Dagblaðið Vísir - DV - 28.06.1991, Blaðsíða 1

Dagblaðið Vísir - DV - 28.06.1991, Blaðsíða 1
light Nights Sýningar Ferðaleikhússins á Light Nights eru nú hafnar á ný. Sýningarnar eru haldnar í Tjarn- arbíói, bak við ráðhúsbygginguna, fimmtudaga til sunndaga kl. 21. Sami sýningartími er öll kvöldin og lýkur ílutningnum kl. 23. Light Nights sýningamar eru sérstaklega færðar upp til skemmt- unar og fróðleiks enskumælandi ferðamönnum. Efnið er allt ís- lenskt en flutt á ensku að undan- skildum þjóðlagatextum og kveðn- um lausavísum. Meðal efnis má nefna þjóðsögur af huldufólki, tröllum og draugum, gamlar gam- anfrásagnir og einnig er atriði úr Egilssögu sviösett. Þetta er tuttugasta og fyrsta sýn- ingarárið á Light Nights en 25 ár eru liðin frá stofnun Feröaleik- hússins sem starfar einnig undir nafninu The Summer Theatre. Light Nights sýningarnar eru sérstaklega færðar upp til skemmtunar og fróðleiks enskumælandi ferðamönnum. í Ölkjallaranum við Austurvöll stendur nú yfir sýning Guðmundar Helga Gústafssonar á vatnslita- og tússmyndum. Sýnd eru 23 verk, öll unnin á sl. fimm árum. Sýningunni lýkur 15. júli. ' : v : DV-mynd GVA Nordia91 í Laugardalshöll - stærsta frímerkjasýning á íslandi Stærsta frímerkjasýiúng, sem haldin hefur verið á íslandi, var opn- uð í Laugardalshöll í gær. Sýningin ber nafnið Nordia 91 en um 1000 sýn- ingarrammar verða í Laugardals- höll, auk þess sem bækur um frí- merkjasöfnun verða kynntar og söluaðilar bjóða varning tengdan frí- merkjum. Áætlað hefur veriö að heildarverð- mæti sýningargripa nemi 3 milljörð- um króna. Verðmætasti einstaki gripurinn er svokallað sambrotið bréf til landfógetans á Islandi. Þetta er þjónustubréf með þjónustufrí- merkjum sem aðeins opinberir aðilar máttu nota. Bréfið var sent frá skrif- stofu Strandasýslu áriö 1873 sem fylgibréf með sendingu á 283 ríkisdöl- um og 13 skildingum, sem var greiðsla í Jarðabókarsjóð. Verðmæti þess nú er áætlað 40 milljónir króna en það er í eigu íslenska ríkisins. Á sýningunni er einnig að finna verð- mætasta einkasafn íslenskra frí- merkja en þaö er í eigu Bandaríkja- mannsins Gene Scott. Safn hans er metið á 180 milljónir króna. Nordia-sýningin er haldin á Norð- urlöndunum til skiptis og hefur verið hér einu sinni áður, árið 1984. Að sýningunni hér standa Landssam- band íslenskra frímerkjasafnara í samvinnu við Póst og síma og lands- sambönd annars staðar á Norður- löndum. Nordia 91 er opin í dag til kl. 19 og um helgina frá kl. 10-18. Aðgangur er ókeypis. Fjórðungsmót á Gaddstaðaílötum Fjórðungsmót sunnlenskra hesta- manna stendur nú yflr á Gadd- staðaflötum við Hellu. Að mótinu standa 16 hestamannafélög frá svæð- inu í Hvalfirði að mörkum Austur- og Vestur-Skaftafellssýslu. Fjöldi hrossa er mættur til leiks að venju og má búast við að nálægt fimm hundruð verði á sýningum og í keppni. í gæðingakeppni eru um 130 hestar, 45 í kappreiðum og kynbóta- hross eru yfir 100. Keppendur í tölti eru 35 og í unglingaflokki eru skráð- ir keppendur um 60. Mótinu lýkur um kl. 17 á sunnudag með mótsshtum. - /• - DV-mynd GVA Menningarstofnun Bandaríkjanna: Guðjón Bjamason I dag kl. 17 opnar Guðjón Bjama- son myndhstarsýningu í nýlegum salarkynnum Menningarstofnunar Bandaríkjanna að Laugavegi 26 en aðalinngangur er frá Grettisgötu. Á sýningunni eru 36 málaðir gripir unnir með blandaðri tækni á ó- strekktan striga auk tylftar þrívíddarverka úr járni með arki- tektónísku inntaki. Guðjón hefur lokið meistaragráð- um í myndhst, skúlptúr og bygg- ingarhst frá School of Visual Arts og Columbia háskólanum í New York og er þetta áttunda einkasýn- ing hans en hstamaðurinn á að baki fjölmargar einka- og samsýn- ingar í Frakklandi, Bandaríkjun- um og á íslandi. í tilefni sýningarinnar verður gerð vegleg sýningarskrá og hefur Aðalsteinn Ingólfsson hstfræðing- ur ritað inngangsorð. Sýningin er opin daglega á opnunartíma Amer- íska bókasafnsins frá kl. 11.30-17.45 og stendur til 15. ágúst.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.