Dagblaðið Vísir - DV - 22.02.1991, Blaðsíða 6
22
FÖSTUDAGUR 22. FEBRÚAR 1991.
Bíóhöllin:
Kónguló,
kónguló
Læknirinn Ross Jennings, sem
Jeff Daniels leikur, er nýfluttur
ásamt fjölskyldu sinni á friðsælan
stað í Kalfforníu. Allt viröist vera
eins og best verður á kosið, sveita-
sælan nálæg og stóborgarysinn í
órafjarlægð. En Jennings uppgöt-
var sér til hrellingar að þau eru
ekki einu nýju íbúar hverfisins og
í hlöðu þeirra er heljarinnar
kónguló. Fyrir mann eins og Jenn-
ings, sem þjáist af sjúklegri kóngu-
lóarhræðslu (fóbíu), er slíkur ná-
granni ekkert annað en ógnvekj-
andi óvinur. Friðurinn er úti og
skömmu síðar er bærinn allur á iði
í orðsins fyllstu merkingu.
Kóngulærnar á hvíta tjaldinu eru
engar gervikóngulær. Gerð var
sérstök leit að heppilegum „leikur-
um“ og sú sem hreppti. hnossið er
svokölluö delena kónguló sem á
heimkynni sín á Nýja-Sjálandi.
Kvikmyndagerðarmennirnir telja
þessa tegund' einstaklega hæfi-
leikaríka því hún getur gert allt.
„Stjarna" myndarinnar er svo tar-
antúla af ógeðslegustu gerð, af-
brigði sem finnst í Venesúela og
nærist á skordýrum og músum. í
aukahlutverkum eru svo slatti af
minni tarantúllum sem ekki eru
eins ógnvekjandi.
Jeff Daniels á hér í höggi við kóngulóna ógurlegu.
Marcello Mastroianni leikur aðalhlutverkið i myndinni Allt í besta lagi.
Háskólabíó:
Allt í besta lagi
Háskólabíó hefur tekið til sýn-
inga kvikmyndina Allt í besta lagi
eða Stanno tutti bene. Leikstjóri er
Guiseppe Tornatore en hann gerði
einnig Paradísarbíóið sem sýnd
hefur verið hérlendis í tæpt ár.
Margir leikarar koma hér við sögu
en þekktastir eru Marcello Mastro-
ianni og Michele Morgan sem fer
með lítið en áhrffamikið hlutverk.
Ungi strákurinn Salvatore (Toto)
Cascio sem lék í Paradísarbíóinu
fer einnig með lítið hlutverk. Aðrir
leikarar hafa mest komið fram á
sviði í ítölskum leikhúsum og fæst-
ir leikið áður í kvikmynd.
Myndin gerist á ítaliu samtímans
og sjáum við land og þjóð með aug-
um Matteo Scurro sem Mastro-
ianni leikur. Tökur stóðu í þrettán
vikur og ferðalagið var gífurlegt
því sjötíu og fimm staðir voru not-
aðir til að taka 78 atriði. Tornatore
er aðeins 35 ára en á að baki marg-
ar kvikmyndir, stuttar og langar.
Þetta er þriðja kvikmynd hans í
fullri lengd. Paradísarbíóið var
númer tvö en hin fyrsta hét II Ca-
morrista með Ben Gazarra í aðal-
hlutverki.
Tökuliðið er nánast það sama og
vann með Tornatore að gerð Para-
dísarbíósins. Hann segir þessa
mynd vera töluvert öðruvísi en
fyrri myndir og þar með talið Para-
dísarbíóið. Þetta er nokkurs konar
nútímafrásögn af því hvað Ítalía er
með öllum sínum erfiðleikum og
ringulreið. Myndin er líka óður til
þjóðarinnar og þess fallega lands
sem Ítalía er.
BÍÓBORGIN
Uns sekt er sönnuð
Athyglisverðar persónur í flóknum
þriller þar sem gátan er óleyst fram
á síðustu stundu. Harrison Ford er
frábær. -HK
Þrír menn og Iltil dama **É
Létt, skemmtileg og hæfilega væm-
in Iðnaðarkómedía. Taisvert betri
en forverinn. Einnig sýnd í BíóhöU-
inni. -GE
Góðir gæjar ****
Mjög vel leikin og spennandi maf-
íumynd, hrottafengin en um leið
raunsæ. Besta mynd Martins Scor-
sese frá því hann gerði Raging Bull.
-HK
BÍÓHÖLLIN
Rocky 5 *★
Óþarft en vel meint framhald sem
er mun skárra en síðustu þrenn
slagsmál. Stallone er skammlaus.
