Dagblaðið Vísir - DV - 28.06.1991, Page 6

Dagblaðið Vísir - DV - 28.06.1991, Page 6
22 FÖSTUDÁGÚR 28.'JÚNÍ 1991. Háskólabíó: Lömbin þagna Richard Grieco og Linda Hunt standa hér í stórræðum í Ungi njósnarinn. Forsýning í Bíóborginni: Ungi njósnarinn Lömbin þagna (Silence of the Lamb) hefur fengið geysigóðar við- tökur í Bandaríkjunum að undanf- örnu og hafa gagnrýnendur yflr- leitt verið á einu máli um aö betri spennumynd hafi ekki verið gerð lengi. Fjallar myndin um lögreglu- konu sem leitar að fjöldamorðingja sem kallaður er Buffalo Bill. Til að kynna sér hugarfar fjöldamorð- ingja heimsækir hún þann fræg- asta af þeim öllum, Hannibal Lect- er, í fangelsi þar sem hann er í ein- angrun, enda talinn geðveikur. Hún fær aövörun um að vera ekki að reyna að kynnast honum náið, sú síðasta sem það gerði, hjúkrun- arkona, þurfti að fara i meiriháttar andlitsaðgerð eftir að Lecter hafði meðhöndlað hana. Það er Anthony Hopkins sem leikur Hannibal Lecter og Jodie Foster lögreglukonuna. Hafa þau bæði fengið mikið hrós fyrir leik sinn, sérstaklega þó Ánthony Hopkins sem þegar hefur verið orð- aður við óskarsverðlaunin á næsta ári. Þykir hann ná að túlka þennan fiöldamorðingja á magnaðan hátt og gerir hann að einhverri eftir- minnilegustu og óhugnanlegustu persónu sem lengi hefur sést í kvik- mynd. Anthony Hopkins er meðal virtust leikara Breta í dag. Á hann að baki fiölbreyttan feril, tæði á sviði og í kvikmyndum. Leikstjóri að Silence of the Lamb er Jonathan Demme, einhver at- hyglisveröasti leikstjóri sem nú starfar í Hollywood. Áf fyrri mynd- um hans má nefna Melvin and Howard, Something Wild og Marri- ed to the Mob. -HK I næstu viku mun verða tekin til sýningar í Bíóborginni og Bíóhöll- inni Ungi njósnarinn (Teen Agent) sem notið hefur mikilla vinsælda í Evrópu að undanfómu. í myndinni segir frá Michel nokkrum Corben og skólasystkinum hans sem halda til Frakklands í sumarskóla. Á sama tíma gerast váleg tíðindi í Evrópu þar sem fiármálaráðherr- ar helstu landa falla fyrir hendi morðingja. Bandarískar og breskar njósnastofnanir taka saman hönd- um og verður úr að einn starfs- manna þeirra fyrmefndu er sendur til að upplýsa málið en fyrir mis- skilning er Michael Corben álitinn vera útsendari CLA. Og þrátt fyrir mótmæli hans er hann útbúinn alls konar tækjum. Þó hann sé frekar illa undirbúinn kemur í ljós að hann er úrræðagóður svo að um munar... Aðalhlutverkin í Ungi njósnarinn leika Richard Grieco, Fiona Reed, Roger Rees, Linda Hunt og Roger Daltrey. Leikstjóri er William Dear. í kvöld er forsýning á myndinni í Bíóborginni. Clarice Starling (Jodie Foster) ræðir hér við fjöldamorðingjann Hannib- al Lecter (Anthony Hopkins). Bíóhöllin: Með lögguna á hælunum Aðalpersónan í Með lögguna á hælunum (Rainbow Drive) er yfir- maður morðdeildarinnar hjá lög- reglunni í Hollywood, Mike Gallag- her. Hann er á röngum stað á röng- um tíma dag einn þegar hann verð- ur vitni að fiöldamorðum. Hann er staddur í svefnherberginu hjá kær- ustu sinni, sem er gift kona, þegar hann sér út um gluggann hvar fimm menn eru drepnir. Það sem kemur honum mest á óvart er að næstum samstundis kemur á vett- vang lögregluþyrla og menn í henni hreinsa til eftir verknaðinn. Þegar hann kemur svo í vinnuna stendur á skýrslu að aðeins fiórir hafi verið drepnir en hann sá greinilega að þeir voru fimm. Mike hefur einkarannsókn á þessu máli sem leiðir til þess að hann lendir upp á kant við yfir- menn sína og þarf fljótlega að fara huldu höfði til að reyna að komast að sannleikanum í málinu. Peter Weller, sem sjáifsagt er þekktastur fyrir að leika Robocop, leikur Gal- lagher og Sela Ward leikur sálfræö- ing sem starfar hjá lögreglunni sem Gallagher gerir að trúnaðarmanni