Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 23.07.1991, Qupperneq 14

Dagblaðið Vísir - DV - 23.07.1991, Qupperneq 14
14 Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: HÖRÐUR EINAffSSON Ritstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON og ELLERT B. SCHRAM Aðstoðarritstjórar: HAUKUR HELGASON og ELlAS SNÆLAND JONSSON Fréttastjóri: JÓNAS HARALDSSON Auglýsingastjórar: PALL STEFÁNSSON og INGÓLFUR P. STEINSSON Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiðsla, áskrift, ÞVERHOLTI 11,105 RVlK, SlMI (91 )27022 - FAX: (91 )27079 Setning, umbrot, mynda- og plötugerð: PRENTSMIÐJA FRJÁLSRAR FJOLMIÐLUNAR HF„ ÞVERHOLTI 11 Prentun: ÁRVAKUR HF. - Áskriftarverð á mánuði 1100 kr. Verð í lausasölu virka daga 105 kr. - Helgarblað 130 kr. Heimalagað peningaleysi Ríkisstjórnin þurfti ekki að æfa sig í sjónhverfingum, þegar hún var að mata fjölmiðla og almenning á fréttum af undirbúningi frumvarps til íjárlaga ríkisins á næsta ári. Margt af því, sem hún er að vinna að, er til bóta og hefði fengið hljómgrunn, án nokkurs dulargervis. Blekkingar ríkisstjórnarinnar hafa einkum verið tvenns konar. Áður hefur hér í leiðara verið íjallað um aðra tegundina. Hún felst í, að loforð um óbreytta skatta eru efnd á þann hátt, að lögð eru á fólk og fyrirtæki gjöld fyrir ýmsa þjónustu, sem þessir aðilar fá. Hin tegundin hefur meira verið í fréttum hér í blað- inu að undanförnu. Hún felst í, að ríkisstjórnin reynir að gera sem mest úr erfiðleikum sínum til þess að fá fólk til að sætta sig við niðurskurð þjónustu og hækkuð þjónustugjöld, og gen ekki of miklar kjarakröfur. Þegar fjármálaráðherra talar um 25 milljarða vanda ríkissjóðs á næsta ári, 1992, er hann búinn að tína til 5 milljarða fortíðarvanda vegna óráðsíðu fyrri ríkisstjórn- ar, 2 milljarða í tekjutap vegna samdráttar í þjóðarbúinu og 4 milljarða fjárlagahalla á yfirstandandi ári, 1991. Stærsti hluti 25 milljarða vandans felst þó í tillögum ráðherra núverandi ríkisstjórnar. Þær fara samanlagt tæpa 15 milljarða fram úr forsendum gildandi fjárlaga. Það skiptist þannig, að eldri lög heimta 7 milljarða, nýleg lög 3 milljarða og ný óskhyggja 4 milljarða. Mikill hluti vandans felst því í hefðbundnum verkum á borð við að skera niður óskir ráðherra um ný útgjöld og að fresta eða hætta við mál, sem ný og gömul lög gera ráð fyrir. Þetta er ekki nýtt af nálinni og er ekki tilefni sérstakrar samúðar í garð stjórnarinnar. Ráðherrarnir eru misjafnlega áhugasamir um þetta verk. Heilbrigðisráðherra hefur riðið á vaðið með niður- skurði á þátttöku ríkisins í lyfjakostnaði og er að koma á fót gjaldheimtu fyrir legu á sjúkrahúsum, að vísu á þann hátt, að ríkið skammti undanþágur út og suður. Landbúnaðarráðherra er hins vegar svo tregur, að ríkisstjórnin hefur skipað honum annan ráðherra til aðstoðar. Landbúnaðarráðherra vill ekki heyra á þessa aðstoð minnst og talar um að beita sjónhverfmgum á borð við „að breyta uppsetningu fj árlagafrumvarpsins“. Svipaður tónn er í sjávarútvegsráðherra, sem sagði: „Ég hef verið að leita leiða til sparnaðar með tilfærsl- um.