-GE
Ameríska flugfélagið *
Langdregnar flugæfingar sem eru
litiö spennandi. Ekki heil brú í
handritinu. -PÁ
Aleinn heima **'/»
Gamanmynd um ráðagóöan strák
sem kann svo sannarlega að taka
á móti innbrotsþjófum. Mjög fynd-
in í bestu atriðunum. MacCaulay
Culkin er stjarna framtíðarinnar.
Einnig sýnd í Bíóborginni. -HK
Stórkostleg stúlka **'/
Létt og skemmtileg mynd þrátt fyr-
ir ófrumlegt handrit. Juiia Roberts
vinnurhugoghjörtuallra. -HK
HÁSKÓLABÍÓ
Hálendingurinn II *
Misheppnað framhald. Vantar flest
það sem prýtt getur góða kvik-
mynd. -PÁ
Kokkurinn, þjófurinn, konan hans
og elskhugi hennar ***
Áreitið og hrottafengið listaverk
um ást, kynlif og mat. Ekki viö allra
hæfi. -PÁ.
Úrvalssveitin **'/
Dýrðaróður til hermennsku, hug-
prýði og karlmennsku. Ágæt af-
þreying. -PÁ
Nikita ***
Sterkt myndmál er aðal Lucs Bes-
son nú sem fyrr. Hnökrar í per-
sónusköpun koma ekki f veg fyrir
góðaskemmtun. -HK
Hinrik V. ★** 'h
Margir kvikmyndagerðarmenn
hafa glímt við Shakespeare með
misjöfnum árangri. Hinn ungi
Kenneth Brannagh sýnir ogsannar
að það er hægt að koma snilldar-
leikhústexta tO skila í góðri kvik-
raynd. -HK
Skjaidbökurnar **'/>
Snilldarlega útbúnar tánings-
skjaldbökur og fjörug saga gera
þetta að hinni bestu skemmtun fyr-
irbreiðanaldurshóp. -GE
Tryllt ást ***
Lynch gengur of langt í furðuleg-
heitunum en aö öðru leyti sterkt
ogsérstaktverk. -GE
Draugar *★*
Mjög frumleg og sérstök meðhöndl-
un á hinu yfirnáttúrlega. Demi og
Swayze eru góð en Whoopi og Gold-
wynfrábær. -GE
Paradísarbíöið ***I4
Það líður öllum vel eftir að hafa séð
þessa einlægu og skemmtilegu
mynd. -HK
LAUGARÁSBÍÓ
LeikskóJalöggan **
Einfeldnisleg saga, byijar ágætlega
en fer yfir væmnismörk í lokin.
Schwarzenegger stendur sigfurðu-
vel. -GE.
Skuggi ** 'A
Dúndurkeyrsla og hraði en upp-
bygginguna vantar. Neeson er góð-
ur og stendur af sér gallana í sög-
unni. -GE
Skólabylgjan **'/j
Skemmtileg tilraun til aö gera ann-
að og meira en „týpfska" unglinga-
mynd. , -GE
Henry & June **
Misheppnuð, mjúk og í meðallagi
djörf, Því miður er Kaufman á villi-
götum. -PÁ
REGNBOGINN
Úlfadans ***
Löng og falleg kvikmynd um nátt-
úruvernd og útrýmingu indíáná.
GlæsOeg frumraun Kevins Costn-
ers.Örugguróskar. -PÁ
Samskipti *★
Christopher WaOten á góða spretti
í forvitnilegri kvikmynd sem spyr
margra spurninga en veitir fá svör.
-HK.
Löggan og dvergurinn -k'A
Óþörf löggufélagaviöbót, athyglis-
verö aðeins á tæknilega sviðinu.
-GE.
Aftökuheimild *
Van Damme er ekki vandinn held-
ur einstaklega ófrumlegur og
óspennandi söguþráður.
-GE
Ryð ***'/
Sterkt drama. Öll vinna mjög vönd-
uð og fagmannleg. -PÁ
Skúrkar **'/
Háðskt og meinfyndið löggugrin
frá Fransmönnum. -GE
STJÖRNUBÍÓ
Flugnahöfðinginn ★*
Endurgerð klassískrar sögu upp á
nútímann en hún er kraftlaus og
aldrei meira en forvitnileg.
-GE.
Á mörkum lffs og dauða **
Góð hugmynd en klúðurslega unn-
in og ekki alltaf sjálfri sér sam-
kvæm. Myndræna hliöin er of-
keyrö í von um að auka áhrifin.
-GE