Dagblaðið Vísir - DV - 10.01.1991, Blaðsíða 9

Dagblaðið Vísir - DV - 10.01.1991, Blaðsíða 9
FIMMTUDAGUR 10. JANÚAR 1991. 9 Útlönd Arftaki Prunskiene ofundmn Þing Litháens ræddi í gær um val á nýjum forsætisráðherra sem geti tekið við embætti af Prunskiene sem sagði af sér í fyrradag vegna deilna um stefn- una i verðlagsmálum. Engin niöurstaða fannst og var fundi slitið eftir nokkrar umræð- ur. Þingfundurinn einkenndist þó meira af spennunni sem rikir í landinu eftir að ákveðið var að flölga í liði Rauða hersins þar. Aftur verður rætt um arftak- ann á þinginu í dag ef friður gefst til þess. Enginn líklegur kandidat hefur enn verið nefndur. Þúsund manna liðsaukitil Litháens Um eitt þúsund sovéskir her- menn hafa verið sendír í Litháens til viðbótar þeim sem sendir voru þangað í fyrradag. Þessi liðsauki á að tryggja að menn gegni her- skyldu þar. Yfirmaður sveita fallhlifaher- manna sagði í morgun að liðsauk- inn væri þegar kominn til Lithá- ens en lítið hefur farið fyrir hern- um þar enn þótt uggur sé í heima- mönnum um að til átaka komi þegar hann fer að beita sér. Að sögn yfirmanns sveitanna á liðið allt að koma til starfa við „nýskráningu í herinn“ eins og hann orðaöi það. Þetta þykir benda til að lögum um herskyldu verðí framfylgt af fullri hörku þótt það verði vart fyrr en eftir helgi þegar frestur herskyldra raanna til að gefa sig fram renur Út. Reuter Sovéskir hermenn hættu varð- stöðu sinni við helstu byggingar í Vilnu, höfuðborg Litháens, seint í gærkvöldi. Herinn gaf jafnframt út yfirlýsingu um að honum væri ekki ætlað að taka öll völd í landinu. Þrátt fyrir að herinn færi héldu lýðræðis- sinnar samt vakt um allar helstu byggingar í borginni í alla nótt af ótta við að herinn léti til skarar skríða. Mest ijölmenni var í þinghúsinu þar sem heimamenn átti von á að herinn léti fyrst til sín taka. í morgun ríkti ró í borginni eftir spennu síð- ustu daga. í gær íjölmennti fólk á aðaltorg borgarinnar. Þar skipuðu menn sér í fylkingar eftir því hvort þeir studdu stjórnina í Mosvu eða stjórn Litháens. Landsbergis forseti hvatti menn opinberlega til að sýna stillingu þótt úthtið væri dökkt um tíma. Yfir- stjórn hersins hvikar hvergi frá þeirri stefnu sinni að draga her- skylda menn í herinn og í gær kom tilkynning um að enn fleiri hermenn yrðu sendir á vettvang í lýðveldun- um sjö þar sem andstaða við her- þjónustu hefur verið mest. Á sama tíma kom yfirlýsing frá háttsettum herforingj um að ekki stæði til að herinn hefði afskipti af stjórnmálum í lýðveldunum enda væri honum aðeins ætlað að fylgja eftir lögum um herskyldu. „Yfirstjórn hersis hefur aldrei haft uppi áform um að taka völdin í lýð- Hermenn mynduöu varnarlínu milli andstæðra fylkinga á aðaltorgi Vilnu í gær þegar stuðningsmenn og andstæð- ingar stjórnarinnar í Moskvu söfuðust þar saman. Ekki kom til átaka. Simamynd Reuter veldunum," sagði Franz Markovski í sovéska sjónvarpinu. í gær átti Edgar Savisaar, forsætis- ráðherra Eistlands, fund með Dim- itry Jasov, varnarmálaráðherra Sov- etríkjanna, um ástandið í Eystra- saltsríkjunum. Þeir urðu sammála um að koma á fót viðræðunefnd þar sem reynt yrði að ná samkomulagi um deiluna við herinn. „Ég á ekki von á að starf nefndar- innar verði auðvelt meðal svo mikið ber í milli eins og raunin er,“ sagði Savisaar að loknum fundinum með varnarmálaráðherranum. Herinn hefur enn ekki beitt sér af hörku við að kalla menn í herinn. Nú hefur ungum mönnum á her- skyldualdri verið gefinn frestur til mánudagsins 13. janúar að hlýða boðum hersins og láta skrá sig. Reuter Enn spenna í Litháen þrátt fyrir að herinn hafi hægt um sig: Gættu þinghússins í Vilnu allt til morguns - ungir menn fá frest til mánudags að skrá sig 1 herinn Ótti við versnandi sambúð stórveldanna Tvennt veldur því að samkomulag milli Bandaríkjanna og Sovétríkj- anna fer nú versnandi eftir að marg- ir mikilvægir áfangar hafa náðst til að bæta sambúðina á síðustu mánuð- um. Annað eru viðbrögð Bandaríkja- stjórnar við nýjum herflutningum til sjö Sovétlýðvelda þar sem óróa hefur gætt á undanförnum mánuðum. Hitt eru meint undanbrögö Sovétmanna í nýgerðum samningum um afvopn- un. Samstaðan virðist þó órofin á öðr- um sviðum. Þar munar mestu um að Sovétmenn hafa hvergi hvikað frá fyrri stefnu varðandi Persaflóadeil- una en það er fyrst alþjóðlega deilan allt frá stríðslokum þar sem risaveld- in tvö eru á einu máli. Nú eru hins vegar komnar upp efa- semdir innan Bandaríkjastjórnar um heilindi Michails Gorbatsjovs Sovét- forseta. Þar hafa margir þó undan- farið viljað gera allt til að treysta hann í sessi. „Við vinnum enn saman á mörgum sviðuni en það er greinilegt að við göngum nú í gegnum erfitt tímabil,“ sagði í yfirlýsingu frá bandaríska utanríkisráðuneytinum um málið. Utanríkisráðherrar ríkjanna, þeir James Baker 'og Eduard Sé- vardnadse, áttu auðvelt með að ræða saman en nú er Sévardnadse á fórum úr embætti að öllum líkindum og harðlínumaður væntanlegur í sæti hans. Þetta veit ekki á gott. Sumir segja að alvarlegt kuldakast væri þegar skollið á í sambúð risa- veldanna ef Bandaríkjamenn væru ekki uppteknir við að ráða niðurlög- um Saddams Hussein. Reuter Utanríkisráðherrarnir James Baker og Eduard Sévardnadse áttu auðvelt með að vinna saman. Efast er um að arftaki Sévardnadses verði jafnsamvinnuþýður. Símamynd Reuter FELLAGÖRÐUM r r NYNAMSKEIÐ AÐ HEFJAST T A Almenn namskeið. Snyrting og framkoma fyrir allar konur, yngri og eldri. II Módelnámskeið, tískusýningar- og fyrir- sætustörf, Vogue, ganga. Innritun og upplýsingar daglega frá kl. 16-19 í síma 38126. Hanna Frímannsdóttir

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.