Dagblaðið Vísir - DV


Dagblaðið Vísir - DV - 08.03.1991, Qupperneq 5

Dagblaðið Vísir - DV - 08.03.1991, Qupperneq 5
FÖSTUDAGUR 8. MARS 1991. 21 Silkiprent - Sýning Rósu Ingólfsdóttur Um helgina opnar Rósa Ingólfs- dóttir auglýsingateiknari, sölusýn- ingu á silkiprenti í Agoges-húsinu í Vestmannaeyjum. Rósa útskrifaðist frá auglýsingadeild Myndlista- og handíðaskóla íslands árið 1968 og hefur unnið sem teiknari við Sjón- varpið frá stofnun þess. Um er að ræða 2 seríur, unnar með svokallaðri silkiprents-tækni. Sú fyrri er fréttagrafíkin „Óðurinn til krónunnar", sem Rósa vann fyrir fréttastofu Sjónvarps rétt fyrir mynt- breytingu 1980-81, en sú síðari ser- íurnar „Landnám“, „Sjávarútveg- ur“, og „Iðnaður", sem unnar voru fyrir þróunarsýningar á vegum sjáv- arútvegs-, landbúnaðar- og iðnaðar- ráðuneytis árið 1974, og gengu undir nafninu „Þróun“. Þetta er sjöunda einkasýning Rósu og eru verk eftir hana í eigu stærstu fyrirtækja landsins. Sýningin er opin laugardag og sunnudag frá kl. 14.00 til kl. 22.00. Rósa Ingólfsdóttir opnar 7. einkasýningu sína í Vestmannaeyjum um helgina. Nútímamálverk Jónas Ingimundarson pianóleikari. Tónleikar Tón- listarfélagsins Laugardaginn 9. mars mun Jónas Ingimundarson halda tónleika í ís- lensku Óperunni kl. 14.30 á vegum Tónlistarfélagsins. Jónas hefur kennt um margra ára skeið í Tónlistarskólanum í Reykja- vík og einnig er hann þekktur um land allt og érlendis, bæði sem ein- leikari og meðleikari, einkum með söngvurum. Á tónleikunum nú mun Jónas leika þrjú tónaljóð eftir Schubert, Tungl- skinssónötuna eftir Beethoven, Sjö brúðudansa eftir Sjostakovits og Myndir á sýningu eftir Mussorgsky. Tónleikar þessir eru hinir fyrstu á síöari hluta starfsvetrar Tónlistarfé- lagsins og á næstu tónleikum, 6. apríl, kemur Jónas einnig við sögu. Þá leikur hann með Gunnari Guð- björnssyni, tenorsöngvara. Síðustu tónleikar á þessum starfs- vetri verða 18. maí. Aðgöngumiðar verða seldir við innganginn. Ferðalög Útivist um helgina Sunnudagur 10. mars: Póstgangan, 5. áfangi. Kl. 10.30: Stóri-Hólmur-Bæjarsker. Geng- ið frá Stóra-Hólmi í Leiru að Útskálum, þaðan eftir Skagagarði og áfram gömlu leiðina suöur í Sandgerði. Göngunni lýk- ur við Bæjarsker. Komiö verður við á pósthúsunum í Garði og Sandgerði og göngukortin stimpluð þar. Kl. 13 er boðið upp á styttri ferð og sameinast hún árdeg- isferðinni við Útskála. Árshátíð Útivistar verður haldin í Básnum, Efstalandi í Ölf- usi, laugardaginn 9. mars. Brottfór frá BSI kl. 16.30. Miðar og pantanir á skrif- stofu Útivistar, Grófinni 1. Allir vel- komnir. Ferðaféiag íslands Sunnudagsferðir 10. mars kl. 13: 1. Reykjavík að vetri, 4. ferð: Heið- mörk-Skyggnir. Gengið um fallega skógarstíga í skógarreit Ferðafélagsins og þaðan um friðlandið að Skyggni við Elliðavatn. Nú er um að gera að missa ekki af síðustu göngunum í þessari skemmtilegu ferðasyrpu um útivistar- svæði innan borgarmarka Reykjavíkur. Verð aðeins kr. 600. Frítt f. börn m. full- orönum. 