Dagblaðið Vísir - DV - 25.06.1991, Blaðsíða 18

Dagblaðið Vísir - DV - 25.06.1991, Blaðsíða 18
18 ÞRIÐJUDAGUR 25. JÚNÍ 1991 íþróttir unglinga , ^mwtWÆi .-■<■ ........... ... ■■ 5 ' v „<■> í'*' > "yTV^Í, '•'wW.WsÁ'T’Í' í ; / ■ ' ■ ■'■ - ' ■ • ’ > ■ “.v’* ’..J .. ■ ,' " :■ ' ■; .&•&.■ lZ: ir •* -‘ - ;•* *• jS?^j rfS f „ <•< t ; - • »' i ki >Vv V «Íp!pMlps p »'< g=i •■* * :* •: —. — lliúáti.. Guðmundur Þórðarson, framherji Ðreiðabliks, skorar hér fyrra mark Blikana gegn Val í bikarkeppni 2. flokks. Bikarkeppni 2. flokks karla: DV-mynd Hson Leiknir sigraði KR nokkuð sannfærandi Úrslitin í leik Leiknis og KR í bik- arkeppni 2. ílokks karla sl. föstudag vekja mikla athygli þar sem Leiknir vann mjög sannfærandi, 3-1. Það er engu líkara en Leiknir hafi einhver tök á KR-ingum því þeir hafa oft gert þeim miklar skráveifur. í fyrra, til dæmis, var afgerandi leikur milli Leiknis og KR í síðustu umferð Reykjavíkurmótsins í 3. flokki karla og fór hann fram á Leiknisvelli. KR þurfti að sigra til að hljóta titilinn. En það fór á annan veg og varð að þjóta með bikarinn í hendingskasti niður á Víkingsvöll þar sem Víkingar voru að spila því aö vegna úrslitanna á Leiknisvelli urðu það Víkingar sem hlutu hnossiö en ekki KR-ingar. Blikarnir unnu Val, 2-1 Breiðabhk og Valur léku í bikar- keppni 2. flokks á föstudaginn var og sigruðu Blikarnir, 2-1, sem verður að teljast mjög sanngjarnt. Leikurinn fór fram í frábæru veðri á grasvellin- um í Smárahvammi. Það var Guð- mundur Þórðarson sem kom Breiða- bliki yfir í fyrri hálfleik eftir góðan samleik sem endaði með eitraðri stungu og Guðmundur átti ekki í neinum vandræðum með að koma boltanum í netið. Valsmenn jöfnuðu snemma í síðari hálfleik og var þar að verki Birgir Birgisson. Það var síðan Elvar Guðmundsson sem skor- aði sigurmark Breiöabliks um mið- bik síðari hálfleiks. Sigur Blikanna var sanngjarn, eins og áður segir, og var það aðeins fyrir snilldarleik Theódórs Valssonar í marki Vals að mörk Blikanna urðu ekki fleiri. Hann varði meðal annars vitaspymu í síðari hálfleik. Helgi Ass lék í marki Framara Fram sigraði Þróttara, 6-1, í bikar- keppni 2. flokks og hefðu mörkin getað orðið mun fleiri. Helgi Áss Grétarsson, sem leikur í 4. flokki, spilaði í marki Fram og stóð sig frá- bærlega vel. Það er sjaldgæft ef ekki einsdæmi að leikmenn spili 2 flokka upp fyrir sig. En vel á minnst er slíkt ekki óleyfllegt? En hvað um það, Helgi er einnig eitt mesta skák- mannsefni okkar um þessar mundir og hefur unnið margan glæstan sig- urinn við taflborðið þótt ungur sé. Sú saga gengur, meðal annarra, að Helgi hafi sigrað Eyjólf Bergþórsson (Olla), varaformann knattspyrnu- deildar Fram, í 17 hraðskákum í röð - og geri aðrir betur því Olli er mjög litríkur í þeirri andans lis enda fyrr- verandi meistaraflokksmaður. En þetta eru nú bara sögusagnir. að ræða við Borgþór Ólason, UMSB, en hann er mjög efnilegur kúlu- varpari. DV-mynd Hson Ólympíuleikar 17 ára og yngri: Tíu keppendur frá íslandi - Fer fram í Brussel 17.