Dagblaðið Vísir - DV - 05.06.1991, Side 3

Dagblaðið Vísir - DV - 05.06.1991, Side 3
MIÐVIKUDAGUR 5. JÚNÍ 1991. Garðar og gróður Tvöfalt prefalt Sólarplast 'f2Hs ([LílHábora hf. m) Skútuvogi 4, S. 82140 & 687898, Fax 680380 • Tvöfalt ACRYL Sólarplast hefur • Sólarplastið gefur betri einangrun mikið veðrunarþol og hleypir í en tvöfalt gler og er mikið sterkara. gegn sólargeislum. • Bjóðum vandaða állista sem tryggja • Þrefalt SUNFLEX Sólarplast verndar góðan frágang og endingu. gegn skaðlegum áhrifum sólar, • Veitum upplýsingar um frágang og er óbrjótanlegt og eldþolið. uppsetningu. í slenskur j arðvegur almennt snauður af næringarefnum - hjálpa ungum og veikburða plöntum Hérlendis eru nú framleiddar gróðurhlífar sem vernda litlar tijáp- löntur eftir gróðursetningu. Hlífarn- ar má nota fyrir hvaða tijátegund sem er. Gróðurhlífarnar eru settar yíír plöntumar strax eftir gróðursetn- ingu og eru hafðar þar í nokkur ár eða allt þar til plantan er komin upp úr hólknum. Með hlífum sem þessum minnka afíoll mikið og þar með minnkar kostnaður við gróðursetn- ingu. Auk þess vernda hlífarnar fyrir ágangi sauöfjár og annarri umferð. Notkun er mjög einfóld. Hæl er stungið niður í jörðina og rörlaga hlíf er rennt þar ofan á. Hlífin sjálf er úr plasti, bæði hvítu og ljósbrúnu, sem ekki er alveg gegnsætt. Plastið stjómar ljósmagninu sem inn fer auk þess sem hiti og rakastig helst stöð- ugt. Rokið, mikill óvinur margra trjáræktenda, hættir að vera til vandræða og plantan fær frið til að vaxa og dafna. Fylgjast þarf með því að illgresi nái ekki að vaxa innan hlífanna. Hægt er að velja um nokkr- ar stærðir hlífa. Hlífarnar festast vel niður í jörðina og í fQþrúar í vetur stóðu þær flestar af sér óveðrið. Hægt er að nota hveija hlíf oft, þær skemmast ekki við að taka þær upp úr jörðinni. Hlífarnar eru hafðar á plöntunni allt árið. Vaxtarhraða tijáplantna fyrstu æviárin má allt að þrefalda með hlífum sem þessum. Hérlendis eru a.m.k. tveir fram- leiðendur gróðurhlífa. Það eru Hjúp- ur og Hula sem bæði eru á Flúðum. -hmó Ekki eru allir jafn hrifnir af hrossa- taði i garöa. Það gildir almennt um húsdýraáburð að ekki er heppiiegt að setja hann ofan á jarðveginn, heldur blanda saman við jarðveg við jarðvinnslu. Ástæða þess er að illgresisfræ vilja slæðast með og er þá ekki að sökum aö spyrja hvaö gerlst. Gróðurhlífar: Allt að þre- faldur vaxtar- hraði trjáa Trjáhlífarnar er hægt að fá i fleiri en einni stærð (hæð) þannig að hægt er að velja þær eftir trjátegund hverju sinni. Með gróðurhlifum má allt að þre- falda vaxtarhraða trjáplantna. Hlíf- arnar veita skjól og stjórna Ijós- magninu sem að plöntunni kemst. íslenskur jarðvegur hefur ákveðin sérkenni ef miðað er við jarðveg ann- ars staðar. En hvaða sérkenni eru þetta helst? DV fékk Grétar Guð- bergsson hjá Rannsóknarstofnun landbúnaðarins til að segja okkur hvaða efni vantaði helst í íslenskan jarðveg, hvort einhveiju væri e.t.v. ofaukið, hvemig bæta má úr og hvemig haga á áburðargjöf. Æskilegt magn af