Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 28.05.1991, Qupperneq 25

Dagblaðið Vísir - DV - 28.05.1991, Qupperneq 25
ÞRIÐJUDAGUR 28. MAÍ1991. 25 dv________Smáauglýsirigar - Sími 27022 Þverholti 11 Sumarútsala á eldri gerðum af sturtu- klefum og baðkarshurðum. Verð frá kr. 16.900 og 12.900. Póstsendum. A & B, Skeifunni 11, sími 91-681570. Dráttarbeisli, kerrur. Dráttarbeisli með ábyrgð (original), ISO staðall, ásetn- ing á staðnum, Ijósatenging á dráttar- beisli og kerrur, allar gerðir af kerrum og vögnum, allir hlutir í kerrur, kerru- hásingar með eða án bremsa. Ára- tugareynsla. Póstsendum. Víkurvagn- ar, Dalbrekku, s. 43911 og 45270. Disklingar. Þekkt merki, 100% villu- lausir: 3,5" 2DD kr. 99, 3,5" 2HD kr. 198. Disklingageymslur kr. 995 og 1.292. VHS 120 myndbönd kr. 395. C 90 tónbönd kr. 180. Póstsendum. Bókahúsið, Laugavegi 178 (næst húsi Sjónvarpsins) sími 91-686780. Heild- söludreifing: 91-651820. I Hitaveitur, vatnsveitur. Þýskir rennslis- mælar fyrir heitt og kalt vatn. Boltís s/f, símar 91-671130 og 91-667418. ÞURRKUBLÖÐIN VERÐA AÐ VERA ÚSKEMMD og þau þarf að hreinsa reglulega. Slitin þurrkuþlöð margfalda áhættu í umferðinni. 1UMFERÐAR ÚX ■ Sumarbústaðir Til sölu sumarbústaður, ca 50 m3, í Eyrarskógi í Svínadal, kjarri vaxin lóð. Uppl. í símum 91-34600 á daginn og 91-77322 á kvöldin. Til sölu nýr, vandaður sumarbústaður, fullfrágenginn með raflögn, innrétt- ingum og öllum tækjum, á stálbitum og því auðveldur í flutningi. Land á einum fegursta stað í Borgarfirði get- ur fylgt, selst ódýrt. Upplýsingar í síma 91-687595 eftir kl. 17. ■ Bátar Þessi bátur er til sölu, 4,5 tonna, kvóta- laus, ný Perkins 46 ha. vél, vel búinn tækjum. Upplýsingar í síma 97-21349 eftir kl. 17. ■ Vinnuvélar Schaeff SKB 800 4x4 ’82. Til sölu lið stýrð Schaeff SKB 800 (8 tonn), árg. ’82, keyrð 6400 vinnustundir. Tvær afturskóflur, skotbóma, dekk 80%. Uttak fyrir handvökvafleyg. Fleygur- inn getur fylgt. Liðstýrð vél sem gefur endalausa möguleika. ístraktor hf., s. 91-656580, eða Ragnar Jónsson, s. 97-71414. ■ BQar til sölu Til sölu Mercedes Benz 1017 flutninga- bíll, með kassa og vörulyftu, tvöfalt hús, með kojum og olíumiðstöð. Uppl. í síma 91-34600 á daginn og 91-77322 á kvöldin. Nauðungaruppboð þriðja og síðasta á eftirtöldum fasteignum: Kóngsbakki 8, 1. hæð t.h., þingl. eig- andi Sturla Eiríksson, fer fram ó eign- inni sjállri fimmtud. 30. maí 1991 kl. 16.00. Uppboðsbeiðendur eru Trygg- ingastofnun ríkLsins og Veðdeild Landsbanka íslands. Torfufell 31, hluti, þingl. eigandi Skúli Marteinsson, fer fram á eigninni sjálfri fimmtud. 30. maí 1991 kl. 14.00. Uppboðsbeiðendur eru Gjaldheimtan í Reykjavík, Innheimtustofnun sveit- arfélaga,_ Ævar Guðmundsson hdl., Guðjón Ármann Jónsson hdl. og Veð- deild Landsbanka íslands. Torfufell 48, 1. hæð, þingl. eigandi Guðrún Jónsdóttir, fer fram á eigninni sjálfri fimmtud. 30. maí 1991 kl. 14.30. Uppboðsbeiðendur eru íslandsbanki, Tryggingastofnun ríkisins, Helgi V. Jónsson hrl. og Jóhann H. Níelsson hrl. Þórufell 4, 4. hæð f.m., þingl. eigandi Sverrir Sverrisson, fer fram á eigninni sjálfri fimmtud. 