2. Bláfjöll - skiðaganga. Á Bláfjalla- svæöinu eru gönguleiðir fyrir skíðafólk, þægilegar og auðveldar. Njótið útiver- unnar á gönguskíðum með Feröafélag- inu. Verð kr. 1000. Brottíor í ferðirnar frá Umferðarmiðstöðinni, austanmegin. Farmiðar við bíl. Námskeiö Norræni Heilunarskólinn Á morgun, laugardag 9. mars, verður haldið námskeið á vegum Norræna Heií- unarskólans að Laugavegi 163, 3. hæð. Námskeiðið nefnist „Máttur hugarins" og stendur frá kl. 10-17. Sýningar nál Sýningunni fylgir vönduð sýning- arskrá með litmyndum af verkum höfundar og ferli hennar, og ljóði í formála. Þann 2. mars næstkomandi ætlar kínverski málarinn Wu Shan Zhuan að halda einkasýningu á verkum sín- um að Laugavegi 22. Þetta er önnur sýning listamannsins hér á landi en sú fyrri var haldin í Hlaðvarpanum í Reykjavík áriö 1987. Wu kom til íslands í fyrra og er nú kennari við Myndlista- og handíða- skólann. Hann stundaði nám við listaakademíuna í Zhejiang frá árinu 1983 til ársins 1986 og hefur haldið tjórar einkasýningar síðan hann út- skrifaðist: á íslandi, í Hamborg, Tokyo og Peking. Sýningin, sem ber nafnið Ekkert vatn í dag, stendur til 22. mars en hún verður formlega opnuð laugar- daginn 2. mars klukkan 17.00. Listamaðurinn Wu Shan Zhuan opn- ar einkasýningu að Laugavegi 22 þann 2. mars næstkomandi. Myndlist Kristinn Guðbrandur Harðarson, myndlistarmaður, opnar sýningu í dag, fóstudaginn 8. mars, í Nýlista- safninu að Vatnsstíg 3b kl. 20.00. Hann sýnir þar verk sem unnin voru á árunum 1989 til 1991. Efniviðurinn sem v^rkin eru unnin úr spannar mjög vítt svið, svo og útlit þeirra og stíll. Iiintak þeirra og tilfmning hrærist þó sennilega innan þrengri marka en virðist í fljótu bragði. Leikur og yfirvegun lifa í sátt og samlyndi, en eru misráðandi í ein- stökum verkum. Sum eru opinská, á meðan önnur eru innhverfari og dylja hluti í orðsins fyllstu merkingu. Art-Hgn Stangarhyl 7 Art-Hún-hópurinn sýnir skúlptúrverk, grafík og myndlr, unnar í kol, pastel og olíu, í sýningarsal sínum að Stangarhyl 7. Opið mánudaga til föstudaga kl. 12-18 og laugardaga kl. 12-14. Ásgrímssafn Bergstaðastræti 74 í safni Ásgríms Jónssonar eru nú sýnd 26 verk. Mörg verkanna, sem bæði eru unnin í olíu og með vatnslitum, eru frá árunum 1905-1930 og eru þau einkum frá Suðurlandi. Ásmundarsalur v/Freyjugötu Síðasta sýningarhelgi á verkum Möddu. Á laugardaginn munu kunnir tónlistar- menn koma í heimsókn. Þeir munu flytja verk eftir Mozart og hefst flutningurinn kl. 14. Sýningin er opin frá kl. 14-19 og lýkur sunnudaginn 10. mars. Laugardagskaffi Kvennalistans Kvenleg vistfræði, ECO-fem- inismi Sigrún Helgadóttir vistfræðingur er gest- ur í laugardagskaffi Kvennalistans 9. mars, kl. 11, aö Laugavegi 17, 2. hæð. Kvenleg vistfræði er samþættmg á sjón- armiðum vistfræði eða umhverfísfræði annars vegar og kvenfrelsis hins vegar. Villibráðarkvöld á Akranesi í kvöld verður haldið svokaflaö villibráð- arkvöld á veitingastaönum Ströndinni, Akranesi. Þar verður blandað saman spennandi matseðli og skemmtiatriöum. A matseðlinum niá m.a. finna hreindýra- kjöt, reyktan ál, fjölbreytt úrval villtra fugla og fleira. Skemmtiatriðin saman- standa af tískusýningu, hárgreiöslu og snyrtivörukynningu. Aö lokum munu