Dagblaðið Vísir - DV - 18.06.1991, Síða 1

Dagblaðið Vísir - DV - 18.06.1991, Síða 1
Sjóstangaveiði á vaxandi vinsæld- um að fagna hérlendis en fram til þessa hafa tækifæri höfuðborg- arbúa til slíkra veiða veriö heldur fáfengileg. Tvær gamlar kempur hafa heldur betur bætt úr þessu og bjóða nú sjóstangaveiði í Faxaflóa á vel útbúnum 30 tonna báti. Hér er ekki verið að ræða um neina frístundasjómenn heldur eitil- harða kalla sem stundað hafa sjó- inn alla ævina. Þetta eru þeir Hösk- uldur Skarphéðinsson skipherra og Jón Steindórsson, loftskeyta- maður hjá Gæslunni. Saman hafa barist við breska togara og elt uppi landhelgisbrjóta. Nú hefur hægst um hjá þeim og eyða þeir sumrinu í að dóla um Sundin og græja veið- arfæri fyrir landkrabba. í blíðunni í síðustu viku fóru þeir félagar með þijár konur og einn karlskyns ljósmyndara í árangurs- ríkan veiðitúr. Lagt var upp frá Reykjavíkurhöfn um tvöleytið og siglt meðfram ströndinni með stefnuna á Esjuna sjálfa. Sörlandet, seglskipið norska, lagði upp um svipað leyti en í hafnarmynninu skiljast leiðir þvi Sörlandet tekur stefnuna út í flóa. Höskuldur skip- herra stýrir sínu fleyi milli eyjanna á Faxaflóanum en á meðan úthstar Jón ferðatUhögun á korti og bendir á ýmis örnefni. Enginn kaffifriður Höskuldur stöðvar bátinn á milli Þemeyjar og lands þar sem heitir Þerneyjarsund. Kaffið er tflbúið og Jón dregur fram nýbakað bakkelsi úr bakaríinu. Á meðan fer Hösk- uldur að gera stangimar klárar fyrir veiðimennina sem hugsa þá stundina mest um kaffiboUann. Stangimar em alls sex og er þeim haganlega komið fyrir í sérsmíðuð- um statífum. Nú er græðgin orðin ÍS& Ýsan dregin inn og Höskuldur er til aðstoðar. DV myndir GVA slíta þá af króknum. Veiðin er væn- ir þorskar, fallegar ýsur og ein- staka lýsugrey. Alhr enda fiskarnir ævi sína í kassanum góöa. Múkkinn fær sitt Eftir þessa aflahrotu kemur ör- deyða í smátíma. En þeir fiska sem róa segir máltækið og þolinmæðin gefur annan fisk og annan tU. Nú er álitamál hver hefur húkkað hvern því fiskimennirnir vUja helst ekki hætta. Liðið hafa tveir tímar og enginn litið á klukkuna í hama- ganginum. En skyldan biður í landi og með hálfgerðri eftirsjá er stímt í land. Áður er þó fiskurinn skoðað- ur, veginn og slægður eftir kúnst- arinnar reglum. Múkkahópurinn, sem beðið hafði þohnmóður við bátshliðina, fær sitt þegar lifrinni er hent fyrir borð. Hart er barist á þeim vettvangi því hver fugl vill eitthvað í gogginn. Alsælir fiski- mennirnir taka sinn hlut, sem er 4-6 fiskar á mann. Ekki slæmur afrakstur í tveggja tíma úthaldi. AUir eru ánægðir með veðrið, veiö- ina og veitingarnar en sá grunur læðist að farþegunum að sjóararnir tveir hafi jafnvel skemmt sér best. -JJ Verð og upplýsingar Báturinn heitir Guðrún Her- manns og er hann í eigu Höskulds Skarphéðinssonar. Boðið er upp á sjóstangaveiði í hálfan eða heilan dag (5-8 klst.) og kosta þær frá 5.000 til 8.000 á mann. Innifalið í verði eru afnot af veiðarfærum og nauð- synlegir hlífðargallar. Útsýnisferð- ir eru þrenns konar: Um hafnar- svæði Reykjavíkurhafnar í klst. sem kostar 1.000 kr. Ferð um eyjar, víkur og voga á Kollafirði eða I>eir fiska sem róa - sjóstangaveiði í Flóanum með gömlum kempum svo mikfl eftir veiðinni að kaffið gleymist og Höskuldur þeytist á fullu á veiðislóðina undir hlíðum Esju. Þeir félagar kenna viðvaningun- um að láta veiðarfærin út en það reynist tiltölulega einfalt. Dýpið á þessum slóöum er um 29 metrar og sakkan verður aö ná til botns. Svo er dregið aðeins inn og byrjað að skaka stönginni. Agnið er þrír krókar með gervibeitu og út á slíkt hlýtur eitthvað fást. Bitið á agnið Ekki líður á löngu þar til sá fyrsti verður var og uppi verður fótur og fit. Húkka verður fiskinn inn en gleymst hafði að gera kassann klár- an. Fyrir viðvaninga er svoUtið erfitt að snúa hjólinu því fiskur og sakka tekur töluvert í á svona miklu dýpi. Fyrsti fiskurinn er rétt kominn fyrir borð þegar annar verður var og síðan sá þriöji. Nú eiga Jón og Höskuldur fullt í fangi með að draga fiskana um borð og Skerjafirði eftir veðri og aðstæðum í 2,5-3 klst. og kostar sú ferð 2.500. Útsýnisferð um Hvalíjörð í 4-5 klst. en sú ferð kostar 3.500 krónur. Nánari upplýsingar og pantanir fást í símum 23171, 656873 og 985- 33173 en sá sími er um borð. Jón gefur Oddnýju, Jóhönnu og Drífu leiðarlýsingu á korti. Tvö kiló, slægður. Höskuldur slægir fiskinn meðan fiskimennirnir dást að veiðinni.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.