Dagblaðið Vísir - DV - 07.06.1991, Page 5

Dagblaðið Vísir - DV - 07.06.1991, Page 5
20 FÖSTUDAGUR 7. JÚNÍ 1991. FÖSTUDAGUR 7. JÚNÍ 1991. 21 Messur Bergur Sigurbjörnsson. Bústaðakirkja. Guösþjónusta kl. 11. Organisti Guöni Þ. Guömundsson. Sr. Pálmi Matthíasson. Dómkirkjan. Messa kl. 11. Fermd verður Kristín Sigmundsdóttir, Látrum í Mjóa- firði. Altarisganga. Sr. Jakob Ágúst Hjálmarsson. Messa kl. 14. Séra Ingólfur Guðmundsson veröur settur inn í emb- ætti héraðsprests í Reykjavíkurprófasts- dæmum. Séra Ingólfur Guðmundsson prédikar. Prófastamir í Reykjavíkur- prófastsdæmum og sr. Jakob Ágúst Hjálmarsson þjóna fyrir altari. Dómkór- inn syngur. Organisti Marteinn H. Frið- riksson. Viðeyjarkirkja. Messa kl. 14. Prestur sr. Hjalti Guðmundsson. Bátsferð úr Sunda- höfn kl. 13.30. Dómkirkjan. Grensáskirkja. Sunnudagur: Safnaðar- ferð. Lagt af stað frá Grensáskirkju kl. 9.30. Farið verður upp á Akranes og tekið þátt í messu í Akraneskirkju. Eftir messu verður boröað í safnaðarheimilinu og sjá kvenfélagskonur þar um veitingar. Áð máltíð lokinni veröur minjasafniö að Görðum skoðað. Síðan verður haldiö heim og ekið sunnan Akraíjalls. Komiö heim ekki síðar en kl. 17. Ferðin kostar kr. 1.200, allt innifalið. Þriðjudagur kl. 14. Biblíulestur. Sr. Halldór S. Gröndal. Síð- degiskaffi og umræöur. Hallgrímskirkja. Messa kl. 11. Sr. Karl Sigurbjörnsson. Þriðjudagur: Fyrir- bænaguðsþjónusta kl. 10.30. Beðið fyrir sjúkum. Landspítalinn. Messa kl. 10. Sr. Bragi Skúlason. Árbæjarkirkja. Guðsþjónusta kl. 11. Sr. Þór Hauksson annast guðsþjónustuna. Organleikari Violeta Smidova. Sr. Guð- mundur Þorsteinsson. Breiðholtskirkja. Útvarpsguðsþjónusta kl. 11. Organisti Þorvaldur Bjömsson. Gísli Jónasson. Elliheimilið Grund. Guösþjónusta kl. 10. Sr. Ólafur Jóhannsson. Fella- og Hólakirkja. Guðsþjónusta kl. 20.30 (ath. breyttan messutíma). Prestur sr. Hreinn Hjartarson. Sönghópurinn Án skilyrða annast tónlist. Þriðjudagur: Fyr- irbænir í Fella- og Hólakirkju kl. 14. Fimmtudagur: Helgistund í Gerðubergi kl. 10. Hjallaprestakall. Messusalur Hjalla- sóknar, Digranesskóla. Almenn guðs- þjónusta kl. 11. Sr. Kristján Einar Þor- varðarson. Kársnesprestakall. Sumarferð safnað- arins verður farin sunnudaginn 9. júní. Brottför frá Kópavogskirkju kl. 10. Kópavogskirkja. Guðsþjónusta kl. 11. Sr. Þorbergur Kristjánsson. Seljaprestakall. Laugardagur: Messa í Seljahlíð kl. 11. Sunnudagur: Kvöldguðs- þjónusta kl. 20.30. Organisti Jón Stefáns- son. Sóknarprestur. Háteigskirkja. Messa kl. 11. Sr. Tómas Sveinsson. Kvöldbænir og fyrirbænir eru í kirigunni á miðvikudögum kl. 18. Langholtskirkja. Kirkja Guðbrands biskups. Guðsþjónusta kl. 11. Prestur sr. Sigurður Haukur Guðjónsson. Organisti Jón Stefánsson. Kór Langholtskirkju syngur. Laugarneskirkja. Laugardagur: Guðs- þjónusta kl. 11 í Hátúni lOb. Sr. Jón Dalbú Hróbjartsson. Sunnudagur: Guðsþjón- usta kl. 11. Sr. Bjarni Karlsson. Organisti Ronald V. Turner. Heitt á könnunni eftir guðsþjónustuna. Fimmtudagur: Kyrrð- arstund kl. 12. Orgelleikur, altarisganga, fyrirbænir. Neskirkja. Guösþjónusta kl. 11. Organ- isti Reynir Jónasson. Sr. Frank M. Hall- dórsson. Miðvikudagur: Bænamessa kl. 