Dagblaðið Vísir - DV - 25.03.1991, Blaðsíða 1
}Uj;
ísafjörður:
landsdal
Skíöavika ísfiröinga verður
haldin um páskana og eiga
heimamenn von á mörgum gest-
um. Útlit er gott fyrir vestan,
nægur snjór og færið upp á það
allra besta. Mikill snjór er á Selja-
landsdal og ekkert grjót stendur
upp úr.
í tengslum við skíöavikuna
verður ýmislegt til skemmtunar;
páskaeggjamót, skiðaþrautir,
hljómleikar, harmóníkuleikur og
dansleikir í samkomuhúsum
bæjarins.
Á Seljalandsdal eru þrjár lyftur,
sú lengsta 1200 metrar en hinar
rúmir 700 metrar, Allt eru þetta
togbrautir en auk þeirra er ein
lítil barnatogbraut. Lyfturnar
geta annað 3-400 manns með
góðu móti. Göngubrautir verða
troönar og verður lögð ein löng
og erfið inn i dalinn fyrir vana
skiðagöngugarpa.
Rútuferðir verða upp á dal frá
hótelinu og innan úr firði. Boðið
verður upp á skíöakennslu og
barna„pössun“ meö skíða-
kennslu. í Skíðheimum verður
opin veitingasala og þar er einnig
skíðaleiga sem býður gott úrval.
-JJ
Skíðasvæðið í Bláfjöllum og Skálafelli:
Útlit fyrir gott færi
í Bláfjöilum verður opiö bænadaga
og páska ef veður leyfir. Skíðafæri
lítur mjög vel út en mikið hvassviðri
getur sett strik í reikninginn. Skíða-
svæðiö í Bláfjöllum getur tekið viö
4-5000 gestum með góðu móti. Ef
gestir verða mikið fleiri lengjast bið-
raðimar í lyfturnar mikið.
Á öllu Bláfjallasvæðinu eru 10 lyft-
ur, 2 stólalyftur, 2 barnatoglyftur og
6 toglyftur, og verða þær allar í gangi
ef ekkert hindrar. Göngubrautir
verða lagðar ef kostur er. Aðalskál-
inn verður opinn meðan skíðasvæðið
er opið. Þar verður skíöaleiga og
kostar dagleiga á svigskíðum 1500
krónur en 800 kr. á gönguskíðum.
Bamasvigskíði em leigð á 1250 krón-
ur.
Alla frídagana verður skíða-
kennsla og hefst fyrsti tími kl. 10.30
á morgnana og stendur í 1 % klukku-
stund. Að fyrsta tíma loknum hefst
annar og síðan koll af kolli. Kennd
verða undirstöðuatriði fyrir byrjend-
ur.
Skíðasvæðið í Skálafelli verður
einnig opið komandi frídaga. Þar eru
3 lyftur í gangi, ein stólalyfta og tvær
toglyftur. Skíðasvæðið í Skálafelli
getur tekið við 2-3000 manns með
góðu móti. Þar er þjónustumiðstöð
með veitingasölu.
Eldborgargil
Hákollur
| Kóngsgil
Sólskinsbrekka
Suöurgil
SKIÐALEIÐIRIBLAFJÖLLUM
A Skéli Fram J Topplyfta Ármanns (700)
B Lyfta Fram (700)* K Gillyfta (700)
C Beygjulyfta (900) L Sóiskinsbrekkulyfta (700)
D Skóli ÍTR M Skóli Ármanns
E Blófjailavegur N Bílastæbi
F Aöalbílastæbi O Bamalyfta (700)
H Stólalyfta (1100) Q Stólalyfta f Suburgill (1200)
1 Blófjallaskóli •> i P Göngubrautir*
* Flutningsgeta á klukkustund. 3, 5 og 10 km.
Skíðaleiðir
O Léttleib
0 Nokkub brött leiö
0 Mjög brött leiö
DVJRJ
Ef veður helst skaplegt um bæna-
daga og páska getaskíðamenn á höf-
uðborgarsvæðinu átt góða daga
framundan. Þeir sem enn hafa ekki
fallið fyrir íþróttinni eiga möguleika
á skíðaleigu og kennslu í Bláfjöllum
sem upplagt er að notfæra sér í
páskafríinu.
-JJ
sfáij Gönguhús@
~J&*****m® Bllastæöi
Tll Akureyrar
Lótt lei& Q Meöalerílö leiö 0 Erfiö leiö DVJRJ
Hlíðarfjall við Akureyri:
Nægur snjór
Gylfi Kiistjánsson, DV, Akureyri:
„Það er nægur snjór og við verðum
með opið alla daga frá kl. 10 til 17 og
lengur ef veður verður gott,“ segir
ívar Sigmundsson, forstöðumaður
skíðasvæðisins í Hlíðarfjalli við Ak-
ureyri um útlitið með skíðaiðkun þar
í fjallinu um páskana.
- og ýmislegt í boði
„Við reynum að vera með sem
minnst mótahald á þessum tíma því
hingað kemur margt fólk og móta-
hald truílar bara hinn almenna
skíðamann. Þó verður hér vélsleða-
mót utan skíðasvæðisins. Þá verður
að öllum líkindum tveggja brauta
mót bæði á skírdag og laugardag, og
á páskadag setjum við upp okkar
árlega páskatrimm sem er skíða-
ganga fyrir almenning."
Skíðamenn ættu aö geta haft það
gott í Hlíðarfjalli um helgina. Þar er
sem fyrr sagði talsverður snjór og
allar lyftur opnar. Svo er bara að
vona að veðrið verði gott og skíða-
menn fjölmenni í brekkurnar í Hlíð-
arfjalli um páskana.
rrrcovtMc
Ferðaskrifstofa ■ Hallveigarstíg 1 • Símar 28388-28580
TRYGGÐU ÞÉR
ESTA STRAX
PANTAÐU NÚNA
Bestu hótelin
besta verðið
Royal gisting, 2 vikur
Brottfarardagar:
4. júní / 9. júlí / 3. september
Verðdæmi:
4 manna fjölskylda, 2 fullorðnir og 2 börn
2-11 ára kr. 145.500 eða kr. 36.375 á mann.
3 manna fjölskylda, 2 fullorðnir og 1 barn
2-11 ára kr. 131.400 eða kr. 43.800 á mann.
2 fullorðnir kr. 54.000 á mann.
Bjóddu þér og fjölskyldunni almennilegt hót-
el í sumarfríinu - á viðráðanlegu verði.
Sumarfrí á almennilegu hóteli er góð fjárfest-
ing - veldu Royaltur hótel hjá Atlantik.