Dagblaðið Vísir - DV


Dagblaðið Vísir - DV - 28.06.1991, Qupperneq 7

Dagblaðið Vísir - DV - 28.06.1991, Qupperneq 7
FÖSTUDAGUR 28. JÚNÍ 1991. 23 Knattspyrna og hestar í sviðsljósinu Víkingur tekur á móti íslandsmeisturum Fram í Stjörnugróf á sunnudagskvöldið klukkan 20 en Breiðablik leikur gegn ÍBV í Eyjum á mánudagskvöldið. Á myndinni spyrnir Júgóslavinn Bosnjak knettinum en Ingvald- ur Blikamaður er til varnar i leik liðanna í 5. umferð ísiandsmótsins. DV-mynd Brynjar Gauti Heil umferð verður í 2. deild íslandsmótsins í knattspyrnu í kvöld. Efsta lið deildarinnar, Skagamenn, leikur þá á heimavelli gegn Fylki. Haukar úr Hafnarílrði leika gegn ÍR á Hvaleyrarholts- velh, Þór og Selfoss leika á Akur- eyri, Keflvíkingar og Grindvíking- ar eigast við í Keflavík og Þróttur og Tindastóll leika á Þróttarvelli. Allir þessir leikir hefjast klukkan 20. Einn leikur verður í 3. deild í kvöld. Magni og KS leika á Greni- vík klukkan 20. í 4. deild verða tveir leikir. Grótta og Hafnir leika á Sel- tjarnamesi og SM og UMSB E leika á' Melum í Hörgárdal. í 2. deild kvenna leika Stokkseyri og Aftur- elding. 750keppendurá Shellmóti í Eyjum Um 750 ungir knattspymudreng- ir eru nú samankomnir í Vest- mannaeyjum á Shell-mótinu í knattspymu. Mótið var sett á mið- vikudagskvöldið en því lýkur á sunnudagskvöldið. Þetta er í átt- unda skiptið sem þetta mót er hald- ið en alls verða leikir á mótinu 232 talsins. Mótið hefur allt fram á þennan dag borið nafnið Tomma- mótið en í.ár var skipt um styrkta- raðila og heitir mótið nú Shellmót Týs. Fjórir leikir eru á dagskrá í 2. deild kvenna í knattspyrnu á laug- ardag. ÍBK og Reynir S. leika í Keflavík kl. 17, Haukar og Stjarnan leika í Hafnarfiröi kl. 14, Súlan og Austri leika á Staðarborgarvelli kl. 16 og Einherji og Valur R. leika á Vopnafirði kl. 16. Fjórir leikir í 3.deild karla í 3. deild karla verða fjórir leikir á laugardag. Dalvík og Þróttur Nes. leika á Dalvík, Reynir Á. og ÍK leika á Árskógsströnd, Leiftur og BÍ leika á Olafsfirði og í Borgarnesi leika Skallagrímur og Völsungur. Allir leikirnir hefjast klukkan 14. 13 leikir í 4. deild karla Eftirtaldir leikir verða í 4. deiid á morgun, laugardag. Njarðvík- Reynir S., Ægir-Bolungarvík, TBR-Leiknir R., Víkingur Ól- Ármann, Afturelding-Víkverji, Geislinn-Stokkseyri, Fjölnir-Létt- ir, Árvakur-Snæfell, Kormákur- Þrymur, Neisti-Hvöt, Sindri- Leiknir F., Einheiji-Valur R., Hött- ur-Huginn, KSH-Austri E. Allir leikirnir hefjast klukkan 14. 7. umferðí 1. deild hefst á sunnudag 7. umferð í 1. deild íslandsmótsins í knattspyrnu hefst á sunnudaginn. FH-ingar og KA leika á Kaplakrika- velli klukkan 16. Þessi leikur er afar mikilvægur fyrir bæði liðin. Um kvöldið klukkan 20 verða tveir leikir. Víöir og Valur leika í Garð- inum og Víkingur og Fram leika í Stjörnugróf. Fjórðungsmót sunnlenskra hestamanna á Hellu Fjórðungsmót sunn- lenskra hestamanna hófst á Hellu á miðviku- daginn en því lýkur sí- degis á sunnudeginum. í dag, fóstu- dag, verða dæmdir stóðhestar, 4, 5 og 6 vetra, gæðingar unglinga og A-flokks gæðingar. Auk þess verða sýndar hryssur og stóðhestar með afkvæmum og undanrásir kapp- reiða verða haldnar. Á laugardeginum hefst dagskrá kl. 9. Kynbótahross verða kynnt, úrslit í kappreiðum fara fram og um kvöldið verður kvöldvaka og kynnt verða ræktunarbú. Á sunnu- deginum lýkur mótinu. Klukkan 10 verður hópreið, helgistund og ávörp en klukkan 12.30 hefjast úr- slit í B-flokki gæðinga. Síðan koma úrsht í barnaflokki, verðlaunaaf- hending kynbótahrossa, úrslit í unglingaflokki og að lokum úrslit í A-flokki. -JKS Sýningar Mokkakaffi, v/Skólavörðustíg, Helgi Jónsson sýnir næstu tvær vikur litlar vatnslitamyndir. Þetta eru lands- lagsmyndir frá ýmsum stöðum, málaðar eftir skissum gerðum á staðnum. Helgi hefur lengi fengist við myndlist og síð- asta áratuginn verið í Myndlistarskólan- um í Reykjavík í ýmsum greinum. Listasafn Háskóla íslands í Odda Þar er nú á öllum hæðum sýning á nýjum verkum í eigu safnsins. Opið er daglega kl. 14-18. Aðgangur að safninu er ókeypis. Listasafn