Dagblaðið Vísir - DV - 17.08.1991, Side 6
32"
LAUOARÐÁGÍJR ’17'/ÁGÚST'1991;
Bílar
DV
Innflutningur fólksbíla janúar til júlí:
Mitsubishi heldur
toppsætinu
en Toyota fylgir
rétt á eftir
- Toyota leiðir hins vegar í heildarsölu
Pað eru enn þeir sömu tveir sem
slást á toppnum í fólksbílasölu og
Mitsubishi hefur vinninginn yfir
Toyota þótt munurinn sé bara 14 bíl-
ar. Toyota seldi fimm bílum meira,
eða 160 á móti 155 Mitsubishi hjá
Heklu í júlí en niðurstöðutölurnar
urðu 1114 fyrir Heklu en 1100 hjá
Toyota. Nissan varð í þriðja sæti í
júlí með 137 bíla en urðu í fimmta
sæti í heildarsölu þar sem af er árinu
með 561 bíl, Subaru kom þar á undan
í þriðja sæti með 663 bíla. Það vekur
athygli ef við skoðum röðina í fyrra
þá var Toyota í efsta sæti, Mitsubishi
í öðru, Subaru var þá í íjórða en Niss-
an hefur nú laumast úr því sjöunda
í það fjórða. Lada kemur líkt og í
fyrra í fimmta sæti með 445 bíla og
munar þar um 115 bíla selda í júlí
einum. Daihatsu kemur í sjötta sæti
með 307 bíla en voru í þriðja sæti á
sama tíma í fyrra.
í sjöunda sæti kemur Honda með
195 bíla, nánast jafnir Suzuki í átt-
unda meö 193, og rétt á undan Mazda
sem nú hafa náð sér á strik og eru
komnir í níunda sæti með 191 bíl.
Renault kemur loks í tíunda sæti
með 188 bíla.
Toyota leiðir í heildarsölu
Ef heildarsalan er skoðuð kemur í
ljós að Toyota leiðir hana með 1.323
bíla og 18,63% markaðshlutdeild á
móti 1.237 hjá Mitsubishi sem er með
17,42%. Þar munar um sölu sendibíla
hjá Toyota sem er nær helmingi
meiri en hjá Heklu. í þriðja sæti kem-
ur Subaru með 711 og 10,01%, í fjórða
kemur Nissan með 659 og 9,28%,
fimmta Lada 495 og 6,97%. í sjötta
sæti er Daihatsu með 324 (4,56%) og
Mazda í sjöunda með 227 (3,2%).
Veruleg aukning
Veruleg aukning er á milii áranna
í bílasölu því í ár hafa selst 6164 nýi
fólksbíla á móti 3.736 á sama tíma í
fyrra. Notuðum fólksbílum hefur
hka fjölgað eða úr 161 upp í 249. Nýir
vörubílar eru nú 157 á móti 425 í fyrra
en þar liggur munurinn í skúffubíl-
um sem taldir eru með vörubílum.
Hvað „venjulega" vörubíla, en þá
er átt við vörubíla sem eru meira en
7.500 kíló að heildarþunga þá hefur
Volvo vinninginn með 32 bíla og rúm
355 markaðshlutdeild, í öðru og
þriðja sæti koma Benz og man með
18 og 17 bíla, Scania í fjórða með 13,
DAF 9, og Ford og Iveco einn hvor.
Fjölgun sendibíla
Mikil aukning hefur orðið í sölu
sendibíla en í þeim flokki seldust
1.001 á móti 460 í fyrra og til viðbótar
Sala fólksbifreiða jan. - júl. 1991
Samtals 6102 bifreiðar
TOYOTA 1100
18,03%
MAZDA 191 3,13%
DAIIIATSU 307 5,03%
SUBARU 663 10,87%
LADA 445 7,29%
NISSAN 561 9,19%
1114
18,26%
Sala fólksbifreiða í júlí 1991
Samtals 1014 bifreiðar
Heildarsala jan. - júl. 1991
Samtals 7103 bifreiðar
Heildarsala í júlí 1991
Samtals 1187 bifreiðar
LADA 129 10,87%
TOYOTA 196 16,51%
MITSUBISin 174
14,66%
MAZDA 44 3,71%
DAIIIATSU 57 4,8%
SUBARU 81 6,82%
225 notaðir á móti 76 í fyrra.
