Dagblaðið Vísir - DV - 14.01.1991, Page 8
24
MÁNUDAGUR 14. JANÚAR 1991.
íþróttir
Islandsmótið 1 innanhússknattspymu:
Fram meistari
í f immta skipti
- Valsstúlkur hömpuðu titlinum 1 kvennaflokki
Fram varð í gærkvöldi íslands-
meistari í innanhússknattspyrnu í
fimmta skipti í sögu félagsins. Fram
og ÍBV áttust við í úrslitaleik og sigr-
aði Fram með þremur mörkum gegn
tveimur en í hálfleik var staðan jöfn,
2-2. Þetta var í fimmta skipti sem
Fram verður íslandsmeistari í inn-
anhússknattspyrnu og annað áriö í
röð. Eyjamenn hafa hins vegar aldrei
náð jafnlangt á mótinu og þeir gerðu
að þessu sinni.
Liðunum var skipt í íjóra riðla í 1.
deild og tryggöu Fram, Fylkir, KA,
KR, Stjaman, ÍA, ÍK og ÍBV sér sæti
í átta liða úrslitum. Úrslit leikjanna
í átta liða úrslitum urðu þessi:
Fylkir-KA..,.................2-1
KR-Stjarnan..................6-A
Fram-ÍA......................4-2
ÍBV-ÍK.......................6-5
Báðir leikirnir í undanúrshtunum
voru mjög jafnir og spennandi. Fylk-
ir, sem varð Reykjavíkurmeistari á
dögunum, beið lægri hlut fyrir Fram,
2-1. Eyjamenn, sem komu einn mest
á óvart á mótinu, gerðu sér lítið fyrir
og sigruðu KR í hinum undanúrslita-
leiknum, 3-2. í riðlakeppninni urðu
óvæntustu úrslitin þegar ÍK úr Kópa-
vogi sigraði Fram, 3-2, og varð eini
ósigur Fram í mótinu.
Úrslitaleikur Fram og ÍBV var
frekar tilþrifalítill, bæöi Uðin léku
af öryggi og tóku enga óþaria áhættu.
Samt brá fyrir nokkurri hörku en
enginn bar þó skaða af. Kristinn R.
Jónsson, Ríkharður Daöason og Pét-
ur Arnþórsson skoruðu mörk Fram
en Tómas Ingi Tómasson og Hlynur
Stefánsson mörk Eyjamanna.
„Alltaf gaman aö
vinna íslandsmeistaratitil“
„Það er alltaf gaman að vinna ís-
landsmeistaratitil. Mér fannst úr-
slitaleikurinn samt ekki vel leikinn
en það var samt fyrir öllu að vinna
sigur. Persónulega Unnst mér hark-
an vera orðin of mikil í innanhúss-
knattspyrnunni og leikmenn eru
hræddir við að verða fyrir meiðslum.
Þaö verður greinilega að taka harðar
á þessari hörku í framtíðinni," sagði
Ásgeir Elíasson, þjálfari nýbakaðra
íslandsmeistara í innanhússknatt-
spymu, eftir úrslitaleikinn í gær-
kvöldi.
Þór frá Akureyri, Víðir úr Garði,
Breiðablik og ÍR féllu í 2. deild en
sæti þeirra í 1. deild taka FH, Víking-
ur, Grótta og Haukar.
Valur meistari
í kvennaftokki
Valsstúlkur urðu íslandsmeistarar
eftir úrshtaleik við Skagastúlkur,
3-1, eftir framlengdan leik. -JKS
iBf |NR 'im.
1 ||lf T-v&v. * W "&'■ ■'*"
• Islandsmeistarar Fram I innanhússknattspyrnu 1991. Asgeir Elíasson, þjálfari liðsins, er lengst til hægri í aft-
ari röð. DV-mynd Brynjar Gauti
• Islandsmeistarar Vals í kvennaflokki í innanhússknattspyrnu 1991. Sigurbergur Sigsteinsson, þjálfari liðsins,
er lengst til vinstri f aftari röð. ......... ■ -JKS
• Ragnheiður Víkingsdóttir, fyrirliði Isiandsmeistara Vals í innanhússknatt-
spyrnu, hampar bikarnum en Vaiur sigraði Skagastúlkur i úrslitaleik, 3-1,
eftir framlengdan leik. DV-mynd Brynjar Gauti
Evrópukeppnin í handknattleik:
Stórsigur
hjá Byásen
- sigruðu Framstúlkur, 34-16
íslandsmeistarar Fram í kvenna-
flokki í handknattleik fengu skell
gegn norska félaginu Byásen í Evr-
ópukeppni meistaraliða í Þránd-
heimi í gærkvöldi. Byásen sigraði
í leiknum með 34 mörkum gegn 16
eftir að staðan í hálíleik var 17-8
fyrir norska félaginu. Þetta var
fyrri leikur liðanna en síðari ieik-
urinn verður í Reykjavík á sunnu-
daginn kemur og fá þá íslenskir
handknattleiksáhugamenn tæk-
ifæri til sjá eitt sterkasta félagshð
í heimi í kvennahandknattleik.
Eins og lokatölur leiksins gefa
glöggt til kynna var á brattann að
sækja fyrir Framstúlkur allan leik-
tímann. Byásen tók leikinn í sínar
hendur strax í upphafi og átti Fram
ekki viðreisnar von. Framliðið lék
undir getu og eins var markvarslan
ekki góð, enda var Kolbrún Jó-
hannsdóttir ekki öfundsverð af
sínu hlutverkl.
„Ég gerði mér ekki grein fyrir því
hvað norskur kvennahandbolti er
sterkur fyrr en eftir leikinn.
Norsku stúlkumar eru gríðarlega
sterkar hvaö líkamlegu hliðina
snertir, þær htu út eins og karl-
menn. Forráðamenn liðsins sögðu
eftir leikinn að Byásen heföi átt
toppleik, enda náðu þær oft að sýna
frábæran handknattleik. Við lék-
um þarna við eitt sterkasta félags-
lið í heimi,“ sagði Heimir Karlsson,
þjálfari Framhðsins, í samtali við
DV í gærkvöldi.
Guðríður Guðjónsdóttir var veik
í gær og því ekki í stuði í gær-
kvöldi. Hún var engu að síður
markahæst, skoraði sjö mörk.
Trine Haltvik var óstöðvandi hjá
Byásen og skoraði 12 mörk.
Áhorfendur á leiknum voru 1300.
• Mörk Fram: Guöríður Guð-
jónsdóttir 7, Sigrún Blomsterberg
4, Ósk Víðisdóttir 2, Ingunn
Bemódusdóttir, Hafdís Guðjóns-
dóttir og Inga Huld Pálsdóttir 1
hver.
• Mörk Byásen: Trine Haltvik
12, Karin Pettersen 5, Mia Her-
mansson 4, Gry Haltvik 4, Kari
Knutsen 3, Mona Dale 2, Marit Jo-
hnsen 2, Ann Eriksen og Kristin
Karlsen 1 hvor.
-JKS