Dagblaðið Vísir - DV - 02.01.1991, Blaðsíða 1

Dagblaðið Vísir - DV - 02.01.1991, Blaðsíða 1
Getraunir: 111-1x2 — 111 -xxx Lottó: 13 -14 - 24 -25 - 31 (36) Gífurlegur fjöldi lesenda DV valdi íþróttamann ársins 1990: Bjami Fríðriksson íþróttamaður ársins - Pétur Guðmundsson kúluvarpari í 2. sæti. 148 íþróttamenn fengu atkvæði „Þetta er mikill heiður fyrir mig og ég er mjög ánægður með þennan mikla velvilja lesenda DV,“ sagði Bjami Friðriksson júdókappi er það var ljóst að lesendur DV höfðu kosið hann íþróttamann ársins 1990. Bjarni sigraði í kjörinu en 12. sæti varð Pétur Guðmundsson kúluvarp- ari. Bjarni náði frábærum árangri á árinu 1990. Hann varð í 6. sæti á Evrópumeistaramótinu og vann gullverðlaun á opna skandinavíska meistaramótinu og opna norska meistaramót- inu svo eitthvað sé nefnt. Þá var Bjami í þeim sérflokki hér á landi á síðasta keppnistímabili sem hann hefur verið mörg undanfarin ár. Bjarni fékk að launum glæsileg bókaverðlaun frá DV; Reykjavík, sögustaður við Sund í fjórum bindum og íslandshandbókina í tveimur bind- um. Örn og Örlygur gefa bækurnar út. Samhliða talningu atkvæða í kjörinu var dreg- ið út nafn eins heppins lesanda DV sem sendi inn atkvæðaseðil. Sá heppni heitir Kristján H. Guðmundsson og er 11 ára gamall. Gífurleg þátt- taka var í kjörinu að þessu sinni og fengu sam- tals 148 íþróttamenn atkvæði. Listi yfir nöfn 10 hæstu íþróttamannanna og nöfn allra annarra sem fengu atkvæði í kjörinu eru birt á blaðsíðu 17. -SK • Bjarni Friðriksson júdókappi tekur við verðlaunum sínum úr hendi Ellerts B. Schram, ritstjóra DV, eftir að hafa verið útnefndur íþróttamaður ársins 1990 af lesendum DV. Bjarni vann með nokkrum yfirburðum. Hann náði frábærum árangri á síðasta ári og er vel að heiðrinum kominn. Alls fengu 148 íþróttamenn atkvæði eins og fram kemur á bls. 17. DV-mynd Brynjar Gauti Kristján meiddist Kristján Arason handknattleiks- maður meiddist aftur á öxl í leik með liði sínu, Teka, á handknatt- leiksmóti í Þýskalandi á dögunum. í fyrstu var haldið að liðbönd hefðu slitnað í öxlinni og að allt hefði tekið sig upp að nýju en bet- ur fór en á horfðist. -SK/GH Guðmunduræfir hjáTottenham Guðmundur Benediktsson, knattspyrnumaður úr Þór, heldur innan skamms til Englands og mun verða við æfingar hjá hinu þekkta liði Tottenham. Guðmundur hefur gert nokkuð víöreist í vetur og kynnt sér að- stæður hjá nokkrum liðuni í Evr- ópu sem hafa sýnt áhuga á að fá hann í sínar raðir. Guöni Bergs- son, leikmaður Tottenham, haföi samband við Guðmund á dögun- um og Guömundur bíður nú eftir hringingu frá þjálfara félagsins varðandi það hvenær hann á að mæta til æfinga hjá félaginu. -GK/Akureyri AHreð samdi við KA - allar líkur á að Gunnar Gíslason leiki einnig með KA í handboltanum næsta vetur Gylfi Kristjánsson, DV, Akuxeyii:. Alfreð Gíslason hand- knattleiksmaður hefur skrifað undir þriggja ára samning viðKAog mun taka við þjálfun liösins næsta sum- ar og einnig mun hann leika með liðinu. Alfreð sagði í samtah við DV í gær að samningur hans viö Bida- soa á Spáni tynni út í júní á næsta ári, og eftir það kæmi hann heim og tæki til starfa hjá KA. Alfreö er gamall KA-maður og lék síðast með liðinu árið 1979. Það þarf ekki aðijölyrða um þaö hversu mikill hvalrekl koma hans til KA er fyrir félagið sem á fremur erfitt uppdráttar í 1. deildinni um þessar mundir. Gunnar líka til KA? En KA gæti fengið meiri liðsauka. Gunhar Gíslason, bróðir Alfreðs, er einnig á heimleið frá Svíþjóð þar sem hann leikur knattspymu og eru allar likur á að hann haldi til Akureyrar og gangi til liðs við KA, Þótt Gunnar hafi ekki leikiö hand- knattleik undanfarin ár er hann geysisterkur leikmaður og var landsUðsmaður á sínum tíma.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.