18.20. Sr. Frank M. Halldórsson. Seltjarnarneskirkja. Messa kl. 11. Org- anisti Gyða Halldórsdóttir. Prestur sr. Solveig Lára Guömundsdóttir. Miöviku- dagur: Samkoma kl. 20.30. Sönghópurinn Án skilyrða, stjómandi Þorvaldur Hall- dórsson. Fríkirkjan í Reykjavík. Helgihald fellur niður þessa viku. Föstudagur 14. júní frá kl. 9.00. Útimarkaður Kvenfélagsins við kirkjuna. Kirkjan er opin í hádeginu virka daga. Cecil Haraldsson. Hafnarfjarðarkirkja. Helgistund á sunnudagsmorgun kl. 11. Prestur sr. Gunnþór Ingason. Mozarttónleikar Kórs Hafnarfjarðarkirkju í Hafnarborg kl. 20.30. Kórinn flytur Krýningarmessu W.A. Mozarts og 4 mótettur hans ásamt hljómsveit og einsöngvurunum Sigríði Gröndal, sópran, Guðnýju Árnadóttur, mezzosópran, Þorgeiri Andréssyni, te- nór, og Ragnari Davíðssyni, barítón. Stjómandi: Helgi Bragason. r Petri Sakari er að Ijúka þriðja starfsári sínu sem aðalhljómsveitarstjóri Sinfónínuhljómsveitar íslands Sinfóníuhljómsveit íslands á M-hátíð: Tónleikar á Laugarvatni Sinfóníuhljómsveit íslands veröur með tónleika á Laugarvatni í kvöld og hefjast þeir kl. 21.00. Þessir tón- leikar eru liöur í M-hátíð á Suður- landi og tengjast þeir reglulegu starfi hljómsveitarinnar um tónleikahald utan Reykjavíkursvæðisins. Efnisskráin verður fjölbreytt: Fyrst verður flutt Austurbotningar eftir Leevi Madetoja og því næst Norskir dansar eftir Edward Grieg. Eftir hlé verður flutt Ave verum corpus eftir Wolfgang Amadeus Moz- art, Suðurland eftir Einar Sigurðs- son, ísland eftir Sigfús Einarsson, Finlandia eftir Jean Síbelíus og að lokum Árnesþing eftir Sigurð Ágústsson. Hljómsveitarstjóri er Petri Sakari, aðalhljómsveitarstjóri Sinfóníuhljómsveitar íslands. Petri Sakari er aö ljúka þriðja starfsári sínu sem aðalhljómsveitar- stjóri Sinfóníuhljómsveitar íslands. Hann er rúmlega þrítugur Finni, sem lærði á fiðlu í heimabæ sínum, Tam- pere í Finnlandi. Hann hélt síðar til náms í hljómsveitarstjórn og fiðlu- leik við Sibelíusarakademíuna í Helsinki. Auk þess að stjórna sinfó- níuhljómsveitinni stjórnar hann öðr- um slíkum hljómsveitum á Norður- löndum og Þýskalandi og leikur í píanóatriði, sem er orðið þekkt innan Norðurlanda. í Eden í Hveragerði stendur nú yfir málverkasýning Elínar Sigurðar- dóttur. Sýndar eru myndir málaðar með olíu á striga. Þetta er önnur einkasýning Elínar en henni lýkur 17. júní. Félag hjartasjúklinga á Reykjavík- ursvæðinu boðar til félagsfundar og sumarfagnaðar í Ársal Hótel Sögu í kvöld kl. 20. Bjarni Torfason hjartaskurðlæknir mun fjalla um 5 ára afmæli hjarta- skurðdeildar og 500 skurðaðgerðir þar. Bergþóra Baldursdóttir sjúkra- þjálfari kynnir niðurstöður þjálfun- arrannsókna og Kristinn Þórhalls- son gerir grein fyrir happdrætti til kaupa á hjartaómskoðunartæki. Þá verður einnig boðið upp á hljómlist og gamanmál. Nýir félagar og gestir eru velkomn- ir á þennan sumarfagnað. Sumarfagnaður hjartasjúklinga Nýlistasafniö: Nanna K. Skúladóttir Á morgun kl. 16 opnar Nanna K. Skúladóttir höggmyndasýningu í efri sölum Nýlistasafnsins að Vatnsstíg 3b. Á sýningunni eru eingöngu högg- myndir unnar í tré og eru flestar þeirrar unnar á þessu ári. Nanna stundaði nám í Myndlista- og