Dagblaðið Vísir - DV - 25.02.1991, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 25.02.1991, Blaðsíða 4
4 ieei JiAuassN ..3: 30 MÁNUDAGUR 25. FEBRÚAR 1991. Ferðir DV Ómar Garðarsson, DV, Vestmannaeyjum; „Viö förum aldrei í manngreinará- lit. Þaö er regla númer eitt, tvö og þrjú. Viö viljum veita fyrsta flokks þjónustu í öllu sem viö bjóðum upp á; ferðum, gistingu og mat og hennar eiga allir aö njóta,“ segir Páll Helga- son sem á dögunum var útnefndur ferðafrömuður ársins 1990 af tímarit- inu Farvís. „Svo veistu aldrei hverj- v um þú ert að taka á móti. Ríkt og voldugt fólk ber það ekki alltaf utan á sér.“ Þjóðhöfðingjar og skólabörn Honum er sama hver er, skóla- krakkar ilr Húnavatnssýslu eða þjóðhöfðingjar, krakkar á Tomma- móti eða einmana kona sem kemur ein og sér til Vestmanneyja um há- vetur til að líta á Eyjarnar hans. Og margir eru himinlifandi yfir nátt- úrufegurðinni sem þær hafa upp á að bjóða og kannski er það mesti afl- vakinn í ferðafrömuði ársins 1990, hann veit að hún svíkur engan. Því til sönnunar á hann hundruð bréfa og póstkorta alls staðar að úr heimin- um frá ánægðum viðskiptavinum. Helgi Benediktsson, faðir Páls, rak á sínum tíma stórt hótel, Hótel HB, en sjálfur hóf Palli afskipti af ferða- mönnum með því að selja Vest- mannaeyingum sólarlandaferðir fyr- ir Guðna í Sunnu og síðar Ingólf í Útsýn og segir hann að það hafi ver- ið einhver mesta gæfa sín að kynn- ast og starfa með þessum mönnum. „Þeir opnuðu heiminn fyrir mér. Á ♦ þessum árum voru sólarlandaferðir ekki daglegt brauð og- gjaldeyrir skammtaður.“ Oft bauð Palli upp á góö kjör og vissi um aðila sem gátu bjargað um hinn mjög svo dýrmæta gjaldeyri. „En einhvem veginn var það svo að langflestir borguðu út í hönd og mikið skelfmg var fólk þakklátt fyrir þessar krónur sem maður gat bjargað því um. En þetta er breytt í dag, nú spila allir á plast- ið,“ segir Páll og greinilega finnst honum það ekki góð þróun. Sjálfur borgar hann allt út í hönd. - segir Páll Helgason, ferðafrömuður ársins 1990 Ferðafrömuður ársins 1990, Páll Helgason, með barnabarni og nafna. Surtsey var upphafið En fyrsta viðleitni hans til að koma ferðamönnum til Vestmannaeyja tengdist Surtseyjargosinu. Þá kom hann á beinum flugferðum til Surts- eyjar í samstarfi við Björn Pálsson flugmann sem flaug á vél sinni TF- VOR. „Surtseyjargosið heillaði mig svo aö mér fannst að allir yrðu að fá að sjá það. Kostnaði var haldið svo niðri að þegar ég fór þurfti ég að borga undir sjálfan mig.“ En Surtsey átti eftir að koma meira við á ferli hans. Franskir jarðvís- indamenn voru fyrstir til að stíga fæti á þessa nýfæddu eyju suður af landinu og það líkaði Palla illa, fannst þeir hafa stolið frá sér glæpn- um og það særði þjóðarstoltið. Hann varð fyrstur ásamt nokkrum vinum sínum á land í Syrtlingi. „Ég setti niður fánann og Bjarni Bene- diktsson, sem þá var utanríkisráð- herra, vottaði það. Hann var-þarna á varðskipi með sendiherrum er- lendra rikja að skoða Surtsey. Einnig urðum við félgarnir fyrstir til að stíga á land'á Jólni sem einnig kom upp í Surtseyjargosinu." Fyrstadagsumslögin Eitt af frumlegustu uppátækjum hans er líka tengt Surtsey en það var þegar póststjórnin