Toyota á langstærsta skammtinn
af sendibílum eða 223 og 22,3% mark-
aðshlutdeild, Hekla í öðru sæti með
Mitsubishi (123 bíla) og Volkswagen
í fimmta sæti (87 bíla) eiga dágóðan
skammt en Ford er í þriðja.sæti með
101 bíl og Nissan í íjórða með 98.
Enn er ekki að marka allar sölutöl-
ur vegna þess hve sum bílaumboðin
hafa þurft að bíða eftir afgreiðslu
nýrra bíla frá verksmiðjunum. Dæmi
eru um að búið sé þegar að panta
framleiðslu ákveðinna bílategunda
fram í mars á næsta ári. Tölurnar
geta enn breyst áður en árið er úti,
en ef fer fram sem horfir þá stefnir
í rúmlega þá tölu sem talið er að ár-
leg endurnýjun bíla þurfi að vera til
að halda í horfinu.
-JR
Nýr Bentley sem kostar um fimmtán milljónir króna
- fyrir utan söluskatt og sölulaun
Bandaríkjamenn, sem geta séð af
fjórðungi milljónar dollara eða
rúmlega 15 milljónum íslenskra
króna, eiga nú völ á nýjum bíl á
bílamarkaði þar vestra eftir að
Rolls Royce setti nýjan Bentley á
markaðinn. Verðmiðinn: 249.800
dollarar.
Bentley Motors, sem er eins og
fyrr sagði í eigu Rolls Royce, og
hefur framleitt lúxusbíla í Bret-
landi um áratugaskeið kynnti
þennan nýja bíl í Bandaríkjunum
á mánudaginn. Þetta er fyrsti bíll-
inn í meira en 40 ár sem ekki hefur
verið smíðaður á grunni sömu yfir-
byggingar og notuð er í Rollsinn.
Nýi bíllinn, Continental R, er
rennilegur tveggja hurða með for-
þjöppu og verðið, 249.800 dollarar
eða 15,2 milljónir króna er án sölu-
skatts eða þóknunar söluaðilans.
Véhn er 6,75 htra V-8 og kemur
hún bílnum frá kyrrstöðu í hundr-
að kílómetra hraða á innan við sjö
sekúndum. „Gleðispillar" hjá verk-
smiðjunum hafa sett í bílin raf-
eindastýrða vörn gegn því að hægt
sé að koma bílnum á meiri hraða
en 233 kílómetra á klukkustund,
eflaust væri annars hægt að koma
honum á miklu meiri hraða. Líkt
og í öðrum bílum frá Rolls Royce
er vélarorkan ekki gefin upp.
Innbyggður fjarsími sem þjónar
bæði fram- og aftursæti er að sjálf-
sögðu í bílnum, upphituð sæti og
hljómtækin „gefa svipaða tilfinn-
ingu og að vera í hljómleikasal"
með geislaspilara og tíu hátölurum.
Loftkæling er að sjálfsögðu staðal-
búnaður.
Að sögn Howard Mosher, stjórn-
anda Rolls Royce Motors Inc., er
þessi bíll „eðhlegt framahald fyrri
áætlunum um að þróa sérstaka
Bentley-línu og á þann breikka
kaupendahóp Rolls Royce með því
að aðgreina þessi tvö merki“.
Rolls Royce keypti Bentley-verk-
smiðjurnar árið 1931 en frá árun-
um eftir 1950 hafa þesar tvær geriðr
verið mismunandi útfærslur
byggðar á sama grunni.
Mosher sagði aðeins minn en eitt
Rundrað Bentley Continental R
koma á Bandaríkjmarkað á næsta
ári frá og með febrúarmánuði og
þegar væri búið að panta flesta
þeirra.
Reuter
Bentley Continental R - nýr tveggja hurða kjörgripur sem kostar meira en gott einbýlishús eða um fimmtán milljónir króna á Bandaríkjamarkaði
og það án söluskatts eða sölulauna. Símamynd Reuter