“ Á bak við þessar tilvitnanir í tvo ráðherra er göm- ul ráðherraspeki um, að losna megi við vandamál með því að færa þau til og hagræða þeim í bókhaldi. í sparnaðaráformum ríkisstjórnarinnar er athyglis- vert, hve mikil áherzla er lögð á niðurskurð velferðar hjá almenningi, svo sem í heilbrigðiskerfmu, og lítil áherzla á niðurskurð velferðar hjá atvinnuvegum, svo sem í landbúnaði. Þetta minnir nokkuð á Gorbatsjov. Forseti Sovétríkjanna situr yfir gjaldþrota ríkisbúi og gengur með betlistaf um Vesturlönd. Á sama tíma heldur hann uppi 20% hlutdeild stríðsvélarinnar í ríkis- búinu. Þetta er margfalt meira fé en það, sem hann seg- ir vanta til að koma þjóðarhag af stað að nýju. Hér á landi er líka verið að skera til blóðs á ótal svið- um, meira eða minna til að koma í veg fyrir eða fresta niðurskurði á okkar stríðsvél, það er að segja á ríkis- rekstri landbúnaðar. Þar væri hægt að ná öllum sparn- aðinum, en því miður er bannhelgi á slíkum sparnaði. Þótt viðurkenna beri, að ríkisstjórninni sé fjár vant, er rétt að skoða vandann í víðara samhengi, svo að sjá megi, að hann er meira eða minna heimalagaður. Jónas Kristjánsson ÞRIÐJUDAGUR 23. JÚLÍ 1991. Heræfingar í öllum landsfjórðungum Utanríkisráðuneytið sendi þann 15. júlí sl. frá sér fréttatilkynningu um „sjöttu reglulegu vamaræfingu Atlantshafsbandalagsins á Is- landi“. í tilkynningunni um heræf- inguna segir m.a.: „Markmið henn- ar er að æfa varnar- og liðsauka- áætlanir fyrir ísland á hættu- eða ófriöartímum... Æfður verður íiutningur þeirra hingað og liðinu gert kleift að venjast aðstæðum hérlendis. Þá verður hluti varnar- áætlunar íslands, sem lýtur að vörnum alls landsins, æfður og felst m.a. í flutningi lítilla hópa varaliðsmanna til allra landsfjórð- unga með þyrlum." í Morgunblaðinu segir réttilega í fyrirsögn um málið daginn eftir: „Fyrstu heræfingarnar utan varn- arsvæðisins í Kefiavík“. Jafnframt er hér verið að útfæra áætlun um samstarf hersins og íslenskra stofnana eins og Almannavarna ríkisins, Landhelgisgæslu og Pósts og síma, sem ýtt hefur verið á eftir af Bandaríkjamönnum og NATÓ um nokkurra ára bil. Nú eru liðin fjörutíu ár frá því herstöðvasamningurinn var gerð- ur við Bandaríkin. Herinn kom hingað vegna hernaðarhagsmuna Bandaríkjanna og NATÓ á dögum kalda stríðsins. Hlutverk hans var aldrei að verja íslendinga heldur hefur hann verið hlekkur í hernað- artafli risaveldanna á Norður- Atlantshafi. Þetta sést m.a. á því að engar áætlanir voru gerðar um að verja íslenska borgara ef til átaka kæmi og aðalherstöðin var byggð upp á Keflavíkurflugvelli í næsta nágrenni höfuðborgarinnar. Kalda stríðinu lokið - Hern- aðarumsvif aukin! Það er mikil óskammfeiíni að auka nú hemaðarumsvif á íslandi þegar slökun og afvopnun setur svip sinn á málefni okkar heims- hluta. Forystumenn risaveldanna beggja hafa kveðið upp úr um það að kalda stríðinu sé lokið og Atl- antshafsbandalagið hefur týnt óvini sínum. Helsta verkefm bandalagsins um þessar mundir er að leita að réttlætingu fyrir áfram- haldandi tilvist sinm. í því sam- bandi ber hæst hugmyndir um að breyta bandalaginu í eins konar alþjóðalögreglu til að grípa inn í átök „utan svæðis". Hafa ber hins vegar í huga að herstöðvamar hér eru bandarískar og reistar og reknar undir merki tvíhliða „varnarsamnings" milli íslands og Bandaríkjanna. Heræf- ingin er á sama hátt eingöngu