Dagblaðið Vísir - DV - 10.01.1991, Blaðsíða 28

Dagblaðið Vísir - DV - 10.01.1991, Blaðsíða 28
* 36 FIMMTUDAGUR 10. JANÚAR 1991. Afmæli__________________ Guðrún Karlsdóttir Guörún Karlsdóttir, húsfreyja í Miðdalskoti í Laugardal og starfs- stúlka viö ML, er sextug í dag. Starfsferill Guörún fæddist í Efstadal í Laug- ardal þar sem foreldrar hennar stunduðu búskap og ólst hún þar upp til ellefu ára aldurs en þá flutti fjölskyldan að Gýgjarhólskoti í Biskupstungum. Guðrún stundaði fyrst barna- skólanám í farskóla í Laugardaln- um en síðan hjá móðursystur sinni, Viktoríu Guðmundsdóttur sem var skólastjóri við Brunnastaðaskóla á Vatnsleysuströnd. Síðan stundaði Guðrún húsmæðranám við Lauga- landsskóla í Eyjaíirði. Guðrún og maður hennar hófu búskap í Brattholti í Biskupstung- um árið 1954 og bjuggu þar tO 1962 en fluttu þá að Miðdalskoti þar sem þau hafa búið síðan. Fjölskylda Guðrún giftist 1.5.1955 Eiríki Tómassyni, f. 26.1.1921, bónda, en hann er sonur Tómasar Bjamason- ar, b. í Helludal í Biskupstungum, og Óskar Tómasdóttur húsfreyju. Guðrún og Eiríkur eiga íjögur börn. Þau em Margrét, f. 31.8.1954, hjúkrunarfræðingur, búsett í Reykjavík en sambýlismaöur henn- ar er Einar Friðgeirsson prentari og eiga þau tvo syni; Karl, f. 25.12. 1955, húsasmíðameistari á Laugar- vatni, kvæntur Margréti Lárusdótt- ur og eiga þau þrjú böm; Ósk, f. 24. 12.1964, húsmóðir á Laugarvatni en sambýlismaður hennar er Haraldur Rúnar Haraldsson og eiga þau einn son, og Eiríkur Rúnar, f. 9.4.1974, nemi í menntaskóla. Guðrún á átta systkini. Þau era Helga Karlsdóttir, húsfreyja á Gýgj- arhóli, ekkja eftir Lýð Sæmundsson, og eignuðust þau þrjá syni; Jón Karlsson, b. að Gýgjarhóli, kvæntur Ragnhildi Magnúsdóttur og eiga þau fjögur börn; Ingimar Karlsson, deildarstjóri hjá Rafveitu Reykja- víkur, nú látinn, var kvæntur Guð- rúnu Guðnadóttur og eignuðust þau fimm börn; Guðni Karlsson, búsett- ur í Kópavogi, starfsmaður í ráðu- neyti, kvæntur Ingu Kristjánsdóttur og eiga þau þrjú börn; Amór Karls- son, b. í Arnarholti í Biskupstung- um; Margrét Karlsdóttir, húsfreyja í Skipholtí í Hrunamannahreppi, gift Guðmundi Stefánssyni og eiga þau fjögur börn; Gunnar Karlsson, prófessor við HÍ, kvæntur Silju Að- alsteinsdóttur og eiga þau tvær dæt- ur; Ólöf Karlsdóttir, húsmóðir og skrifstofumaður á Selfossi, ekkja eftir Hörð Ingvarsson, og eru böm þeirraþijú. Foreldrar Guðrúnar vora Karl Jónsson, f. 1.7.1904, d. 4.6.1979, b. Guðrún Karlsdóttir. að Gýgjarhólskotí í Biskupstungum, og kona hans, Sigþrúður Guðna- dóttír, f. 18.10.1896, d. 29.4.1967, húsfreyja að Gýgjarhólskoti. Ætt og frændgarður Sigþrúður var dóttir Guðna, b. á Gýgjarhóli, Diðrikssonar, ogkonu hans, Helgu, systur Guðlaugar, móður Ásgríms Jónssonar listmál- ara. Helga var dóttir Gísla, b. og hreppstjóra í Vatnsholtí í Flóa, Helgasonar, og konu hans, Guðlaug- ar Snorradóttur, b. í Vatnsholti, Halldórssonar, b. í Jötu, Jónssonar, ættfóður Jötuættarinnar. Hreggviður E. Guðgeirsson. Hreggviður E. Gudgeirsson Hreggviður E. Guðgeirsson bygg- ingameistari, Þinghólsbraut 48, Kópavogi, er sextugur í dag. Hreggviður fæddist í Hafnarflrði en ólst upp í Reykjavík. Hann tekur á móti gestum í Kiw- anishúsi Kópavogs, Smiðjuvegi 13A, fóstudaginn 11.1. eftir klukkan 18.00. Andlát Guðrún Lilja Schneider lést í Hafnar- búðum 9. janúar. Ólafía S. Guðnadóttir, elliheimilinu Grund, áður til heimilis í