Dagblaðið Vísir - DV - 17.10.1991, Blaðsíða 1

Dagblaðið Vísir - DV - 17.10.1991, Blaðsíða 1
Stöð 2 kl. 00.45: Vitfirring Á dagskrá Stöðvar 2 á laugardags- kvöld, eða réttara sagt aðfaranótt sunnudags, verður kvikmyndin Vit- firring, eða Tales That Witness Mad- ness. Myndin fjallar um dr. Tremayne sem rekur einkastofu þar sem hann stundar sálfræðirannsóknir. Hann hefur á stofunni íjóra sjúklinga sem hafa lent í ótrúlegum raunum sem enginn getur útskýrt, en dr. Tre- mayne heldur að hann hafi fundið lausnina. Þegar gamall vinur hans kemur í heimsókn segir dr. Trema- yne honum sögu þessara fjögurra persóna. Paul Patterson, sem er sex ára, er fyrsta tilfellið. Paul er einmana og þegar hann segir mömmu sinni frá vini sínum, sem er tígrisdýr, trúir hún honum ekki en til að friða hann kaupir hún handa honum tígrist- uskubrúðu. Eina nóttina, þegar hún ætlar aö lauma brúðunni inn í her- bergi Pauls, sér hún að hurðin er útklóruð. Hún vekur mann sinn og segir honum að nú sé nóg komið og saman fara þau að herbergi Pauls en nema staðar þegar þau heyra að hann er að tala viö einhvern. Annað tilfellið segir frá Timothy Patrick sem rekur fornmunaverslun. Timot- hy éignast einkennilegt hjól og dag nokkurn þegar hann fer að hjóla get- ur hann ekki stoppað og fer hann aftur í tímann, allt til Viktoríutíma- bilsins. Þriöja tilfellið segir frá arki- tekt sem tekur ástfóstri við tré og það fjórða frá ungum manni sem fær þá áráttu að hann þurfi að fórna hreinni mey svo móðir hans lifi. Tekið skal fram aö myndin er stranglega bönnuð börnum. Bresk sálfræðihrollvekja er á dagskrá Stöðvar 2 á laugardagskvöld og nefnist hún Vitfirring. ’fT— I Sjónvarpinu á laugardagskvöld verður kvikmyndin Newshounds, Blaðasnápar, á dagskrá Sjónvarps. Mynd- in segir frá störfum blaðamanna „gulu pressunnar" i Bretlandi. Sjónvarp kl. 21.50: Blaðasnápar Það er „gula pressan" breska eða æsifréttasneplarnir sem fá á bauk- inn í fyrri mynd Sjónvarps á laug- ardagskvöld klukkan 21.50. Mynd- in heitir Newshounds sem er þýtt sem Blaðasnápar. í þessum grálynda gamanleik segir frá degi á ritstjóm smáblaðs sem lifir fyrst og fremst á hneyksl- is- og sorasögum af þekktu fólki. Þennan daginn hefur fréttamönn- um blaðsins tekist að þefa uppi tvö hneykslismál sem bæði tengjast kynlífi en em þó alveg óskyld. í öðm tilfellinu kemur við sögu stjarna í sápuóperu en ráðherra í hinu. Myndin greinir síðan frá þeim flækjum sem þessar sögur valda innan ritstjórnar sem utan. Leikstjóri er Les Blair en Adrian Edmondson og Alison Steadman leika aðalhlutverkin. Þýðandi er Páll Heiðar Jónsson. Rás 1 kl. 13.00: Góðvinafundur í Gerðubergi Á Góðvinafundi í Gerðubergi á sunnu- óperusöngvari, Jón Þórarinsson tónskáld teknir tali. Gestgjafar eru Elísabet Þóris- daginn klukkan 13.00 á rás 1 em gestir og Þorgeir Andrésson óperusöngvari. Auk dóttir, Jónas Ingimpndarson og Jónas Jón- karlakórinn Fóstbræður, Kristinn Hallsson þeirra verða nokkrir gamlir söngbræður asson sem jafnframt er stjórnandi. Góðvinafundur i Gerðubergi er á dagskrá rásar 1 á sunnudaginn. Jónas Jónasson er stjórnandi þáttarins og meðal þeirra sem hann mun tala við er Þorgeir Andrésson óperusöngvari. Rás 1 kl. 16.30: Rússland í sviðs- ljósinu í vetur mun Útvarps- gang að æðri mennta- leikhúsið flytja rússnesk stofnunum. Vandamálið leikrit, ný og endurflutt er að fjölskylda hans, að undir yfirskriftinni tengdasyni undanskild- Rússland í sviðsljósinu. um, virðist ekki kunna Á sunnudag klukkan að meta þessi eftirsóttu 16.30 veröur á rás 1 end- lífsgæði sem hann með urflutt frá 1985 leikritiö útsjónarsemi sinni hef- „Þiðuhreiörið" eftir ur aflað þeim. Viktor Rozov í þýðingu Leikstjóri er Kristín Árna Bergmanns. Jóhannesdóttir og leik- í leikritinu lýsir Rozov endur eru Erlingur fjölskyldulííi háttsetts Gíslason, Þóra Friöriks- embættismanns i Rúss- dóttir, Kristín Bjama- Iandi, fyrir þær sarnfé- dóttir, Helgi Bjömsson, lagsbreytingar sem þar Amar Jónsson, Lilja hafa nú orðið. Faðirinn Guörún Þorvaldsdóttir, hefur, stööu sinnar Halldór E. Laxness, vegna og tengsla við Bryndís Schram, Vil- „rétta“ menn, útvegað borg Halldórsdóttir, sér og fjölskyldu sinni Kristbjörg Kjeld og Að- hin eftirsóttu stöðutákn, alsteinn Bergdal. íbúðir, ferðalög og aö-

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.