Dagblaðið Vísir - DV


Dagblaðið Vísir - DV - 28.06.1991, Qupperneq 4

Dagblaðið Vísir - DV - 28.06.1991, Qupperneq 4
20 FÖSTUDAGUR 28. JÚNÍ 1991. FÖSTUDAGUR 28. JÚNÍ 1991. 21 Messur INNLAUSNARVERÐ VAXTAMIÐA VERÐTRYGGÐRA SPARISKÍRTEINA RÍKISSJÓÐS Í1.FL. B.1985 Hinn 10. júlí 1991 er þrettándi fasti gjalddagi vaxtamiða verðtryggðra spariskírteina ríkissjóðs með vaxtamiðum í 1. fl.B. 1985. Gegn framvísun vaxtamiða nr.13 verður frá og með 10. júlí n.k. greitt sem hér segir: Vaxtamiði með 5.000,- kr. skírteini = kr. 511,90 " " 10.000,-kr. " - kr. 1.023,80 " " 100.000,-kr. " = kr.10.238,00 Ofangreind fjárhæð er vextir af höfuðstól spariskírteinanna fyrir tímabilið 10. janúar 1991 til 10. júlí 1991 að viðbættum verðbótum sem fylgja hækkun sem orðið hefur á lánskjaravísitölu frá grunnvísitölu 1006 hinn 1. janúar 1985 til 3121 hinn 1. júlí 1991. Athygli skal vakin á því að innlausnarfjárhæð vaxtamiða breytist aldrei eftir gjalddaga. Innlausn vaxtamiða nr.13 ferfram gegn framvísun þeirra í afgreiðslu Seðlabanka íslands, Kalkofnsvegi 1, Reykjavík, og hefst hinn 10. júlí 1991. Reykjavík, 28. júní 1991. SEÐLABANKI ÍSLANDS Norræna húsið: Serena-kórinn Helgi sýnir á Mokka-kaffi Helgi Jónsson sýnir næstu tvær vikur litlar vatnslitamyndir á Mokka-kaífi. Þetta eru landslags- myndir frá ýmsum stöðum, málaðar eftir skissum gerðum á staðnum. Helgi hefur lengi fengist við mynd- list og síðasta áratuginn verið í Myndlistaskólanum í Reykjavík í ýmsum greinum. Gallerí List í Gallerí List, Skipholti 50b, stend- ur yfir sýning á verkum eftir nokkra hstamenn. Þar gefur að líta grafíkmálverk, keramik, postulín, glerverk og rakó- keramik. Sýningin stendur yfir í aht sumar og er opið virka daga frá kl. 10.30-18. Samsýning í Eden í Eden í Hveragerði stendur yfir Jakobína Kristjánsdóttir sýna lands- samsýning um þessar mundir. lagsmyndir víða af landinu. Listamennirnir Jón Jónsson og Sýningunni lýkur nk. mánudag. Gallerí Sigurþórs Víðimel 61 er opið alla daga frá kl. 13-18. Myndverk eftú' Sigurþór Jakobsson til sýnis og sölu. Gallerí II Skólavörðustig 4a, Ámi Páll og Joep Van Lieshout opna sýningu á skúlptúrum í dag kl. 18. Sýn- ingin verður opin alla daga ki. 14-18 og stendur hún til 14. júlí. Hafnarborg Strandgötu 34 Myndlistarsýning í Hafnarborg með þátt- töku ýmissa listamanna. Sýningarsalir eru opnir daglega kl. 14-19, lokað þriðju- daga. Sýningin stendur til 14. júlí. J. Hinriksson Maritime Museum Súðarvogi 4 Sjóminja- og vélsmiðjumunasafnið er opið frá kl. 13-17 þriðjudaga, miðviku- daga, fimmtudaga, fóstudaga og laugar- daga. Keramikhúsið, galieri v/Faxafen Sýning á leikaramyndum eftir Halldór Pétursson. Opið alla daga kl. 13-18 nema laugardaga kl. 13-17. Listasafn Einars Jónssonar Opið laugardaga og sunnudaga kl. 13.30-16. Höggmyndagarðurinn er opinn daglega kl. 11-17. Listinn, gallerí - innrömmun Síðumúla 32 Uppsetningar eftir þekkta íslenska mál- ara: olía, vatnshtir, pastel og grafík. Opiö virka daga kl. 9-18, laugardaga kl. 10-18 og sunnudaga kl. 14-18. Katel Laugavegi 20b (Klapparstígsmegin) Tii sölu eru verk eftir