Dagblaðið Vísir - DV - 25.06.1991, Blaðsíða 5

Dagblaðið Vísir - DV - 25.06.1991, Blaðsíða 5
ÞRIÐJUDAGUR 25. JÚNÍ 1991. 5 Fréttir Malargötur í Kópavogi: Salt not- aðsem rykbindi- efni - sagt fara illa með bíla íbúar, sem búa við malargötur í Kópavogi, eru afar óhressir með þær aðgerðir gatnadeildar bæjar- ins að moka salti á götumar til rykbindingar. Þeir segja að saltið rykbindi sama og ekkert og þegar rykið fjúki fari saltið með og það fari ilia með lakk á bílum. Stefán L. Stefánsson, deildar- stjóri gatnadeildar Kópavogsbæj- ar, segir að Vegagerðin flytji inn sérstakt rykbindiefni. En þegar það er ekki til ér notaö venjulegt salt. „Við notum rykbindiefnið þeg- ar við fáum það en notum saltið annars. Saltið er ekki eins árang- ursríkt og rykbindiefnið en það ber samt árangur. En að setja ein- göngu vatn á götumar hefur ekk- ert að segja þannig að þetta er eiginlega neyðarbrauð. Við ber- um saltið ékki á húsagötur held- ur á götur sem ekki eru í alfara- leið,“ segir Stefán. Vegna þeirra miklu þurrkasem hafa verið undanfarið hefur ástandiö veriö sérlega slæmt og nokkuð mikið hefur þurft að nota rykbindiefni á göturnar. Það kláraðist þvi fljótlega og saltið er notað i staðinn. -ns Enskir golíleikarar á Akureyri: Settu tvö heims- met á Jaðarsvelli - þegar þeir léku golf í tæpa tvo sólarhringa Gylfi Kristjánssan, DV, Akureyri: Þeir voru orðnir ansi þreytulegir undir lokin Englendingarnir fjórir sem settu tvö heimsmet á golfvellin- um á Akureyri nú í vikubyijun. Þeir höföu þá leikið golf stanslaust í tæp- an sólarhring og náö því markmiði sínu að bæta heimsmetið í því að leika flestar golfholur á einum sólar- hring og gott betur. Þeir hófu leikinn kl. 8.12 á sunnu- dagsmorgun og léku tveir og tveir saman einum bolta og markmiðið var að slá heimsmetið sem var að leika 252 holur. Þegar komið var fram á aðfaranótt mánudags náðu þeir því markmiði sínu og tveir þeirra, sem voru þá orðnir illa haldn- ir vegna tognunar og strengja í lær- unum, hættu þá eftir 254 holur. Hin- ir tveir héldu áfram og kl. 7.45 í gær- morgun luku þeir sextánda 18 holu hringnum og höfðu því lagt að baki 288 holur sem þeir sögðu einnig vera heimsmet á einum sólarhring fyrir tveggja manna golf með einum bolta. Þeir skokkuðu meginhluta tímans og er ekki fjarri lagi aö þeir hafi lagt að baki rúmlega 100 km upp og niður brekkurnar á Jaðarsvelli. Þeir sögðust vera mjög þreyttir en Simon Gard, Patric Maxwell, Alister Maxwell og Nick Harley örþreyttir en kátir eftir sólarhringsgolf á Jaðarsvelli í gærmorgun. DV-mynd gk þetta hefði verið mjög skemmtilegt en „svolítið ruglað“ eins og einn þeirra orðaði það. Tilgangurinn var ekki einungis sá að setja heimsmet heldur söfnuðu þeir peningum til líknarmála. Nú sækja þeir um stað- festingu á metum sínum til heims- metabókar Guinness og eru vel að metunum komnir. Scott íslandssafnið: Xerðnuetasta og besta einkasafn tslenskra frímerkja. ® Htegt að senda vittum og kunningjum tölvupóstkort. 0> Einstakt frtmerkjauppboð t tengslum við sýninguna. M> Alltaf eitthvað nýtt að gerastjyrir unglingana. Kjöritt sumartilbreyting jýrir alla fjölskylduna. % Pósthús starfa á sýningunni alla dagana. ® Tilsögn fyrir unglinga. 18 sölubásar fyrir safnara á öllum aldri. & Sttersta frtmerkjasýning á íslandi. M> Elsta tslenska frtmerkið Jrá 1873. Heildarsafn tslenskrafrtmerkja. Sýnt hvemigfrtmerki verða til. ® Spumingakeppni unglinga. E Tölvuleikir, Tölvukeppni-Tölva frá IBM t verðlaun. 8 Sérstök unglingadeiíd. ® Póstsaga íslands. % Skiptimarkaður sunnudag 14-16. m } NORDIA 91 í m

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.