Dagblaðið Vísir - DV - 02.08.1991, Síða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 02.08.1991, Síða 6
.rm TSI'IOA S WJOAflUTBtft FOSTUDAGUR 2. AGUST 1991. EE 32 New Jack City, sem nú er sýnd i Bíóhöllinni, sýnir hið hrikalega líf eiturlyfjasaia og -neytenda í stórborgum Bandaríkjanna. Bíóhöllin: New Jack City Bíóhöllin hefur tekið til sýninga myndina New Jack City sem fjallar um líf hinna miskunnarlausu og fordæmdu sem hefja sig upp yfir fátækan uppruna og mynda valda- mikil glæpasamtök sem í senn auðga og þrælka niðumídd hverfi þeirra. Myndin snýst um líf Ninos Brown (Wesley Snipes) sem er ung- ur, myndarlegur, ríkur og áberandi í bæjarfélaginu en hann lifir af eit- urlyfiasölu. Nino er jafnframt for- ingi götuhóps sem selur dóp. Hann kynnist „krakkinu", þessu hættu- lega eiturlyfi, og byggir upp, ásamt götuhóp sínum, miskunnarlaust peningaveldi í gegnum það. Tveir lögreglumenn, sem báðir hata eit- urlyfin hvor af sinni ástæðu, eltast við Nino og félaga og kemst annar þeirra inn í glæpaklíkuna. Slíkar klíkur eru oft byggðar á veikum samböndum og vegna ofsafenginna árekstra molnar veldi Ninos. New Jack City er byggð á stað- reyndum um baráttuna sem háð er gegn eiturlyfium í stórborgum heimsins og það glæpalíf sem sala þeirra hefur í för með sér. Myndin kannar þá tortímingu sem dópsala hefur á bandarískar stórborgir og mannsandann. Það var blaöamaðurinn Barry M. Cooper sem skrifaði handritið að myndinni en hann er fyrrum eiturlyfianeytandi og hefur skrifað mikið um lágstéttir stórborganna. Háskólabíó: Buddy's Song Buddy’s Song, eða Lögin hans Buddys, er eldfiörug tónlistarmynd sem nú er sýnd í Háskólabíói. Þaö er enginn annar en Roger Daltrey, fyrrum söngvari The Who, sem leikur annað aðalhlutverkið en hitt leikur Chesney Hawkes. Daltrey leikur Terry, fullorðinn mann sem enn er á táningsaldri, aUavega andlega. Hawkes leikur hins vegar Buddy, son hans, sem á við erfiðleika að stríða eftir að pabbi hans og mamma skildu. Myndin gengur síðan út á samband Buddys við foreldra sína, einkum pabba sinn, og baráttu hans við að koma föður sínum til manns. Terry vill bara hlusta á og leika rokktón- hst og vera í slagtogi með smáglæp- onum en Buddy vill koma foreldr- um sínum saman aftur. Tónlistin í myndinni hefur gert það gott víða á vinsældalistum, enda mjög skemmtileg. Rogert Daltrey og Chesney Hawkés ieika feðgana í Buddy's Song sem nú er sýnd i Háskólabiói. Háskólabíó: The Naked Gun 2 lA Háskólabíó sýnir nú gaman- myndina The Naked Gun 214, the Smell of Fear, sem fiallar um hinn djarfa aðstoðaryfirlögreglustjóra, Frank Drebin, sem Leshe Nielsen leikur. Hin djarfa lögga stendur frammi fyrir þorpurum í olíu og kjarnorkuiðnaði bandarísku stjórnarinnar. Myndin fiahar á gamansaman hátt um baráttu Drebins við skúrkana, svo og bar- áttu hans við að ná aftur ástum Jane Spencer sem Prischla Presley túlkar en þau áttu áður ástríðu- þrungið og rómantískt ástarsam- band. Sýningar Art-Hún Stangarhyl 7 Art-Hún-hópurinn sýnir skúlptúrverk, grafik og myndir, unnar í kol, pastel og olíu, í sýningarsal sínum að Stangarhyl 7. Opið virka daga kl. 12-18. Aðrir tímar eftir samkomulagi. Ásgrímssafn Bergstaðastræti 74 í safni Ásgrims Jónssonar eru nú sýnd 26 verk. Mörg verkanna, sem bæði eru unnin í olíu og með vatnshtum, eru frá árunum 1905-1930 og eru þau einkum frá Suðurlandi. Safnið er opið daglega nema mánudaga kl. 13.30-16.00. Ásmundarsafn Sigtúni Þar stendur yfir sýning sem ber yfir- skriftina Bókmenntimar i Ust Ásmundar Sveinssonar. Jafnframt hefur verið tekin í notkun ný viðbygging við Ásmundar- safn. Safnið er opið frá kl. 10-16 alla daga. Café Milanó Faxafeni 11 Alda Ármanna Sveinsdóttir sýnir