Dagblaðið Vísir - DV - 25.06.1991, Blaðsíða 28

Dagblaðið Vísir - DV - 25.06.1991, Blaðsíða 28
28 ÞRIÐJUDAGUR 25. JÚNÍ1991. Merming Barið í brestina Félag evrópskra píanókennara (EPTA) efndi til síð- degistónleika í íslensku óperunni laugardaginn 22.6. Viðfangsefnin voru síðustu þijár píanósönötur Schu- berts (D 958 í c-moll, D 959 í A-dúr og D 960 í B-dúr); flytjandi var hinn þekkti hollenski píanóleikari Willem Brons. Það eru engin ný tíðindi, að frábær flutningur auki mönnum áhuga á einstökuni tónverkum eða jafnvel höfundum. Fyrir þeim, er þetta ritar, hefur Schubert alltaf staðið verulega í skugga Beethovens í flestum tóngreinum, nema auðvitað í ljóðasöng. A.m.k. hvarfl- aði fram að þessu ekki að undirrituðum - og það er samviskujátning - að Schubert hefði neinu verulegu við að bæta í klassísk-rómantísku píanósónötugrein- inni, þeirri er Beethoven skildi svo fullkomlega við með 32 píanósónötum sínum. Nú er hann (undirr.) ekki eins viss. Og það er Willem Brons að kenna. Hinn lágvaxni Niðurlendingur lét ekki mikið yfir sér í hálftómum sal Gamlabíós (nú er enda líklega al- versti tími ársins til „alvarlegs" tónleikahalds), þegar hann hóf stutt. spjall um (einkum tilfinningalegt) inni- hald sónatnanna, er voru samdar í einni lotu haustið 1828, tveim mánuðum áður en Schubert lést. Var þar m.a. minnst á nálægð dauðans, en einnig á stílrænar nýjungar eins og fyrirboða um impressjónisma síðustu aldamóta, 70 árum síðar. Og flest á heldur lágstemmd- um nótum. En þegar hann hóf leikinn, lifnuðu báðir við, hann og Schubert. Túlkun Brons var með þeim hætti, að jafnvel þar sem formrænt samhengi var óljósara en ella frá hendi tónskáldsins, hljómaði staðurinn eins og hann ætti að vera svona og hvergi öðruvísi. Ef hægt er að tala um Tónlist Ríkarður Örn Pálsson að „berja í brestina" í jákvæðum skilningi, þá á að gera það á þennan hátt. Trúlega hafa nærstaddir píanistar og píanókennarar flestir vitað betur, en mér var þessi svanasöngur Schu- berts í píanósónötuskáldskap upphfun, sem ég átti ekki von á fyrir fram, þar til Mynheer Brons kom til skjalanna. Þá sveif slík natni, tónfegurð og rík tilfinn- ing fyrir formrænni framvindu yfir vötnunum, aö varla varð betur á kosið. Það væri sparðatínsla að fara að karpa um einstaka „dauðar“ nótur í hröðum díminuendó-runum, eins og mátti greina endrum og eins. Hér var hugur höndum meiri. Jónsmessunætursöngur Fagurt lið og frítt söng íslenska þjóðsöngva og er- lenda á Listahátíð Hafnarfjarðar sunnudagskvöldið 23. júní í listamiðstöðinni Hafnarborg. Aðsókn var góð fyrir árstímann sem gefur vonir um jafnvel húsfylli á lokatónleikum LH næsta sunnudag, þegar Sigrún Eð- valdsdóttir og Þorsteinn Gauti Sigurðsson koma fram, enda þótt hásumartíminn ætti að öðru jöfnu að vera martröð hvers umboðsmanns. Það var Óperusmiðjan svonefnda sem hafði veg og vanda af flutningi og yfirskriftin hljóðaði: „Draumar og dulúð í geggjuðu jafnvægi" með tilvísun til nýliðinn- ar Jónsmessunætur. Tilburðir voru enda gerðir til að undirstrika þessa yfirskrift ennfrekar og jafnframt setja hinn mikla íjölda söngvara í heildarramma því að milli atriða las leikkonan Steinunn Ólafsdóttir upp draumkennd og dulúðleg erindi eftir innlend og erlend ljóðskáld. Hlín Agnarsdóttir var skrifuö fyrir leik- stjóm en óljóst hvort hún næði