Dagblaðið Vísir - DV - 13.12.1990, Blaðsíða 1

Dagblaðið Vísir - DV - 13.12.1990, Blaðsíða 1
21 Jóladagskrá Sjónvarpsins verð- ur að ýmsu leyti með hefðbundnum hætti þetta árið. Dagskráin er sem fyrr lengri og íburðarmeiri en venjulega og verður hér aðeins stiklað á stóru. Útsending á aðfangadag byrjar um eittleytið og þá á barnaefni, sem renna mun stanslaust á skjánum fram til rúmlega hálífimm til að stytta yngstu kynslóðinni biðina. í þessum pakka er síðasta myndin úr jóladagatalinu á Baðkari til Betlehem. Hlé verður gert á dagskránni til kl. 21.40 en þá hefst Jólavaka í umsjón Sveins Einarssonar en þar munu leikararnir Jóhann Sigurð- arson og Þórunn Magnea Magnús- dóttir og hljóðfæraleikararnir Anna Guðný Guðmundsdóttir og Sigurður I. Snorrason flytja jóla- dagskrá. Eins og venja er mun aftansöngur jóla verða klukkan 22.00 en þá messar biskupinn yfir íslandi, 01- afur Skúlason, messu í Langholts- kirkju. Því næst verður sýnd dag- skrá frá Prag og þar munu koma fram stórsöngvararnir Ileana Co- trubas og Placido Domingo. Kynnir á þessari dagskrá er Sally Magnus- son, dóttir sjónvarpsmannsins Magnúsar Magnússonar. Þrettándakvöld og Jólastundin Dagskráin á jóladag hefst með sýningu á leikriti Shakespeares, Þrettándakvöldi, sem hér er í flutn- ingi víðkunnra breskra leikara. Stóri-Kláus og Litli-Kláus mæta svo á skjáinn og boða komu eins vin- sælasta efnis í Sjónvarpinu: Jóla- stundarinnar. Að venju kemur jólasveinn í heimsókn og margt fleira verður til skemmtunar. Nýr ítalskur myndaflokkur fyrir alla fjölskylduna hefst á jóladag og fjallar hann um krakka sem neydd eru til að starfa fyrir glæpahring í Sjónvarpinu - kvikmyndir, messa og menning Hátiðleikinn verður allsráðandi á aðfangadag. Þessi mynd er úr Jólavök- José Carreras syngur lög eftir Andrew Lloyd Webber á öðrum degi jóla. unni. nokkurn. í kjölfarið fylgir ný mynd eftir Viðar Víkingsson sem fjallar um Guðmund biskup hinn góða. Við gerð þessarar myndar var beitt nýrri tækni sem gerir kleift að blanda saman leiknum atriðum og myndum frá miðöldum. Jólakvöldi í Sjónvarpi lýkur með sýningu óskarsverðlaunamyndar- innar Pelle sigurvegara en fyrr um daginn verður sýnt viötal við leik- stjórann Billie August. íslenskar þjóðsögur og Carreras Dagskrá annars dags jóla hefst með bandarísku stórmyndinni Hrun rómaveldis en hún var gerð árið 1964. í aöalhlutverkum eru Sophia Loren, Alec Guinnes, James Mason og Omar Sharif. ' Þá byrjar sýning á Pappírs-Pésa og verður fyrsti hluti sýndur kl. 18.10. Tónlistin gleymist ekki og í klukkustund mun spænski stór- söngvarinn José Carreras syngja lög eftir Andrew Lloyd Webber. Sjónvarpið fékk þrjá atvinnuleik- hópa til að velja sér íslenskar þjóð- sögur og spinna út frá þeim sjón- varpsmyndir. Hin fyrsta verður sýnd að kvöldi annars dags jóla en þá mun leiksmiðjan Kaþarsis flytja Orm umrenning. Dagskrá Sjónvarpsins þetta kvöld mun ljúka á sýningu mynd- arinnar Fiðlarinn á þakinu með Topol í hlutverki Fiðlarans. Nánar verður greint frá dagskrá sjónvarps- og útvarpsstöðva í sér- stökum kálfi sem út kemur laugar- daginn 22. desember en ekki á fimmtudegi eins og venj ulega. -JJ Óskarsverðlaunamyndin Pelle sigurvegari verður á dagskrá Sjónvarps- ins um jólin. Strákurinn Jack fer ekki hefðbundnar leiðir. Stöð 2 á sunnudagsmorgni: í Frændgarði í Frændgarði heitir þ'áttaröð sem Stöð 2 tekur til sýninga og er hún byggð á sögu eftir D.H. Lawrence og Mollie Skinner. Á sunnudagsmorg- uninn klukkan 11.10 verður fyrsti hlutinn af fjórum sýndur. Hér segir frá Jack sem er rekinn úr skóla fyrir prakkarastrik átján ára gamall. Hann er sendur á bóndabæ í Ástralíu til að vinna fyrir sér. Þarna tekst honum að ávinna sér sess í þjóðfélaginu en strákur fer sjaldan hefðbundnar leiðir. Annar hluti verður sýndur á Þor- láksmessumorgni á sama tíma. Kvikmyndir um helgina á Stöð 2 Nokkrar kvikmyndir verða frumsýndar um helgina á Stöð 2. Á fóstudagskvöldið kl. 23.40 verður sýnd myndin Samsæri frá árinu 1988. Söguþráðurinn er í stuttu máli sá að Reymond West, einn mesti yfirgangsseggur bæjarins, er óvænt látinn laus úr fangelsi. Hann tekur strax til við að hóta bæjarbú- um og kúga þá en gætir þess vand- lega aö brjóta aldrei lögin. Þegar hann finnst myrtur fimm dögum síðar á lögreglan í miklum erfið- leikum með að handtaka morðingj- ann því bæjarbúar þegja allir sem einn. Með aðalhlutverk fara Bruce Boxleitner og David Graf. Skömmu eftir miðnætti á laugar- dag verður sýnd myndin Ofsinn við hvítu línuna. Hér segir frá uppgjafa flugmanni sem hyggst vinna fyrir sér sem trukkabílstjóri. Hann flyt- ur með konu sinni tfi Arizona í leit að vinnu og fær starf hjá gömlum vini sínum sem er ekki allur þar sem hann er séður. Með aðalhlutverk fara Jan- Michael Vincent, Kay Lenz, Slim Pickens og Don Porter. Þessi mynd er stranglega bönnuð börnum. Eina endursýningu er vert að benda á fyrir þá sem vaka nógu lengi. A aðfaranótt sunnudags verður endursýnd myndin Von og vegsemd eða Hope and Glory á frummálinu. Myndin fiallar um dreng sem upplifir stríðið á annan hátt en gengur og gerist. Þegar sprengjum rignir sér hann fyrir sér hverja áramótabrennuna á fætur annarri. En þaö kemur að því að hans eigið heimili verður fyrir sprengju. Margir góðkunnir leikarar leika í myndinni og má nefna Söru Mil- es, David Hayman og Derrick O’- Connor. -JJ

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.