handíðaskóla íslands og síðan í A.K.I. Akademie voor Kunst en Ind- ustrie í Hollandi og brautskráðist þaðan árið 1988. Þetta er fyrsta einka- sýning Nönnu en hún hefur áður tekið þátt í nokkrum samsýningum bæði hér heima og í Hollandi. Á sýningunni eru eingöngu högg- myndir, unnar í tré. Sýningin er opin daglega frá kl. 14-18 og stendur til 23. júní. Kjarvalsstaðir: Christo Á morgun verður opnuð í vestur- sal Kjarvalsstaða sýning á verkum eftir Christo sem er bandarískur myndhöggvari. Síðastliðin 30 ár hef- ur hann m.a. unnið stórbrotin um- hverfisverk þar sem hann pakkar inn heilum byggingum og strengir tjöld margra kílómetra leið yfir dali ogfjöll. Sýningin stendur til 14. júlí. í austursal er yfirlitssýning á verk- um eftir fluxus-listamenn og stendur sú sýning til 23. júní. Kjarvalsstaðir eru opnir daglega frá kl. 11-18 og er veitingabúðin opin á sama tíma. Rúnar Þór á ísafirði Rúnar Þór spilar ásamt hljómsveit í Sjallanum á ísafirði í kvöld, fóstu- daginn 7. júní, og á morgun, laUgar- daginn 8. júni. ísfirðingar ættu að þekkja til Rúnars Þórs þar sem ísa- fjörður er æskuslóðir hans. Sem fyrr spilar Rúnar Þór lög af útkomnum plötum sínum auk annarra þekktra laga og óskalaga. Tónhstin er af öllu tagi, allt frá píanóballöðum upp í rokk. Með Rúnari Þór spila þeir Jón Ólafsson á bassa og Jónas Björnsson á trommur. Rúnar Þór spilar í Sjallanum á ísafirði um helgina. Þórdís sýnir skúlptúra sem allir eru unnir á þessu ári. Nýlistasafnið: Þórdís Alda Sigurðardóttir Á morgun kl. 16 opnar Þórdís Alda Sigurðardóttir sýningu í Nýlistasafn- inu að Vatnsstíg 3b. Á sýningunni verða skúlptúrar sem allir eru unnir á þessu ári. Þetta er þriðja einkasýning Þórdís- ar og önnur á þessu ári. Hún hefur einnig tekið þátt í ýmsum samsýn- ingum hérlendis og í Danmörku og var í hópi þeirra listamanna sem stóðu að rekstri gallerísins Gangskör í Reykjavík. 'Sýningin er opin daglega kl. 14-18 en þess má geta að í Pennanum, Hallarmúla 2, eru einnig til sýnis 4 skúlptúrar eftir Þórdísi. Landsþing Kvenfélaga- sambands íslands Landsþing Kvenfélagasambands íslands er haldið í Hafnarborg í Hafn- arfirði um þessar mundir. Þingið sækja um 100 konur hvaðanæva af landinu og eru þær umbjóðendur rúmlega 21 þúsund kvenna sem eru í þessum stærstu kvennasamtökum landsins. Aðalmál þingsins er at- vinnumál kvenna og verða flutt fimm framsöguerindi í þeim mála- flokki. Á sunnudag verða glæsikerrur fyrri tíma í sviðsljósinu á Árbæjarsafni. Félagar úr Fornbilaklúbbi íslands munu sýna úrval bifreiða frá fyrri hluta aldarinnar, bæði fólksbíla, vörubíla og jeppa. Einnig verður efnt til kappakst- urs á kassabílum og er gert ráð fyrir að krakkarnir komi sjálfir með sína kassabíla en þó verða fyrir hendi tveir bilar fyrir þá sem enga eiga. Auk þess verður á safnsvæðinu ýmis önnur starfsemi. Tilkyimingar Taflfélag Kópavogs Júní-hraðskákmót Taflfélags Kópavogs verður haldið sunnudaginn 9. júní. Teflt verður í sal Taflfélags Kópavogs að Hamraborg 5, 3. hæð. Landssamtök ITC á íslandi Farið verður í gróðursetningaferð í Freyjulund í Heiðmörk á morgun, laug- ardag, kl. 13. Upplýsingar veitir Ólöf í síma 72715. Markaður kvenfélaga- sambands Kópavogs