Dagblaðið Vísir - DV - 08.03.1991, Qupperneq 1
AV. v:?M: -'ivrc ('liríti
Tónleikar f slensku
hlj ómsveitarinnar
- frumflutningur áEratoeftir AtlaHeimi
Á sunnudaginn, 10. mars, frum-
flytur íslenska hljómsveitin nýtt
verk eftir Atla Heimi Sveinsson.
Verkið kallar Atli Erato en það er
grískt orð skylt ást. Á tónleikunum
verður einnig fluttur Oktett eftir
Hróðmar I. Sigurbjörnsson. Auk
þessara íslensku verka verða ílutt
fjögur erlend og sígild tuttugustu
aldar tónverk eíur þá Pierre Bo-
ulez, Edgar Varese og Hans Abra-
hamsen. Þar mun flautuleikarinn
Martial Nardeau leika einleik á
flautu í Density eftir Varese.
Erato eftir Atla Heimi er skrifað
fyrir tíu hljóöfæraleikara, viö ljóð
eftir Sigfús Daðason. Verkið vinnur
Ath Heimir upp úr gömlum skets-
um sem hann kallaði Kliö. Verkið
hefur sterka framrás í hrynjandi
og er árásargjarnt á köflum, að
sögn höfundar.
Oktett Hróðmars var unninn sem
lokaverkefni í tónsmíðanámi hjá
Atla Heimi árið 1984. Verkið var
því eins konar sveinsstykki hans
áður en hann fór til Hollands að
semja meistarastykki eins og
Ljóðasinfóníuna sem flutt vár á
Myrkum músíkdögum af Sinfóníu-
hljómsveit íslands nú á dögunum.
Erlendu verkin, sem flutt verða,
eru Otandre fyrir átta hjóðfæri og
Density. Þessi verk eru eftir Edgar
Varese en hann hætti að skrifa tón-
list upp úr miðjum aldri og sneri
sér að öðrum lífsins gæðum eins
og skákinni til dæmis. Verk hans
Verkin á tónleikum íslensku hljómsveitarinnar að þessu sinni eiga það sameiginlegt að vera tiltölulega stutt, áheyrileg og auðmelt þrátt fyrir að
vera mjög alvarlega skrifaðar tónsmiðar. DV-mynd GVA
hafa haft geysimikil áhrif á þær
kynslóðir sem á eftir honum komu
nú á öldinni. Einkennist tónlist
hans af vélrænum stórborgaráhrif-
um sem hann vinnur með á fínleg-
an og lífrænan hátt.
Þá verða einnig flutt verkin
Derive eftir franska tónskáldið Pi-
erre Boulez, sem hefur löngum ver-
ið harðlínumaður stærðfræðigeira
tónlistar tuttugustu aldar, og Wint-
ernacht eftir Danann Hans Abra-
hamsen. Hann hefur gjarnan verið
nefndur boðberi stefnu sem kölluð
er Nýr einfaldleiki en það er tónlist
sem hljómar að mörgu leyti eins
og hugleiöslutónlist til streituslök-
unar, skrifuð af listrænum metn-
aði.
Tónleikarnir verða í Langholts-
kirkju kl. 17 sunnudaginn 10. mars
og stjórnandi er Hákon Leifsson
Sykurmolarnir eru á leið til útlanda og gæti því orðið nokkur bið á að það
heyrist í þeim á tónleikum hérlendis á ný.
Síðustu Sykur-
molatónleikamir
- íbili
Síðustu tónleikar Sykurmolanna
um hríð verða á Púlsinum í kvöld
og annað kvöld. En eins og fléstum
aðdáendum hljómsveitarinnar er
kunnugt þá eru þeir á leið utan til
tónleikahalds og gæti orðið nokkur
bið á að aftur gefist tækifæri til að
hlusta á þessa víöþekktustu hljóm-
sveit okkar íslendinga.
Sykurmolarnir hafa undanfarið
verið við strangar æfingar og hljóð-
ritanir á nýju efni fyrir væntanlega
LP-plötu. Verður því fróðlegt aö vita
hvaða eyrnakonfekti þeir luma á fyr-
ir heimsbyggðina að þessu sinni.
Heflmikil dagskrá á vegum Smekk-
leysu verður í gangi áður en Sykur-
molarnir stíga á svið og hefja tónlist-
arflutning sinn. Þar má búast við
mörgu nýstárlegu eins og Smekk-
leysu er von og vísa.
Fjölskylduskemmtanir Fáks
- margvísleg skemmtiatriði fyrir alla aldurshópa
Nú um helgina stendur hesta-
mannafélagið Eákur fyrir fjölskyldu-
skemmtunum í Reiðhöllinni. Verða
haldnar fiórar skemmtanir sem
byrja klukkan 15 og 21 laugardag og
sunnudag, 9. og 10. mars. Hver
skemmtun stendur í um þaö bil tvær
klukkustundir.
Boðið verður upp á margvísleg
skemmtiatriði sem höfða eiga til allra
aldurshópa. Félagar í Fáki munu
sýna ótemjureið þar sem knapar
sýna leikni í að halda sér á hrossum
sem láta öllum illum látum. Vélhjóla-
kappar munu sýna stökk og fleiri
kúnstir á hjólum sínum og mun þetta
vera í fyrsta sinn sem slíkt er gert
innandyra hérlendis, svo að vitað sé.
Kraftajötunninn Jón Páll kemur á
staðinn. Þá verður hundasýning þar
sem meðal annarra verða Santos og
Unn Krogen með atriði í hundafimi.
Þau eru margfaldir Norðurlanda-
meistarar í sinni grein.
Kaffl og ýmsar veitingar verða
seldar í hléi. Skemmtanir þessar eru
haldnar til styrktar hestamannafé-
laginu og eru þær opnar öllum og
fyrir alla fiölskylduna. Að sögn Fáks-
manna er búist við fiölmenni en ör-
stutt er í Reiðhöllina frá endastöð
strætisvagns númer 10. Aðgangseyr-
ir er 800 kr. fyrir fullorðna, 300 kr.
fyrir börn, 5-12 ara, og ókeypis fyrir
þau yngstu.
Á meðal skemmtiatriða verða útreiðar á ótemjum.