vatns- Utamyndir af náttúru íslands í veitinga- húsinu Café Mílanó. Myndimar em mál- aðar á Uðnu sumri. FÍM-salurinn v/Garðastræti Inga Rósa Loftsdóttir sýnir málverk og stendur sýningin yfir til 11. ágúst kl 14-18. Bjarni Þór sýnir í Ferstiklu, Hvalfiarðarströnd, í ágústmánuði. Á sýningunni em myndh unnar með ohukrít og einþrykktar graf- íkmyndir. Gallerí Borg Pósthússtræti 9 Nú stendur yfir sumarsýning á verkum gömlu meistaranna í GaUerí Borg, Póst- hússtræti. Verkin em öll til sölu. GaUerí Borg er opið virka daga kl. 14-18 en lokað um helgar. Galleri List Skipholti Þar stendur yfir sýning á verkum eftir nokkra listamenn. Þar gefur að Uta graf- íkmálverk, keramik, postulin, glerverk og rakúkeramik. Sýningin stendur yfir í aUt sumar og er opin virka daga kl. 10.30-18. Gallerí 8 Austurstræti 8 Þar stendur yfir sýning á miklu úrvaU Ustaverka eftir um 60 Ustamenn: mynd- Ust, leirlist, gler, grafik, skartgripir og flebra. Ný Ustaverk í hverri viku, ehinig verk eldii málara. Opið frá kl. 10-18 aUa daga nema mánudaga kl. 14-18. GalleríEinn einn Skólavörðustíg 4a Helgi Öm Helgason myndhstarmaður sýnir verk sin. Sýningin verður opin til sunnudags, 4. ágúst. Gallerí Kot Borgarkringlunni Leifur Breiðfiörð sýnir steinda glugga, ohumálverk og pastelmyndir. Sýningin er opin á almennum afgreiðslutíma Borg- arkringlunnar. Gallerí Samskipti Síðumúla 4 Guðjón Bjamason heldur sýningu á arki- tektúr í gallerí Samskiptum. Sýningin er opin virka daga kl. 9-18 og laugardaga kl. 9-14. Gallerí Sigurþórs Víðimel 61 er opið aUa daga frá kl. 13-18. Myndverk eftir Sigurþór Jakobsson til sýnis og sölu. Gallerí Sævars Karls Nú er að hefiast sýning á myndverkum Ólafar Nordal og verður sýningin opin aUa virka daga kl. 10-18. Sýningunni lýk- ur 30. ágúst Hafnarborg Strandgötu 34 Þýski myndUstarmaðurinn Andreas Gre- en frá Cuxhaven opnar sýningu í Sverris- sal í dag kl. 18. Andreas dvaldi í gesta- vinnustofunni í Hafnarborg vorið 1990 og þau verk sem hann sýnir nú em m.a. afrakstur þeirra áhrifa sem hann telur að dvölin á íslandi hafi haft á hann. Sýn- ingin verður opin kl. 14-19 alla daga nema þriðjudaga fram til 5. ágúst. Þá opnar einnig á morgun kl.14 myndlistarmaður- inn G. R. Lúðvíksson sína fyrstu einka- sýningu eftir nám við MyndUsta- og handiðaskóla íslands, fiöltæknideUd. Á þessari sýningu, sem ber heitið Slóð- myndir í land, em 9 verk öll unnin á þessu ári. Verkin verða sýnd í skála og kaffistofu Hafnarborgar. Sólveig Eggerz sýnir vatnsUtamyndir í aðalsal. J. Hinriksson Maritime Museum Súðarvogi 4 Sjóminja- og vélsmiðjumunasafnið er opið frá kl. 13-17 þriðjudaga, miðviku- daga, fimmtudaga, fóstudaga og laugar- daga. Keramikhúsið, gallerí v/Faxafen Sýning á leikaramyndum eftir HaUdór Pétursson. Opið alla daga kl. 13-18 nema laugardaga kl. 13-17. Listasafn Einars Jónssonar Opið laugardaga og sunnudaga kl. 13.30-16. Höggmyndagarðurinn er opinn daglega kl. 11-17. Listinn, gallerí - innrömmun Síðumúla 32 Uppsetningar eftir þekkta íslenska mál- ara: olía, vatnsUtir, pastel og grafík. Opið virka daga kl. 9-18, laugardaga kl. 10-18 og sunnudaga kl. 14-18. Menningarstofnun Bandaríkjanna Laugavegi 26 " Guðjón Bjamason sýnir málverk og skúlptúr í Menningarstofnuninni. Sýn- ingin stendur til 15. ágúst. Aðalinngangur að stofnuninni er Grettisgötumegin. Mokkakaffi v/Skólavörðustíg Helgi Jónsson sýnir Utlar vatnslitamynd- ir. Þetta em landslagsmyndir frá ýmsum stöðum, málaðar eftir skissum gerðum á staðnum. Helgi hefur lengi fengist við myndlist og síöasta áratuginn verið í MyndUstarskólanum i Reykjavík í ýms- um greinum. Katel Laugavegi 20b (Klapparstígsmegin) TU sölu em verk eftir mnlenda og er- lenda Ustamenn, málverk, grafík