einnig til söngvaranna og píanistans. Hugmyndin er hvorki ný né slæm (að tengja tónlist- aratriði saman með upplestri), enda verður lesturinn þá að vera stuttur - eins og nú - til að falla inn í heild- ina. Steinunn las nokkuö vel, sérstaklega þegar hún dekkti röddina og tók svolítið á. Hið útbreidda tal- söngl, sem ekki síst kvenupplesarar iðka, hefur borið mörg ljóð ofurliði. Stundum mátti reyndar kenna þetta hjá Steinunni er auk þess hefði komið betur og skýrar út gegnum magnarakerfi. Tillaga; Næst þegar svona margir söngvarar halda ljóðatónleika með þessu sniði, hvemig væri þá að gera smá melódrama úr ljóðalestrinum með hæfilega gisnu impressjónísku slagverki undir? Hinir 7 söngvarar Ópemsmiðjunnar, er mættu til leiks (nr. 8, Sigurður Skagfjörð Steingrímsson, forfall- aðist) em færir raddtæknar en þó auðvitað mismun- andi spennandi listamenn eins og gengur. Varla er til smekkbundnara fyrirbrigði en mannsröddin; nauð- synlegur fyrirvari þegar ég játa að engin rödd beinlín- is töfraði mig upp úr skónum, enda þótt allar ættu góða spretti. „ís-breski“ píanistinn David Knowles sá um allan undirleik, um 23 lög, og var það þónokkurt afrek á þessum gæðastaðli því að flest var ljómandi vel leikið, ekki síst Jómnn Viðar og Finnur T. Stefánsson, þó að vottur af litleysi gerði stundum vart viö sig eins og í Wesendonck-ljóöi Wagners. Ingveldur söng glaðvært lag eftir Thomas Arne, Aríu Desdemónu úr Othello eftir óþekkt tónskáld og loks Tiger við ljóð Wilhams Blake eftir gagnrýnanda DV, Finn Torfa Stefánsson. Ingveldur hefur efnilega messórödd sem óðum er að styrkjast og jafnast. Enn vantar þó meiri botn, meiri dýnamík niður á við og harðari samhljóð í framburði. Inga Backman (S) sýndi hins vegar aUgóða beitingu á „sottissimo voce“ - s.s. mjög veikum en samt „lang- bæmm“ söng í tveim lögum eftir Schubert og Sigfús Einarsson. Undir lokin kýldi hún á það með Kall sat undir kletti Jórunnar Viöar. Þorgeir J. Andrésson (T), steikti svanurinn í Carm- ina Burana, tók Gígju Sigfúsar og Hamraborg Kalda- lóns með trompi. Hann túlkaði aftur á móti texta best í Die Nacht eftir Richard Straussþar sem hann reyndi við veiku nótumar með góðum árangri. Þorgeir er greinilega söngvari leiksviðsins, hugrakkur tenór með góða hæð pn vantar svolítið meiri styrk á neðstu nót- unum. Tónlist Ríkarður Ö. Pálsson Esther Helga Guðmundsdóttir þótti mér nokkuð dauf og dósarkennd í Wesendonck-ljóðasöng Wagners, Traúme, auk þess sem hún átti til aö hanga neðan í en kom sterk aftur í líflegri túlkim á Kiljanslagi Jór- unnar Viðar, Unghngurinn í skóginum. Stefán Amgrímsson (B) söng Die Kráhe Schuberts, hina bombastísku Ásareið Kaldalóns og örstutta elegíu eftir Atla Heimi Sveinsson, Siesta (Steinn Steinarr). Stefán virðist efnilegur en enn nokkuð ómótaður bassi; hin sérkennilega hola rödd „sendir" samt vel um leið og hún virðist koma hvaðanæva, hkt og hjá frönsku homi. Ögn sjálfstæðari túlkun, bjartari texta- framburður og kannski svohtið meiri massi í röddinni em vonandi rétt handan. Jóhanna V. Þórhahsdóttir (A) tók fyrir frönsk tón-' skáld, fyrst La vie antérieure eftir Duparc, dmngalegt. lag og sungið með of miklu og lausu vibratói, og sex bráðskemmtileg smálög úr „Dýrahók" Poulencs við ljóð Apohinaires: Úlfaldinn, Geitin frá Tíbet, Engi- sprettan, Höfrungurinn, Krabbinn