verður haldinn að Hamraborg 14-18 föstudaginn 7. júní kl. 11-17. Seldar verða kökur, stofublóm, garðblóm og runnar. Laugardagsganga Hana nú Vikuleg laugardagsganga Hana nú verð- ur á morgun. Lagt af stað frá Fannborg 4 kl. 10. Samvera, súrefni og hreyfmg eru kjörorð göngunnar. Mætið upp úr hálftíu í Fannborginni og takið þátt í skemmti- legu rabbi og rölti. Gangan er fyrir alla unga og aldna. Nýlagað molakaffi. Vörubílstjórafélagið Þróttur 60 ára Á þessu ári eru liðin 60 ár frá stofnun félagsins. Það var stofnað 9. apríl 1931. Frá upphafi hefur félagið rekið Vörubíla- stöðina Þrótt sem fyrst var til húsa í gamla Zimsenhúsinu, þar sem seinna var Ferðaskrifstofa ríkisins. 1946 flutti félagið starfsemi sína á lóð á homi Rauðarár- stígs og Hverfisgötu en 1961 var hafin bygging núverandi húss félagsins aö Borgartúni 33 þar sem það er enn til húsa í dag. Vörubílastöðin Þróttur er eina vörubílastöðin í Reykjavík og þjónar hún Reykjavík, Kópavogi, Seltjarnarnesi, Mosfellsbæ, Kjalamesi og Kjós. í dag em 150 félagar starfandi meö vörubíla af öll- um gerðum. Formaður félagsins er Bragi Siguijónsson. í tilefni af afmælinu verður opið hús í Borgartúni 33, sunnudaginn 9. júní frá kl. 13.30-18. Á svæðinu verða til sýnis gamlir vörubílar og einnig það nýjasta og fullkomnasta í vörubílafram- leiðslu í dag. Kaffiveitingar verða fyrir gesti og góðgæti fyrir yngri kynslóðina verður í húsi félagsins. Allir velkomnir. Skoöið gamla og nýja tíma í vörubílaþjón- ustu. Söngferð Árnesingakórsins Árnesingakórinn í Reykjavík er á söng- ferð fyrir noröan þessa dagana. í kvöld kl. 21 verður sungið í Dalvíkurkirkju og laugardaginn 8. júní kl. 21 að Ýdölum. Fjölbreytt söngdagskrá. Söngstjóri er Sigurður Bragason og undirleikari Bjarni Jónatansson. Ferðalög Útivistum heigina Helgin 7.-9. júní Eyjafjallajökull - Seljavallalaug. Skemmtileg ganga upp úr Þórsmörk eftir Hátindaleið yfir Eyjajökul niður að Selja- völlum þar sem farið verður í sund áður en haldið verður til baka í Bása þar sem hópurinn gistir. Básar á Goðalandi Um hveija helgi út október. Skipulagðar verða miserfiðar gönguferðir um Goða- land og Þórsmörk. Góð gistiaðstaða í Úti- vistarskálunum. í tengslum við ferðina núna um helgina gefst kostur á að ganga yfir Fimmvörðuháls. Sunnudagur 9. júní Kl. 10.30 Heklugangan, 6. áfangi. Ferðin hefst í Skálholti og veröur gengið upp með Tungufljóti að Faxa, öðru nafni Vatnsleysufossi. Leiöin liggur ýmist um ásana vestan fljótsins eða eftir bökkum þess. Brottför frá BSÍ - bensínsölu. Hægt er að koma i rútuna á leiðinni. Ferðafélag íslands Föstudagskvöld kl. 20 verður helgarferð til Þórsmerkur. Gist í Skagfjörðs- skála/Langadal. Skipulagöar gönpíferðir um Mörkina og einnig er fyrirhuguð gönguferð yfir Eyjatjallajökul á laugar- deginum og komið niður hjá Seljavalla- laug. Dagsferðir um helgina verða þess- ar: Laugardaginn kl. 9 verður lagt upp í ökuferö um söguslóðir Njálu. Leiðsögu- maður verþur Árni Björnsson, Sunnu- daginn 9. júní verður gönguferð kl. 9 á Skarösheiði-Heiðarhorn og kl. 13 verður Fjölskyldudagur í Heiðmörk. Allir eru velkomnir, Jélagar og aörir, í Heiðmörk á sunnudaginn, þar verður létt gönguferð um