bandarískt fyrirtæki, þar sem „um eitt þúsund liðsmenn úr varaliði KjaHariiin Hjörleifur Guttormsson alþingismaður dons aðmíráls, yfirmanns í Kefla- víkurherstöðinni, í kveðjuræðu hans vorið 1989. Þar ræddi hann um nauðsyn þess að tengja herliðið hér nánari böndum við „eyja- skeggja" þannig að það yrði vel- kominn og sjálfsagður þáttur í ís- lensku þjóðlífi. Við þetta tækifæri lýsti McVadon því jafnframt yfir að herstöðvarnar hér á landi yrðu enn þýðingarmeiri í framhaldi af slökun í samskiptum risaveldanna og fækkun í bandarískum herafla á meginlandi Evrópu. Samþætting hernaðarum- svifa og þjóðlífs Jón Hannibalsson hljóp frá um- ræðu um utanríkismál á Alþingi til að kveðja McVadon. Nú er að koma fram að heilræði aðmírálsins hafa „Það er ástæða til að minnast þess nú að Bandaríkin óskuðu eftir herstöðv- um á íslandi til 99 ára þegar á árinu 1945, fyrir upphaf kalda stríðsins.“ Bandaríkjahers munu taka þátt í æfmgunni". Það er því nánast út í hött að utanríkisráðuneytið talar um „varnaræfingu Atlantshafs- bandalagsins á íslandi". Sú klisja að kenna Keflavíkurherstöðina við NATÓ er að vísu ekki ný af nálinni og hefur sést æ oftar síðasta ára- tug, sbr. vegmerkingar nálægt her- stöðinni og orðalag í skýrslum ut- anríkisráðherra. Bandarísk útvarðstöð til langframa? Það er ástæða til að minnast þess nú að Bandaríkin óskuðu eftir her- stöðvum á íslandi til 99 ára þegar á árinu 1945, fyrir upphaf kalda stríðsins. Beiðni þeirra var þá hafnað nær einróma af íslenskum stjórnmálamönnum. Það tók bandarísk stjórnvöld hins vegar ekki nema 6 ár að ná markmiði sínu, þótt tímamörk herstöðva- samningsins væru þrengri en Bandaríkin hefðu kosið og unnt væri að segja samningnum upp með eins og hálfs árs fyrirvara. í reynd hefur Bandaríkjaher nú haft þessa aðstöðu nær helming þess tíma sem upphaflega var krafist. Það er einnig dagljóst að það er ekki á dagskrá hjá hermálayfir- völdum í Bandaríkjunum að loka herstöðvum hér á landi. í því sam- bandi er skemmst að minnast óvenju opinskárra ummæla McVa- komist vel til skila í utanríkisráðu- neytinu íslenska. Haustið 1990 skipaði utanríkisráðherra svokall- aða „skipulagsnefnd um öryggis- og varnarmál“ til „að tryggja markvissa áætlanagerð á sviöi vamar-, öryggis- og almanna- varnamála". í nefndina voru skip- aðir 6 íslendingar og að auki tveir úr Bandaríkjaher: Thomas F. Hall aðmíráll og Donald Perkins ofursti. Aðmírállinn er yfirmaður Banda- ríkjahers hér á landi og stjórnar samkvæmt fréttatilkynningu utan- ríkisráðherra heræfingunni sem hefst um næstu mánaðamót. Eitthvað var utanríkisráðherr- ann feiminn við að greina Alþingi frá þessari sérkennilegu nefnda- skipan sinni. í tveimur fyrirspurn- um á þingi sl. vetur tókst mér ekki að kreista út úr ráðherranum þá staðreynd að fyrir hans atbeina væru tveir yfirmenn úr Banda- ríkjaher komnir í nefndaskrá Stjórnarráðsins. Heræfmg „Atlantshafsbanda- lagsins“ hér á landi í miðjum hey- örtnum ætti að verða landsmönn- um tilefni til að endurmeta afstöð- una til erlendra herstöðva. Ætlum viö landi okkar það hlutskipti að verða enn um langa framtíð út- varðstöð í hemaðarkerfi Banda- ríkjanna? Hjörleifur Guttormsson

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.