og Karfinn, þar sem höfundur, píanisti og söngvari sýndu htríki og húmor. Jóhanna G. Linnet (S) hefur stærsta víbrató sem ég hef heyrt hjá jafnungum söngvara og þyrfti e.t.v. að leggja sig eftir að hemja það, vilji hún ekki einskorða sig við hádramatíkina. Ymsir söngkennarar ku telja vaxandi víhrató hættumerki vegna of mikils álags eða rangrar tækni, nema hvort tveggja sé, án þess að frek- ar skuh fullyrt um það hér. Annars lítur út fyrir að „stórar raddir" séu að komast nokkuð úr tísku fyrir smágerðari og nákvæmari söngstíl, kannski ekki síst fyrir hið vaxandi framboð af góðum „HIP“ flytjendum (Historically informed performers) í eldri tónlistinni. Jóhanna hefur það fulla rödd frá náttúrunnar hendi að hún mundi hljóma vel jafnvel í marflötu rauli. Söng- konan virðist þar að auki hafa næma tilfinningu fyrir textatúlkun en hvað gagnar það ef textinn drukknar á leiðinni út í sal í hálfgerðum trihuflúðum þar sem vera ætti óhindrað streymi skilaboöa til hlustandans? Sérstaklega kom þetta fram í tveim lögum eftir Schum- ann, Waldegesprach og Zwiehcht þó að nútímastíll Áma Harðarsonar (4 lög við enska texta) virtist henta valkyrjurödd Jóhönnu Utlu betur. GaUi á þessum annars svo fjölbreyttu tónleikum var að hver söngvari fékk aðeins eitt lag í einu og því enga möguleika á að „syngja sig upp“; hvort sem texta- sjónarmiö eða jöfnuður einstakhnga í sviðsljósinu réðu því. AUtjent er spurning hvort ekki hefði átt að fóma einhveiju af heildarsvipnum fyrir lágmarksupp- hitun. Myndgáta Andlát Guðbjartur Jónsson fyrrv. skipstjóri, Hlíf II, ísafirði, lést á sjúkrahúsi ísa- fjarðar 22. júní sl. Jónína Ólafsdóttir frá Tungu, Svínadal, Rauðalæk 2, Reykjavík, andaðist í Hafnarbúðum 23. júní. Sigrún Kristjánsdóttir, Hólmgarði 22, lést á Hrafnistu 22. júní. Jóhannes Guðmundsson, Báragötu 17, lést á heimili sínu 22. júní. Friðvin Sigurtryggvi Þorbjömsson, Holtagerði 9, Kópavogi, andaðist á heimhi sínu 22. júní. Magnea Lovísa Magnúsdóttir frá Dal, Vestmannaeyjum, Kleppsvegi 32, Reykjavík, andaðist 22. júní á Borgarspítalanum. Björn Björnsson yfirvélstjóri, Tóm- asarhaga 46, andaðist 22. júní. •w ■w t v 06! -EYÞoR-— Myndgátan hér að ofan lýsir nafnorói. Lausn gátu nr. 60: Skoppara- kringla Jaröarfarir Jón H. Guðmundsson, fyrrv. skóla- stjóri í Kópavogi, er lést 20. júní sl. í Landspítalanum, verður jarðsung- inn frá Kópavogskirkju fóstudaginn 28. júní kl. 13.30. Halldóra Jónsdóttir, Sæviöarsundi 40, Reykjavík, sem lést aðfaranótt 18. júní sl., verður jarðsungin frá Foss- vogskirkju fimmtudaginn 27. júní kl. 13.30. Einar Guðbjartsson, Eskihlíð 29, verður jarðsunginn frá Fossvogs- kirkju miðvikudaginn 26. júní kl. 15. Sólveig Sigurðardóttir, Barðaströnd 3, Seltjarnarnesi, verður jarðsungin frá Fossvogskirkju fóstudaginn 28. júní kl. 15. Jón Benediktsson, fv. yfirlögreglu- þjónn, lést 18. júní. Hann fæddist 16. mars 1894 að Breiðabóli á Svalbarðs- strönd, sonur hjónanna Benedikts Jónssonar og Sesselju Jónatansdótt- ur. Jón lauk námi frá Samvinnuskól- anum á Bifröst. Hann hóf lögreglu- störf á Akureyri 1930, varð yfirlög- regluþjónn 1935 og starfaði um þrjá- tíu ára skeið í lögreglunni. Utför hans verður gerð frá Akureyrar- kirkju í dag kl. 13.30. Sigurlaug L. Guðmundsdóttir lést 8. júní sl. Hún fæddist í Reykjavík 10. júh 1911. Foreldrar