skógarreit Ferðafélagsins, að lokinni göngu verður safnast saman og sungið og farið í leiki. Fólk getur einnig komið á eigin farartækjum og tekið þátt í fjöl- skyldudeginum í Heiðmörk. Þriðjudag- inn 11. júní kl. 20 verður kvöldferð til Viðeyjar og miðvikudaginn 12. júní verð- ur skógræktarferð í Heiðmörk, reit Ferðafélagsins. Vinnuferð í Þórsmörk - landgræðsluá- tak. Eflum félagsstarfið meö þátttöku í sjálfboöavinnu á vegum Ferðafélagsins. Ýmis viöhaldsverkefni, landgræðsla og fl. Uppl. og skráning á skrifstofunni. Tak- markað pláss. Tónleikar Tónleikar í Nýlistasafninu Tónleikar verða í Nýlistasafninu, Vatns- stíg 3b, sunnudaginn 9. júní kl. 20. Tvö tónverk eftir sænska tónskáldið Christer Persson verða flutt viö texta eftir mynd- listarmanninn Bengt Adlers. Verkin eru: 1. Elementary, 2. From the Corners of my I. Christer Persson leikur á gitar. í dag, 7. júní mun Bengt Adlers setja upp sýningu sína í Gallerí Ganginum. Sýriingar Art-Hún Stangarhyl 7 Art-Hún-hópurinn sýnir skúlptúrverk, grafík og myndir, unnar í kol, pastel og olíu, í sýningarsal sínum að'Stangarhyl 7. Opið virka daga kl. 12-18. Aðrir tímar eftir samkomulagi. Ásgrímssafn Bergstaðastræti 74 í safni Ásgríms Jónssonar eru nú sýnd 26 verk. Mörg verkanna, sem bæði eru unnin í olíu og með vatnslitum, eru frá árunum 1905-1930 og eru þau einkum frá Suöurlandi. Ásmundarsafn Sigtúni Þar stendur yfir sýning sem ber yfir- skriftina Bókmenntirnar í list Ásmundar Sveinssonar. Jafnframt hefur verið tekin í notkun ný viöbygging við Ásmundar- safn. Safnið er opiö frá kl. 10-16 alla daga. FÍM-salurinn Garðastræti Þar stendur yfir sýning á verkum sænska •listamannsins Ingvars Staffans. Á sýn- ingunni eru málverk gerð með blandaðri tækni. Sýningin er opin daglega kl. 14-18. Henni lýkur sunnudaginn 9. júní. Gallerí Borg Pósthússtræti 9 Opið virka daga kl. 10-18 og um helgar kl,- 14-18. Gallerí List Skipholti Þar stendur yfir sýning á gler- og keramiklistmunum eftir Ingu Elínu. Sýn- inguna kailar hún Ljósbrot enda gegnir ljósiö mikilvægu hlutverki í verkunum því ýmist er um aö ræða lampaskúlptúra og loftljós eða glermyndir í glugga. Opiö virka daga kl. 10.30 18 en laugar- daga og sunnudaga kl. 14 18. Þegar Sunny nálgast það markmið að finna Aiex Markoff kemur í Ijós að hún kallar sjálf yfir sig hættu. Leikurinn berst vítt um heim - San Fransiskó, England, Noregur, Kanada. í leit sinni að Alex Markoff er hún kötturinn sem leitar músarinnar; gagnvart óljósum ofsækjendum er hún músin á flótta undan köttunum. Þetta er leikur upp á líf og dauða - úrvals spennusaga. Sunny Sinclair hefur ekki séð Alex Markoff síðan heimsstyrj- öidinni síðari lauk. Þá voru þau bseði starfandi njósnarar og um skeið Þvi er nú löngu lokið. En mörgum áratugum síðar rifjast þetta gamla, eldheita ævintýri upp með óvæntum hætti. Hún verður að finna þennan gamla elskhuga sem raunar hefur lengi verið talinn af. En nú kemur hrollkaldur veruleikinn æ skýrar í Ijós með hverju skrefi sem hún tekur - hann er ekki bara IH- andi heidur er hann sennilega líka í miklum háska staddur. Hæjgt er að panta Urvalsbækur í síma 62-60-10

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.