Dagblaðið Vísir - DV - 24.05.1991, Blaðsíða 7

Dagblaðið Vísir - DV - 24.05.1991, Blaðsíða 7
23 FÖSTUDAGUR 24. MAÍ 1991. Keppni í 3. og 4. deild á Islandsmótinu I knattspyrnu hefst um helgina. IK menn, sem við sjáum hér í stutt- ermabuningum. fá Þróttara úr Neskaupstað í heimsókn á gervigrasið í Kópavogi i 3. deildinni en báðum þessum liðum er spáð velgengni í deildinni. íþróttir helgarinnar: Fjölmargir leikir í knattspymunni - keppni í 3. og 4. deild á íslandsmótinu hefst um helgina Það verður frekar lítið um að vera á íþróttasviðinu um helgina. Ekkert verður leikið í l.'ogS. deild karla á íslandsmótinu í knatt- spyrnu vegna landsleikja íslands og Albaníu og þá eru um 70 ísiensk- ir íþróttamenn við keppni á Smá- þjóðaleikunum sem líkur í And- orra um helgina. Hér getur að líta yfir það sem er á seyði í íþróttum helgarinnar: Knattspyrna Keppni í 3. og 4. deild karla á ís- landsmótinu í knattspyrnu hefst um þessa helgi. Keppnin í 3. deild fer af stað í kvöld með leik Dalvík- ur og KS á Dalvík klukkan 20. Á morgun, laugardag, eru síðan fjórir leikir og hefiast þeir allir klukkan 14. ÍK og Þróttur Neskaupstað leika á gervigrasinu í Kópavogi, BÍ og Völsungur leika á ísafirði, Leiftur fær Magna í heimsókn á Ólafsfiörö og Reynir tekur á móti Skaliagrími á Árskógsströnd. í 4. deildinni eru 14 leikir víðs vegar um landið. í A-riðli eru þrír leikir. Ægir og TBR leika í Þorláks- höfn, Njarðvík og Leiknir leika í Njarðvík og í Sandgerði taka Reyn- ismenn á móti Bolungarvík. í B- riðli leika Afturelding og Geislinn í Mosfellsbæ, Víkingur Ó. leikur gegn Stokkseyri í ðlafsvík og á Ámannsvelli leika Ármann og Vík- verji. í C-riðli leika Árvakur og Grótta á gervigrasinu í Laugardal, Fjölnir og Hafnir leika í Grafarvogi og Léttir og Snæfell leika á gervi- grasinu í Laugardal. í D-riðli leika Kormákur og SM á Hvammstanga, Neisti og Þrymur leika á Hofsósi og á Blönduósi leika Hvöt og HSÞ-b. Þá er einn leikur í E-riðli en þá tekur Huginn á móti Val Reyðar- firði á Seyðisfirði. Allir þessir leik- ir hefiast klukkan 14 að undan- skildum leik Léttis og Ármanns sem hefst klukkan 17. Golf Opna Dunlop mótið í golfi verður haldið á Hólmsvelli í Leiru um helgina. Þar keppa flestir af okkar bestu kylfingum og gefur keppnin stig til landsliðs. Keppt verður með og án forgjafar Á sunnudaginn verður haldið svonefnt Lacoste mót á vegum Golfklúbbs Reykjavíkur. Keppnin fer fram í Grafarholti og hefst klukkan 9. Keppt verður með og án forgjafar. Hestaíþróttir Nokkuð er um að vera á hesta- íþróttum um þessa helgi. Stóð- hestasýning verður á Hólum á laugardaginn. Gæðingamót Sörla verður á Sörlavöllum laugardag og sunudag og þá er keppni á Selfossi og Murneyri á laugardaginn. Þá er íþróttamót hestamannafélagsins Andvara á Kjóavöllum um helgina og gæðingakeppni verður haldin á Glaðheimum í umsjón hesta- mannafélagsins Gusts. Bílaíþróttir Á laugardaginn verður haldin Moto-cross keppni Vélhjólaíþrótta- klúbbsins og á sunnudaginn er kvartmílukeppni á kvartmílu- brautinni í Hafnarfirði. -GH Sýningar Póst- og símaminjasafnið Austurgötu 11 Opið á sunnudögum og þriðjudögum kl. 15-18. Aðgangur ókeypis. Vinnustofa Ríkeyjar Hverfisgötu Þar eru til sýnis og sölu postulínslág- myndir, málverk og ýmsir litlir hlutir. Opið er á verslunartíma þriðjudaga, miðvikudaga, fimmtudaga og fóstudaga og á laugardögum kl. 10-16. Minjasafnið