Dagblaðið Vísir - DV - 17.08.1991, Síða 1
Það verður hart barist t DV bílkrossinu næsta laugardag og ef marka má viðbrögðin verður enn meiri fjöldi biia skráður til keppni nú en i fyrri keppnunum tveimur.
DV bílkross um næstu helgi
Síðasta stóra keppnin í bílkrossi
verður haldin á keppnisbrautinni í
Kaphelluhrauni sunnan Hafnar-
fjarðar næsta laugardag, eftir viku.
Að þessu sinn er það DV sem er
styrktaraöili keppninnar sem að
heitir að sjálfsögðu DV bílkross.
í síðustu keppni var tvöfóldun
keppenda frá fyrstu keppninni en
síðast fór fjöldi skráðra keppenda í
53. Miðað við undirtektir má búast
viö á milli 50 og hundrað bílum til
keppninnar næsta laugardag.
Aðstandendur keppnisbrautarinn-
ar hafa lagt mikla vinnu í endurbæt-
ur á brautinni, í vikunni var verið
að steypa vegrið í malbiksbeygjunni,
en það verk átti að vera búið en tafð-
ist vegna þess að einhverjir skemmd-
arvargar höfðu lagt leið sína á braut-
ina um síðustu helgi og spólað hana
alla upp og skemmt uppsláttinn fyrir
steypuna. Er hart til þess að vita að
til séu ökumenn sem ekki geta virt
jafngott áhugastarf og þeir sem aö
byggingu brautarinnar stóðu hafa
sýnt.
Keppnin sjálf, næsta laugardag,
hefst klukkan 14, en undanrásir eru
um morguninn, þannig að bestu bíl-
amir og ökumennirnir verða eftir í
slaginn og er ekki að efa að hart verð-
ur barist til sigurs í öllum flokkum.
Rétt er að ítreka að að þessu sinni
er keppnin á laugardegi í stað sunnu-
dags eins og fyrri keppnirnar tvær.
-JR
Of mikil og of lítil ljós
Ljósanotkun allan sólarhringinn
leggur þá skyldu á herðar sérhvers
ökumanns að hafa gott eftirlit með
ástandi ljósabúnaðar bílsins. Það
vill hins vegar brenna við að marg-
ir hyggja einungis að ljósabúnaðin-
um þá fáu klukkutíma sem tekur
að fara með bílinn í skoðun.
Undanfarið höfum við hér á DV
Bílum orðið varir viö það að bilum
með gallaðan ljósabúnað hefur
fjölgað mikið í umferðinni. Ein-
eygðir bílar eru allt of margir og
ótrúlegt hve margir geta ekið um
án þess að taka eftir því að aðeins
logi á öðru ljósinu.
Nú fer að ganga í garð erfiðasti
tíminn í umferðinni þegar haust-
myrkrið læðist að og skapar þar
með aukna hættu, að ekki sé talað
um haustrigningarnar þar til við-
bótar.
Of mikil Ijós
En það er ekki bara ofjítil ljósa-
notkun sem skapar hættu í umferð-
inni því of mikil ljós geta einnig
verið hættuleg. Þar er um að ræða
notkun háu ljósanna í umferðinni
á daginn. Margir bílar eru með
mjög góð halogen framljós, en shk
ljós eru alltof sterk til að nota þeg-
ar umferð kemur á móti. Vissulega
er erfltt að sjá bláu viðvörunarljós-
in í mælaborðinu á mörgum bílum
en ökumenn sem sýna aðgæslu
ættu að sjá þessi ljós og bæta þar
úr snarlega. Undirritaður ók aust-
ur fyrir fjall um síðustu helgi og
af um það bil 50 bílum voru átta
sem voru með háu ljósin og það
sterk að þau blinduðu þá sem á
móti komu. Sama var á bakaleiö-
inni nema þá voru það bílarnir sem
á eftir komu sem voru óspart með
háa geislann á.
Önnur ljósanotkun, sem einnig
má flokka undir ofnotkun ljósa, er
næsta hvimleið. það er ótímabær
notkun rauðu þokuljósanna aftan
á bílum sem prýða alla nýja bíla í
dag. Þessi ljós eru til nota í þoku
og slæmu skyggni vegna rigningar
eða skafrennings en alls ekki á
björtum degi. Á mörgum bílum eru
þessi ljós svo sterk að þau deyfa
athygli þeirra sem á eftir koma á
hemlaljósunum og skapa þar með
aukna hættu í umferðinni.
Nota stefnuljósin!
Ein ljósanotkun virðist hafa orðið
útundan hjá mörgum í umferðinni,
en það er notkun stefnuljósa. Alltof
margir ökumenn nota þau of htið
og meðal þeirra má nefna atvinnu-
bílstjóra sem ættu aö vita betur um
það öryggi sem rétt notkun þeirra
skapar.
Þá virðast sumir ökumenn líta á
stefnuljósanotkun sem sagnfræði
frekar en til leiðbeiningar og upp-
lýsingar fyrir aðra i umferðinni.
Það kemur oft fyrir að ökumenn
setja stefnuljósin á þegar þeir eru
að ljúka beygjunni og eru með því
að segja frá því sem þeir voru aö
gera í stað þess að stefnuljósin eiga
að segja frá því sem við ætlum að
gera. Þetta er nokkuð sem allir eiga
að geta bætt úr án mikillar fyrir-
hafnar, aðeins með því að sýna að
þeir hafi fulla hugsuna á því sem
þeir eru að gera í umferðinni.
-JR
SUMIR ERU EINFALDLEGA BETRIEN AÐRIR
notuðu bílarnir hjá Bílaþingi eru til marks
MMC Spac« Wagon '90, 5 g„ 5
d., hvílur, «k. 11,000. V.
1.530.000.
MMC Lancer GLXi 4x4 1800
'90, 5 g., S d„ blár, ek.
10.000. V. 1.250.000.
um það
OPIÐ í DAG,
LAUGARDAG, KL. 10-14
VW Goll Clty 1600 ’90, 5 g.,
3Ja d., rauður, ek. 32.000.
V. 730.000 stgr., vsk-bíll.
Honda Clvlc 16 v. 1400 '88,
slállsk., 3ja d„ blár, ek.
28.000. V. 770.000.
BMW 520J '65, S g„ 4ra d.,
grár.ek. 97.000. V, 690.000.
MMC Galant GLSi 2000 ’89,
5 g„ 4ra d„ sltfurl., ek.
44.000. V. 1.130.000.
MMC Lancer EXE 1500 '88,
5 g., 4ra d., grábrúnn, ek.
24.000. V. 720.000.
Hekluhúsinu, Laugavegi 174
Símar 69-56-60 og 69-55-00
Audi 80 ð 1,8« 1800 ’88,
sjáHsk., 4ra d„ grár, ek.
51.000. V. 1.3004)00.
Toyota Corolla XL 1300 '88,
siáitsk., 5 d„ blár, ek.
45.000. V. 820.000.
MMC Pajero SW 3000 ’90,
sjáHsk., blár, ek. 27.000. V.
2.400.000.