íslands Fríkirkjuvegi 7 Um þessar mundir stendur yfir sýning á verkum í eigu safnsins. í sölum 1, 2 og 4 eru sýnd verk eftir íslenska listamenn og í sal 3 eru sýnd grafíkverk. Listasafn- ið er opið alla daga nema mánudaga kl. 12-18 og er aðgangur ókeypis. Veitinga- stofa safnsins er opin á sama tíma. Listasafn Sigurjóns Ólafssonar Laugarnestanga 70 í Listasafni Sigmjóns í Laugamesi er nú til sýnis úrval af andlitsmyndum Sigur- jóns frá tíipabilinu 1927-1980. Safnið er opið laugardaga og sunnudaga kl. 14-17 og þriðjudaga kl. 20-22. Kaffistofa safns- ins er opin á sama tíma. Norræna húsið v/Hringbraut Á morgun kl. 15 verður sýning á afstrakt- verkum eftir Þorvald Skúlason opnuð í sýningarsölum. Listaverkin em öll í eigu Háskóla íslands og hefur það góðfúslega lánað þessi verk á sýninguna. Verkin em máluð á árunum 1950-1981. Sýningin verður opin daglega kl. 13-19 og stendur til 25. ágúst. Aðgangur er ókeypis. í and- dyri hússins er sýning á útskriftarverk- efnum gullsmiðanema við Lahti Design Institute í Finnlandi. Á sýningurmi em mundir unnir í gull og silfur. Sýningin er opin daglega kl. 9-19 nema sunnudaga kl. 12-19 og lýkur henni 12. júlí. Sjóminjasafn Islands Vesturgötu 8 Hafnarfirði, sími 52502 Opið laugardaga og sunnudaga kl. 14-18. Stofnun Árna Magnússonar, Árnagarði, Suðurgötu Handritasýning í Stofnun Áma Magnús- sonar er opin í Amagarði alla daga í sum- ar fram til 1. september kl. 14-16. Póst- og símaminjasafnið Austurgötu 11 Opið á sunnudögum og þriðjudögum kl. 15-18. Aðgangur ókeypis. Guðmundur Helgi Gústafsson sýnir í Ölkjallaranum í Ólkjallaranum við Austurvöll stendur nú yfir sýning Guðmundar Helga Gú- stafssonar á vatnslita- og tússmyndum. Til sýnis em 23 verk gerð á sl. fimm árum. Sýningin stendur til 15. júli og er opin á opnunartíma Ölkjallarans. Þjóðminjasafnið Safnið er opið alla daga nema mánudaga kl. 11-16. Samsýning í Eden Um þessar mundir sýna þau Jón Jónsson og Jakobína Kristjánsdóttir landslags- myndir viða af landinu. Sýningin stendur til 1. júlí. Minjasafnið á Akureyri Aðalstræti 58, sími 24162 Opið sunnudaga kl. 14-16. Laxdalshús, Hafnarstræti 11, Opið daglega kl. 11-17. Þar stendur yfir sýning „Öefjords Handelssted", brot úr sögu verslunar á Akureyri. Kaffiveiting- ar. Spron Álfabakka 14 í SPRON stendur yfir sýning á verkum Sigrúnar FJdjárn. A sýningunni gefur að lita 7 grafíkmyndir, auk 12 olíumálverka sem unnin era á striga. Sýningin stendur yfir til 9. ágúst og er opin á afgreiðslutíma útibúsins, frá kl. 9.15-16 alla virka daga. Vinnustofa Ríkeyjar Hverfisgötu Þar em til sýnis og sölu postulínslág- myndir, málverk og ýmsir litlir hlutir. Opið er á verslunartíma þriðjudaga, mið- vikudaga, fimmtudaga og föstuápga og á laugardögum kl. 10-16. ■ Þrastalundur v/Sog Um þessar mundir sýnir Edwin Kaaber málverk, flest unnin í akrýl. Sýningin stendur til 7. júlí nk. Þetta er 5. einkasýn- ing Edwins og em allar myndimar til sölu. Slunkaríki ísafirði Þar stendur yfir sýning á verkum Guð- jóns Bjamasonar í Slunkaríki. Á sýning- unni era málverk og skúlptúrar, unnir í tré og stál. Þetta er sjöunda einkasýning Guðjóns. INNLAUSNARVERÐ VAXTAMIÐA VERÐTRYGGÐRA SPARISKÍRTEINA RÍKISSJÓÐS Í1.FL. B.1986 Hinn 10. júlí 1991 er ellefti fasti gjalddagi vaxtamiða verðtryggðra spariskírteina ríkissjóðs með vaxtamiðum í 1. fl.B. 1986. Gegn framvísun vaxtamiða nr. 11 verður frá og með 10. júlí n.k. greitt sem hér segir: Vaxtamiði með 50.000,- kr. skírteini = kr. 4.576,25 Ofangreind fjárhæð er vextir af höfuðstól spariskírteinanna fyrir tímabilið 10. janúar 1991 til 10. júlí 1991 að viðbættum verðbótum sem fylgja hækkun sem orðið hefur á lánskjaravísitðlu frá grunnvísitölu 1364 hinn 1. janúar 1986 til 3121 hinn 1. júlí n.k. Athygli skal vakin á því að innlausnarfjárhæð vaxtamiða breytist aldrei eftir gjalddaga. Innlausn vaxtamiða nr.11 ferfram gegn framvísun þeirra í afgreiðslu Seðlabanka íslands, Kalkofnsvegi 1, Reykjavík, og hefst hinn 10. júlí 1991. Reykjavík, 28. júní 1991. SEÐLABANKI ÍSLANDS

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.