Dagblaðið Vísir - DV - 25.03.1991, Page 2

Dagblaðið Vísir - DV - 25.03.1991, Page 2
24 MÁNUDAGUR 25. MARS 1991. Ferðir Nítjánda holan er vinsæl - segir Derek Wallace frá frlandi Flestum kemur á óvart hve írland er grænt og gróöurmikiö. „íslendingar ættu að finna margt við sitt hæfi á írlandi. Náttúrufegurð er mikil enda írland þekkt sem eyjan græna. Golfvellir eru margir og fremur ódýrir, golf er ekki yfirstétt- aríþrótt á írlandi. Menn geta átt von á tólf ára strákum eða fullorðnum konum sveiflandi kylfum um allan völl. Golfkennsla er einnig góð og því geta ferðamenn leikið golf í fríinu sínu þó þeir hafi litla reynslu. Og golf dagsins endar ekki ósjaldan í 19. hoiunni," sagði írinn Derek Wallace í samtali viö DV á dögunum. Hann brosti í kampinn þegar hann ræddi 19. holuna og hafði gaman af þegar blaðamaður spurði hvernig þessi nítjánda hola kæmi golfinu viö. „Nítjánda holan er pöbbinn," sagðir Derek og bætti við að glas (eða glös) af írskum bjór eða írsku viskíi væri góður endir á degi úti á golfvelli. Heimilislegir pöbbar Pöbbarnir á írlandi eru einstakir í sinni röð, sagði Derek. Fólkið safnast saman, segir sögur og er virkilega eins og heima hjá sér. íslendingar finna sig líklega strax í þessu írska andrúmslofti sem ekki er ósvipað hinu íslenska. Ekki spillir fyrir að írar eru mikhr söngmenn eins og íslendingar þekkja af heimsóknum The Dubliners hingað til lands. Höfuðborg írlands er einmitt Dub- lin sem hljómsveitin er kennd við. „Dublin fagnaði þúsund ára afmæli síjiu fyrir tveimur árum og af því tilefni var borgin tekin í gegn. Hún er nú ákaflega hrein og borgarbúar eru ákaflega stoltir af henni. Verslun er mikil í Dubhn en það vita íslend- ingar sem þangaö hafa komið í versl- unarferðir. Verðlag er mjög hagstætt og úrvalið mikið,“ sagði Derek. Græntog gróðurmikið Derek var spurður um hvaö kæmi ferðamönnum mest á óvart varðandi írland og hann svaraöi að bragði. „Flestum kemur á óvart hvað írland er gróðursælt og grænt. Viðmót og v.ðhorf íra kemur líka mörgum á óvart. írar eru ákaflega blátt áfram og L'olegir. Þeir æsa sig lítt yfir smá- munum og láta hverjum degi nægja sína þjáningu." írar kalla erlenda ferðamenn „gesti“ en ekki „túrista“. Vorið kemur snemma Það vorar snemma á írlandi og vorið stendur til maíloka. Á suðvest- urströndinni vaxa pálmar og þar eru ótrúlegir skrúðgarðar. Sumarið er frekar hlýtt og síðustu sumur hafa verið sérstaklega góð. Áfangastaöur íslendinganna sem Derek sér um er Cork á suðurströnd- inni. „í nálægð Cork eru kastalar, dómkirkjur, fomminjar og góðar verslanir. Nálægt sumarhúsabyggð- inni er hin heimsfræga Waterford- kristalsverksmiðja. Fjölmargir golf- vellir eru á svæðinu og veiðivötn sem eru virkilega spennandi," sagði De- rek. Gisting í köstulum írland er fyrst og fremst land- búnaðarland en ferðaþjónusta er næststærsta atvinnugreinin. Eyjan er mun minni en ísland og því er mögulegt aö aka um hana alla á nokkmm dögum. „Ég vil þó ekki mæla með svoleiðis ferðalagi," sagði Derek. „Ferðamenn eiga að taka líf- inu með ró líkt og írarnir gera sjálf- ir. Gistimöguleikarnir eru allt frá bændagistingu til glæsiherbergja í köstulum. Einn skemmtilegasti ferðamátinn er ökuferð um landið og blanda þessum tveimur gisti- möguleikum saman eftir því sem hver vih.“ Veiði og skólar Á írlandi er íjöldi áa og vatna sem gefa fisk. Silungur og sjóbirtingur Derek Wallace segir írska bjórinn þann besta í heimi. eru eftirsóttustu tegundirnar en fiöldi annarra tegunda gefur sig. Einnig er stangveiði í sjó í boði en Derek taldi slíkt ekki höfða mikið til fiskimannaþjóðarinnar hér á Fróni. Einnig er hægt að komast að í veiði- skólum ýmsum sem kenna tæknina. „írar er ákaflega forvitnir og tala mikið. íslendingar á ferð á írlandi geta allt eins átt von á spumingum um uppruna sinn. Þegar hinn for- vitni fær svarið ísland verður hann enn forvitnari og spyr enn frekar. Fljótlega verða menn í hörkusam- ræðum sem enda líklega með söng og tralli á pöbbnum yfir besta bjór í heimi," sagði Derek Wallace frá ír- landi. Ferðagetraun DV og Flugleiða: Má bjóða þér til Amsterdam? „Ég trúi þessu ekki. Ertu aö grín- ast?