Dagblaðið Vísir - DV - 11.03.1991, Page 4

Dagblaðið Vísir - DV - 11.03.1991, Page 4
30 MÁNUDAGUR 11. MARS 1991. Ferðir i>v —r- .——• Costa del Sol í apríl - vinningur í áskriftargetraun DV: Suðræn sumarbyrjun - tíminn sem allur gróður stendur í mestum blóma Enda þótt baðstrandarlifið og sólbaðið sé það sem flestir sækjast eftir á Costa del Sol, þá er svo ótalmargt ann- að hægt að gera sér til skemmtunar þar syðra. Þótt rétt sé fariö aö örla á vori um miöjan apríl hjá okkur á ísiandi, ef vel árar, þá er komiö sumar á þeim fræga feröamannastað Costa del Sol á Spáni. Samkvæmt okkar mæli- kvarða er vorveður alian veturinn þar syðra. En heimamenn segja aö vorið komi í mars og sumarbyrjun í apríl. Vegna þess hve lítil úrkoma er í Andalúcíu er aUur gróður tekinn að sölna strax í júní nema þeir blettir og akrar sem vökvaðir eru reglulega. Einu mánuðirnir sem einhver úr- koma er að ráði á Costa del Sol eru desember, janúar og fram í febrúar. Gróðurinn er því fegurstur frá því í mars og fram í byijun júní. Það má fullyrða að hann stendur í mestum blóma í apríl. Og fyrir þá sem vilja gera eitthvað meira en liggja í sól- baði er stutt að fara út í sveitina og skoða hið undurfagra landslag Suð- ur-Spánar í sínum fegursta skrúða. En að sjálfsögðu er kominn sól- baðstími strax í febrúar og í apríl er hitastigið 22 til 28 gráður að jafnaði í venjulegu árferði. Fyrir okkur ís- lendinga, sem þolum flestir ekki vel mikinn hita, eru mánuðirnir apríl, maí og júní hvað heppilegastir til dvalar þarna syðra. Costa del Sol Ég er ekki viss um að sá stóri hóp- ur Islendinga sem komið hefur til Costa del Sol geri sér grein fyrir hve löng sú fræga sólarströnd er. Hún nær frá Gíbraltarsundi og upp til Almeria og þaö eru hvorki meira né minna en 450 kílómetrar. Sá hluti strandarinnar, sem íslend- ingar þekkja best, nær frá Torremol- ínos og vestur til Fuengerola, um 20 kílómetra vegalengd. Allmargir hafa að vísu ekið þjóðveginn meðfram ströndinni frá Torremolínos og vest- ur að Gíbraltarsundi en það er innan við 150 kílómetra löng leið. Það er því ekki lítill hluti strandarinnar sem hægt er að skoða ef farið er í austurátt frá Málagaborg. Og þar er sannarlega margt fróðlegt að sjá. Einn athyglisverðasti staðurinn á þeirri leið er bærinn Nerja og hinir frægu dropasteinshellar sem við hann eru kenndir. Margt annað at- hyglisvert er að skoða á leiðinni til Almería og sú borg er meira en þess virði að skoða hana. „Matjurta- garður Málaga" Þegar ekið er frá Torremolínos til Málagaborgar og komið er aðeins lengra en að flugvellinum blasir við víðfeðmur dalur á vinstri hönd. Þetta er frjósamasti staöur Málagahéraðs og oft nefndur „Matjurtagarður Málaga.“ Ég vil hvetja alla sem tök hafa á að taka sér bOaleigubíl og aka upp í þennan dal. Þar eru margir litl- ir bæir sem gaman er að stoppa í og skoða mannlífið til sveita á Spáni. Bæirnir Alhurin el grande og Coin eru stærstu bæirnir í dalnum. En þegar litið er yfir dalinn blasa akr- arnir við. Á þessum árstíma stendur yfir uppskera á sítrónum og appels- ínum. Mikið af glóaldintrjám eru í þessum dal. Þar er að auki ræktað allt það fjöl- breytta grænmeti sem ræktað er að vísu aOt árið um kring á Suður- Spáni. Vegurinn liggur meðfram ökr- unum og víða við