Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 23.07.1991, Qupperneq 31

Dagblaðið Vísir - DV - 23.07.1991, Qupperneq 31
ÞRIÐJUDAGUR 23. JÚLÍ 1991. 31 Veiðivon Hallá í Austur-Húnavatnssýslu: Veiðiþjófnaður stund- aður í morgunsárið „Við fengum 3 laxa, tvo 5 punda og einn 9 punda, áin hefur gefið yfir 20 laxa,“ sagði veiðimaður sem var að koma úr Hallá í Húnavatnssýslu. „Það voru laxar á nokkrum stöðum í ánni en þeir voru tregir að taka agnið. Eitt vakti mikla athygli okkar og það var hreistur á steinum við neðsta hylinn. Þó haíði enginn lax veiðst í þessum hyl, það var hreistur um alla steina. Þoka hafði læðst inn flóann þegar leið á kvöld og erfitt var aö fylgjast með ánni þær nætur sem við vorum þarna,“ sagði veiðimaður- inn ennfremur. „Hreppstjórinn er kominn með máhð og það verður að herða eftirlit við ána,“ sagði Bjarni Jóhannsson á ísafirði, einn af leigutökum Hallár, í gærdag. „Veiðimenn sáu spor í dögginni eft- ir þjófana sem höfðu veitt fyrr um morguninn neðst í ánni. Það er ekki gott að sá mannaferðir neðarlega í ósnum frá veiðihúsinu. Það verður betur fylgst með ánni næstu vikurn- ar,“ sagði Bjarni ennfremur. -G.Bender Vedur Austan- eða norðaustanátt, viða kaldi. Rigning eða skúrir á Suðaustur- og Austurlandi í dag en skýjað að mestu og þurrt á Vestíjörðum og Vesturlandi. Annars staðar verður skýjað og viða lítils háttar rign- ing. Hiti verður á bilinu 6 til 15 stig. Akureyri alskýjað 10 Egilsstaðir rigning 9 Keflavíkurflugvöllur rigning 11 Kirkjubæjarklaustur alskýjað 10 Raufarhöfn alskýjað 9 Reykjavík rigning 11 Vestmannaeyjar alskýjað 10 Helsinki skýjað 15 Kaupmannahöfn alskýjað 13 Úsló skýjað 16 Stokkhólmur léttskýjað 15 Þórshöfn rigning 11 Amsterdam skýjað 16 Berlírt skýjað 14 Feneyjar heiðskírt 22 Frankfurt léttskýjað 16 Glasgow rigning 15 Hamborg léttskýjað 12 London þokumóða 18 LosAngeles alskýjað 18 Lúxemborg léttskýjað 17 Madrid heiðskírt 18 Montreal skúr 20 Nuuk þoka 7 Gengið Fáskrúð í Dölum hefur aðeins gefið 12 laxa -350 laxar komnir á land í Grímsá í Borgarfirði Hann Arthur Haws frá Texas var hress með maríulax Árni Jóhannsson, tilvonandi formaður Fjaðrafoks, með sinn úr Elliðánum fyrirfáum dögum, fiskurinn tók maðk. flugulax úr Elliðaánum en Elliðárnar höfðu gefið 330 laxa í gærdag. DV-myndir SÁM „Við fengum engan lax og sáum mjög fáa laxa sveima um ána, ég hef aldrei séð ána svona laxafáa," sagði veiðimaður sem var að koma úr Fá- skrúð í Dölum fyrir fáum dögum, fisklaus eftir tveggja daga veiði, við fiórða mann. „Ég setti í einn laxa á fluguna og svo búið, annað gerðist ekki á svæð- inu. Það eru komnir 12 laxar á land og það er ekki mikið þarna um slóð- ir. Það þarf hellirigningu til að laxinn komi í ríkari mæh,“sagði veiðimað- urinn úr Fákrúð í lokin. Laxá í Leirársveit hefur gefið170 laxa „Veiðin er frekar róleg héma í Laxá í Leirarsveit en í gærmorgun kom stórganga af laxi, svo eitthvað gæti gerst næstu daga,“ sagði Jón Oddur, veiðivörður í Laxá í Leirár- sveit, í gærdag. „Það eru Bretar sem veiða hjá okk- ur þessa dagana og eru komnir með 18 laxa síðan á laugardaginn. Þetta er miklir hörkuveiðimenn og fara til veiða snemma á hveijum morguni. Stærsti laxinn er ennþá 16 pund það eru komnir tveir svoleiðis. Það hafa sést nokkir vænir laxar, til dæmis í Laxfossi og Eyrarfossi. Það er bara flugan sem útlendingarnir veiða á þessa dagana, míkrótúbur. Heildar- talan á þessari stundu em 170 laxar á land,“ sagði Jón Oddur ennfremur. 350 laxar eru komnir á land í Grímsá „Það vantar ekki laxana í Grímsá þessa dagana heldur veðurbreyt- ingu,“ sagði Gunnar kokkur í veiði- húsinu við Grímsá í Borgarfirði. „Það er sól í dag og þaö var sól í gær héma hka. Laxarnir á land á þessari stundu em 350 og hann er 16 pund sá stærsti. Það eru Banda- ríkjamenn sem em við veiðar núna,“ sagði Gunnar ennfremur. Mikið af laxi á svæði þrjú í Gljúfurá í Borgarfirði „Við fengum tvo laxa og þeir 4 og 5 punda en við sáum mikið af laxi í ánni. Mest var af laxi á svæði þrjú,“ sagði Friðþjófur Adolf Ólason en hann var að koma úr Gljúfurá í Borg- arfirði. „Laxarnir sem við veiddum tóku maðk en 52 laxar hafa veiðst á þann slímuga. Aðeins hafa veiðst 4 laxar á flugur. Stærsti laxinn er 10 pund. Ég setti í 10-12 punda lax á maðk en hann fór af eftir stutta baráttu," sagði Friðþjófur í lokin. -G.Bender Fjölmidlar Stöð 2 og CNN í ónáð Útvarpsréttarnefnd hefur fellt þami úrskurð sinn að Stöð 2 megi ekki sýna fréttir og fréttatengt efni frá CNN nema að ákvæði um þýð- ingarskyldusévirt. Þar meö er almenningi meinað að horfa á þetta stórhættulega engil- saxneska efni sem hlýtur að vera mun skaðlegra fyrir hann aö hafa aðgangaðheldur en biöð á erlendri tungu eða að hlusta á erlend lög í útvarpi nú eða lesa bækur á út- lensku HBH Ákvörðun af þessu tagi hlýtur að vera flestu venjulegu fólki óskiljan- leg enda lyktar hún af forneskjuleg- um hugsunarhætti og viðhorfum. Varla getur bannið þjónað því að vernda íslenska tungu þvi útsend- ingarnar voru á þeim tíma sem fiest- ir voru við aöra iðju og foreldrar, sem vildu ekki að börn sln sætu yfir útsendingum CNN þegar þau væru ein heima á daginn, voru ekki skuldbundnir að greiöa afnotagjöld- inafStöð2.Aukþessermértilefs ' að þeir sem eru í hvað mestri hættu að verða fyrir áhrifum af engilsax- neskri tungu hafi horft ýkja mikið á útsendingar stöðvarinnar. Ef ein tegund fiölmiðlunar á að vera forboðin fyrir almenníng ein- ungis af þeirri ástæðu að henni er miðlað á erlendri tungu á skilyrðis- laust að banna að hér sé spiluð er- lend tónhst, flutt inn dagblöö og bækur nema að allt efnið sé sam- viskusamlega þýtt yfir á íslenska tmigu. Eitt skal yfir alla ganga. Jóhanna Margrét Einarsdóttir Gengisskráning nr. 137. - 23. júlí 1991 kl. 9.15 Eining Kaup Sala Tollgengi Dollar 61,790 61,950 63,050 Pund 103,282 103,549 102,516 Kan. dollar 53,486 53,625 55,198 Dön^kkr. 