innlenda og er- lenda listamenn, málverk, grafík og leir- munir. Kjarvalsstaðir v/Miklatún Á morgun verður opnuð í austursal sýn- ing á verkum eftir Ragnar í Smára á veg- um Listasafns ASÍ. I vestursal stendur yfír sýning á vekum eftir Cristo sem er amerískur myndhöggvari. Sl. 30 ár hefur hann pakkað inn heilum byggingum og strengir tjöld margra kílómetra leið yfir dah og fjöll. Báðar sýningamar standa til 14. júh. Kjarvalsstaðir eru opnir dag- lega kl. 11-18 og er veitingabúðin opin á sama tíma. Listasafn ASÍ v/Grensásveg Á morgun kl. 15.30 verður opnuð sýning- in Ungir hstamenn - sýning í minningu Ragnars í Smára. Sýningin er á vegum Listasafns ASÍ og Sambands íslenskra myndlistarmanna. Á sýningunni verða verk eftir myndhstarmennina: Erlu Þór- arinsdóttur, Halldór Ásgeirsson, Hannes Lárusson, Kristinn G. Harðarson, Kristin E. Hrafnsson, Ólaf Svein Gíslason, Ráð- hildi Ingadóttur, Sólveigu Aðaisteins- dóttur, Steingrím E. Kristmundsson og Svövu Björnsdóttur. Sýningin er opin kl. U-18 og stendur hún th 14. júh. þess starfs. í skólanum eru auk Ser- ena, barnakór, drengjakór og kam- merkór. Allir kórsöngvarar stunda nám á einleikshljóðfæri eða í söng og margir spha með hljómsveit skól- ans. Kórinn hefur margsinnis unnið til verðlauna á alþjóðlegum sönghátíð- um og syngur oft í sjónvarpi og út- varpi. Serena-kórinn hefur sungið Kórinn leggur höfuðáherslu á finnska tónlist. Helga sýnir á Hótel Iind Helga Magnúsdóttir úr Reyk- holtsdal í Borgarfirði hefur opnað málverkasýningu á Hótel Lind, Rauðarárstíg 18. Helga útskrifaðist úr málaradeUd MHÍ 1989. Áður hafði hún stundað nám í teiknun og myndmótun í MyndUstaskóla Reykjavíkur. Helga er fædd 1948. Sýningin er opin á sama tíma og veit- ingasalurinn, frá kl. 11-23 aUa daga vikunnar og stendur fram í ágúst. Astand vega Ferðalög Dagsferðir Ferðafélagsins Laugardagur 29. júní kl. 08 Gönguferð á Heklu. Eklð að Skjólkvíum og gengið þaðan á hæsta tind Heklu. Gangan tekur 7-8 klst. Verð 2.000. Farar- stjóri: Jóhannes I. Jónsson. Sunnudagur 30. júní: 1) kl. 08 Þórsmörk. Stansaö um 4. klst. í Mörkinni. Paradís þeirra sem unna náttúrufegurð. Verð kr. 2.300. Ath: ferðir aha miðvikudaga th Þórsmerkur - dags- ferðir - sumarleyfisferðir - dvöl að ósk- um hvers og eins. Kannið tilboðsverð á sumardvöl í Þórsmörk. 2. Kl. 13 Gönguferð um gosbeltið 7. ferð - Kristjánsdalir - Þrihnúkar - Stromp- ar. Ath: 6 áfangar eftir að Skjaldbreið. Verið með. Verð kr. 1.100. 3) Kl. 13 Hellaskoðun i Stromphella (Bláfjallahella). Tilvalin fjölskylduferð. Hafið vasaljós með. Verð kr. 1.100. Brott- för í ferðirnar frá Umferðarmiðstöðinni, austanmegin. Fritt f. böm m. fullorðnuin. 