vegkantinn eru lít- 0 sveitaveitingahús sem bæði fróð- legt og skemmtilegt er að heimsækja. Það er hægt að fara athyglisverðan hring frá Torremolínos, upp dalinn og tO Coin. Þaðan svo til hins fagra og fræga þorps Mijas í hlíðinni fyrir ofan Fuengerola og svo áfram tíl Torremolínos. Einnig er hægt að fara fjallaveg og koma þá niður í Mar- bella, frægan bæ um 50 kílómetra frá Torremolínos. Það er sama hvorn hringinn fólk fer, þetta er svona fimm til sex stunda ferð ef hægt er farið yfir, borðað og það markverð- asta skoðað á leiðinni. Sögustaðirnir frægu Hér hefur aðeins verið minnst á næsta nágrenni Torremolínos. Auð- vitaö ætti enginn sem þangað er kominn að sleppa því að skoða sögu- frægustu borgir Spánar, Granada, Sevilla og Cordoba. Allar ferðaskrif- stofur bjóða farþegum sínum ferðir tO þessara borga. Annað hvort í ferð- um sem íslensku ferðaskrifstofurnar eru með sjálfar eða þá með spönsk- um feröaskrifstofum, þar sem farar- stjórinn talar í það minnsta þrjú tungumál fyrir utan spönsku. Því miður hefur mér fundist sem íslendingar hafi litið á Spán í gegnum árin sem ódýrt sólarstrandarland. Þar eigi við að drekka vín og liggja í sólbaði. Alltof fáir virðast gera sér grein fyrir því að Spánn er eitt mesta menningarland veraldar. Spánverjar hafa átt marga af frægustu lista- mönnum allra tíma, bæði listmálara, tónlistarmenn og rithöfunda. Og vegna þess að íslendingar miða gæði rithöfunda við nobelsverðlaun má geta þess að þrír spánskir rithöfund- ar hafa fengið nobelsverðlaun. Ég hef líka rekið mig á að margir halda að tveir af þremur frægustu tenórsöngvurum sem nú eru uppi, Jose Carreras og Placido Domingo, séu ítalir vegna þess að allir frægir tenórar eiga að koma frá Ítalíu. En þessir tveir heiðursmenn eru báðir Spánverjar. Og svona í lokin: Fyrir alla muni gleymiö ekki að fara og horfa á nautaat, listgrein allra listgreina, fyrst þið eruð á annað borð komin til Spánar, e.t.v sem vinningshafar í áskriftargetraun DV. Eins og fram hefur komið er fyrsti ferðavinningur í áskriftargetraun DV ferð með Ferðamiðstöðin'ni Ver- öld til Costa del Sol 19. apríl. í kjölfar- ið fylgja síðan fimm glæsilegir ferða- vinningar í maí, júní og júlí. -S.dór PÁSKAÆVINTÝRI í edinborc Verð frá kr. Frábœrar stuttar skemmtiferðir til menningar- oggleðiborgarinn- ar Edinborgar í Skotlandi. íslenskur fararstjóri. Hvíld og hressing, veislumáltíðir, pöbbar, kynnisferðir, góðar verslanir og golf. Tilvaldar ferðir fyrir hópa. Gist á King James Thistle sem er gott 4ra stjömu hótel í miðborginni. Fyrir golfarana: Marine Hotel í North Rerwick. Hafðu það gott utn páskana hjá gestrisnum og alúðlegum nágrönnum okkar, Skotum. Skelltu þér til Edinborgar. * Verð tniðast við staðgreiðslu og gistingu í tvílrjli n/eð /norgunverði. Forfallagjald, f/ugvallarskattur og kynnisferðir eru ekki innifaldar í verði. Ferð: Verð á mann: 23.-26. mars 4 dagar/3 nœtur 27.900 kr.* 26.-30. mars 5 dagar/4 nætur 29 900 kr.* 30. mars-2. apríl 4 dagar/3 nætur 28.900 kr.* 4 4 ÚTSÝN 'farkort | FÍF .. .aldrei lœgra verð í Mjódd: sími 60 30 60 við Austurvötl: sími 2 69 00 í Hafnarfirbi: sími 65 23 66 við Ráðhústorg á Akureyri: sími 2 50 00 og hjá umboðsmönnum um allt land.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.