30. maí 1991 kl. 15.30. Uppboðsbeiðandi er Hróbjartur Jón- atansson hrl. BORGARFÓGETAEMBÆTTD) t REYKJAVÍK -m- Toyota Hilux, turbo, dísil ’85, ekinn 110 þús. km, lækkuð drif, 35" dekk, gott verð. Uppl. í síma 91-44403. Subaru 18 GL 4WD station '87 til sölu, 5 gíra, samlæsingar, útvarp/segul- band, ekinn 104 þús., nýyíirfarinn, mjög góður bíll. Uppl. í síma 93-71121, Ingvi, e.kl. 19. Er til sýnis í Reykjavík. Eldrauður Nissan Sunny SGX coupé ’88, vökvastýri, hljómtæki, ekinn 49 þús., verð 790 þús. Mjög góður bíll. Ath. skipti. Uppl. gefur Ingólfur eftir kl. 18 í síma 91-657551. Þessi Peugeot 205 XR 3D, árg. '89, er til sölu, ekinn aðeins 9 þús., útlit sem nýr. Verð 670.000. Uppl. í síma 94-7520. Til sölu Honda Civic 1,5 sport, árg. ’84. Upp). í síma 91-11054. Til sölu M. Benz 200D, árg. '88, svartur með ýmsum aukabúnaði. Verð 1.860.000. Upplýsingar í síma 91-30777 eftir kl. 19. Merming Full Circle, Skúli Sverrisson er lengst til vinstri. FuII Circle - Secret Stories: Bræðingsdjass undir suðræn- um áhrif um Fyrir stuttu síðan var bræðingssveitin Full Circle hér á ferð og lék við mikla hrifningu tvö kvöld á Púlsinum. Koma hljómsveitarinnar hingað var mikill tónlistarviðburður enda um að ræða hljómsveit á mikilli upp- leið með snillinga innanborðs. Hingað kom Full Circle fyrst og fremst vegna þess að einn liðsmaöur hennar og sá nýjasti er Skúli Sverrisson. Skúli sýndi mikla fimi á hljóð- færi sitt, rafmagnsbassann, strax á unga aldri og lék meðal annars með Guðmundi Ingólfssyni um tíma. Hann hélt vestur um haf til náms og er nú meðal allra fremstu rafbassaleikara og var gaman að sjá til hans með Full Circle þar sem hann lék við hvern sinn fingur og virtist strax eftir stutt stans vera einn mest áberandi meðlimurinn í hljómsveitinni. Skúli leikur á þriðju og nýjustu plötu sveitarinnar, Secret Stories. Hann er ekki eins áberandi þar og hann var á tónleikunum en hæfileikarnir leyna sér samt ekki. Sá sem er mest áberandi í Full Circle er stofnandi hennar, hljómsveitar- stjórinn, tónskáldið og hljómborðsleikarinn Karl Lundberg. Ásamt honum mynda Skúli, trommuleikarinn Dan Rieser, flautu- og hljómborðsleikar- inn Anders Bostrom og söngvarinn Philip Hamilton þétta sveit sem fleyt- Hljómplötur Hilmar Karlsson ir sér í gegnum bræðingstónlist og djass úr ýmsum áttum. Suðræn áhrif eru nokkur á Secret Stories enda er platan tekin upp í Brasilíu og eru nokkrir þarlendir tónlistarmenn til aðstoðar. Þrátt fyrir suðuramerísk áhrif í einstaka lögum er tónlistin fjölbreytt og alls ekki eins rafmögnuð og í fyrstu hefði mátt halda. Það má kannski segja að Full Circle boði ekkert nýtt en það sem sveitin leikur er vel gert og skemmtilegt. Áhrifa gætir víða að. Pat Methany Group er greinilega einn áhrifavaldur þó það sé ekki eins mikið þegar nánar er hlustað. Hlut- ur söngvarans Hamiltons er í heild ekki mikill, aðeins tvö lög A Brighter Day og In a Corner eru þau einu sem eru með texta. í öðrum lögum er hann nánast eins og einn af rytmasveitinni og setur skemmtilegan svip á lögin. Secret Stories byrjar af miklum krafti á Puma sem ósjálfrátt leiðir hug- ann að suður-amerískri tónlist. í titillaginu Secret Stories er hljómsveitin á kunnuglegri bræðingsslóðum og er það eitt besta lag plötunnar. Fjöl- breytnin heldur áfram í A Brighter Day þar sem ekki er laust við afrísk áhrif. Skúli gefur svo tóninn í Thoughts While Waving Goodbye, rólegu lagi með grípandi stefl. Og þannig halda þeir félagar í Full Circle áfram að koma á óvart með fjölbreytni. Vert er að minnast tveggja rólegra laga 3 Muses og Malibu Mind þar sem lítið fer fyrir rafmagnshljóðfærum en því meir fyrir melódískum djassi. Á Secret Stories er heillandi tónlist sem þótt hún sé sundurlaus hrífur mann með sér hvar sem fanga er leitað. Allur hljóðfæraleikur er eins góður og best verður á kosið og þeim sem sérstaklega vilja heyra snilli Skúla Sverrissonar er bent á Running Bear þar sem hann fær smátíma til að láta gamminn geisa. Ekki spyrja „Hvað varstu lengi á leiðinni ?“ Ekki segja „Ég var ekki ...nema... Segjum frekar „Ég ók á löglegum hraða,og eins og ág vil að aðrir geri!“ IUMFERÐAR RÁÐ

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.