Dagblaðið Vísir - DV - 28.06.1991, Side 3

Dagblaðið Vísir - DV - 28.06.1991, Side 3
FÖSTUDAGUR 28. JÚNÍ 1991. Dans- staðir Ártún Vagnhöfða 11, sími 685090 Hljómsveit Jóns Sigurðssonar ásamt Hjördísi Geirsdóttur söng- konu leikur föstudags- og laugar- dagskvöld. Blúsbarinn Laugavegi 73 Lifandi tónlist öll kvöld. Casablanca Diskótek föstudags- og laugar- dagskvöld. Dans-barinn Grensásvegi 7, sími 688311 Dansleikur föstudags- og laugar- dagskvöld. Danshúsið Glæsibæ Álfheimum, s. 686220 Hljómsveitin Smellir ásamt Ragnari Bjarnasyni leikur á föstudagskvöld. Fjörðurinn Strandgötu, Hafnarfirði Gömlu brýnin skemmta föstudags- og laugardagskvöld. Furstinn Skipholti 37, sími 39570 Lifandi tónlist föstudags- og laug- ardagskvöld. Gikkurinn Ármúla 7, sími 681661 Dansleikur föstudags- og laugar- dagskvöld. L.A. Café Laugavegi 45, s. 626120 Diskótek föstudags- og laugar- dagskvöld. Hátt aldurstakmark. Sportklúbburinn Borgartúni 32, s. 29670 Opið fóstudags- og laugardags- kvöld á Stönginni. Aðgangur ókeypis. Hótel ísland Ármúla 9, sími 687111 Sýning á skemmtidagskránni „í hjartastað - Love Me Tender" í kvöld. Ball laugardagskvöld. Hótel Saga Ellý Vilhjálms, Ragnar Bjamason og hljómsveitin Smellir leika í Súlnasal á laugardagskvöld. Moulin Rouge Diskótek á föstudags- og laugar- dagskvöld. Naustkráin Vesturgötu 6-8 Opið um helgina. Nillabar Strandgötu, Hafnarfirði Klang og kompaný skemmta fostu- dags- og laugardagskvöld. Tveir vinir og annar í fríi í kvöld skemmtir Sálin hans Jóns míns og á laugardagskvöld hljóm- sveitin GCD með þá Bubba Morthens og Rúnar Júl. í fararbroddi. Ölkjallarinn Pósthússtræti 17 BB bandið leikur fóstudags- og laug- ardagskvöld. Trúbadorinn Einar Jónsson kemur fram á sunnudags- og mánudagskvöld. ÞURRKUBLÖBIN VERÐfl AB VERA ÚSKEMMB og þau þarf að hreinsa reglulega. Slitin þurrkuþlöð margfalda áhættu í umferðinni. ilæ IFERÐAR 1 19 Reyðarfjörður: Bryggjuhátíó Bryggjuhátíð verður haldin á Reyðarfirði í kvöld og á morgun. Hátíðin byrjar á dansleik, með lækkuðu aldurstakmarki, í kvöld kl. 20.30 og verður síðan fram hald- ið á laugardag kl. 14. Af skemmtikröftum sem fram koma má nefna Bellu, Eddu Björg- vinsdóttur (í eigin persónu), Gísla Rúnar, félaga í harmóníkufélagi Fljótsdalshéraðs, kvintett Guð- mundar Steingrímssonar og hljóm- sveitina Bleika flla. Árni Elvar listamaður verður á svæðinu og teiknar fyrir þá sem þess óska. Kaffihlaðborð verður í hinu margfræga Gistihúsi KHB auk þess sem grillað verður á svæðinu og seldar rjómavöfllur. Annað sem boðiö verður upp á til skemmtunar er tívolí, sæsleðar, sjóskíði, kara- mellurigning, sigling og sýning á torfærubílum svo eitthvað sé nefnt. Hljómsveitin Rokkbandið leikur á dansleiknum annað kvöld. Tjaldstæði með góðri aðstöðu er rétt við bæjarmörkin og sundlaug- in verður opin alla helgina. Að hátíðinni standa þijú félög á Reyð- arfirði, Ungmennafélagið Valur, Bella mætir galvösk á bryggjuhá- tíðina. Kvenfélagið og Lionsklúbbur Reyðarfjarðar. Hljómsveitin Glott. Púlsinn: Júpitershljómsveitin er þekkt fyrir fjörmikla framkomu á sviði. Sumarhátíð rás- ar 2 og Júpiters í kvöld gefst Reykvíkingum og nærsveitungum fágætt tækifæri