Dagblaðið Vísir - DV - 22.02.1991, Qupperneq 1
listasafnASÍ:
íslensk
grafíklist
íslensk myndlist á ferð um Norð-
urlönd er yfirskrift sýningar graf-
íklistamanna sem verður opnuð í
Listasafni ASÍ á laugardag kl. 15.00.
Á sýningunni eru nýjar myndir
eftir 13 kunna listamenn. Inntak
mynda á sýningunni er: íslenskur
veruleiki, landið sjálft og/eða það
sem gerir land og þjóð sérstæða.
Að lokinni opnun í Listasafni ASÍ
fer sýningin sem List um landið.
Jafnframt sýningunni hér heima
fer grafíksýningin ásamt mál-
verkasýningu um Norðurlönd und-
ir heitinu íslensk myndhst á ferð
um Norðurlönd. Sýningin var opn-
uð í Örebro í Svíþjóð 2. febrúar síð-
astliðinn. Næstu sýningarstaðir
eru Karlstad, Vasterás, Eskilstuna
og Nörrköping. AUs er áætlað að
sýningin íslensk myndlist á ferð
um Norðurlönd fari til 15 staða á
Norðurlöndum.
GrafíkUstamennimir, sem eiga
myndir á sýningunni, eru eftirfar-
andi: Karólína Lárusdóttir, Ingi-
berg Magnússon, Ragnheiður
Jónsdóttir, Sigrid Valtingojer, Guð-
mundur Ármann Sigurjónsson,
Edda Jónsdótir, Daði Guðbjörns-
son, Ingunn Eydal, Þórður Hall,
Valgerður Bergsdóttir, Þorlákur
Kristinsson (Tolli), Valgerður
Hauksdóttir og Hafdís Ólafsdóttir.
ÖU hafa þau haldið fjölda einka-
sýningu og tekið þátt í samsýning-
um víða um heim. Á sýningunni
erlendis eru einnig málverk eftir
listmálarana Helga Þorgils Frið-
jónsson, Hring Jóhannesson og
Tryggva Ólafsson.
Sýningin í Listasafni ASÍ stendur
til sunnudagsins 10. mars og er
opin daglega frá kl. 14.00 til 19.00.
Gyifi KristjánBson, DV, Akareyri:
„Friður fyrir botni Sjallans" er
nafh skemmtidagskrár sem frum-
sýnd verður í Sjallanum á Akur-
eyri annað kvöld. í sýningunni
taka þátt tónlistarmenn og dansar-
ar sem ætla að lifa sig inn í anda
hippatímabilsins og er sú upplifun
i mótsögn viö stöðuga umfjöliun
um stríðið sem stendur yfir fyrir
botni Persaflóa.
Höfundur texta og leikstjóri er
Bjami Hafþór Helgason en hljóm-
sveitin Rokkbandiö og söngvararn-
ir Berglind Björk Jónasdóttir, Guð-
rún Gunnarsdóttir, Ingvar Grét-
arsson og Pétur Hallgrímsson hafa
veg og vanda af vali og meðferð á
tónlistinni sem flutt verður. Þar er
um að ræða dægurlög effir heims-
kunna flytjendur.
Sýningar vöröa aðeins fjórar, sú
fyrsta annaö kvöld, sem fyrr sagði,
en hinar 2., 8. og 9 mars.
Þær keppa um titilinn ungfrú Norðurland um helgina.
Akureyri:
Ungfrú Norðurland
kjörin í Sjallanum
Gylfi Kristjánsson, DV, Akureyri:
Ungfrú Norðurland árið 1991
verður kjörin í Sjallanum á Akur-
eyri í kvöld en alls keppa 10 stúlkur
um titilinn að þessu sinni.
Stúlkurnar koma allar frá Akur-
eyri nema ein sem er Dalvíkingur.
Þær koma fyrst fram á baðfótum
og síðan á kvöldkjólum áður en
kjörinu verður lýst.
Sjallinn verður opnaður matar-
gestum kl. 19 í kvöld og tekið á
móti þeim með fordrykk. Tónlist
verður flutt meðan borðhald fer
fram, síðan verður tískusýning og
tónhst úr sýningu Sjallans, „Friður
fyrir botni Sjallans“, verður flutt.
í dómnefnd keppninnar eru Ólaf-
ur Laufdal veitingamaður, Sig-
tryggur Sigtryggsson fréttastjóri,
Svava Johansen verslunarmaður,
Steinunn Guðmundsdóttir versl-
unarmaður og Ragnar Sverrisson
verslunarmaður.
Kammermúsíkklúbburinn:
Tríó Reykjavíkur og gestir
Tríó Reykjavíkur, sem i eru Guðný Guðmundsdóttir, Gunnar Kvaran og
Halldór Haraldsson, leikur ásamt Einari Jóhannessyni og Joseph Ognibene
á tónleikum Kammermúsíkklúbbsins á sunnudag.
Kammermúsíkklúbburinn heldur
sína fiórðu tónleika á starfsárinu á
sunnudag klukkan 20.30 í Bústaða-
kirkju. Flytjendur eru Tríó Reykja-
víkur með Guðnýju Guðmundsdótt-
ur fiðluleikara, Gunnari Kvaran á
knéfiðlu og Halldóri Haraldssyni á
píanó. Með þeim leika Einar Jóhann-
esson á klarínettu og Joseh Ognibene
á horn.
Á efnisskrá er Tríó fyrir horn, fiðlu
og píanó í Es-dúr, op. 40 eftir Johann-
es Brahms. Eftir hlé verður leikinn
kvartett „Um endalok tímans" fyrir
fiðlu, knéfiðlu, klarínettu og píanó
eftir Olivier Messiaen.
Ohvier Messiaen samdi kvartett-
inn „Um endalok tímans" í fanga-
búðum Þjóðverja í Görhtz og þar var
hann frumfluttur 15. janúar 1941.
Hljóðfæraskipanin réðist af því
hvaða hljóðfæraleikarar voru meðal
samfanga hans. Heiti verksins skýrir
höfundurinn með tilvitnun í Opin-
berunarbók Jóhannesar, 10. 5-7.