4) Miðvikudaginn 4. júlí verður kvöld- sigling i Lundabyggð. Brottför frá Sundahöfn kl. 20. Verð kr. 700. Útivist um helgina Laugardagur 29. júní Þrihyrningur Þríhymingur er skemmtUegt íjaU að ganga á og mjög sérkennUegt í laginu. Gengið verður upp frá Vatnsdal og upp í Flosadal. Þá verður farið upp á vestur- hornið. Þá er hugmyndin að ganga einnig á miðhomið og geta gönguglaðir jafnvel skokkað upp á fleiri hom. Komið verður . niður með HamravallagUi og að eyðibýl- inu Reynifelh. Sunnudagur 30. júní kl. 10.30 Póstgangan, 13. áfangi Nú er póstgangan hálfnuð. I þessum áfanga verður gengið frá Stóra-Hrauni, um Stokkseyri og austur með strönd- inni. Síðan verður haldið upp Hólavelli og áfram gamla Ásaveginn fram hjá Am- arbæh, norðan gegnishólahverfí að Selja- timgu. Fylgdarmenn verða þeir PáU Lýðsson, LiUu-Sandvik, og Sigurður Guðmundsson, Súluholti. Pósthúsið á Stokkseyri verður opnað og göngukortin stimpluö þar. Kl. 13 verður boðið upp á styttri og auðveldari göngu sem hefst við Baugsstaðaijómabúið. Kl. 13 Skálafell - Núpafjall Létt fjaUganga. Gengið upp frá Hverahlíð á Skálafell og síðan yfir á Núpafell. Frá SkálafelU er mjög gott útsýni. kl. 13 Hjólreiðadagur Útivistar Lagt verður af stað frá Árbæjarsafni og hjólaður góður hringur um Heiðmörk. Áð verður á vigsluflöt, griUaðar pylsur og farið í leiki. Ath: gamla götuhjóhð dugar í þessa ferð. Sýningar Tónleikar í Þingeyrakirkju Sumarhátíð að Þingeyrum stendur nú sem hæst. Reykjavíkurkvartett- inn hefur dvalið undanfarna daga að Þingeyrum og leikið fyrir ferðamenn og gesti bæði fyrir og eftir hádegi. Um helgina eru fyrirhugaðir tvennir tónleikar. Þeir fyrri verða í kvöld kl. 21 og hinir síðari á sunnu- daginn kl. 15. Munu þeir standa í u.þ.b. klukkustund. Sumarhátíð að Þingeyrum stendur til 2. júlí og leik- ur kvartettinn í kirkjunni daglega frá kl. 10-12 og 14-16. Ferðamönnum gefst nú einstakt tækifæri til að skoða þessa undur- fögru steinkirkju og njóta tónlistar um leið. Þingeyrar eru í 6 km fjar- lægð frá hringveginum. Norræna húsið: AHO - kvartettinn AHO-kvartettinn frá Finnlandi heldur tónleika í Norræna húsinu á morgun kl. 17. Hljóðfæraleikarar eru nemar í Vástra Helsingfors Musikinstitut og eru fæddir á árunum 1977-79. Þeir hafa undanfarin tvö ár verið undir handleiðslu Riitta Poutanen sem kemur með þeim hingað til lands. Kvartettinn hefur leikið fyrir svæðisútvarpið í Helsingfors, leikið á tónleikum skólans og einnig komið fram í Síbelíusarakademíunni og frumflutt þar m.a. Quartetto Piccole eftir Kalevi Aho. Á efnisskrá þeirra í Norræna hús- inu er Strengjakvartett í G-dúr KV 80 eftir Mozart, Strengjakvartett nr. 1 (saminn 1952) eftir Einojuhani Rautavaara og Strengjakvartett í g- moll Op. posth. D173 eftir Schubert. Ragnar í Smára Á morgun kl. 14 verður opnuð að Kjarvalsstöðum sýningin Ragnar í Smára - myndir úr gjöf Ragnars til ASÍ. Við opnunina frumflytur Örn Magnússon verkið Kveðja eftir Mist Þorkelsdóttur. Sýningin er opin frá kl. 11-18 og stendur til 14. júlí. Á Kjarvalsstöðum verður einnig sýn- ing á bókum frá útgáfuferji Ragnars, sem Vaka-Helgafell sér um, svo og tónlistarskrá og annað efni frá Tón- listarfélaginu. Sama dag kl. 15.30 verður opnuð í Listasafni ASÍ sýningin Ungir lista- menn - sýning í minningu Ragnars í Smára. Sýningin er á vegum Lista- safns ASÍ og Sambands íslenskra myndlistarmanna og þar verða verk eftir eftirtalda listamenn: Erlu Þór- arinsdóttur, Halldór Ásgeirsson, Hannes Lárusson, Kristin G. Harðar- son, Kristin E. Hrafnsson, Ólaf