og leir- munir. Kjarvalsstaðir v/Miklatún Á morgun verður opnuð að Kjarvalsstöð- um sýning á japanskri nútímaUst sem kemur frá Seibu safninu í Tókýó. Sýning- in verður í öUu húsinu og stendur til 25. ágúst. Kjarvalsstaðir em opnir daglega kl. 10-18 og er veitingabúðin opin á sama tíma. Listasafn Háskóla íslands í Odda Þar er nú á öUum hæðum sýning á nýjum verkum í eigu safnsins. Opið er daglega kl. 14-18. Aðgangur að safninu er ókeypis. Listasafn íslands Fríkirkjuvegi 7 Um þessar mundir stendur yfir sýning á verkum í eigu safnsms. í sölum 1, 2 og 4 em sýnd verk eftir íslenska listamenn og í sal 3 em sýnd grafíkverk. Listasafn- ið er opið aUa daga nema mánudaga kl. 12-18 og er aðgangur ókeypis. Veitinga- stofa safnsins er opin á sama tíma. Listasafn Sigurjóns Ólafssonar Laugarnestanga 70 í Listasafni Sigurjóns í Laugamesi er nú tU sýnis úrval af andlitsmyndum Sigur- jóns frá tímabilinu 1927-1980. Safniö er opið laugardaga og sunnudaga kl. 14-18 og mánudaga til fimmtudaga kl. 20-22. Kaffistofa safnsins er opin á sama tima. Norræna húsið v/Hringbraut Þar stendur yfir sýning á afstraktverkum eftir Þorvald Skúiason. Listaverkin em öU í eigu Háskóla íslands og hefur það góðfúslega lánað þessi verk á sýninguna. Verkin em máluð á árunum 1950-1981. Sýningin er opin daglega kl. 13-19 og stendur tU 25. ágúst. Aðgangur er ókeyp- is. Nýlistasafnið Nú er að hefiast málverkasýning á verk- um Aðalsteins Svans Sigfússonar. Sýn- ingin hefst í kvöld, 2. ágúst, kl. 20 og stendur tíl 18. ágúst. Sjóminjasafn íslands Vesturgötu 8 Hafnarfirði, simi 52502 Opið alla daga nema mánudaga kl. 14-18. Stofnun Árna Magnússonar Árnagaröi, Suðurgötu Handritasýning í Stofnun Áma Magnús- sonar er opin í Amagarði aUa daga í sum- ar fram tíl 1. september kl. 14-16. Póst- og símaminjasafnið Austurgötu 11 Opið á sunnudögum og þriðjudögum kl. 15-18. Aðgangur ókeypis. Vinnustofa Ríkeyjar Hverfisgötu Þar em tU sýnis og sölu postulínslág- myndir, málverk og ýmsir litlir hlutir. Opið er á verslunartíma þriðjudaga, mið- vikudaga, fimmtudaga og föstudaga og á laugardögum kl. 10-16. Þjóðminjasafnið í Bogasal Þjóðminjasafnsins stendur yfir sýningin „Stóra-Borg - Fomleifarann- sókn 1978-1990.“ Þar er sögð saga fom- leifarannsókna á Stóm-Borg undir Eyja- fiöUum, RangárvaUasýslu, og sýndir gripir sem þar fundust. Safniö er opið alla daga nema mánudaga kl. 11-16. Minjasafnið á Akureyri Aðalstræti 58, sími 24162 Opiö daglega kl. 11-17. Þar stendur yfir sýning á mannamyndum HaUgríms Ein- arssonar ljósmyndara. Laxdalshús Hafnarstræti 11 Opið daglega kl. 11 -17. Þar stendur yfir sýningin „Óefiords Handelssted", brot úr sögu verslunar á Akureyri. Kaffiveit- ingar. Spron Álfabakka 14 í SPRON stendur yfir sýning á verkum Sigrúnar Eldjám. A sýnlngunni gefur að líta 7 grafikmyndir, auk 12 oliumálverka sem unnin em á striga. Sýningin stendur yfir til 9. ágúst og er opin á afgreiðslutíma útibúsins frá kl. 9.15-16 alla virka daga. Eden Hveragerði Steigiímur St.Th. Sigurðsson heldur um þessar mundir sína 15. sýningu i Eden og tileinkar sýninguna Perl- unni á Oskjuhlið. Á sýningunni eru 42 myndir. Þrastarlundur, Grímsnesi Þórhallur Filippusson listmálari heldur sína 6. málverkasýningu í Þrastarlundi. Sýninguna nefnir hann „Árstiðaskipti" og samanstendur hún af oliu-, pastel- og vatnshtamyndum. Sýning í Hótel Snæfelli Seyðisfirði Laugardaginn 6. júfi opnaði Daði Guð- bjömsson sýningu í Hótel SnæfelU, Aust- urvegi 3, Seyðisfirði. Daði hefur tekið þátt í og haldið fiölda sýninga, bæði heima og erlendis. Á sýningunni em bæði grafíkverk og oUumálverk. Sýning- in er opin á afgreiðslutíma hótelsins.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.