Völvufelli 22, lést þriðjudaginn 8. janúar. Jarðarfarir Jóhannes Bogason frá Brúarfossi verður jarðsunginn frá Akrakirkju á Mýram laugardaginn 12. janúar kl. 14. Bílferð verður frá BSÍ kl. 10.30. Útför Valgerðar Guðmundsdóttur, Droplaugarstöðum, áður Grænuhlíð 3, Reykjavík, fer fram frá Fossvogs- kirkju fóstudaginn 11. janúar kl. 13.30. Ragnar Þorvaldsson, Safamýri 17, verður jarðsunginn frá Bústaða- kirkju föstudaginn 11. janúar kl. 15. Helga Haraldsdóttir, Langagerði 22, andaðist á Borgarspítalanum 3. jan- úar. Útförin hefur farið fram í kyrr- þey. Vigtarmenn Námskeið til löggildingar vigtarmanna verða haldin á eftirfarandi stöðum ef næg þátttaka fæst. Námskeið nr. 13 dagana 14.1. og 15.1. í Vestmanna- eyjum. Námskeið nr. 14 dagana 30.1. og 31.1. á Akureyri. Námskeið nr. 15 dagana 11.2. og 12.2. í Reykjavík. Námskeið nr. 16 dagana 25.2. og 26.2. á Austfjörðum. Allar nánari upplýsingar og skráning þátttakenda í síma 91-681122. Geymið auglýsinguna.____________Löggildingarstofan Þórður Finnbogason rafverktaki, Egilsgötu 30, Reykjavík, sem andað- ist laugardaginn 5. janúar sl., verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju mið- vikudaginn 16. janúar nk. kl. 13.30. Ólöf Runólfsdóttir, Hrafnistu, Reykjavík, áður Ásvallagötu 51, verður jarðsungin frá kirkju Óháða safnaðarins föstudaginn 11. janúar kl. 13.30. Laufey Tryggvadóttir prófastsfrú lést 30. desember sl. Hún fæddist á Seyðisfirði 16. desember árið 1900. Foreldrar hennar voru Tryggvi Guð- mundsson og fyrri kona hans, Jónína Jónsdóttír. Eftirlifandi eiginmaður hennar er Þorsteinn Jóhannesson. Þeim hjónum varð fimm barna auð- ið. Útfór Laufeyjar verður gerð frá Dómkirkjunni í dag kl. 15. Tónleikar Tónleikar á Púlsinum í kvöld, 10. janúar, heldur Heiti potturinn sína fyrstu tónleika á nýju ári, í Púlsin- um, v/Vitastíg. Þar koma fram tvær hljómsveitir, kvintett Halldórs Pálssonar •og hljómsveit Eddu Borg. Tónleikamir hefjast kl. 21.30. Fundir Kvenfélag Seljasóknar vill minna félagskonur á sameiginlegan fund kvenfélagana í Breiðholti í Hreyfils- húsinu þriðjudagskvöldiö 15. janúar. Mætum allar með hatta. Tilkynningar Safnaðarfélag Áskirkju heldur skemmtifund með kvenfélögum Langholts- og Laugamessóknar í Holiday Inn mánudaginn 14. janúar kl. 20.30. All- ir velkomnir. Geirfuglar að vetrarlagi Þriðji rabbfundurinn um íslenska nátt- Fréttir Nýtt húsnæði keypt undir starfsemi Tónlistarskóla Akraness: „Besta jólagjöf in“ - segir Lárus Sighvatsson skólastjóri Sigurður Sverrisson, DV, Akranesi: Bæjarstjórn Akraness samþykktí samhljóða á síðasta fundi sínum fyr- ir jól að fela bæjarstjóra að ganga til viðræðna við Trésmiðju Sigurjóns og Þorbergs um kaup á efri hæð hússins að Þjóðbraut 13 með það fyr- ir augum að nýta hana undir starf- semi tónlistarskólans. Hæðin er um 799 fermetrar að stærð. „Þetta er besta jólagjöfm sem við gátum fengið,“ sagði Láras Sighvats- son, skólastjóri tónlistarskólans, er DV ræddi við hann í kjölfar fundar- ins. „Við höfum reyndar alltaf miðað húsnæðisþörf okkar viö ákveðið lág- mark, 500 fermetra, en við eigum ekki í vandræðum með að nýta okk- ur þá fermetra sem við fáum umfram þá bráðu þörf.