Dagblaðið Vísir - DV - 14.02.1991, Blaðsíða 1

Dagblaðið Vísir - DV - 14.02.1991, Blaðsíða 1
Sjónvarp á föstudagskvöldum: hennar - nýr framhaldsþáttur fyrir böm Betty Boomer heitir aðalsöguhetj- an í þessum ný-sjálenska mynda- flokki og er hún ein þeirra kvenna —sem hafa hjartað á réttum stað. Þrátt fyrir lítil efni og þröng húsakynni rekur hún uppeldisheimili fyrir börn sem hvergi annars staðar eiga höföi sínu að að halla. En shk starfsemi kostar auðviðtað fé og svo fer að þrengist ískyggilega í búi hjá Betty og hennar fólki. Krakkarnir Mick, Megan, Chrissie og Billy deyja þó ekki ráðalaus heldur taka að sér hvers konar amaviðvik er til falla. Eitt slíkt flækir þó krökkunum í vafasaman félagsskap þjófaflokks og hinir æsilegustu atburðir taka að gerast. Út yfir allan þjófabálk tekur þegar Betty hverfur með dularfull- um hætti. En krakkarnir láta sér hvergi bregða og hafa ráð undir rifi hverju. Þættirnir um Betty og krakkana hennar eru alls þrettán og eru þeir sýndir klukkan 19.20 næstu föstu- daga. Betty er hjartagóð kona sem tekur að sér heimilislausa krakka en oft er þröngt i bui og verður að neyta ýmissa bragða til að afla peninga. Morgunhanarnir á rás 2 þeir Leifur Hauksson og Steingrímur Olafsson. Rás 2 alla morgna: Valmað til lífsins með morgunhönum Morgunhanarnir á rás 2, Leifur Hauksson og Steingrímur Ólafsson, gera víðreist þessa dagana. Morgun- útvarpið er á ferð og flugi með beinar útsendingar af vettvangi, hvar sem morgunhanamir tylla niður fæti. Aðstoðarmenn þeirra eru kunnir hver á sínu sviði. Einar Kárason flytur fregnir af ein- kennilegum mönnum á miðvikudög- um, Auður Haralds hefur sagt frá raunum ítala á flmmtudögum, Ómar Valdimarsson og Anna Kristine Magnúsdóttir gagnrýna fjölmiðla og Arthúr Björgvin Bollason flytur mánudagshugvekjur. ' Síðan bætast við fréttaritarar heima og erlendis, svæðisstöðvar og allir góðir gestir sjá svo um að gera morgunútvarpið á rás 2 að morgun- útvarpi allra landsmanna. Sjónvarp á föstudagskvöldum: Spumingakeppni framhaldsskólanna Stjaman alla morgna: Geðdeildin stofa 102 Alla virka daga milh 11-12 er á Stjörnunni þátturinn „Geðdeildin stofa 102“. Umsjónarmenn þáttarins, Bjarni Haukur Þórsson og Sigurður Hlöðversson, hafa haldið úti þessum geðdeildarþætti um nokkurt skeið. í þessum þætti geta hlustendur heyrt það sem þeir heyra yfirleitt ekki ann- ars staöar því nánast allt er látið flakka. Sem dæmi um þær fígúrur sem koma við sögu geðdeildarinnar er Dóri Mödder, jeppakallinn sem veit aUt og þekkir alla, LUli og Baddi, Valtýr Bjöm með íþróttir klukkan 11.11 og margir aðrir. Frægt er oröið þegar hlustendur Geðdeildárinnar kusu fatafelluna Bonný sem best klæddu konu lands- ins. Geðdeildarmenn hafa viðtals- tíma fyrir þekkt fólk og þá er ekki verið að spyrja þessara hefðbundnu spurninga heldur um eitthvað aUt annað. Geðugir hlustendur geta hringt í neyðarlínu Geðdeildar 679102 og létt á sálu sinni. Næstu föstudaga fá áhorfendur Sjónvarps að fylgjast með æsispenn1 andi keppni milli framhaldsskólanna um farandbikarinn góða. Spurninga- keppni framhaldsskólanna er sann- arlega orðin einn af föstu póstunum í dagskrá beggja miðla Ríkisútvarps- ins því í kvöld mun keppnin hefja sjöttu vegferð sína á skjám lands- manna. Það hefur sýnt sig í gegnum árin að í framhaldsskólum landsins leynast viskubrunnar og hefur oft verið tvísýnt um úrslit. í ár er von á harðri keppni sem fyrr en aldrei áður hafa svo margir skólar átt fuUtrúa í keppninni. Alls hafa nemendur framhalds- skólanna keppt sín á milli í 13 lotum á rás 2 en i Sjónvarpinu verða sjö lotur þar fíl úrslit fást. Umsjón keppninnar í Útvarpinu hefur Sigrún Sigurðardóttir haft með Spurningakeppni framhaldsskólanna hefur verið fastur liður í Sjónvarpinu höndum en umsjónarmaður í Sjón- í mörg ár. varpinu að þessu sinni verður Stefán Jón Hafstein. Mun hann spyija unga hún er vel þekkt úr spurningakeppni farandbikarinn sem Sjónvarpið gef- fólkið í þaula en dómvörslu annast Sjónvarpsinsþarsemhúnkepptifyr- ur þeim skóla til varðveislu í eitt ár Ragnheiður Erla Bjarnadóttir. Ragn- ir Reykjavík. sem fer með sigur af hólmi. heiður Erla samdi spurningarnar en Verðlaun eru nokkur en hæst ber <

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.