tilbúnum áburði fyrir grænmeti og kartöflur er 1,5-2 kg af garðáburði á hveija 10 fer- metra. Mun minna þarf á grasbletti, 1 kg á hverja 10 fermetra. í blóma- og tijábeð á að bera 1,5-2 kg á 10 fer- metra ef tré eru fullvaxin en ekki er ástæða til að bera svo mikið á ungar plöntur. Grétar segir húsdýraáburð ágætan í sendinn og malarkenndan jarðveg en ástæðulaust er að bera hann í torf- mold og mýrarmold. Gott er að setja einhvem skít undir tijárætur við gróðursetningu en aldrei alveg við rætumar því þá brenna þær. Plönturnar þurfa húsdýraáburð ekkert frekar en tilbúinn áburð. Það sem plönturnar sækjast eftir eru steinefni sem fást hvoru tveggja úr tilbúnum áburöi og húsdýraáburði. Húsdýraáburður er missterkur og sem dæmi má taka að ekki þarf eins mikið af hænsnaskít og hrossataði því hænsnaskítur er mun megnari. Meö öllum skít berst illgresi. Því er ekki æskilegt að bera hann ofan á jörðina heldur koma honum ofan í jörðina með því að blanda í jarðveg- innviðjarðvinnslu. -hmó Magn tilbúins áburðar skiptir miklu máli. Of mikill áburður gerir illt verra og alltaf skal hafa það i huga að bera frekar á oftar og lítið ieinu helduren mikið og sjald- an. Loft og vatn nauðsynlegt Það er einkenni á íslenskum jarð- vegi aö hann er næringarsnauður. í hann vantar flest næringarefni, s.s. köfnunarefni, kalk, brennistein, fos- fór og kalí. En engum er ráðlagt að setja þessi efni sjálfur beint í jarðveg- inn þvi oft veit fólk ekki nákvæmlega hvaö það er sem vantar og það er að fást við hluti sem það kann í raun ekki. Flest þessara efna eru í áburði. Mýraijarðvegur getur verið súr og þá þarf að kalka. Ekki er neinum ráðlagt að ráðast í þaö sjálfur að kalka garðinn því of mikið magn eða kalk á rangan stað getur gert illt verra. T.d. má nefna kartöflugarða því að þó sprettan aukist þá minnkar geymsluþol kartaflna við kalkgjöf. Auk þess eykst annar sveppurinn sem veldur kláða ef mikið kalk er í jarðveginum. Allir skulu hafa það í huga að plöntur þurfa loft og vatn. Helming- ur af rúmmáli jarðvegsins á að vera loft og vatn. Ef jarðvegur er of blaut- ur þarf að ræsa fram með því að stinga upp. Vatnið kemur alltaf ein- hvers staðar frá og líklegt er að aftur fari í sama farið. Stöðugt þarf að hlúa að og hugsa um gróðurinn og enginn er laus þó hann stingi einu sinni upp til að ræsa fram. Þurran jarðveg þarf að vökva en vatnsmagn fer eftir úrkomu og að- stæðum hveiju sinni. Áburðarmagn Grétar segir garðeigendur almennt ekki fara rétt meö tilbúinn áburð. Ýmist er borið of mikið á, of lítið eða í röngum hlutfóllum. Sumir halda að það eitt að bera sem mest á verði til þess að gróðrinum líði vel og hann spretti upp. En svo er ekki í raun. Betra er aö bera oft á og lítið heldur en sjaldnar og meira. Mun auðveld- ara er að bæta við áburði heldur en að taka af þegar búið er að dreifa um allt. Mælt er með því að bera frekar á tvisvar til þrisvar yfir sumarið og lítið í hvert skipti, heldur en mikið einu sinni.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.