Dagblaðið Vísir - DV - 11.03.1991, Blaðsíða 2
20
Þar sem nóttin endar á fiskmarkaði
ekki bara verslanir undir einu þaki
heldur einnig veitingastaðir þar sem
hægt er að tylla sér niður og fá sér
kaffibolla, bjórglas, eða þá humar og
freyðivín, svo eitthvað sé nefnt.
Verðlag er mjög mismunandi í
borginni. Hægt er að kaupa góðar og
ódýrar vörur, ef vill, en einnig rán-
dýrar ef sá gállinn er á einhverjum.
Eitt er víst, úrvalið er geysimikið.
Veitingastaðir eru fjöldamargir í
borginni. Það sem vakti þó kannski
mesta kæti íslendings í útlegð var
að þarna var hægt að fá æta fiskrétti
- og rúmlega það. í kringum höfnina
eru nefnilega íjöldamargir staðir sem
bjóöa upp á alls konar fiskrétti, al-
genga og sjaldgæfa. Lögð er áhersla
á nýtt hráefni og þess vegna eru þess-
ir staðir hreint gósenland fyrir fisk-
kera.
«
Annars er það um veitingastaðina
í borginni að segja að þeir eru yfir-
leitt smáir en heldur góðir miðað við
það sem þekkist. Hvort heldur menn
vilja kjöt, fisk, hrísgrjón eöa fugl er
þetta allt þarna i margvíslegri mat-
reiðslu. Vilji einhver músík með
matnum er best að heimsækja hverfi
sem heitir Grossnemarkt. Þar er lögð
mikil áhersla á lifandi hljómlist og
mikið um dýrðir í þeim efnum. Þegar
vora tekur eru stólar og borð færð
út á gangstétt og er þá oft þröngt
setinn bekkurinn því fólk fer gjarnan
til þess að rabba saman yfir glasi af
góðu víni og hlýða á tónlistina. Á
kránum, sem eru á hverju götu-
horni, sýna listamenn gjaman verk
sín og þangað fara þeir sem hlýða
vilja á klassíska hljómlist eða þá
djass.
Mikið menningarlíf
Hamborgarbúar segja að borgin sé
Mekka menningarlífs í Norður-
Evrópu. Hvort sem hún stendur und-
ir sliku nafni eða ekki er það víst að
þar er hlúð býsna vel að þessu sviði
mannlífs.
Nú standa yfir sýningar á tveimur
frægum söngleikjum, Cats og The
Panthom of the Opera. Sérstök höll
var byggð yfir þann síðarnefnda.
Hún tekur 2000 í sæti og er allaf upp-
selt langt fram í tímann. Óhætt er
að fullyrða aö þetta verk verður
hverjum einum ógleymanlegt sem
það sér - svo frábær er hljómlistin,
flutningurinn og sviðsmyndin.
Listasafn Hamborgar, Kunsthalle,
er þekkt meðal þeirra sem fróðir eru
um slíka hluti. Þar er að finna yfirlit
I
Síðustu
sætin um
páskana
Kanaríeyjar 27. mars - uppselt
Costa del Sol 27. mars
12 dagar - aðeins 5 vinnudagar
Gisl á Principito Sol eða Aquamarina sem
standa alveg við ströndina og örstutt frá
miðbænum oghelstu verslunargötunni,
veitingahúsum og skemmtistöðum.
Verð frá kr. 35.900,-
4 i íbúð (hjón með 2 börn, 2-11 ára),
kr. 49.700,-
2 í ibúð
Pantið tímanlega áðuren allt selst upp!
Suður-Ameríka m/lngólfi
Guðbrandssyni 22. mars
Santiago de Chile -
Buenos A ires - ^
Iguazu - V'í
Rio de Janeiro
Giæsiiegasta páskaferðin í ár
- veisla fyrir skilningarvitin
Ennþá hægt að útvega sæti
í þessa ævintýraferð!
FEIIAMIlSllllN
Austurstræti 17, sími 62 22 00
Umboðsmenn um allt land
MÁNUD
AGUR 11. MARS 1991.
Ferðir
itt hinna fjölmorgu sikja sem setja svip sinn á Hamborg
yfir það helsta í málaralist frá gotn-
eska tímabilinu allt til dagsins í dag,
höggmyndir frá 19. og 20. öld og svo
mætti lengi telja. Sýningarsvæðið,
sem skipt er í einingar, er um 6000
fermetrar að stærð.
Margir frægustu söngkraftar
heims hafa hafið feril sinn í ríkis-
óperunni í Hamborg. Einn hinna síð-
ari er Placido Domingo. Þama er
ballettinn einnig til húsa og er há-
punktur hvers leiktímabils svo-
nefndir „ballettdagar í Hamborg“.
Seinni partinn í apríl verður einnig
haldin mikil balletthátíð sem stendur
yfir í níu daga. Um það leyti, nánar
tiltekið þann 25. apríl, munu Flug-
leiðir hefja reglulegt flug til borgar-
innar og verður þaö tvisvar í viku.
Leikhúsin, sem eru 40 talsins, eru
að sjálfsögðu starfrækt af kappi yfir
vetrartímann. Sum þeirra eru einnig
opin yfir sumartímann, einkum í júlí
og ágúst, til þess að feröamönnum
gefist kostur á því að kynna sér eitt-
hvað þeirrar leiklistar sem í gangi er.
Annars má segja að á tímabilinu
maí-september séu hátíðahöld á
hverjum degi. Þá eru í gangi fjöl-
margar sýningar, götuleikhús, kvik-
mynda- og bókmenntahátíðir, svo og
tónlistarviðburðir. Vínhátíðir og
kaupstefnur verða í gangi öðru
hverju í allt sumar. Veðreiðar verða
haldnar í byrjun júlí og keppt verður
í fjölmörgum íþróttagreinum, svo
sem tennis Og júdó.
En hvað sem kann að verða fyrir
valinu af því sem getið hefur verið
hér að ofan -þá byrjar aðalgamanið
eiginlega ekki fyrr en klukkan fimm
við festar í innri höfninni. Þaðan fer
það ekki langt því það er ekki leng-
ur notað til siglinga heldur sem fljót-
andi sjóminjasafn og veitingastaður.
á sunnudagsmorgun. Þá er haldinn
svokallaður fiskmarkaður í borg-
inni. Þar er ekki bara seldur nýr fisk-
ur heldur allt milli himins og jarðar
sem ekki er naglfast, eins og segir
einhvers staðar. Þarna flykkjast
nátthrafnarnir að, fá sér snarl á ein-
hverju hinna fjölmörgu veitinga-
húsa, hlýða á lifandi hljómlist og taka
þátt í markaðinum af lífi og sál. Gleð-
in stendur til klukkan tíu þessa til-
teknu morgna og þá er einmitt kom-
inn tími til að fá sér morgunverð eft-
ir atburðaríka nótt.
Nú er sem óðast að færast fjör í leikinn á götunum, enda fer brátt að vora
i Hamborg. Þessa þrjá herramenn rákumst við á þar sem þeir léku eld-
fjöruga tónlist fyrir vegfarendur við vægu eða engu gjaldi - allt eftir örlæti
þeirra sem fram hjá fóru.
FERÐAGETRAUN
og Flugleiða
Má bjóða þér til Amsterdam?
Það eina sem þú þarft að gera til að eiga möguleika á að vinna farseðla fyrir tvo til
Amsterdam og heim aftur og þar að auki gistingu í tveggja manna herbergi á góðu
hóteli í fjórar nætur er að svara spurningum sem birtust 18. og 25. febrúar og 4. mars.
Skilafrestur er til 15. mars.