hennar voru Guðmundur Bergþórsson og kona hans, Sigríður Gísladóttir. Sigurlaug var tvígift. Fyrri maður hennar var Ólafur Jónsson og eignuðust þau tvo syni. Þau slitu samvistmn. Eftirlif- andi eiginmaöur hennar er Hermann Helgason. Þau eignuðust tvö böm. Útfór Sigurlaugar verður gerð frá Fríkirkjunni í Reykjavík í dag kl. 15. Tilkynningar Fyrirlestur og námskeið um kripalujóga Væntanlegur er öðru sinni hingað til lands á vegum Heimsljóss jógaheimspek- ingurinn Gurudev (Yogi Amrit Desai). Hann heldur fyrirlestur 27. júní i Borgar- leikhúsinu og helgamámskeið 28.-30. júní í kripalujóga. A helgamámskeiðinu ijallar Gumdev m.a. um livemig við get- um uppgötvað þá orku er í okkur býr og þá um leið möguleika okkar og hvernig losna má við ótta, kvíða og spennu. Einn- ig verður leiðbeint í jógastöðum, hug- leiðslu og slökun. Engin reynsla af jóga er nauðsynleg- Upplýsingar og skráning í síma 679181 milli kl. 17-19 mánudag til föstudag. Húsmæðrafélag Reykjavíkur Sumarferð félagsins verður farin laugar- daginn 29. júni kl. 9.30 frá félagsheimilinu Baldursgötu 9. Farið í Þjórsádal og að Stöng. Allar nánari upplýsingar í s. 14617 Sigríður, 39828 Bergrós og 81742 Þuríður. Vinsamlegast hafið samband sem fyrst og skráið þátttöku. Göngudeild samtaka psoriasis- og exemsjúklinga Samtök psoriasis og exemsjúkfinga hafa opnað göngudeild í nýju húsnæði að Bol- holti 6, jarðhæð. Húsnæðið hefur verið skipulagt og innréttað fyrir göngudeild og skrifstofu samtakanna. Á göngudeild- inni hafa verið settir upp 2 ljósaskápar með nýrri gerð af UVB ljósrörum sem eiga að vera áhrifameiri en þær eldri. Lögð verður áhersla á persónulega og vinalega þjónustu við húðsjúklinga, þar sem þeir geta komið og fengið hraða og góða meðferð. Til að byija með verður göngudeildin opin kl. 12-19 alla virka daga. Fyrirhugaö er aö húðsjúkhngar geti haft aðgang að húðlækni ákveðna daga á göngudeildinni. Móeiður og Karl í Berlín Á miðvikudag og fimmtudag munu Mó- eiður Júníusdóttir og Karl Olgeirsson skemmta gestum á veitingastaðnum Berlin í Austurstræti með píanóleik og söng, í tónlistarsveillu sem inniheldur djass-slagara ásamt öðrum gömlum og góðum lögmn. Hér er á ferðinni frábær dúett sem énginn ætti að láta fram hjá sér fara. Tónleikamir munu hefjast kl. 22.30 báða dagana og aðgangur er ókeyp- is. Konur, Garðabæ Orlof húsmæðra verður að Laugarvatni vikima 15. til 21. júní 1991. Upplýsingar gefa þær Vala Bára, s. 43596, og Svava, s. 42150. Skráið ykkur tímanlega því fjöldi er því miður takmarkaður. Safnaöarstarf Fella- og Hólakirkja: Helgistund í Gerðubergi fimmtudag kl. 10. Umsjón Ragnhildur Hjaltadóttir. Hóteigskirkja: Kvöldbænir og fyrirbæn- ir í dag kl. 18. Neskirkja: Bænamessa kl. 18.20. Sr. Frank M. Halldórsson. Seltjarnarneskirkja: Samkoma í kvöld kl. 20.30. Sönghópurinn Án skilyrða sér um tórdist. Stjómandi Þorvaldur Hall- dórsson. Prédikun og fyrirbænir. Tapað fundið Kvenmannsúr tapaðist Svart Pierre-point kvenmannsúr með demanti tapaðist sl. miðvikudag. Finnandi vinsamlegast hringi í síma 813855 kl. 8-16, en s. 688614 eftir kl. 16. Læða tapaðist Blágrá læða tapaðist frá Freyjugötu 11. Ef einhver hefur orðið var viö hana eða veit hvar hún er niðurkomin þá vinsam- legast hafið samband í síma 10414.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.