Dagblaðið Vísir - DV - 23.08.1991, Blaðsíða 3

Dagblaðið Vísir - DV - 23.08.1991, Blaðsíða 3
19 FÖSTUDAGUR 23: ÁGÚST 1991. Dans- staðir Ártún Vagnhöfða 11, sími 685090 Hljómsveit Jóns Sigurðssonar ásamt Hjördísi Geirsdóttur söng- konu leikur fóstudagskvöld. Á laugardagskvöld leikur hljóm- sveitin Næturgalar fyrir dansi. Blúsbarinn Laugavegi 73 Lifandi tónlist öll kvöld. Casablanca Diskótek föstudags- og laugar- dagskvöld. Dans-barinn Grensásvegi 7, sími 688311 Dansleikur fóstudags- og laugar- dagskvöld. Danshúsió Glæsibæ Álfheimum, s. 686220 Hljómsveitin Smellir ásamt Ragnari Bjarnasyni leikur á fóstudags-, laugardagskvöld Edenborg Keflavík Hljómsveitin GCD verður meö tónleika í Edenborg fostudaginn 23. ágúst og ball í fnghób á Sel- fossi laugardaginn 24. ágúst. Fjörðurinn Strandgötu, Hafnarfirði Lokað um helgina vegna breyt- inga. Loðin rotta leikur 30. ágúst. Fógetinn Angus Rolo syngur og skemmtir gestum Fógetans öll kvöld nema mánudagskvöld frá kl. 22-1 virka daga og 22-3 um helgar. Furstinn Skipholti 37, sími 39570 Lifandi tónhst föstudags- og laug- ardagskvöld. Gaukur á Stöng Rokkhljómsveit fslands leikur í kvöld og á laugardagskvöld. 25., 26., og 27. ágúst leikur Rokkabilly Band Reykjavíkur. Sálin hans Jóns míns leikur 28. og 29. ágúst. Gikkurinn Ármúla 7, sími 681661 Opið öll kvöld, Draft happy hour kl. 18-21 alla daga. L.A. Café Laugavegi 45, s. 626120 Diskótek föstudags- og laugar- dagskvöld. Hátt aldurstakmark. Sportklúbburinn Borgartúni 32, s. 29670 Opið fóstudags- og laugardags- kvöld á Stönginni. Aðgangur ókeypis. Hótel ísland Ármúla 9, simi 687111 Bíladelluball í kvöld, fóstudaginn 23. ágúst. Fjöldi skemmtiatriða og fatafellan Mette Larsen. Á laugardag er diskótek og Mette Larsen sýnir. Opið 11-3. Moulin Rouge Diskótek á fostudags- og laugar- dagskvöld. Naustkráin Vesturgötu 6-R Opið um helgina. Nillabar Strandgötu, Hafnarfirði Jón forseti og félagar skemmta um helgina. Tveir vinir og annar í fríi Laugavegi 45 Á föstudagskvöld og laugardags- kvöld skemmtir Loðin rotta. Ölkjallarinn Pósthússtræti 17 Hilmar Sverrisson spilar í kvöld og laugardagskvöld til kl. 3. Vik- ingband, NjáU og Georg leika sunnudag og mánudag til kl. 1. Ölver í Glæsibæ Karaoke kráin opið öll kvöld og alla daga í hádeginu. Sjallinn, Akureyri Hljómsveitin Rokkbandið spilar í SjaUanum í kvöld, fóstudaginn 24. ágúst. Gömlu brýnin á Dansbarnum Hljómsveitin Gömlu brýnin leik- ur fyrir dansi í veitingahúsinu Dansbarnum um helgina. Sveitin leikur alhliða danstónUst en uppi- staðan í efnisskránni er tónlist frá gullaldarárum rokksins og perlur frá bítlatímabUinu. Gömlu brýnin hafa komið víða við á tveggja ára ferli sínum og hafa einkum verið eftirsótt í einka- samkvæmum, svo sem árshátíöum og þorrablótum. Hljómsveitina skipa Björgvin Gíslason gítar, Hall- dór Olgeirsson trommur, Sigurður Björgvinsson bassi og Sveinn Guð- jónsson hljómborð. Sönginn annast þeir félagar allir í sameiningu. Dansbarinn er á Grensásvegi við hliðina á matsölustaðnum Mongol- ian Barbeque og er innangengt á milh, enda geta gestir matsölustað- arins litið inn á Dansbarinn að máltíð lokinni án þess að greiða aðgangseyri. Tveir vinir og annar í fríi: Loðin rotta og Siggi Bjöms Hljómsveitin Loðin rotta skemmtir á Tveimur vinum og öðr- um í fríi í kvöld, fostudag, og á morgun, laugardag. Þessi sveit er ein af heitari hljómsveitum lands- ins og er skipuð harðsvíruðum poppurum sem svífast einskis þeg- ar rokktónUst er annars vegar. Loðna rottu skipa: Jóhannes Eiðs- son, var áður í Sprakk, Jóhann Ásmundsson, kenndur við Mezzo- forte, Sigurður Gröndal, Ingólfur Guðjónsson, báðir úr Rikshaw og HaUi Gulli sem sá á tímabiU um að Sinfóníuhljómsveit íslands héldi takti. Þeim til fuUtingis er hinn ástsæli hljóðmaður Bjarni Frið- riksson. Ekki amaleg grúppa þetta. Það verður svo Flateyringurinn víðforli, Siggi Björns, sem skemmt- ir á sunnudags- og mánudagskvöld. Hann er án efa víðfórlasti íslenski tónUstarmaðurinn því síðustu ár hefur hann skemmt í Ástralíu, Nýja-Sjálandi, Singapore, Japan og á öUum Norðurlöndunum. Tveir vinir hafa nýverið opnað matsölu eftir gagngerar breytingar og bjóða nú upp á ódýran og góðan matseðil, svo það er tUvaUð að fá sér í svanginn fyrir góða rokktón- leika