9,0369 9,0603 9,0265 Norsk kr. 8.9648 8,9880 8,9388 Sænsk kr. 9,6532 9,6782 9,6517 Fi. mark 14,5217 14,5593 14,7158 Fra.franki 10,2915 10,3181 10,2914 Belg. franki 1,6973 1,7017 1,6936 Sviss. franki 40,2751 40,3794 40,4750 Holl. gyllini 30,9996 31,0799 30,9562 Þýskt mark 34,9303 35,0208 34,8680 it. líra 0,04692 0,04704 0,04685 Aust.sch. 4,9633 4,9761 4,9558 Port. escudo 0,4086 0,4096 0,3998 Spá. peseti 0,5606 0,5620 0,5562 Jap. yen 0,44938 0,45055 0,45654 Irskt pund 93,501 93,743 93,330 SDR 82,0769 82,2894 82,9353 ECU 71,8278 72,0138 71,6563 Símsvari vegna gengisskráningar 623270. Fiskmarkaöimir Fiskmarkaður Suðurnesja 22. júli seldust samt.206,247 tonn Magn í Verð í krónum tonnum Meðal Lægsta Hæsta Undirmálsfiskur 0,376 24.816 66,00 66,00 Blandað 0,105 1.785 17,00 17,00 Lúða 0,073 13.105 165,89 225,00 Steinbítur 0,034 1.428 42,00 42,00 Langlúra 0,110 5.060 46,00 46,00 Öfugkjafta 0,227 2.951 13,00 13,00 Keila 0,070 2.282 32,60 35,00 Hlýri/steinb. 0,091 3.731 41,00 41,00 Koli 0,200 6.000 30,00 30,00 Blálanga 11,188' 47,41 44,00 50,00 Ýsa 10,619 1.043 98,24 119,00 Ufsi 42,055 2.346,2 55,79 65,00 Þorskur 44,240 3.800,0 85,90 106,00 Langa 0,284 12.934 45,54 50,00 Karfi 107,519 3.834,5 35,66 53,00 Fiskmarkaðurinn Ísafirði Alls seldust 22,336 tonn 22. júlí Þorskur 13,855 1.007 72,69 78,00 Grálúða 4,936 349.656 70,00 71,00 Ýsa 0,215 15.695 73,00 73,00 Undirmálsf. 0,450 18.000 40,00 40,00 Skarkoli 2,880 138.920 48,24 60,00 Faxamarkaður 22. júlí seldust alls 145.882 tonn Blandað 0,078 1.720 22,05 57,00 Gellur 0.050 11.500 230,00 230,00 Grálúða 0,550 43.602 78,00 78,00 Gulllax 4,742 33.194 7,00 7,00 33,247 1.436.9 43,22 45,00 Keila 0,249 0,209 10.209 41,00 Langa 2,848 156.684 55,00 55,00 Lúða 0,378 119.210 315,37 350,00 Lýsa 0,074 2.146 29,00 29,00 Öfugkjafta 0,017 170 10,00 10,00 Síld 0,037 1.036 28,00 28,00 Skata 0,022 1.320 60,00 60,00 Skarkoli 12,591 929.475 73,82 73,00 Skötuselur 0,016 2.400 150,00 150,00 Sólkoli 0,348 20.532 59,00 59,00 Steinbítur 0,750 39.000 52,00 52,00 Þorskur, sl. 37.932 3.264.2 86,05 96,00 Ufsi 38,265 2.403.1 62,80 66,00 . Undirmálsfiskur 2.358 150.290 63,74 65,00 Ýsa, sl. 11.319 1.093.9 96,64 143,00 Fiskimarkaðurinn Hafnarfirði 22. júlí seldust alls 76,553 tonn. Lax 0,232 75.421 324,53 330,00 Skötusel 0,063 22.050 350,00 350,00 Smáýsa 0,101 5,786 57,00 57,00 Lýsa 0,177 6.903 39,00 39,00 Smáþorskur 0,188 12.408 66,00 66,00 Smáufsi 1,086 56.472 62,00 52,00 Þorskur 0,489 46.179 94,44 96,00 Koli 3,506 264.279 75,40 80,00 Skata 0,012 840 70,00 70,00 Keila 0,283 10.188 36,00 36,00 Ýsa 6,935 663.229 95,64 109,00 Ufsi 5,071 3Ó2.822 59,72 60,00 Þorskur 46,173 4.248.9 92,02 103,00 Steinbítur 1,287 72,117 56,03 59,00 Skötuselur 0,175 30.625 175,00 175,00 Lúða 0,584 166,750 285,29 365.00 Langa 2,203 121.219 55,00 55,00 Karfi 7,982 308.734 38,68 41,00 MARGFELDI 145 PÖNTUNARSÍMI • 653900

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.