Dagblaðið Vísir - DV - 05.06.1991, Side 6
22
Garðar og gróður
MIÐVIKUDAGUR 5. JÚNÍ 1991.
GARÐSLÁTTUR
HÚSEIGENDUR
Tek aó mér aö slá garöinn
ykkar í sumar.
Ódýr og traust þjónusta.
GARÐSLATTUR Ó.E.
S. 624795 - 45640
Tímarit fyrir alla _
Urval
Meðal efnis í
nýútkomnu hefti
Það sem ungum Rússum
finnst í raun.
Hlutverk fyrir Chris
Erlendir elskhugar
Glæpastarfsemin í Mingosýslu
Kevin Costner leysir frá skjóðunni
Þegar betra er aö þegja
Nauöung Kúveits
•
Hugsunarlaust krot
lýsir persónuleikanum
•
Ævintýraheimur Disneys
•
Sambönd IRA
í Bandaríkjunum upprætt
•
Það sem börnin geta kennt okkur
Lífshættulegt völundarhús
Maðurinn í lestinni
Ný tækni læknar stam
•
Átta ástæður til að skilja
ekki viö konuna
•
Fljótandi viti
Baráttan viö hjartasjúkdómana
Minningar geisjunnar
Engill í háloftunum
Glasabörn
Áhrif tilfinninga á heilsuna
Svona fer ég meö strákana hérna
c=a
Á næsta sölustað
Áskriftarsími
62-60 10
Sumarblóm:
Vilja sól og skjól
- ekki gróðursetja fyrr en í júní
Sumarblómin eru í ölium regnbogans litum. Oft fer vel á því að velja sam-
an hinar ólikustu tegundir í beðin. DV-myndir BG
Sumarblóm setja mikinn svip á
garða. Þau er hægt að fá í öllum regn-
bogans litum en eru misjafnlega
harðgerö. Mörgum finnst þau ómiss-
andi hluti af garöinum á sumrin.
En hvaða blóm eru sumarblóm?
Venjulega eru sumarblóm talin ein-
ær blóm sem ljúka æviskeiði sínu á
einu sumri, þ.e. þau sem vaxa upp
af fræi, blómstra, bera fræ og deyja.
Sum tvíær blóm, sem blómstra sum-
ariö eftir sáningu og deyja svo, falla
einnig undir það að vera sumarblóm,
s.s. stjúpur.
DV fékk Einar Þorgeirsson í
Gróðrastöðinni Birkihlíð til að segja
okkur lítið eitt frá sumarblómum.
Vinsæl sumarblóm
Þau sumarblóm sem eru hvað vin-
sælust hérlendis og flestir kannast
við eru stjúpur. Þær eru komnar í
blóma að vorinu og þola 1-2 gráðu
frost. Önnur sumarblóm þola ekkert
frost.
Fjólur, morgunfrúr, hádegisblóm
og paradisarblóm eru einnig meðal
vinsælla sumarblóma. Auk þess má
nefna fiðrildablóm, skrautnál, ljós-
munna, komblóm, daggarbrá, silfur-
kamb, meyjarblóm, eilífðarblóm og
sumarnelliku. Þessi talning er þó
engan veginn tæmandi og margar
fleiri tegundir sumarblóma má
raekta hérlendis.
Öll þessi blóm eru eins ólík og þau
eru mörg. Hver og einn verður að
vega og meta hvaða liti hann vill
helst fá í garðinn og hversu harðgert
blómið er.
Nú er kominn sá tími sumarsins
sem æskilegt er að gróðursetja sum-
arblómin. Oftast er miðað við að vika
sé liðin af júní þegar hafist er handa
og flestir vilja vera búnir aö koma
blómunum niður fyrir 17. júní. Aðal-
atriðið er að nokkuð öruggt sé að
ekki komi næturfrost því það þola
sumarblóm ekki.
Gróðursetning
Sumarblóm má rækta upp af fræj-
um. Þá er sáð innandyra í kassa eða
potta seinnipart vetrar eða snemma
vors. Margir velja líka þá leið að
kaupa blómin í gróðrastöðvum sem
rækta sumarblóm.
Sumarblóm á að gróðursetja þar
sem sól skín sem mest og æskilegt
er að rok sé ekki mikiö. Áður en
gróðursett er eru beðin undirbúin,
stungin upp og áburður borinn í
moldina. Bæði er hægt að notast við
tilbúinn áburð og húsdýraáburð en
sú hætta fylgir alltaf húsdýraáburði
aö meiri hætta er á illgresi. Þetta á
sérstaklega viö um hrossatað sem
margir vilja alls ekki að fari í beðin.
Það er vegna þess að hrossin melta
mjög hratt og ýmis frækorn geta
slæðst með í hrossataðið og upp
sprettur illgresi.
Blómin eru sett álíka djúpt niður
og þau hafa verið í pottunum eða
bökkunum. Holan á að vera það víð
að ræturnar komist vel fyrir, ekki
troða þeim ofan í. Ekki minna en 10
-15 cm eru hafðir á milli minni blóma
svo þau myndi sæmilega samfellda
röð. Annars fer það eftir stærð blóma
og smekk hvers og eins, svo og að-
stæðum, hversu þétt er gróðursett.
Þrýsta skal moldinni að rótunum en
þó aldrei það fast að eðlileg öndun
rótanna raskist.
Aðhlynning
Gæta þarf að því að blómin verði
ekki fyrir ágangi illgresis. Eina ráðið
við illgresi í blómabeöum er að reyta
reglulega.
Ef þurrt er í veðri þarf að vökva
blómin og á það sérstaklega við strax
eftir gróðursetningu. Gefa þarf blóm-
unum áburð ef moldin er snauð af
næringarefnum.
Sem fyrr segir eru sólríkir staðir
heppilegastir fyrir sumarblómin og
rokið er ekki þeirra besti vinur þó
flest þeirra þoli einhvern næðing.
-hmó
Suðurhrauni 2, 210 Garðabae
Símar 65 14 40 og 65 14 44
„Hjá ÓS fást sterkar og fallegar
hellur til að gera hvers kyns stéttir og
bflastæði. Ég mæli með hellunum frá
ÓS og byggi þau meðmæli á
reynslunni. Þær eru framleiddar úr
'öldu hráefhi og góðir kantar gera það
verkum að allar línur verða reglulegar.
Hellunum er pakkað í plast og þeim
ekið heim í hlað. f fáum orðum sagt:
Gæðavara og góð þjónusta.“
Markús Guðjónsson,
skrúðgarðyrkjumeistari,
eigandi Garðavals.