á Akureyri Aðalstræti 58, sími 24162 Opið sunnudaga kl. 14-16. Spron Álfabakka 14 f SPRON stendur yfir sýning á verltum Sigrúnar Eldjárn. A sýningunni gefur að líta 7 grafíkmyndir, auk 12 olíumálverka sem unnin eru á striga. Sýningin stendur yfir til 9. ágúst og er opin á afgreiðslutíma útibúsins, frá kl. 9.15-16 alla virka daga. Sýning á myndverkum nemenda í starfsþjálfun fatlaðra Starfsþjálfun fatlaðra er skóli sem stofnaður var árið 1987 og er rekinn í samvinnu félagsmálaráðuneytisins og Öryrkjabandalagsins. Skólinn er til húsa á efstu hæðinni í Hátúni lOa og stendur þar yfir sýning á myndverkum nemenda í starfsþjálfun fatlaðra til 2. júní. Þjóðminjasafnið Safniö er opið alla daga nema mánudaga kl. 11-16. Sýning á Hótel Lind Hótel Lind tók fyrir nokkru upp þá nýbreytni að sýna verk ungra mynd- listarmanna í veitingasal hótelsins, Lindinni. Nú hefur verið sett upp sýning á myndverkum Sjafnar Eggertsdóttur. Daglegur sýningartími er meðan veitingasalur Lindarinnar er opinn frá kl. 7.30-22. Sýning í Þrastalundi Steinvör Bjarnadóttir heldur sina fyrstu myndlistarsýningu að Þrastalundi við Sog. Steinvör sýnir olíu- og vatnslita- myndir. Sýning á Stokkseyri Elfar Guðni sýnir málverk í .félags- heimilinu Gimli á Stokkseyri. Þetta er 20. einkasýning Elfars Guðna. Á sýningunni eru 55 myndir málaðar í olíu. Flestar þeirra eru málaðar við suðurströndina og uppi i Þjórsádal. Sýningin er opin um helgar kl. 14-22 og virka daga kl. 17-22. Henni lýkur sunnudaginn 3. júní. Staðarskáli í Hrútafirði í Staðarskála sýnir Ulla Árdal frá Akur- eyri 14 vatnslitamyndir. Myndimar eru flestar íslenskar landslagsmyndir en einnig eru myndir málaðar í Tyrklandi. Sýningin verður opnuð um hvítasunnuhelgina og stendur fram yfir 17. júni. Slunkaríki ísafirði Á morgun hefst sýning á verkum Guð- jóns Bjarnasonar í Slunkaríki. Á sýningunni eru málverk og skúlptúrar unnir í tré og stál. Þetta er sjöunda einkasýning Guðjóns og stendur hún til 9. júní. Smáauglýsing í Helgarblað þarf að berast fyrir kl. 17 föstudag!!! 27022 SKYLMINGAFÉLAG REYKJAVÍKUR AUGLÝSIR SUMARNÁMSKEIÐ í SKYLMINGUM Kennari verður búlgarski skylmingameistarinn, Nikolay Mateev. Undanfarin 10 ár hefur Nikolay verið meðal 5 bestu manna í heiminum í skylming- um. Þetta er því einstakt tækifæri til að læra þessa fögru íþrótt. Upplýsingar gefur Örn Leifsson í síma 74985. VORFUNDUR BÍLGREINASAMBANDSINS verður haldinn laugardaginn 25. maí á Hótel Holiday Inn. DAGSKRÁ: Kl. 09.15 Formaður BGS, Sigfús Sigfússon, setur fundinn. Kl. 09.30—11.15 Sérgreinafundir A) B) C) D) Verkstæðisfundur: 1. Bifreiðakerfi-einingakerfi. 2. Hagræðingarátak. 3. Endurskoðun á verkstæðum. 4. Möguleikar á samstarfi varðandi losun spilliefna o.þ.h. Málningar- og réttingarverkstæði: 1. Einingakerfi fyrir málningu. 2. Virðisaukaskattur-Tjónbílar. 3. Meðfeð og losun spilliefna í málningu og réttingu. Bifreiðainnflytjendur og varahlutasalar. 1. Horfur í bílasölu. 2. Skoðunarskýrsla v/notaðra bíla. 3. Verðskrá notaðra bíla. 4. Reglugerðir v/nýskráningar bíla. Smurstöðvar og hjólbarðaverkstæði. 1. Taxtamál. 2. Samstarf v/losun spilliefna o.þ.h. Kl. 11.30-12.15 Niðurstöður sérgreinafunda. Kl. 12.15-14.00 Hádegisverður (SETRID) Ávarp: Friðrik Sophusson fjármálaráðherra. FÉLAGAR, FJÖLMENNIÐ STJÓRN BÍLBREINASAMBANDSINS

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.