Svein Gíslason, Ráðhildi Ingadóttur, Sól- veigu Aðalsteinsdóttur, Steingrím E. Kristmundsson og Svövu Björnsdótt- ur. Reykjavik Höfn Innan svörtu línanna eru veglr sem eru lokaðlr allri umferð þar til annað verður auglýst Árbæjarkirkja: Guðsþjónusta kl. 11. | Organisti Jón Mýrdal. Sr. Guðmundur Þorsteinsson. Áskirkja: Guðsþjónusta kl. 11. Sr. Sig- urður Pálsson messar. Árni Bergur Sig- urbjömsson. Breiðholtskirkja: Engin guðsþjónusta verður í Breiðholtskirkju vegna sumar- leyfis sóknarprests en vísað er á guðs- þjónustu í Seíjakirkju kl. 20.30. Bústaðakirkja: Guðsþjónusta kl. 11. Organisti Guðni Þ. Guðmundsson. Sr. Pálmi Matthíasson. Dómkirkjan. Messa kl. 11. Dómkórinn syngur. Organisti Marteinn H. Friðriks- son. Sr. Hjalti Guðmundsson. Elliheimilið Grund: Guðsþjónusta kl. 14. Sr. Sigurður Guömundsson. Eyrabakkakirkja: Messa kl. 14. Fclla- og Hólakirkja: Sunnudagur: Kvöldguðsþjónusta kl. 20.30. Prestur sr. Hreinn Hjartarson. Mánudagur: Fyrir- bænir í kirkjunni kl. 18. Fimmtudagur: Helgisttmd í Gerðubergi kl. 10 í umsjón Ragnhildar Hjaltadóttur. Frikirkjan i Reykjavik: Guðsþjónusta kl. 14. Miðvikudagur 3. júlí kl. 7.30. Morg- unandakt, orgelleikari Violeta Smid. Kirkjan er opin í hádeginu virka daga. Cecil Haraldsson. Grensáskirkja: Messa kl. 11. Organisti Ámi Arinbjamarson. Prestur sr. Halldór S. Gröndal. Hallgrimskirkja: Messa kl. 11. Sr. Ragn- ar Fjalar Lámsson. Þriðjudagur. Fyrir- bænaguðsþjónusta kl. 10.30. Beðið fyrir sjúkum. Háteigskirkja: Messa kl. 11. Sr. Tómas Sveinsson. Kvöldbænir og fyrirbænir em í kirkjunni á miðvikudögum kl. 18. Hjallaprestakall: Sameiginleg guðsþjón- usta Kársnes- og Hjallasókna kl. 11 í Kópavogskirkju. Sóknamefndin. Keflavíkurkirkja: Guðsþjónusta kl. 20.30 á sunnudagskvöld. Athugið breyttan messutíma. Kór Keflavíkurkirkju syng- ur. Organisti Einar Örn Einarsson. Sókn- arprestur. Kópavogskirkja: Guðsþjónusta kl. 11. Organisti Guðmundur GUsson. Ægir Fr. Sigurgeirsson. Landspítalinn: Messa kl. 10. Sr. Ragnar Fjalar Lámsson. Langholtskirkja: Kirkja Guðbrands biskups. Messa kl. 11. Sr. Sigurður Hauk- ur Guðjónsson kveður söfnuðinn. Kór Langholtskirkju fmmflytur „Messe Basse“ eftir Gabriel Fauré í útsetningu Anders ÖrwaU. Ólöf Kolbrún Harðar- dóttir óperusöngkona og Láms Sveins- son trompetleikari flytja verk eftir Hánd- el. Kórstjóri og organisti er Jón Stefáns- son. Ritningarlestra flytja sóknamefnd- armennimir Ragnheiður Finnsdóttir og Ólafur Örn Amarson. Altarisganga. Að messu lokinni verður í boði safnaðarins sameinast að léttri máltíð í safnaðar- heimilinu. Allir kirkjugestir hjartanlega velkomnir. Laugarneskirkja: Guðsþjónusta kl. 11. Sr. Bjami Karlsson. Heitt á könnunni eftir guðsþjónustuna. Fimmtudagur. Kyrrðarstund kl. 12. OrgeUeikur, altaris- ganga, fyrirbænir. Neskirkja: Guðsþjónusta kl. 11. Jón Páls- son guðfræðinemi prédikar. Athugið að kirkjubílhnn fer um sóknina hálftíma fyrir guðsþjónustuna. Sr. Frank M. HaU- dórsson. Miðvikudagur. Bænamessa kl. 18.20. Sr. Frank M. HaUdórsson. Seljakirkja: Guðsþjónusta kl. 20.30. Org- anisti Kjartan Siguijónsson. Molasopi