hlýða á
Mr. Sen, og má búast við að svo
verði enn, en verði eitthvað óselt
af aðgöngumiðum mun eiga að
selja þá við innganginn f kvöid.
Pótur JðnssoU; óperusöngvari,
syngur f Nýja Bfó í kvöfd kl.
71/2 Sagður orðinn góður eftir
inflúenzuna.
Botnía fór í gærkvöldi kl. b
áleiðis til Hafnar. Farþegar voru
fjöldamargir.
Frá Englandi eru nýkomnir
togararnir Njörður, Aprfl og Maf.
Inflúenzan er mjög illkynjuð f
Ólafsvík, sð því er sagt var í
símtali þaðan í gær. Fimm manns
hafa látist þar sfðustu daga og
margir liggja þungt haldnir. Þáer
nýlátitra úr inflúenzu Sigurður Sfg-
urðsson prestur í Hlfð í Skaftár-
tungu, ucgur maður.
Upplestnr, eða öllu heldur
leikur, próf. V. Andersen í gær-
kvöldi þótti aíbragðsgóður. Má
óhætt segja, að hér hafi ekki áð-
ur sést eða heyrst maður honum
jafnsnjali. Næsti fyrirlestur hans
verður á laugardaginn.
50 ára afmæli jafnaðarmanna-
flokksins danska verður f þessum
mánuði. Pétur G. Guðmundsson
fór utan á Botníu til að vera við
hátfðahöldin.
Maðnr drnknar. Á þiðjudag-
inn skeði það hörmulega atvik á
ÞingvöIIum, að maður að nafni
Jón Bjarnason Mosdal kyndari,
fleygði sér í Atlagjá og druknaði.
Hafði hann því nær kipt tneð
sér manni, er ætiaði að halda
honum til baka. Jón var elnhleyp-
ur maður á fertugsaldri. Lfkið
fanst í gær.
Atvinnnlanst fólk er ámint um
að gefa sig fram hið allra bráð-
asta við atvinnuleysisnefnd Al-
þýðuflokksins, sbr. augl. á öðrum
stað.
Sjálparstðð Hjúkrunarfélagsks
Líkn er opin aem hér segir:
Mánudaga. . . . kl. 11—12 i, fe.
Þriðjudaga ... — 5 — 6 e. h
Miðvikudaga . . — 3 — 4 e. h,
Föstudaga.... — 5 — 6 e. fe.
Lsugardaga ... — 3 — 4 e. fe.
Alþýðuvísur.
Hátignin sér tylti á tá,
takið þið við,. hún segir.
tslendingar urðu þá
œði fálkalegir.
Eftir margra ára rangl
út með Iffsins sogi,
Bjarni vor með dinglumdacgl
drattar fram að Vogi.
Amicus.
5kófatnaður
í dag og næstu viku selja
Kaupfélögin á Laugav. 22
og f Gamla bankanum skó-
fatnað með 20% afslætfi:
Kvenstigvél, Karlmannastig-
vél, Verkamannastigvél,
Drengjasfígvél, Barnaskór.
Alt er þetta mjög góður varn-
ingur og með betra verði en
menn eiga að venjast hér. —
Hin ágætu
lonallraai
fást nú aftur.
Alþýðubrauðgerðin.
St. Skjalðbreið nr. 117.
Fundur annað kvöld kl. 8V2.
Systurnar beðnar að kotna með
kökuböggla og 2 bolia hver.
Bræðurnir beðnir að fjölmenna.
N eí n di n.
K aupið
A lþýðwblaðið
Alþýðumenn verzla að ö*ru
jöfnu við þá sem auglýsa í b aði
þeirra, þess vegna er bezt
auglýsa í Alþýðublaðinu.
Hálfflðskur kaupir Jó Sn
Jónsson, Bjargarstlg 17