eða baU. Vanir menn leika á stórdansleik kvenfélagsins Óskar í féiagsheimilinu Hrollaugsstöðum á morgun. Hinn árlegi stórdansleikur kven- félagsins Óskar í Suðursveit verður haldinn á morgun, laugardaginn 24. ágúst, í félagsheimiUnu Hrol- laugsstöðum og mun hljómsveitin Vanir menn að sjálfsögðu sjá um að aUir skemmti sér undir frísk- legri og flölbreyttri danstónlist. Kvenfélagið Ósk hvetur alla sem vettlingi geta valdið að mæta á svæðið. Sálin á Austfjörðnm Eins og þeir vita sem fylgst hafa með SáUnni í sumar hafa meðlimir sveitarinnar verið að prófa ýmsar nýjungar á sviði hljóðfæra frá f]öl- þjóðafyrirtækinu ÓONG hf. Þessa helgi stóð tU að Stefán HUmarsson, hinn öflugi söngvari sveitarinnar, prófaði nýjan og þráðlausan hljóð- nema sem ekki gengur fyrir raf- hlöðum eins og flestir þráðlausir nemar heldur er einfaldlega trekkt- ur upp. En af þessu getur ekki orðið því Stefán varð fyrir því óláni að týna fjöðrinni úr hljóðnemanum. En SáUn hans Jóns míns heldur austur á firði í berjamó um helg- ina. Meðlimir sveitarinnar hyggj- ast þó ekki Uggja í lynginu tU lengd- ar því að þeir munu halda tvenna miönæturtónleika. Þeir fyrri verða í kvöld, föstudagskvöld, á hinum fagra Seyðisfirði, þar sem leikið' verður í Herðubreið, og hinir seinni í Hótel EgUsbúð, Neskauþ- stað, á laugardagskvöld. Þetta verður í eina skiptið á árinu sem SáUn mun leika á þessum slóð- um. Á efnisskránni eru meðal ann- ars ný lög sem koma út á breið- skífu í haust og auðvitað eldra efni sem Austfirðingar ættu að þekkja frá fornu fari. Á báðum stöðum hefjast tónleikamir um klukkan 23.30 og standa að sjálfsögðu langt fram eftir nóttu. Lýsuhóll á Snæfellsnesi: Síðan skein sól Það verður mögnuð upp orka á Snæfellsnesinu um helgina því hljómsveitin Síðan skein sól ætlar að spUa á LýsuhóU á laugardags- kvöld. SóUn ætlar að hita upp á Hótel Akranesi og leikur þar á fóstudagskvöld. En strax á laugar- deginum fara þeir piltar áleiðis að LýsuhóU og taka þegar að seiða fram orkustreymi frá SnæfeUsjökU sem er eins og kunnugt er, ein af sjö orkustöðvum heimsins. Þeir Sólar-menn hafa þegar náð sambandi við eina af hinum orku- stöðvunum, La Mola á Formentera og munu gestaleikarar beija fomar bumbur þvi við það eykst orku- streymi jökulsins. Nú þegar hausta tekur og skólar hefjast er tílvaUð að fara á SnæfeUs- nesið tíl að ná sér í aukna orku. Eins og venjulega verða einhverj- ar uppákomur hjá Sólar-mönnum og nokkuð víst er að hinn mikU ljósameistari, Hákon, verður með einhverjar breUur þegar hann túlk- ar EldfugUnn eftir Stravinskí. Sem sagt, magnað laugardagskvöld með Síðan skein sól. Loöin rotta skemmtir á Tveimur vinum i kvöld og annað kvöld. Upplyfting á Austurlandi Hljómsveitin Upplyfting ætlar að skemmta íbúum á Fáskrúðsfrrði og Egilsstöðum um helgina. í kvöld, fóstudagskvöld, heldur sveitin uppi fjöri á Hótel Austurlandi á Fá- skrúðsfirði en á morgun, laugar- dag, verður það í Valaskjálf á Egils- stööum. Upplyfting er um það bil að klára skemmtanahringinn um landið og hefur sveitin verið þekkt fyrir uppákomur á hringferð sinni. Með- al annars ætlar hljómsveitin að kynna brasihskan innflytjanda en nokkuð víst er talið að hann sé frá regnskógum Amason. Þjóðlegheit- in gleymast ekki því ansi hreint þjóðlegur hringdans verður stiginn klukkan 1.10 í Valaskjálf. Rokkhljómsveit Islands ætlar að spila á Gauknum um helgina. Gaukur á Stöng: Rokkhljómsveit íslands Rokkhljómsveit íslands mun spila á Gauki á Stöng um helgina, í kvöld og annað kvöld. Rokkhljóm- sveit íslands er nokkurra mánaða gömul hljómsveit og hefur verið iðin við að skemmta lapdslýð að undanfómu. TónUstaráhrifa gætir frá ýmsum stórsveitum en mest þó frá Jakk D., B.U.D. Hljómsveitina skipa þeir Þórður Bogason, sem syngur, Friðrik Karlsson, sem leikur á gítar, Sig- urður Reynisson á trommur og Borgar Bragason á bassa. Galíleó á ísafirði Hljómsveitin Galíleó skemmtir í SjaUanum á ísafirði um helgina, bæði fóstudags- og laugardags- kvöld. Galíleó leikur innlend og erlend lög í bland við eigið efni. Hljómsveitina skipa þeir Baldvin Sigurðsson á bassa, Rafn Jónsson á trommur, Sævar Sverrisson syngur, Jósep Sigurðsson leikur á hljómborð og Öm Hjálmarsson á gítar.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.