Dagblaðið Vísir - DV - 08.04.1991, Qupperneq 1

Dagblaðið Vísir - DV - 08.04.1991, Qupperneq 1
IQ9Í J'ÍÍ'IA 8 HUOAaUMÁM ös Ferðafélagið Útivist: Holl útívist um ísland Ferðafélagið Útivist hefur starfað frá árinu 1975. Markmið þess er að stuðla að útivist fólks í hollu og óspilltu umhverfi. Að þessu mark- miði er unnið með því að skipu- leggja lengri og styttri ferðir um ísland, efna til mynda- og fræðslu- kvölda og gefa út ýmiss konar fróð- leik um ferðir og það sem tengist þeim. Útivist gefur reglulega út frétta- bréf og í ársbyrjun kemur út ferða- áætlun ársins. Langar og stuttar gönguferðir skipa stóran sess en hjólreiðaferðir, skíðaganga og íjallaklifur úti í heimi eru líka á dagskrá. Meðal vinsælh ferða eru svokallaöar raögöngur og á þessu ári stendur yfir svokölluö Póst- ganga. Aðrar eru Reykjavíkur- gangan en í ár verða valdar leiðir frá Þórsmörk til Reykjavíkur og Heklugangan sem hófst 1. apríl. Útivist skipuleggur dagsferðir og helgarferðir allt árið og sumarleyf- isferðirnar bætast við yfir sumar- mánuðina. Fyrstu sumarleyfisferð- irnar verða farnar síðustu vikuna í júní. Þá eru tvær ferðir í boði, önnur um Strandir en hin um Snæ- fellsnesfjallgarð. Strandarferðirn- ar eru alltaf vinsælar en göngu- ferðin um Snæfellsnesfjallgarð er nýjung hjá Útivist. í júlímánuði skipuleggur Útivist tólf sumarleyfisferðir og má nefna þrjár ferðir um Hornstrandir, ferö- ir um Hveravelli, Norðurland með viðkomu í Grímsey, Kverkljöll og Þjórsárdal. Þessir staðir eru sívin- sælir og flölfarnir af göngufólki í gegnum árin. Feröanýjung hjá Úti- vist er gönguferð um eyðifirði Austfjarða en þeir firðir þykja ekki síður ósnortnir en Hornstrandir fyrir vestan. Gengið verður frá Noröfirði til Reyöarfjarðar með viökomu í Viðfirði, Sandvík og Vöðlavík. Önnur nýjung er hjól- reiðaferð um Vesturland. Ferðin hefst á Akranesi 6. júlí og lýkur í Reykjavík 11. júlí. Farið er um Norðurárdal í Búðardal, fyrir Gils- Útivistarfólk vill kynnast landi sínu á nýjan og betri hátt. íjörð og til Hólmavíkur, suður Strandir að Borðeyri, Lundar- reykjadal og Uxarhryggi, Þing\'öll til Reykjavíkur. Gist verður í tjöld- um. í ágústmánuði eru níu sumar- leyfisferðir í boði. Fyrir utan Horn- strandir má benda á gönguferð um Jökulsárgljúfur sem er níu daga ferð. Annar athyglisverður kostur er gönguferð um Tröllaskaga og Tungnahryggsjökul. Helgarferðir í sumar á vegum Útivistar eru flölmargar og sama er að segja um dagsferðir. Þórs- mörk er einn vinsælasti áfanga- staðurinn en þar á Útivist tvo gisti- skála í svokölluöum Básum. Helg- arferðir í Bása eru um hverja helgi frá maí og fram í október. Dags- feröir eru á sunnudögum yfir sum- armánuðina en í júlí og ágúst eru einnig dagsferðir á miðvikudögum. Þessar stuttu ferðir eru ákjósanlegt tækifæri fyrir þá sem hafa tak- markaðan tíma til að kynnast töfr- um Þórsmerkur. Ferðir Útivistar eru opnar öllum en félagar fá 30% afslátt af gistingu í Básum og 10% afslátt af öllum ferðum. Að auki skipuleggur Úti- vist utanlanasferðir í samvinnu við erlend ferðafélög en aðeins félags- menn geta tekið þátt í þeim. Ein slík verður farin í ágúst en það er bakpokaferð um austurrísku Alp- ana, erfið en spennandi ferð. Allar upplýsingar fást á skrif- stofu Útivistar í Grófinni 1, Reykja- vík. TRYGGÐU ÞÉR ÞAÐ BESTA STRAX PANTAÐU NÚNA (m» *m Ferðaskrifstofa • Hallveigarstíg 1 • Símar 28388-28580 Bestu hótelin besta verðið Royal gisting, 2 vikur / Brottfarardagar: 4. júní / 9. júlí / 3. september Verðdæmi: 4 manna fjölskylda, 2 fullorðnir og 2 börn 2-11 ára kr. 145.500 eða kr. 36.375 á mann. 3 manna fjölskylda, 2 fullorðnir og 1 barn 2-11 ára kr. 131.400 eða kr. 43.800 á mann. 2 fullorðnir kr. 54.000 á mann. Bjóddu þér og fjölskyldunni almennilegt hót- el í sumarfríinu - á viðráðanlegu verði. Sumarfrí á almennilegu hóteli er góð fjárfest- ing - veldu Royaltur hótel hjá Atlantik.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.