Dagblaðið Vísir - DV - 26.07.1991, Blaðsíða 1

Dagblaðið Vísir - DV - 26.07.1991, Blaðsíða 1
Sumartónleikar í Skálholtskirkju: TVö hundruð ára ártí ð Moz arts í ár er haldin hátíðleg tvö hundr- uð ára ártíð W.A. Mozarts (1756- 1791). Af því tilefni eru tvennir tón- leikar þessarar helgar tileinkaðir tónskáldinu. Dagskrá með tón- verkum eftir W.A. Mozart er laug- ardag og sunnudag klukkan 15. Laugardagstónieikar, sem hefjast klukkan 17, eru hins vegar helgaöir Johann Sebastian Bach. Flytjendur á tónleikunum eru Bach-sveitin í Skálholti, einsöngvarar og kór. Stjórnandi er Hilmar Öm Agnars- son og konsertmeistari er sænski fiðluleikarinn Ann Wallström. Að venju er boðið upp á þrenna tón- leika, laugardag 27. júií klukkan 15 og 17 og sunnudag 28. júlí klukkan 15. Efnisskrá helgarinnar er tviþætt. Á laugardags- og sunnudagstón- leikum kl. 15 eru flutt verkin Litan- iae Lauretanae K. 109, tvær kirkju- sónötur K. 224 og K. 144, Sancta Maria, Mater Dei fyrir kór, hijóm- sveit og orgel og Missa brevis í G- dúr, K. 140 eftir W.A. Mozart. Á laugardagstónleikum kl. 17 eru flutt verk eftir J.S. Bach. Meðal verka era tvær kantötur: kantata BWV 13 „Meine Seufzer, meine Tránen" og kantata BWV 161 „Komm, du Sússe Todesstunde". Flytjendur á tónleikum þessarar helgar eru sem fyrr segir Bach- sveitin í Skálholti undir hand- leiðslu Ann Wallström, kór og ein- söngvarar. Ann Wallström hefur verið konsertmeistari Bach-sveit- arinnar frá upphafi. Meðlimir sveitarinnar leika á barokkhljóð- færi í lágri stillingu. Aðgangur að tónleikunum er ókeypis og öllum heimill. Athygli tónleikagesta skal vakin á því að boðiö er upp á bamagæslu meðan á tónleikum stendur. Ekki er krafist gjalds fyrir þessa þjón- ustu en forráöamönnum bama er bent á að kaupa merki sumartón- leikanna í Skálholtskirkju til að umbuna fyrir gæsluna. Messað er í Skálholtskirkju á sunnudag kl. 17. Séra Guðmundur Óli Ólafsson predikar en organisti er Hilmar Örn Agnarsson. Flutt verður kantata eftir J.S. Bach við guðsþjónustuna. Tvö hundruð ára ártíðar Mozarts verður minnst á sumartónleikum i Skálholtskirkju um helgina. Það verður margt um að vera í Árbæjarsafni á sunnudaginn, meðal annars geta gestir lært að heyja með gömlu vinnubrögðunum. Sláttudagur í Árbæjarsafni Það verður heyjað í Árbæjarsafni á sunnudaginn frá klukkan 14-17. Slegið verður með orfi og ljá og enn- fremur verður rifjað, rakað, tekið saman og bundið í bagga. Gestir em hvattir til að taka þátt í heyskapnum og læra þessi gömlu vinnubrögð sem nú em óðum að hverfa. Fleira er á dagskránni þennan dag. Starfsfólk vinnur við skósmíði, vefn- að, tóvinnu og hrosshársvinnu, auk þess sem sýnt verður hvemig á að knipla. Karl Jónatansson leikur á harmóníku við Dillonshús og messa verður í safnkirkjunni klukkan 14. Prestur verður séra Kristinn Ágúst Friðfmnsson. Þeir sem vilja fræðast um fomleifa- rannsóknir á vegum safnsins geta einnig hlýtt á fyrirlestur Margrétar Hailgrímsdóttur borgarminjavarðar um uppgröftinn í Viðey klukkan 15. Fjöruskoðun í Kollafirði Náttúruverndarfélag Suðvestur- lands stendur fyrir kynningu á íjöru- skoðunarverkefninu Fjaran mín sumarið 1991 í dag, föstudag, klukk- an 17-19 og á morgun, laugardag, frá klukkan 10-12. Kynningin verður í Hafnarhúsinu að vestanverðu. Þar verða afhent eyðublöð með korti yfir alia strandlengju Kollafjarðar, það er frá Gróttutöngum að Kjalames- töngum. Ails eru þetta 150 reinar, 4 á Seltjarnarnesi, 76 í Reykjavik, 8 í Mosfellsbæ og 51 á Kjalarnesi. Þátttaka í fjöruskoðuninni er auð- veld og skemmtileg. Tilvalið fyrir fjölskylduna að taka sér eina eða fleiri fjörureinar (ein fjörurein er um 500 metra langur fjörubútur). Skil- yrði til fjöruskoðunar eru mjög góð um þessa helgi. Háíjara er á milli klukkan 13 og 14 báða dagana og þátttökugjald er ekkert. FÍM-salurinn: Inga Rósa Lofts- dóttir sýnir Inga Rósa Loftsdóttir opnar í FÍM-salnum sína fyrstu einkasýn- ingu á morgun, laugar- daginn 27. júlí. Á sýn- ingunni era olíumál- verk, vatnslitamyndir, grafíkmyndir og teikn- ingar. Inga Rósa lauk námi úr málaradeild Mynd- hsta- og handíðaskóla íslands árið 1987. Vet- urinn 1987-88 nam hún málun og grafík í Aka- demie voor beeldende kunst, Rotterdam í Hollandi, og 1988-1990 var hún í listaskólan- um AKI, Enschede í Hollandi. Þetta er fyrsta einka- sýning Ingu Rósu en hún hefur áður tekið þátt í nokkrum sam- sýningum. Sýningin Inga Rósa Loftsdóttir opnar sina fyrstu einka- stendur til 11. ágúst. sýningu I FÍM-salnum.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.