“ Tónlistarskólinn óskaði eindregið eftir því á síðasta ári að fá efri hæð hússins að Þjóðbraut 13 undir starf- semi sína. Síðar á síðasta ári komu svo upp hugmyndir um nýbyggingu skólans, að sögn Lárusar m.a. vegna þess að menn voru orðnir úrkula vonar um að húsnæðismál skólans yrðu leyst með öðrum hætti. Samkvæmt umræðum, sem fram fóra í bæjarstjórn á þriðjudag, verö- ur stefnt að því aö taka húsnæðiö í notkun á árinu 1992 en Akranes- kaupstaður fagnar þá 50 ára afmæli sínu. Húsið að Þjóðbraut 13. Bærinn ætlar að kaupa efri hæð þess undir starf- semi tónlistarskólans. DV-mynd Árni S. Árnason úru veröur haldinn á vegum Náttúru- fræðistofu Kópavogs og Náttúruverndar- félags Suðvesturlands að Digranesvegi 12, Kópavogi, í kvöld, 10. janúar kl. 20.30. Rætt verður um þær tegundir fugla sem sækja garöa þar sem einhver ætisvon er þegar harðnar á dalnum. Fjallaö verður um helstu tegundir villtra fugla sem halda sig hér á landi á veturna og reyna að þreyja þorrann með okkur mönnun- um. í Náttúrufræðistofu Kópavogs er sýning sem kynnir íslenska vistfræði og hugtakið „Vistvænt umhverfi". Þessi sýning verður opin eftir rabbfundinn. Laugardaginn 12. janúar verður vett- vangsferð í skógræktarstöð Skógræktar- félags Reykjavíkur í Fossvogi. Þar verður fylgst meö garðfuglum og fræðsla frá rabbfundinum rifluð upp. Mæting við hlið Skógræktarfélagsins kl. 13.30. Öllum er heimil þátttaka í rabbfundinum og vettvangsferðinni án alls kostnaðar. Happdrætti Styrktar- félags vangefinna Dregið var í happdrætti Styrktarfélags vangefinna hinn 24. desember sl. Eftirfar- andi númer hlutu vinning: 1. vinningur: Toyota Corolla 1600 GLi 4WD Touring, nr. 17341,2. vinnmgur: Mitsubishi Lancer 1500 GLX, nr. 39674. 3.-12. vinningur: Bif- reiðar að eigin vali hver að upphæð kr. 620,000, nr. 7025,11213,17059,17574,37178, 47573, 70048, 72321, 80827, 98420. Gamlirog nýir samkvæmisdansar Föstudaginn 11. janúar hefst síðvetrar- starf SGT (Skemmtinefndar góðtempl- ara). Það hefst með félagsvist og dansleik við undirleik lifandi hljómsveitar í Templarahöllinni, Eiríksgötu. Félags- vistin hefst kl. 21. Þar verða veitt vegleg kvöldverðlaun. Dansinn hefst kl. 22.30. Hljómsveitin Tíglar sér um fjörið. Skemmtunin er opin öllum sem vilja skemmta sér án áfengis. Vakin skal at- hygli á því að þarna gefst gott tækifæri fyrir nemendur dansskóla til að æfa sig í gömlu og nýju samkvæmisdönsunum á raunverulegum dansleik við lifandi hljómsveitarundirleik á einu besta dans- gólfi borgarinnar. Heillaóskakort Barnaheilla fást hjá flestum umboðsaðilum happ- drættis Háskóla íslands og á skrifstofu Barnaheilla, Lágmúla 5, sími 680545. Félag eldri borgara Opið hús í dag, fimmtudag í Risinu, Hverfisgötu 105. Kl. 14 félagsvist. Leik- fimin, sem áður var auglýst í dag kl. 17, fellur niður vegna veikinda. Kl. 20.30 hefst dansleikur með hljómsveit Karls Jónatanssonar og Kristínu Löve. Nýi danskólinn byrjar aftur með dans- kennslu nk. laugardag kl. 16.30 að Ár- múla 17. Hestamannafélagið Fákur verður með annan fræðslufund vetrarins í kvöld, 10. janúar, kl. 20.30 í félags- heimili Fáks, Víðivöllum. Fræðslunefnd Fáks hefur fengið Ómar Smára Ár- mannsson og Sturlu Þórðarson frá Lög- reglunni í Reykjavík til að ræða um ör- yggismál og búnað hestamanna í um- ferðinni. Ingimar Sveinsson, kennari á Hvanneyri, mun halda fróðlegt erindi um mikilvægi umhirðu og fóðrunar folalda og unghrossa þegar tekið er í hús. Að- gangur er ókeypis fyrir félagsmenri og þeir því hvattir til að hafa félagsskírteini sín meðferöis. Aðgangseyrir verður kr. 200 fyrir utanfélagsmenn.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.