hinir síungu Ríó tríó-piltar sjá um að skemmta gestum. Matreiðslumaöur verður Skagamaöurinn Smári Jónsson en hann hefur sérhæft sig í matreiðslu á villibráð. Kvennalistinn -Suðurlandsangi í tilefni af alþjóðlegum baráttudegi kvenna í dag, 8. mars, gengst Kvennalist- inn - Suðurlandsangi - fyrir hátíöarsam- komu á Hótel Selfossi í kvöld, föstudags- kvöld, kl. 20.30. Framboðslistinn kynntur og efstu konur listans flytja ávörp. Séra Hanna María Pétursdóttir flytur erindi um kvennaguðfræði. Elín Ósk Óskars- dóttir syngur einsöng. Upplestur - Krist- ín Steinþórsdóttir. Kynnir verður Sigrún Ásgeirsdóttir. Allir hjartanlega velkomn- ir. Verkakvennafélagið Framsókn og starfsmannafélagið Sókn Félagsmenn, takið eftir. Opið hús verður laugardaginn 9. mars kl. 14-17 í húsa- kynnum félagsmanna að Skipholti 50a í tilefni af 75 ára afmæli ASI. Starfsemi félaganna kynnt. Allir velkomnir. Heitt á könnunni. Kvikmyndir um Prokofiev og Ulanovu sýndar í MÍR Tvær gamlar sovéskar heimildarkvik- myndir um fræga listamenn verða sýnd- ar í bíósal MÍR, Vatnsstíg 10, nk. sunnu- dag, 10. mars, kl. 16. Fyrri myndin fiallar um tónskáldið Sergei Prokofiev og er sýnd í tilefni þess að senn eru 100 ár lið- in frá fæðingu hans. Hin myndin er um ballerínuna Galinu Ulanovu, eina fræg- ustu dansmey á þessari öld. Aðgangur að kvikmyndasýningunni nk. sunnudag er ókeypis og öllum heimill. Þann dag hefst jafnframt afhending (sala) aðgöngu- miða að árlegri „maraþonsýningu“ MÍR á stórmyndinni Stríði og friöi sem sýnd verður laugardaginn 16. mars. Þá verða allir 4 hlutar myndarinnar sýndir og hefst sýningin kl. 10 að morgni og lýkur á sjöunda tímanum um kvöldið. I hléum milli einstakra hluta kvikmyndarinnar verður boðið upp á þjóðlega rússneska rétti, kaffi og te. Fundir Fræðslufundir og kvöld- messa í Hafnarfjarðarkirkju 3 næstu laugardagsmorgna mun dr. Sig- urður Örn Steingrímsson, prófessor í guðfræði Gamla testamentisins, fjalla um „sáttmálshugtakiö'1 í Gamla og Nýja testamentinu, sem er grunnatriði í sam- skiptum guðs og manna, á fræðslufund- um t safnaðaraðstööu Hafnarijarðar- kirkju í Dvergi, gengið inn frá Brekku- götu. Fyrsti fundurinn verður haldinn á morgun, laugardaginn 9. mars, og síöan þeir næstu laugardagana 16. og 23. mars. Þessir fræðslufundir eru öllum opnir. Þeir hefjast kl. 11 og standa fram til há- degis en þá verður þátttakendum boðið upp á léttan hádegisverð í boði kirkjunn- ar. Sunnudaginn 10. mars fer fram kvöld- messa í Hafnarfjaröarkirkju. Hefst hún kl. 20.30. Séra Sigurður Pálsson, aðstoð- arframkvæmdastjóri Hins ísl. Biblíufé- lags, predikar þá og Jóhanna Möller syngur einsöng. Kaffisamvera verður í Álfafelli eftir messuna. AUKABLAÐ Matur og kökur fyrir páskana Miðvikudaginn 20. mars nk. mun aukablað um matartilbúning fyrir páskana og páskasiði íylgja DV. Þeir auglýsendur, sem hafa áhuga á að auglýsa í þessu aukablaði, hafi samband við auglýsinga- deild DV hið fýrsta í síma 27022. Vinsamlegast athugið að skilaffestur auglýsinga er fýrir fimmtudaginn 14. mars. - auglýsingar. Sími 27022.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.