Dagblaðið Vísir - DV - 05.06.1991, Side 7
MIÐVIKUDAGUR 5. JÚNÍ 1991.
23
Garðar og gróður
Garðskálaplöntur:
Raða saman tegund-
um sem blómstra á
mismunandi tímum
- muna að skilja eftir pláss fyrir fólkið
Garðskálar eru vinsælir í dag og
eru þeir hafðir til ýmissa nota.
Sameiginlegt ílestum garðskálum
er að þeir lengja sumarið og gera
eigendum kleift að njóta sólar fyrr
að vorinu og lengur að haustinu,
þó ekki sé það undir berum himni.
Flestir vilja hafa plöntur í skálum
sínum og oft er það markmiðið með
garðskálanum að rækta upp ýmsan
gróður. En hvað er hægt að rækta
í garðskálum? Við fengum Ragn-
heiði Guðmundsdóttur í Gróðra-
stöðinni Borg í Hveragerði til að
segja okkur frá því hvaða plöntur
væru algengastar í garðskálum og
hvernig haga bæri umönnun
þeirra.
Kaldir skálar
yfirveturinn
Ekki eru sömu ræktunarskilyrði
annars vegar í skálum sem eru
upphitaðir á veturna og hins vegar
í köldum skálum. Nokkrar plöntur
má telja upp sem heppilegar eru
fyrir kalda skála, s.s. dvergjapans
hlynur, rauður sólbroddur, purpu-
rasópur, gullsópur, sem blómstrar
gulum og rauðum blómum í
apríl/maí, ýmsar klifurplöntur, en
þær þurfa eitthvað til að klifra upp
eftir, og það sama gildir um berg-
fléttur, hebur, eini, dverglífvið,
súlulífvið og kúlulífvið. Alparósir
eru alltaf vinsælar sem og aðrar
. fallegar rósir, bæði klifurrósir og
eðalrósir. Einnig má nefna klukk-
urunna sem blómstrar bleikum eða
rauðum blómum.
Margar fleiri tegundir má nefna
en gæta verður að því að gróðurinn
þoli svala vetur. Loftræsting yfir
veturinn er nauðsynleg því annars
er hætta á að gróðurinn mygli.
Heitir skálar allt árið
Flest venjuleg pottablóm má hafa
í þeim garðskálum sem eru upphit-
aðir á veturna. Vinsælar plöntur
eru t.d. gullsópur, silfurblað, fúxía,
betlehemstjarna, pálmar og marg-
ar sígrænar plöntur. Sumir rækta
jafnvel agúrkur og tómata í skálum
sínum sem og sumarblóm. Einnig
er hægt að rækta upp fleiri plöntur
sem fluttar eru út að sumrinu.
Það sem hafa verður í huga þegar
plöntum er komið fyrir er að yfir-
fylla skálann ekki með gróðri og
skilja eitthvað pláss eftir fyrir fólk-
ið.
Góð loftræsting er nauðsynleg í
gróöurskálum. Best er að hafa þak-
glugga sem hægt er að lofta út um.
Á sumrin verður oft mjög heitt og
fyrir þá sem eru lítið heima við er
sjálfvirk loftræsting heppilegust.
Á sólskinsdögum getur sólin orð-
ið svo sterk að gróðurinn sviðnar.
Gott er aö hafa þunnar gardínur til
að skyggja skálann en aUtaf verður
að hafa það í huga að plönturnar
þurfa einhverja birtu.
Garðskálaeigendur hafa tækifæri til að njóta sumarsins lengur. Þar er
hægt að sitja innan um gróðurinn þegar ekki viðrar til þess að sitja úti
i garði.
Mörgum finnst ómissandi að hafa
einhverjar blómplöntur með í skál-
anum. Þá fer það eftir smekk hvers
og eins svo og plássi hvað velja
skal.
Nýmold
Á hverju ári þarf að skipta um
mold hjá plöntunum rétt eins og
öðrum pottablómum. Ef plöntum-
ar standa í beði skal taka hluta af
moldinni ofan af og setja nýja í
staðinn.
Það fer svo eftir plöntutegundum
hvað gera þarf í skálanum á hverj-
um árstíma. Vökvun má aldrei
gleymast né áburðargjöf.
Æskilegt er að raöa saman teg-
undum sem blómstra á mismun-
andi tímum svo alltaf sé eitthvað í
blóma á hverjum tíma. Sumar
plöntur blómstra snemma, aörar
seint og sumar era jafnvel blóm-
strandi allt sumarið.
Hér að framan er ekki tæmandi
talning á garðskálaplöntum heldur
er aðeins bent á þær plöntur sem
algengar eru og heppilegar þykja.
Margar fleiri tegundir mætti nefna
og talningin gæti verið mun lengri
en hér verður látið staðar numið.
-hmó
GARBPIÖNTUSALAN
BORG
Þelamörk 54, Hveragerði,
einnig inngangur austan
EDEN, sími 98-34438
Fallegar
garðplöntur
- og verðið kemur þægilega á óvart
Tré og runnar, um 150 tegundir,
algengasta skrautrunnaverð 450 kr.
Garðskálaplöntur, margar tegundir.
Runnamura, blátoppur o.fl. á 375 kr.
Sumarblóm: stjúpur, morgunfrúr o.íl. á 40 kr.
Dahlíur, petúníur o.fl. á 160 kr.
Fjölærar plöntur, um 300 teg., verð frá 125 kr.
Garðáburður og gróðurmold í pokum.
Að sjálfstögðu góð ráð í kaupbæti.
Sólskinskveðjur
Opið alla daga frá kl. 9 til 22
SML
TOPP ▼ GÆÐI
SLÁTTUORF
Garðsnyrtitæki frá Skil eru byggð samkvæmt
ströngustu öryggis- og neytendakröfum,
viðurkennd af Rafmagnseftirliti ríkisins.
SPÁÐU í VERÐIÐ!
FALKINN
SUOURLANDSBRAUT 8, SÍMI84670 L
ÞARABAKKI 3, SlMI 670100
m
"*s