-21. júlí Valdir hafa veríð 10 unglingar til þátttöku á fyrstu ólympíuleikum sem haldnir hafa verið fyrir 17 ára og yngri og fara þeir fram í Brussel 17.-21. júlí. Þjálfari hópsins er íris Grönfeldt. Eftirtaldír 10 unglingar hafa verið valdir og fylgir með besti árangur þeirra. Vigdís Guðjónsdóttir, HSIÍ, spjót- kast: 43,54 metrar. Þorbjörg Jensdóttir, ÍR, 1500 m hlaup: 4.59.9 mín. G. Sunna Gestsdóttir, USAH, 200 metra hlaup: 25.91 sek. Anton Sigurðsson, ÍR, langstökk: 6,40 metrar. Hinn sprettharði Haukur Sigurðs- Bergþór Óiason, UMSB, kúlu- son, HSH, keppir i 100 metrunum varp: 14,18 metrar. í Brusset. DV-mynd Hson Hákon Sigurðsson, HSÞ, 800 metra hlaup: 2.05,56 mín. Róbert E. Jensson, HSK, hástökk: Haukur Sigurðsson, HSÞ, 100 1,90 metrar. metra hlaup: 11,45 sek. Ómar Kristinsson, UMSE, 400 HjaltiSigurjónsson, ÍR, 200metra metra hlaup: 52,04 sek. hlaup: 23,14 sek. -Hson íslandsmótið í 4. og 5. flokki: Kef lavík vann góðan sigur á ÍK B-lið Fram varð Reykjavíkurmeistari i knattspyrnu 1991. Það var erfitt að sjá hvort var í raun A- og B-lið hjá Fram því að þau voru svo jöfn að styrkleika. B-lið Fram er skipað eftirfarandi leikmönnum: Markverðir Atli Viðar Gunnarsson fyrirliði og Hjalti Axelsson. Varnarmenn Brynj- ar Halldórsson og Erlingur Þór Guðmundsson. Miðjumenn Guðmundur E. Stephensen, Hafsteinn Anton Ingason og Ásgrímur Albertsson. Senter spilar Kristinn Vilhjálmur Jóhannsson. Skiptimenn Pálmi Viðar Snorrason, Óðinn Gautason, Jón Arnór Stefánsson og Björgvin Hall- dór Björnsson. Þjálfari strákanna er Magnús Einarsson. DV-mynd Hson IK-IBK........................2-4 Mörk ÍK: Bæði lið spiluðu ágætan fótbolta. ÍK sköraði fyrsta mark leiksins þegar Þóroddur Eiríksson fékk stungusendingu inn fyrir vörn ÍBK og skoraði af miklu harðfylgi. Staðan var 1-1 í hálfleik. Hallgrímur Karlsson gerði seinna mark ÍK af stuttu færi eftir aukaspyrnu Ólafs Júlíussonar. Keflavíkurliðiö var sterkara og sigur þess, 2-4, sann- gjarn. 5. flokkur karla - B-riðill: Skúli R. Jóhannsson sendir okkur eftirfarandi pistil frá Sandgerði: Fyr- ir stuttu léku 5. flokkur Reynis, Sandgerði, gegn Þór frá Vestmanna- eyjum og var spilað í Sandgerði. - Leikurinn var frekar slakur því mik- ill hliðarvindur var á vellinum og þvi erfitt að spila góðan bolta. En úrslit urðu þau að Reynir sigraði, 2-1, sem eru nokkuð sanngjörn úrslit. Mörk Reynis gerðu þeir Ásmundur Jóns- son og Smári Guðmundsson. En mark Þórara gerði ísleifur. Bikarkeppni 3. flokks, SV, 8 liða úrslit: Dregið hefur verið í 8 liða úrslit bik- arkeppni 3. flokks. Eftirtalin hð eig- ast við: Týr, V.,-Víkingur: 1. júlí kl. 17.00. FH-Stjaman: 1. júlí kl. 18.00. ÍBK-ÍA: 1. júlí kl. 20.00. Haukar-KR: 29. júní kl. 17.00. -Hson

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.