“ sagði Sessefia Stefánsdóttir, Birkihhð í V-Húnavatnssýslu, þeg- ar henni var tílkynnt að hún ætti ferð fyrir tvo til Amsterdam í boði DV og Flugleiða. Reyndar var hún svo tortryggin aö hún hringdi til blaðsins til að vera alveg viss um að hún væri hinn heppni þátttak- andi. Heppni hennar er mikil því innsendir seðlar í ferðagetraun DV og Flugleiða skiptu þúsundum. Sesselja gat engan veginn sagt tii um hvenær hún færi enda er ferðin opin. Hún taldi rétt aö bera þetta undir annað heimilisfólk og nota síðan páskana til að hugsa sig um. „Ég hef ekki einu sinni ákveðið hvenær ég tek sumarfriið mitt,“ sagöi Sessefia en hún vinnur á sam- býlinu að Gauksmýri. Sesselja er gift og á fiögur börn en þrjú þeirra eru uppkominn. Ferðin sem hún fær er fyrir tvo meö fiögurrra daga hótelgistingu. Hins vegar er flug- miðinn ekki dagbundinn og hún getur því haft Hollandsferðina legri ef vill. DV þakkar þeim fiölmörgu sem tóku þátt í getrauninni. Það másvo benda á aö í gangi er áskriftarget- raun DV og í boði eru sex ferða- vinningar en hinn fyrsti verður dreginn út 19. april. Enn er því tækifæri til aö hreppa ferðavinning í sumar. Sonja Sigurðardóttir dregur hér út nafnið í Ferðagetraun DV og Flugleiða. MÁNUDAGUR 25. MARS 1991. 33 dv Ferdir Útivist: Spennandi páskaferðir Ferðafélagið Útivist stendur fyrir spennandi göngu/skíðaferðum um páskana þar sem fólk getur valið um fiórar ferðir. Fyrsta ferðin, Landmannalaugar- Básar, stendur yfir frá 28. mars til 1. apríl. Hefst gangan viö Sigöldu. Þaðan verður gengið í Laugar og gist þar. Ef skilyrði verða góð verður hins vegar gengið samdægurs í Hrafnt- innusker. Hér er um að ræða frekar erfiða skíðagöngu fyrir vant fólk. Gist verður í skálum. Ferðinni lýkur í Básum. Fararstjóri verður Reynir Sigurðsson. Þá er það skíðagangan Þingvellir- Skjaldbreiður-Geysir, 30. mars til 1. apríl. Liggur leiðin frá Þingvöllum upp á Hlöðuvelli og niður Haukadal. Gist verður í tjöldum. Nánar tiltekið verður gengið sem leiö liggur á Hoff- mannsflöt, gegnum Goöaskarð, með- fram Lágafelli og á Eyfirðingaveg. Eftir honum verður gengið að gangnamannaskálanum við Kerl- ingu þar sem slegið verður upp fiöld- um. A öðrum degi verður gengið frá Kerhngu að Hlöðufelli. Ef veður leyf- ir er hugmyndin að fara yfir hátind Skjaldbreiðar. Þriðja daginn verður gengiö frá Hlöðufelli og beint í Hellis- skarð, yfir Úthlíðarhiaun, meðfram Bjarnarfelh og að Geysi. Fararstjóri verður Óli Þór Hilmarsson. 28. mars til 1. arpíl veröur farið um Snæfehsnes og á Snæfehsjökul. Verður gengið á Snæfellsjökul og mælt með gönguskíðum í þá ferð þó það sé ekki skhyröi fyrir þátttöku. Verður boðið upp á strandgöngur og fleira skemmtilegt. Gist verður að Lýsuhóh en þar er sundlaug. Farar- stjór verður Ásta Þorleifsdóttir. Loks er það ferðin Þórsmörk- Básar, 30. mars th 1. aprh. Færðin inn í Þórsmörk mun vera eins og aö sumarlagi og öll skhyrði th göngu- ferða eins og best verður á kosið. Á kvöldin er hugmyndin að slappa af í góðum hópi í þægilegum húsakynn- um Útivistarskálanna í Básum. Far- arstjóri verður Ingibjörg Ásgeirs- dóttir. Úrval-Útsýn og Hress: Heilsurækt í sólinni Úrval-Útsýn og líkamsræktarstöð- in Hress hafa ákveðið að bjóða upp á hópferðar til Costa del Sol á Spáni undir kjörorðinu „Hress lífsstíll“. Hugmyndin er að sameina sólarfrí og heilbrigöan lífssth. Hópurinn mun búa á íbúðahótehnu