til að hlusta á og upplifa Júpiters- hljómsveitina á tónleikum þegar óvenjuleg hátíð verður haldin á Hótel Borg. Rás 2 og Júpiter slá saman kröft- um sínum og halda sumarhátíö í anda þeirrar rómantísku endur- reisnar sem hljómsveitin hefur boðað og verða tónleikarnir sendir beint út. Júpitershljómsveitina skipa þrettán úrvals hljóðfæraleikarar og er sveitin þekkt fyrir fjörmikla framkomu á sviði auk óvenju f]öl- breytilegrar danstónlistar. Leikiö er á fjóra saxófóna, tvo trompeta, eina básúnu, orgel, klarínett, tvo gítara, bassa og trommur. Sumarhátíðin hefst kl. 22.30 og stendur fram eftir nóttu. Bein út- sending verður á rás 2 frá kl. 23 til 1. Hljómsveitin Þjófar spilar á Fimmunni í Hafnarstræti í kvöld og annað kvöld. Sveitin leikur kraftmikið rokk og ról og hefst leikurinn kl. 23.30 Deep Jimi and the Zepp Creams og Glott Stórrokkhljómsveitin Deep Jimi and the Zepp Creams leikur á Púls- inum í kvöld og annað kvöld. Sveit- in klæðist samkvæmt ríkjandi tísku þess tímabils er hún kennir sig við og tónlistin lifir sem klassík rokksins. Meðlimir eru Júlíus Freyr Guðmundsson, Baldur Þórir Guðmundsson, Þór Sigurðsson, Björn Árnason og Sigurður Ey- berg. Á sunnudag kemur fram á Púls- inum í fyrsta skipti ný hljómsveit sem ber nafnið Glott. Á efnisskrá hljómsveitarinnar eru milli 20 og 30 frumsamin lög eftir meðlimi sveitarinnar, auk þess eitthvað af eldra efni. Glott skipa eftirtaldir menn: Valgarður Guðjónsson, Stef- án Guðjónsson, Kristinn Stein- grímsson, Ellert Ellertsson og Karl Guðbjörnsson. Eitt laga Galíleó er væntanlegt á safnplötu næstu daga. Galíleó í Ýdölum Hljómsveitin Galíleó leikur í Ýd- ölum annað kvöld. Sveitina skipa Rafn Jónsson, trommur, Sævar Sverrisson, söngur, Baldvin Sig- urðsson, bassi, Órn Hjálmarsson, gítar, og Jósep Sigurðsson, hljóm- borð. Lag hljómsveitarinnar „Syngjum okkur hás“ hefur notið mikilla vin- sælda að undanfömu og nú er að koma nýtt lag frá sveitinni sem heitir „Það ert þú“ og er eftir Bubba Morthens og Sævar Sverrisson. Síðamefnda lagið kemur út næstu daga áBandalögum 4 og er viðbúið að gestir i Ýdölum heyri það lag í flutningi ásamt öðrum lögum Galíl- eós. Hljómsveitin GCD með þá Bubba Morthens og Rúnar Júlíusson í farar- broddi skemmtir á Tveim vinum á laugardagskvöld. í kvöld mun Sálin hans Jóns míns troða upp á sama stað. DV-mynd RaSi Hverfishátíð á Óðinstorgi Á morgun verður haldin hverfis- hátíð á Oðinstorgi fyrir íbúa í ná- grenni torgsins. Torginu verður lokað fyrir aUri umferð og komið fyrir litlu leiksviði, leiktækjum, stólum og borðum fyrir þá sem vilja tylla sér niður. Förðunar- meistarar munu farða fólk í öllum regnbqgans litum, blásarahljóm- sveit spilar fyrir dansi, félagar úr Mótettukórnum syngja nokkur létt lög og harmóníkuleikari sér um að halda uppi stemningunni og leiða skrúðgöngu um hverfið. Hátíðin hefst kl. 17 og stendur fram til kl. 23. Hljómsveitin Stjórnin heldur áfram för sinni um landið um helgina. i kvöld leikur sveitin að Hlöðum, Hvalfjarðarstönd, og er það í fyrsta skipti sem Stjórnin kemur þar fram. Á morgun leikur hljómsveitin í Miðgarði í Skagafirði.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.