Dagblaðið Vísir - DV - 10.01.1991, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 10.01.1991, Blaðsíða 4
4 FIMMTUDAGUR 10. JANÚAR 1991. Fréttir Verðíámog vötnum Ódýrast Dýrast Dýrast '90 Elliðaárnar (hálfurdagur) 6850 6250 Leirvogsá ' 9000 31.000 27.500 Laxá 1 Kjós 19.500 55.000 50.000 Brynjudalsá 5200 12.500 10.900 Selós í Svlnadal 6000 5000 Þverá í Svinadal 4500 8500 4500 Geitabergsvatn 700 700 Eyrarvatn 1000 1500 1000 Þórisstaðavatn 700 . 1000 700 Laxá í Leirársveit 20.000 43.000 46.000 Andakilsá 10.000 23.000 23.000 Andakílsá (silungasvæðið) 2500 4000 2500 Grímsáog Tunguá 9000 41.400 36.000 Norðurá (1) 10.900 45.000 29.000 Norðurá (2) 9900 13.900 10.400 Norðurá (Flóðatangi) 1900 3900 3500 Þverá (Kjarrá) 9000 51.000 44.000 Reykjadalsá 7500 15.800 11.400 Gljúfurá 7200 15.600 13.600 Hvítá í Borgarfirði 2500 3500 Langá (Fjallið) 4000 19.800 Vatnsholtsá og vötn 3800 3800 Miðá í Dölum 2800 11.800 10.400 Haukadalsá með fæði 55.000 Flekkudalsá 9700 18.700 19.600 Hvolsá og Staðarhólsá 18.000 23.000 19.500 Álftá á Mýrum 7680 26.900 Laxá og Bæjará 6500 7800 Hrútafjaröará og Síká 7700 33.700 32.250 Miðfjarðará 13.000 48.000 44.500 Vlðidalsá og Fitjá 52.000 Vatnsdalsá 11.000 50.000 44.000 Vatnsdalsá (silungasvæðið) 2000 8000 7600 Laxá á Ásum 20.000 130.000 165.000 Blanda 6300 24.000 24.000 Hrollleifsdalsá 3800 3200 Húseyjarkvísl 7000 20.000 Svarfaðardalsá 2500 2000 Mýrarkvísl 3200 14.400 18.000 Laxá í Aðaldal 8000 32.000 30.000 Selá 1 Vopnafirði 10.000 37.100 28.000 Hofsá ÍVopnafirði 9500 40.000 43.000 Breiðdalsá 2000 6900 6300 Breiðdalsá (silungasvæðið) 1800 1700 Kerlingardalsá og Vatnsá 3400 9800 8900 Rangárnar 2500 15.000 6000 Tungufljót 3500 6700 Stóra-Laxá í Hreppum 6800 11.000 10.000 LangholtiHvltá 17.000 19.000 22.500 Laugarbakkar i Ölfusá 1200 3800 3400 Snæfoksstaðir 6900 8300 8300 Gíslastaðir 9900 12.300 12.300 Margar veiðiár hækka ekkert í verði eða jafnvel lækka: Laxá á Asum ennþá langdýrasta veiðiáin -130 þúsund dýrasti dagurinn Laxá á Ásum trónir á toppnum sem dýrasta veiðiáin, þrátt fyrir að veiði- leyfi hafi lækkað töluvert í henni. En svo viröist sem veiðileyfi hafi lækkað í fyrsta sinn í mörg ár í mörg- um veiðiám eða allavega staðið í stað. 20% lækkun varð í Mýrarkvísl frá því í fyrra. „Þetta er góð þróun og verður von- andi áfram,“ sagði leigutaki veiðiár norður í landi. Þessi leigutaki veiðir mikið, jafnframt því að selja veiði- leyfi í ánni. „Það hefur gengið vel að selja í Selá í Vopnafirði og færri komast að en vilja,“ sagði Hörður Óskarsson um Selá. „Það eru margir á biðlista hjá okk- ur en Selá hefur líka mikið aðdrátt- arafl og er sú besta," sagði Hörður ennfremur. „Veiðileyfi í Leirvogsá er löngu búin og færri komust að en vilja, það er ekki mikið mál að selja í hana,“ Blanda er ein af þeim veiðiám þar sem veiðileyfin standa í stað milli ára. DV-mynd Rúnar sagði Guðmundur Magnússon í Leir- eru