Dagblaðið Vísir - DV - 21.06.1991, Side 1

Dagblaðið Vísir - DV - 21.06.1991, Side 1
Listahátíó í Hafnarfírói: í dag kl. 18 munu listamenn vígja höggmyndagarö á Víði- staöatúni á táknrænan hátt. At- burðurinn er í tengslum viö Listahátíð Ilafnarfjaröar en verkin eru smíöuö í alþjóðlegri skúlptúrvinnustofu i Listamíð- stöðinni í Straumi. Fyrir eru hér á landi þrír högg- myndagarðar en þeir eru allir í tengslum viö listamannasöfn og i hverjum garði eru aðeins verk eitir einn listamann. Högg- myndagarðurinn í Hafnarfirðí verður frábrugðinn þeim aö því leyjj að þar verða nútímalista- verk eftir marga listamenn. Hann gæti því stækkað í framtíðinni og möguleiki verður að sjá þar það nýjasta í höggmyndalistinni. Kvöldganga Náttúruvemdarfé- lags Suðvesturlands hefst í kvöld kl. 20. Gengið verður fyrst um sýningu nemenda í Bamaskóla Bessastaðahrepps um náttúm- og umhverfisvemd. Að því loknu verður bryddað upp á þeirri nýj- ung að þátttakendur ganga án fararsijóra á milli fræðslustöðva sem settar verða upp á nokkmm stöðum. Á sólstööumínútunni kl. 21.19 verður stutt athöfn á Breiðabóls- staðaeyri á Álftanesi en Sólstöðu- göngimni 1991 lýkur í Öskjuhlíð á síöustu fræðslustöðinni kl. 12 á miðnætti. Markmiðið með hlaupinu er að leggja áhersiu á iþróttaiðkun kvenna. DV-mynd Brynjar Gauti Kvennahlaup Á morgun kl. 14 verður kvenna- hlaup í Garðabæ. Safnast verður saman við Flataskóla þar sem léttar upphitunaræfingar hefjast um hálf- tíma áður en ræst verður í hlaupið. Hægt er að velja um tvær vegalengd- ir, 2 og 5 km, en þátttakendur ráða hvort þeir hlaupa, skokka eða ganga. Þetta er í annað skipti sem kvenna- hlaupið fer fram en í fyrra tóku 2400 konur þátt í hlaupinu. Markmiöið með hlaupinu er að leggja áherslu á íþróttaiðkun kvenna og holla lífs- hætti sem konur fá gegnum þátttöku í íþróttum. Þátttökugjald er 300 kr. en innifalið er bolur og viðurkenning að afloknu hlaupinu. Skráning fer fram í Ás- garði í Garðabæ og í flestum íþrótta- húsum, sundlaugum og heilsurækt- arstöðvum. Seltj amameskirkj a: Ungir tónlistarmenn Á sunnudag kl. 20.30 mun hópur ungra tónlistarmanna halda tónleika í Seltjarnarneskirkju. Fluttir verða valdir þættir úr eftirtöldum verkum: Haydn strengjakvartett op. 1. nr. 1, Beethoven strengjakvartett nr. 6, Beethoven Serenada fyrir flautu og strengi, Mozart flautukvartett og klarinettukvintett, Vivaldi konsert fyrir fjórar fiðlur og duo eftir Ravel og Jón Nordal. Flytjendur eru: Guðrún Árnadótt- ir, Sif Tulinius, Gyða Stephensen, Hlín Erlendsdóttir, Sigurbjörn Bern- harðsson, íma Þöll Jónsdóttir, Olga. Björk Ólafsdóttir, Pálína Ámadóttir á fiðlur og lágfiðlur, Sigurgeir Agn- arsson, Stefán Örn Arnarson, Þór- hildur Halla Jónsdóttir á selló, Sigur- jón Halldórsson á klarinett og Stefán Ragnar Höskuldsson á þverflautu. Nokkrir tónlistarmannanna hafa þegar lokið námi hér heima og eru á forum til framhaldsnáms erlendis. Tónleikarnir eru lokapunktur tveggja vikna námskeiðs í kammer- tónlist sem farið hefur fram í Tónlist- arskóla Seltjarnarness undir leiö- sögn Guðnýjar Guðmundsdóttur og Gunnars Kvaran. Tónleikarnir eru lokapunktur tveggja vikna námskeiðs i kammertónlist. DV-mynd Brynjar Gauti Utsýnis; og veitingastaðurinn Perlan á Öskjuhlíðinni gengst fyrir fjölskyldudegi á laugardag og sunnudag. Dagskrá verður báða dagana frá kl. 14-17. Hægt veröur að skoða húsið, kaupa veitingar gegn vægu gjaldi auk þess sem ýmsar uppákomur verða í gangi. Norræna húsið og norrænu vinafélögin gangast fyrir Jónsmessuhátíð. Norræna húsið: Jónsmessuhátíð Á morgun verður Jónsmessan haldin hátíðleg við og í Norræná húsinu. Dagskráin hefst kl. 20 og verður þá blómum skrýdd maí- stöng reist á flötinni við húsið og dansað kringum stöngina að sænskum sið. Farið verður í ýmsa leiki með yngri kynslóðinni og kveikt verður í bálkesti kl. 22. Grettir Björnsson leikur á har- móníku og félagar úr Þjóðdansafé- laginu taka sporið en auk þess verður almennur söngur og vænst er virkrar þátttöku allra við- staddra í dansi og söng. Vísnavinir verða einnig á staðnum og skemmta með norrænum vísum. Að hátíðinni standa norrænu vinafélögin og Norræna húsið og er aðgangur ókeypis.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.