gaf út Surtseyjar- frímerki 23. júlí 1965. Hann spurðist fyrir um hvort ekki ætti að setja upp pósthús í Surtsey og stimpla þar fyrstadagsumslög. „En þeir sögðu nei, það væri ekki framkvæmanlegt. Þá lét ég sérhanna fyrir mig fyrsta- dagsumslög, 4500 stykki með mynd- um af Surtsey, sem voru stimpluð á pósthúsinu í Eyjum á útgáfudegi. Síðan fórum við nokkrir vinirnir út í Surtsey og stimpluðum þau með sérstökum útgáfustimpli. Talsverðir eftirmálar urðu af þessu uppátæki Palla og kom núverandi forsætisráðherra þar við sögu. „Þá- verandi formaður Surtseyjarfélags- ins, Steingrímur Hermannsson, taldi mig hafa grætt svo á þessu og ágóð- inn ætti að renna til Surtseyjarfé- lagsins. Dómurinn varð mér í yil.“ Ekki neitar hann að hafa grætt ein- hverjar krónur á þessú uppátæki sínu en það er önnur saga. En þessi umslög stungu aftur upp kollinum 23. janúar 1975 þegar frímerki með Heimaeyjargosinu voru gefin út. Þá bárust á pósthúsið í Eyjum um 1100 umslög af þessu 4200 og voru þau stimpluð aftur. Sannar sögur og góðar lognar Margt hefur verið sagt um Pál Helgason, bæði satt og logið, og sjálf- ur segist hann ekki bera af sér góða sögu. Fræg er sagan af því þegar hann fór í fyrsta skipti með fjölskyld- unatilBandaríkjanna. „Viðdvöldum þar sumarlangt árið 1960 hjá mág- konu minni. Þegar heim var komið var sú saga komin á kreik að ég hefði ekki verið lengi að sjá hvað Amerík- .anar eru sólgnir í hamborgara og pylsur og keýpt mér sendiferðabíl, keyrt um selt þeim hamborgara og pylsur úr bílnum og skoðað landið í leiðinni og grætt á öllu saman. Þessi var alltof góð til að hægt væri að bera á móti henni,“ segir Páll og hlær dátt. íslenski bjórinn Einu sinni sat hann uppi með stór- an hóp enskra ferðamanna sem urðu veðurtepptir og til að bjarga málun- um leigði hann Herjólf og notaði hann sem hótel um nóttina. í sára- bætur bauð hann Bretunum heim og á barinn. Sagðist hafa komist yfir sérlega góðan íslenskan bjór, þetta var fyrir daga bjórsins, blandaði í könnur tveimur þriðju hlutum af pilsner og einum þriðja af kláravíni. Gestirnir höfðu aldrei komist í annan eins mjöð en heldur varð hann þeim skeinuhættur því það þurfti að hjálpa hverjum einasta í koju áður en yfir lauk. „Nokkrum dögum seinna stóð stór blómakarfa heima og kort með sem allur hópurinn haíði skrifað undir og þar þökkuðu þau fyrir ógleymanlega heimsókn. Já, Páll Helgason hefur frá mörgu aö segja en umfram allt er hann sátt- ur við tilveruna, hefur séð fyrirtæki sitt dafna og nú eru synir hans og tengdadætur að taka við rekstrinum og auka smátt og smátt." Ekki neitar hann að hafa verið lán- samur í starfi sínu og þar komi margt til. Ekki síst frábært starfsfólk á ferðaskrifstofum sem ég hef viðskipti við. Það er virði þyngdar sinnar í gulli og hef ég og fleiri fengið að njóta þess. Margt af því eru í dag persónu- legir vinir mínir og það er einmitt eitt af grundvallarskilyrðum, per- sónuleg sambönd skipta mestu,“ seg- ir Páll Helgason, ferðcifrömuður árs- ins 1990. Titill sem hann stendur undir. PÁSKAFE 27. mars - 9. apríl Kr. 39.600 (m9MK Ferðaskrifstofa • Hallveigarstíg 1 ■ Símar 28388 - 28580 ý

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.