veiðiárnar í Borgarfirði enda vogstungu um Leirvogsá, en þar selja þurfti að kaupa netaveiðina í Hvítá bændur sjálfir veiðileyfin. fyrir 9,7 milljónir. Sú tilraun er góðra Eina sem hækkar eitthvað að ráði gjalda verð. -G.Bender Ragnar styður Birnu í 1. sætið Ragnar Stefánsson jarðskjálfta- fræðingur hefur ákveðið aö gefa ekki kost á sér í prófkjöri Alþýðubanda- lagsins í Reykjavík. Hann segist hafa verið ósammála forystu og þing- flokki flokksins síðastliðið kjörtíma- bil, ekki síst þeim Guörúnu Helga- dóttur og Svavari Gestssyni. Af þeim sökum geti hann ekki hugsað sér að taka sæti á listanum. Þá segir hann að með framboði sínu væri hætt við að atkvæði dreifð- ust og myndi draga úr möguleikum Birnu Þórðardóttur á að ná fyrsta sætinu. ' -kaa Smyglaði 400 grömmum af f íknief num til landsins Fíkniefnadeild lögreglunnar í Reykjavík hefur upplýst mál sem tengist innflutningi á 300 grömmum af hassi og um 100 grömmum af amfetamíni. Karlmaður um þrítugt hefur játað að hafa flutt fíkniefnin til landsins með flugvél frá útlöndum í desember. Hann gekkst einnig við því að hafa dreift hluta af fíkniefnun- um eftir að hann kom með þau til landsins. Maðurinn var handtekinn ásamt félaga sínum í síðustu viku. Þegar farið var að kanna máhð nánar kom í ljós viö leit að á annað hundrað grömm af hassi fundust hjá mönnun- um, þar af 40-50 grömm hjá félaga mannsins sem flutti þau inn. Sá ját- aði síQan að hafa flutt inn mun meira magn, um 300 grömm af hassi en 100 grömm af amfetamíni. Hann sagðist hafa verið búinn að selja mest af efn- inu. Að loknum yfirheyrslum var mönnunum sleppt. Málið er talið upplýst. -ÓTT I dag mælir Dagfari___________________ Veslings Hafnfirðingarnir Það á ekki af Hafnfirðingum að ganga. Fyrst urðu þeir fyrir þeim ósköpum aö kratamir fengu hrein- an meirihluta í bæjarstjórnarkosn- ingunum og bæjarbúar sitja uppi með Guðmund Áma sem bæjar- stjóra. Þessu næst skrúfaði Hita- veita Reykjavíkur fyrir heita vatn- ið og Hafnfirðingar máttu dúsa í kulda og vosbúð yfir hátíðamar vegna mistaka hjá Hitaveitunni. Ekki er fyrr búið að kippa hitanum í lag, en yfir Fjörðinn leggst fnykur ógurlegur og enda þótt að hugsan- legt sé að Hafnfirðingar séu ýmsu vanir, þá er hitt víst að aðkomu- menn verða að halda fyrir nefið og þola ekki við. Já, það er ekki ein báran stök í Hafnarfirði, enda hefur náttúraöfl- unum verið storkað þegar Matthías Á. Mathiesen ákvað að gefa ekki kost sér til þingsetu aftur. Matthías er búinn að sitja á þingi svo lengi sem elstu menn muna og Hafnfirð- ingar hafa búið við öryggi og festu sem fylgir því að eiga sér sama þingmanninn í marga áratugi. Það breyttist ekki margt í lífinu meðan Matthías var á sínum stað og Hafn- firðingar gátu sofið rólega og vakn- að rólega í þeirri vissu að hvorki náttúran né guð almáttugur gerði þeim neina skráveifu meðan Matti héldi sinni verndarhendi yfir þeim. Síðan Matthías