Benal Beach þar sem mjög fullkomin aðstaða er th heilsuræktar, sunds og annarra hohustuiðkana. Þegar kvölda tekur mun hópurinn halda saman við ýmsa afþreyingu. í samræmi við kjörorð ferðarinnar verður lögð áhersla á holla hreyfingu auk þess sem ráðleggingar verða gefnar um mataræði. Boðið verður upp á leikfimi og líkamsrækt auk þess sem skokkhópar verða starf- andi. Anna Haraldsóttir iþróttakenn- ari mun leiða þessa starfsemi. Golfarar fá tækifæri th að hreyfa sig á golfvöllum Costa del Sol og í lok dvalarinnar verður haldið golfmót með verðlaunum. Væntanlegum þátttakendum er boöið upp á undir- búningsnámskeið hjá líkamsræktar- stöðinni Hress. Samvinnuferðir-Landsýn: Hópferðir á hestasýningu Sammvinnuferðir-Landsýn standa fyrir tveimur hópferðum á hina margfrægu hestamennskusýningu Equitana í Essen en hún er sú stærsta sinnar tegundar í heiminum. Útlit er fyrir að íslenski hesturinn verði enn meir í sviðsljósinu en fyrr og útlit fyrir hreint ævintýri fyrir hestamenn. Um er að ræða 7 eða 12 nætur á verði frá 59.700 og 72.800 krónur. FERÐAMARKAÐUR FÉLAGS ÍSLENSKRA FERÐASKRIFSTOFA FERÐASKRIFSTOFA STÚDENTA HRINGBRAUT. SÍMI 615656 ftVINTYRfiFERÐIR fiSÍfi, fiFRÍKa S-fiMERÍKfi Leiguflugið okkar opnar þér ótal ferðamöguleika London Kaupmannahöfn frákr.14.700. frá kr. 15.800 (Val um 1, 2 eða 3 vikur) FLUGFERDIR SGLRRFLUG Vesturgata 12, sími 620066 og 15331 Akstur og sigling leð hópferðabifreið okkartil Evrópu. Sérlega þægilegurferða- máti, sama bifreið allan tímann, gisting á góðum hótelum/íbúð- um, íslensk leiðsögn. 24 daga ferð, 5.-28. júní: ísland, Danmörk, Þýskaland, Skotland, Hjaltlandseyjar, Færeyjar - Island. Kr. 145.300. 17 daga ferð, 14.-30. ágúst: ísland, Danmörk, Þýskaland, Noregur, Færeyjar, island. Kr. 94.800. Verð miðað við gistingu í 2 m. herbergjum og 4 m. klefa í ferjum. Ferðaskrifstofa Guðmundar Jónassonar hf. Borgartúni 34, sími 83222 BASEL Flug og bíll Verð frá kr. 24.510. Samvinnulerliir-Laiiilsýii Reykjavik: Austurstræti 12 • S. 91 - 69 1010 • Innanlandsferðir S. 91 • 6910 70 • Símbréf 91 - 2 77 96 • Telex 2241 Hótel Söflu við Hagatorg • S. 91 • 62 22 77 • Slmbréf 91 • 62 39 80 Akureyrl: Skipagötu 14 • S. % - 27 200 • Simbréf 96 - 2 75 88 • Telex 2195 SÉRGREIN SÖGU FLUG OG BÍLL UM BANDARÍKIN HJÁ OKKUR FÆRÐ ÞÚ MARGAR SPENNANDI FERDATILLÖGUR MEÐ BÍLALEIGUBÍL UM BANDA- RÍKIN. VIÐ ÚTVEGUM FLUG, BÍL OG GISTINGU Á FYRIR- FRAM ÁKVEÐNUM STÖÐUM EÐA EFTIR ÓSKUM HVERS OG EINS. HRINGDU OG FÁÐU BÆKLINGINN OKKAR SENDAN, ÞAR FINNUR ÞÚ ALLAR UPPLÝSINGAR UM ÞESSAR SPENNANDI FERDIR. Ferðaskrifstofan - þjónusta alla lelð Suðurgötu 7, s. 624040. ‘ Einfaldlega betra greiðslukort DANMORK HEILLAR Flug og bill leikandi létt. Láttu drauminn um gott frí rætast. Sértilboð í brottför 23. júlí. Verð frá kr. 19.900 á mann miðað við 4 I bíl I A-flokki í 1 viku, 2 fullorðnir og 2 börn 652266 652266 I VORIÐ A BENIDORM EINS OG GOTT SUMAR Á ÍSLANDI Ódýrasta vorferðin 9. apríl í 23 daga. Gisting á LEVANTE CLUB, besta íbúð- arhótelinu. Fáein sæti laus umiiisilni Austurstræti 17, sími 62 22 00 Umboösmenn um allt land I i umDoosmenn um allt land ^ ^5iiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiii5iiiiiiiiiiiiiiiii55 Þú ert á heimaslóð í „París norðursins", Kaupmannahöfn, borg sem tekur þér opnum örmum. Með daglegum áætlunar- ferðum til Kaupmannahafnar gera Flug- leiðir þér kleift að eiga góðar stundir allan ársins hring í borginni við sundið. FLUGLEIDIR Þjón u sta a11 a I eið Kaupmannahöfii Flugleiðir eru með daglegar áætlunarferðir til London. Njóttu þess að vera th. Komdu með okkur til heimsborgarinnar sem hefur allt að bjóða — til London. FLUGLEIDIR Þjónusta alla leið London Einfaldlega betra greiðslukort

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.