aö lokinni guðsþjónustu. Sóknarprestur. Seltjarnarneskirkja: Messa kl. 11. Org- anisti Gyða HaÚdórsdóttir. Prestur sr. Solveig Lára Guömundsdóttir. Þingvallakirkja: Guðsþjónusta á sunnu- dag kl. 14. Organleikari Einar Sigurðs- son. Sóknarprestur. Tilkyimingar Laugardagsganga Hana nú Vikuleg laugardagsganga Hana nú verð- ur á morgun. Lagt verður af stað frá Fannborg 4 kl. 10. Mæting upp úr hálftiu í Fannborg 4 til að rabba og drekka nýlag- að molakaffi. Samvera, súrefni og hreyf- ing er kjörorð göngunnar. Grænlensk og samísk tónlist kynnt í Norræna húsinu Góðir gestir frá Grænlandi og Samalandi em staddir hér á landi í tilefni af þingi Norræna tónmenntakennarasambands- ins, sem haldið er á Laugarvatni þessa dagana. Mánudagskvöldið 1. júlí kl. 20.30 verður dagskrá í Norræna húsinu þar sem fólki gefst kostur á að fræðast um tónlistarhefð Grænlendinga og Sama sem segja má að sé allfrábmgðin tónment annarra þjóða. Pauline M. Lumholdt seg- ir frá trommudansi og trommusöng og Anda Kooitsi dansar trommudans og syngur. Samamir Ola Graff, Ánte Mikkel Gaup og Johan Anders Gaup kynna ljóðasöng Sama, jojkið. Ola Graff frá Noregi fjallar um jojkið, samband þess og náttúmnnar. Ánte Mikkel Gaup er frá Kautokeino og er kennari aö mennt. Hann heldur gjarnan fyrirlestra og kynn- ir jojk. Frændi hans, Johan A. Gaup, er hreindýrabóndi og er einnig frá Kauto- keino. Dagskáin er öllum opin og aðgang- ur er ókeypis. Tónleikar Rúnar Þór og hljómsveit spila á Ránni I Keflavík um helgina. Gísli Hafsteinn sýnir hjá GKS í sýningarsal GKS hf. að Hesthálsi 2-4 sýnir Gísli Hafsteinn olíumálverk. Sýn- ingin er opin frá kl. 9-18 virka daga. Hún stendur tÚ 15. ágúst. Art-Hún Stangarhyl 7 Art-Hún-hópurinn sýnir skúlptúrverk, grafík og myndir, unnar í kol, pastel og olíu, í sýningarsal sínum að Stangarhyl 7. Opið virka daga kl. 12-18. Aðrir tímar eftir samkomulagi. Ásgrímssafn Bergstaðastræti 74 í safni Ásgríms Jónssonar em nú sýnd 26 verk. Mörg verkanna, sem bæði em unnin í olíu og meö vatnslitum, em frá árunum 1905-1930 og era þau einkum frá Suðurlandi. Ásmundarsafn Sigtúni Þar stendur yfir sýning sem ber yfir- skriftina Bókmenntirnar í list Ásmundar Sveinssonar. Jafnframt hefur verið tekin í notkun ný viðbygging við Ásmundar- safn. Safnið er opið frá kl. 10-16 alla daga. FÍM-salurinn v/Garðastræti Sumampphenging til 21. júh. Opið dag- lega kl. 14-18. Gallerí Borg Pósthússtræti 9 Opið virka daga kl. 10-18 og um helgar kl. 14-18. Gallerí List Skipholti Þar stendur yfir sýning á verkum eftir nokkra Ustamenn. Þar gefur að Uta graf- íkmálverk, keramik, postulín, glerverk og rakúkeramik. Sýningin stendur yfir í aUt sumar og er opið virka daga kl. 10.30-18. Gallerí 8 Austurstræti 8 Þar stendur yfir sýning á miklu úrvafi Ustaverka eftir um 60 listamenn: mynd- list, leirUst, gler, grafík, skartgripir og fleira. Ný listaverk í hverri viku, einnig verk eldri málara. Opið frá kl. 10-18 aUa daga nema mánudaga kl. 14-18. Gallerí Kot Borgarkringlunni Leifur Breiðfiörð sýnir steinda glugga, oUumálverk og pastelmyndir. Sýningin er opin á almennum