sínum. Leikstjórinn, Bobby Roth, er barnfæddur Los Angeles-búi sem setti alltaf stefnuna á kvikmynda- iðnaðinn. Þegar hann hafði lokið námi byrjaði hann strax að gera stuttar heimildarmyndir og leik- stýrði þáttum í sjónvarpi. Fyrsta kvikmynd hans var Heartbreakers sem hann bæði skrifaöi handrit að og leikstýrði. Það var árið 1984 og þrátt fyrir góðar viðtökur lá leið hans aftur í sjónvarpið. Hann fór því til Evrópu þar sem hann leik- stýröi The Man inside sem byggð er á þekktu hneykslismáli í þýska blaðaheiminum. Rainbow Drive er þriðja kvikmynd hans. -HK Peter Weller leikur lögreglumann sem rannsakar dularfullt morðmál. BÍÓBORGIN Valdatafl Grípandi glæpónasaga með undra- verðu handriti og persónum. Enn eitt meistaraverkiö frá Coen- bræðrum. -GE Hrói höttur ★★ Ágætis hasarmynd á léttari nótun- um. Gerir lítið úr hetj uímynd Hróa, enda Bergin frekar daufur. -GE Eymd ★★★ Vel heppnuð. spennumynd eftir eínni af skástu sögum Stephens King. Kathy Bates sýnir hörkuleik. Dúndurafþreying, -PÁ BÍÓHÖLLIN Útrýmandinn ★ 'h Næfurþunnur B-myndasöguþráð- ur með einfaldri sálarflækju. Ekki næg spenna til uppfyliingar, -GE Með tvo i takinu ★★ Létt gamanmynd sem er haldið uppi af mjög góöum leikhópi. Kirstie Alley heldur sig við leik á barmi taugaáfalls. -GE Sofið hjá óvininum ★+★ Einstaklega stílhrein útfærsla á einfaldri en kröftugri sögu. Júlía er sæt sem endranær. -GE Aleinn heima *+'/a Gamanmynd um ráðagóðan strák sem kann svo sannarlega að taka á móti innbrotsþjófum. Mjög fynd- in í bestu atriðunum. MacCaulay Culkin er stjama fl-amtíðarinnar. -HK HÁSKÓLABÍÓ Hafineyjarnar ★★ Þijár spes mæðgur og uppátæki þeirra á sjöunda áratugnura vekja oft kátínu. Litla stelpan leikur Cher og Winonu í kaf. -GE Ástargildran ★★ Erótísk eöa ekki erótísk, það er spuraingin. í slöku meðallagi. -PÁ Eldfuglar ★ Vængstýfður óður til herþyrlu. Bara fyrir höröustu hernaðará- hugamenn. -GE Tveir góðir k'h Því miður stenst myndin engan vegin samanburð við fyrirrennar- ann, Chinatown. Góður leikur bjargar ruglingslegu handriti. HK Danielle frænka ★★ Sérstæð gamanmynd um fúllynt gamalmenni. Ágæt skemmtun. -PÁ Bittu mig, elskaðu mig ★★★ Afdráttarlaus, meinfyndin kóme- dfa. Helst betur á húmornum en alvörunni á bak við húmorinn. -GE LAUGARÁSBÍÓ Hans hátign ★'/ John Goodman leikur erfingja bresku krúnunnar þegar öll kon- imgsfiölskyldan ferst á einu bretti. Goodraan nær ekki að bera uppi myndina sem er frekar ófyndin. -PÁ Hvita höllin ★★ 'í SkemmtUeg mynd um ást og stétta- skiptingu. Spader og Sarandonfara á kostum þótt handritiö bregðist í Iokin. -PÁ REGNBOGINN Glæpakonungurinn -kk'h Nöturleg mynd af undirheimum New York. Walken í Ekki fyrir viðkvæma. banastuði. -PÁ Stál í stál ★ !4 Eftir hressilega byrjun siglir í rugl- inslega atburðarás sem er yfir- gengilega ósennUeg. -HK Cyrano de Bergerac ★★★ Gerard Depardieu er eins og hvirf- ilbylur í aðalhlutverkinu. Magnað- ur leikur í glæsilegri stórmynd. -PÁ Dansar við úlfa ★★★ Löng og faUeg kvikmynd um nátt- úruvernd og útrýmingu indíána. GlæsUeg frumraun Kevins Costn- er. -PÁ STJÖRNUBÍÓ Saga úr stórborg *★ 'h Steve Martin sýnir sínar bestu hliðar sem leikari og handritshöf- undur í skoplegri ádeilu á þotuUðiö i Los Angeles. -HK Avalon ★★★',/ SkemmtUeg ættarsaga og frábær ádeUa á upplausn stórfiölskyld- unnar í draumalandinu. -GE The Doors ★★* OUver Stone er sifiaU kvikmynda- gerðarmaður. Honum tekst að gera sannfærandi mynd um ævi popp- goðsins Jims Morrison sem brann út á örfáum árum. Val KUraer hjálpar tíl með góðum leik. -HK Pottonnarnir ★ 'h Hroðvirknislegt framhald þar sem söguþráöur er nánast enginn og frumieikínn horfinn. Bömin eru einu leikararnir sem standa fyrir sinu. -HK

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.