Dagblaðið Vísir - DV - 17.08.1991, Page 3

Dagblaðið Vísir - DV - 17.08.1991, Page 3
LAUGARDAGUR 17. ÁGÚST 1991. 29 mmrjj 2 Hvaða sokkar eiga saman? Sendið lausnina til: Barna-DV. Elsku amma! Elsku amma! Ég er hér ein sem er að drepast úr áhyggjum. Þann- ig er mál með vexti að ég og strákurinn, sem ég er með, fórum út í skóg með teppi og þar elskuðumst við. Núna var ég að fá það staðfest (ég fór með prufu) að ég væri ófrísk. Ég er algerlega á móti fóstureyð- ingu og það kemur ekki til greina. En hvað á ég að gera gagnvart stráknum og pabba og mömmu? Ég á tvö eldri systkini og tvö yngri. Ég veit að pabbi brjálast ef ég segi honum þetta. Ég er líka hrædd um að strákurinn segi mér upp. Það eru þrjár vikur síðan strákurinn og ég gengum of langt og ég fékk þetta staðfest í gær. Ég verð að fá hjálp strax! Gerðu það, elsku amma, hjálpaðu mér! Viltu láta mig hafa forgang því ég er að farast úr áhyggjum. Ein í vanda. Kæra vina! Það er satt, þú ert í miklum vanda. Nú er það ekki spurning um það hvort þú segir mömmu, pabba og kærastanum hvernig komið er - heldur hvenær! Þú getur ekki leynt því til lengdar að vera ófrísk! Líklega er best að þú tahr fyrst við mömmu þína og þá ráðgerið þið í sameiningu hvernig taka skuli á málinu. Eftir skriftinni að dæma þá held ég að þú sért vart eldri en 15 ára og því verður þú að fá hjálp frá foreldr- um. Þú skalt ekki draga það lengur að taia við mömmu þína eða þann sem þér finnst best að tala við. Einnig getur þú leitað til Neyðarathvarfs fyrir börn og unglinga, Tjarnar- götu 35, eða í síma: 623333. Þar er sérþjálfað fólk sem er bundið þagnarskyldu og það gefur þér áreiðanlega bestu ráð. Með von um farsæla lausn. Þín amma. 6 villur Geturðu fundið 6 atriði sem ekki eru eins á háðum myndunum? Sendið lausnina til: Barna-DV. Hvaða lykill gengur að hverri skrá? Sendið svörin til: Barna-DV. Tilkynningar Kæra Barna-DV! Mig langar að biðja lesendur Barna-DV að senda upplýs- ingar um naggrísi! Helst þeir sem eiga naggrísi. Ein áhugasöm í Reykjavík. Halló Barna-DV! Mig langar að mótmæla því sem sagt var um hamstra! Ég á sjálf tvo hamstra með vinkonu minni. Hamstrar mega helst ekki fá mikið af ávöxtum og alls ekki vínber. Það verður að fara varlega í að gefa þeim ávexti vegna þess að þeir geta fengið meltingartruflanir ef þeir fá of mikið. Svo langar mig að gefa önnur ráð. Það þarf að skipta um vatn ekki sjaldnar en annan hvern dag. Svo finnst hömstrum mjög gaman að hlaupa um í grasi. Því er mjög gott að fara með þá út þegar grasið er þurrt og leyfa þeim að hlaupa. Þeir mega borða grasið en það verður að gæta þeirra mjög vel. Þeir eru fljótir að skjótast í burtu! Þakka gott blað. Embla Kristjánsdóttir, Miklubraut 64, 105 Reykjavík. ■n ’ i tM . 'í •9 'í^ it "l» • »1 »9 vt .223 .9« •S1 .56 .53 .55 • M M .6T > 5D có .63 m eí J2 36’ *W 68 15* • 80 88* '83 •8* aa .91 36 , ^«2 «8 1»6. «<■ 104 4o8 * •W AK * 400 W Felumynd Tengið saman tölurnar frá 1 til 2, 2 til 3, 3 til 4 o.s.frv. Þá kemur felumyndin í ljós! Hvað sýnir hún? Sendið svarið til: Barna-DV.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.