afgreiðslutíma Borg- arkringlunnar. Serena-kórinn heldur tónleika í Norræna húsinu í kvöld kl. 19.30. Kórinn er einn kóra tónlistarskólans i Esbo í Finnlandi. Söngfélagar í Ser- ena-kómum eru 24, allt ungt fólk. Stjómandi kórsins, Kjerstin Ekström, tók þátt í stofnun skólans áriö 1974 og varö skólastjóri strax ári síðar. Hún hóf þegar aö starfa meö kórum og Serena er m.a. afrakstur Hjólreiðadagur Útivistar er á sunnudaginn. Lagt verður af stað frá Árbæjar- safni kl. 13 og hjólaður góður hringur um Heiðmörk. Áð verður á Vigslu- flöt og pylsur grillaðar og farið i leiki. Á sunnudag verður opnuð sýning á verkum Jóhannesar Kjarvals á Borgar- firði eystra. Á sýningunni eru 15 oliumálverk og 10 teikningar eftir meistar- ann. Sýningin stendur til 2. ágúst en við opnunina syngur Elin Ósk Óskars- dóttir við undirleik Kjartans Ólafssonar. Vega- og brúargerð — Kortið gildir til 11. júlí — Píanótónleikar i Norræna húsinu Sunnudaginn 30. júní kl. 17 heldur sænski píanóleikarinn Hans-Göran Elf- ving tónleika í fundarsal Norræna húss- ins. Á efnisskránni em verk eftir Atla Heimi Sveinsson (Gloria), Hjálmar H. Ragnarsson (Five Preludes f. píanó) sænsku tónskáldin Wilhelm Stenhamm- ar og Sven-Eric Johanson og norska tón- skáldið Edvard Hagemp BuU. Hans- Göran Elfving hefur haldið einleikstón- leika óg leikið með hljómsveitum og kammersveitum í heimalandi sínu og víðar á Norðurlöndum og hefur hann þá oft leikið verk eftir íslensk tónskáld. Einnig hefur hann haldið tónleika í Þýskalandi. Hans-Göran Elfving er staddur hér á landi og situr þing Norr- æna tónmenntakennarasambandsins sem haldið er á Laugarvatni um þessar mundir. Aögangur að tónleikunum er ókeypis. Kuran Swing á Berlín Nk. mánudagskvöld, 1. júU, mun Kuran- Swing-flokkurinn halda tónleika á veit- ingastaðnum Berlín í Austurstræti og hefiast tónleikamir kl. 22. Kuran-Swing, sem skipaður er þeim Szymoni Kuran á fiðlu, Ólafi Þórðarsyni, Bimi Thoroddsen og Magnúsi Einarssyni á gitara og Þórði Högnasyni á kontrabassa, var stofnaður 1989. Flokkurinn hefur leikið víða á þessu tímabiU og nú síðast á jasshátíðinni á Egilsstöðum. Szymoni Kuran. Rúnar Þór á Ránni Það verða Rúnar Þór og hljómsveit sem skemmta gestum Ráarinnar í Keflavík um helgina. Þeir félagar spila fóstudags- kvöldið 28. júní og laugardagskvöldið 29. júni. Rúnar Þór spilar lög af útkomnum plöt- um sínum og þess á milh allt það sem fólk viU. Tónlist Rúnars spannar mikinn hluta tónhstarstigans og þeir sem til þekkja vita að hún nær allt frá gráklökk- um baUööum upp í harðasta rokk. Meö Rúnari Þór spUa Jón Ólafsson á bassa og Jónas Bjömsson á trommur. inn á íjórar hljómplötur og nú liggur fyrir að taka þátt í tónlistarhátíðum í New York, Tapei og Jerúsalem. Kórinn leggur höfuðáherslu á að syngja finnska tónhst meðan hann dvelur hér og í Norræna húsinu í kvöld verður hæfileg blanda af þekktum þjóðlögum og samtímatón- list. Einsöngvarar og einleikarar á flautu koma fram með kórnum. O Tímabundnar tafir □ Slitlagslögn A Nýbygging vega x Lokaöurvegur 4

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.