sagði þing- mennskunni lausri og arfleiddi son sinn að ríkidæminu hefur allt farið í handaskolum. Kratarnir með meirihluta, FH tapar í handboltan- um og heita vatnið neitar að renna í Fjörðinn. Og svo kemur fnykur- inn sem ætlar allt lifandi að drepa og hefur þó fundist ódaunn áður í Hafnarfirði. Þetta mun vera hin versta lykt og nánast ólíft fyrir þá sem ekki em vanir í Hafnarfirði. Það er hins vegar misskilningur að ódaunninn stafi af Hafnfirðingum sjálfum. Það getur vel verið að ólykt stafi af ein- hverjum í plássinu og það getur vel veriö að menn snúi sér undan þeg- ar þeir hitta pólitíska andstæðinga. En Hafnfirðingar þekkja sína eigin lykt og þeir þekkja líka lyktina af öðmm og þess vegna er það á hreinu, ef Hafnfirðingar segja það, að fnykurinn sem fannst nú í vik- unni er ekki af Hafnfirðingum sjálfum. Þetta er nýr og áður ókunnur fnykur. Sumir halda því fram að lyktina leggi upp af bensínstöðvum í Hafn- arfirði. Þessu mótmæla starfsmenn stöðvanna. Þeir segja að úrgangs- efni séu leidd í þró sem er afar full- komin og með öllu lykteyðandi. Starfsmenn bæjarins hafa sömu sögu að segja af skolpræsum Hafn- arfiarðar. Þar er enginn leki finnanlegur og samkvæmt mæling- um er hvorki sprengihætta né eld- hætta af þeirri lykt sem finnst og ekki sé hægt að rekja hana til skolpleiðslnanna. Nú er auðvitað eðlilegt að bless- aöir mennimir haldi aö skítalykt af þessu tagi komi úr skolpleiðslum enda óþefurinn þannig lyktandi. En ef starfsmenn bæjarins og af- greiðslumennimir á bensínstöðv- unum hafa rannsakað skolpið og rotþrærnar og hafa fundið það út að lyktin úr skolpleiðslunum er ekki sama skítalyktin sem annars staðar finnst, þá er ástæðulasut að rengja þá niðurstöðu. Þá kemur fnykurinn af einhverju öðru. Þeir eru líka glöggir í Hafnarfirði að finna muninn á skítalykt og skíta- lykt og vita sem er aö skítalykt er mismunandi. Þeir era þefnæmir í Firðinum. Það verður ekki af þeim skafið. Dagfari stendur auðvitað jafnráð- þrota gagnvart þessum fnyk eins og Hafnfirðingar sjálfir. Hefur raunar ekki fundið hana ennþá, enda ekki lagt leið sín í Hafnarfiörð og gerir það ekki nema tilneyddur. Hafnfirðingar verða að fá að vera í friði og hafa fengið að vera í friði með Matthías og Matthías í friði með Hafnarfiörð. Hér er náttúran greinilega að grípa í taumana og beinir óþef yfir bæjarfélagið í hefndarskyni við þá ákvörðun þingmannsins að hætta öllum að óvöram í ómenguðu andrúmslofti. Óþefur kemur ekki af engu. Óþef- ur er lykt sem framkallast af efna- fræðilegum ástæðum og á rætur sínar að rekja til mannanna verka nema þegar náttúran vill hefna sín á misgjörðum þeirra sem hana umgangast. Hafnfirðingar hafa storkað náttúraöflunum með því að skipta um þingmann. Það er óþefur af því máli. Það er óþefur í Hafnarfirði og veshngs Hafnfirð- ingarnir. Það á ekki af þeim ganga. Dagfari

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.