Dagblaðið Vísir - DV - 25.10.1991, Page 7

Dagblaðið Vísir - DV - 25.10.1991, Page 7
FÖSTtÍDÁ’dúk' 25: ÖKTÖÉÉk1 léði. f þróttir helgarinnar: HK - Víkingur er stórleikurinn HK-mennirnir Eyþór Guöjónsson og Róbert Haraldsson fagna en Valsmennirnir Brynjar Harðarson og Ingi Rafn Jónsson eru daufir í dálkinn i leik liðanna á miðvikudagskvöidið. HK mætir Vikingi og Valur mætir Fram á sunnudagskvöldið. DV-mynd Brynjar Gauti Það eru handbolti og körfubolti sem fyrst og fremst eru á dag- skránni um helgina en heil umferð verður leikin þar í efstu deildum, bæði í karla- og kvennaflokki. Þá er eitt sundmót um helgina og væntanlega eitthvað leikið í blaki en blakmenn hafa fyrir sið að til- kynna um leiki helgarinnar seint á föstudögum svo þeirra er ekki getið hér. Stórleikurinn er HK og Víkingur Stórleikur helgarinnar í 1. deild karla í handknattleik er viðureign nýliða HK og Reykjavíkurmeistara Víkings sem fram fer í Digranesi klukkan 20 á sunnudagskvöldið. HK hefur komið liða mest á óvart það sem af er tímabilinu og er með fimm stig eftir þrjá leiki - sigraði síðast íslandsmeistara Vals á úti- velli á miðvikudagskvöldið. Vík- ingar hafa unnið þrjá fyrstu leiki sína og nú reynir verulega á bæöi lið. Þrír leikja f. deildar fara fram í kvöld. Selfoss og Stjarnan leika á Selfossi klukkan 20, á sama tíma mætast ÍBV og FH í Vestmannaeyj- um, og klukkan 20.30 hefst leikur KA og Hauka í hinu nýja og glæsi- lega húsi KA á Akureyri. Á morgun klukkan 16.30 leika neöstu hðin, Grótta og Breiðablik, á Seltjarnarnesi, og að lokum eig- ast viö Fram og Valur í Laugardals- höllinni klukkan 20 á sunnudags- kvöldið. Fjórir leikir í 1. deild kvenna í 1. deild kvenna eru fjórir leikir, þar af þrír á morgun. Stjarnan og Ármann leika í Garðabæ klukkan 13, Valur og Fram í Laugardalshöll- inni klukkan 15 og ÍBV og Grótta í Vestmannaeyjum klukkan 15. Loks leika Haukar og Keflavík í Hafnarfirði klukkan 16.15 á sunnu- daginn. í 2. deild karla er einnig heil umferð. í kvöld klukkan 20 leika HKN og ÍH í Keflavík og Völsungur og Ármann á Húsavík. Á morgun leika Þór og Ármann á Akureyri klukkan 13.30 og Ögri og Aftureld- ing mætast í Seljaskóla klukkan 15.30 á sunnudaginn. Toppleikur í Grindavík Heil umferð er leikin í úrvals- deildinni (Japisdeildinni) í körfu- knattleik og nú er í fyrsta skipti í vetur leikið á milli riðla. Haukar og Tindastóll leika í Hcifnarfirði klukkan 14 á morgun, en hinir leik- irnir fara fram á sunnudaginn. Klukkan 16 hefst leikur ÍBK og Snæfells í Keflavík, og á sama tíma leikur Skallagríms og Vals í Borg- arnesi. Klukkan 20 leika Þór og KR á Akureyri, og Grindavík mætir Njarðvík í toppleik umferðarinnar í Grindavík á sama tíma. í 1. deild kvenna í körfuknattleik er heil umferð á sunnudaginn. KR og ÍS leika í Hagaskóla, ÍBK og Haukar í Keílavík og Grindavík og ÍR í Grindavík. Allir leikirnir heíj- ast klukkan 18. Tvö taplaus lið, ÍA og Breiðablik, leika í 1. deild karla í körfuknatt- leik í kvöld á Akranesi klukkan 20. Á morgun leikur Víkverji við ÍR i Hagaskóla klukkan 14 og á sunnu- dag mætast Reynir og Keilufélag Reykjavíkur í Sandgerði klukkan 17. Sundmót Eitt sundmót er um helgina, sam- kvæmt mótaskrá Sundsambands íslands. Það er Triumph-Sport mót Ægis, sem fram fer í Sundhöll Reykjavíkur á laugardag og sunnu- dag. -VS Sýningar Ásmundarsalur Freyjugötu 41 Sigrún Olsen sýnir olíumálverk í Ás- mundarsal. Verkin eru unnin í Banda- ríkjunum undanfarin tvö ár. Sýningunni lýkur sunnudaginn 27. október. FÍM-salurinn v/Garðastræti Ákveðið hefur verið að framlengja styrktarsýninguna sem verið hefur í FIM-salnum til sunnudags 3. nóvember. Á sýningunni eru olíu- og akrílmálverk, vatnslitamyndir, grafík- og höggmyndir eftir marga þekktustu listamenn lands- ins. Þeir eru allir félagsmenn í FÍM og gefa félaginu helming söluverðs verka sinna. Opið er alla daga frá kl. 14-18. Gallerí Borg Pósthússtræti 9 opiö alla daga vikunnar frá kl. 14-18. Galleríeinn einn Skólavörðustig 4, Halldóra Emilsdóttir opnar í dag sýningu á málverkum. Hún sýnir ofíumyndir unnar á þessu ári. Hún lauk námi frá MHÍ 1987 úr málaradeild. Sýningin er opin alla daga kl. 14-18. Henni lýkur 7. nóvember. Gallerí List Skipholti Elín Magnúsdóttir myndlistarkona sýnir málverk. Sýningin stendur til 3. nóvemb- er og er opin daglega kl. 10.30-18. Mál- verkin eru unnin í blandaö efni, öll á þessu ári. Gallerí G. 15 Skólavörðustíg 15, Jón Axel Björnsson sýnir smámyndir í hinu nýja Gallerí G. 15. Sýningin stendur til 19. nóvember og er opin á virkum dögum kl. 10-18 og laugardaga kl. 11-14. Gallerí Sigurþórs Víðimei 61 er opið alla daga frá kl. 13-18. Myndverk eftir Sigurþór Jakobsson til sýnis og sölu. Gallerí Sævars Karls Bankastræti 9 Kristín Arngrímsdóttir sýnir í Gallerí Sævars Karls. Myndimar á sýningunni eru unnar með bambuspenna og tússi. Kristín hefur tekið þátt í samsýningum og haldið einkasýningu í bókasafni Mos- fellsbæjar. Sýningin stendur til 8. nóv- ember og er opin á verslunartíma kl. 9-18 og 10-16 á laugardögum. Hafnarborg Strandgötu 34 Elías Hjörleifsson hefur opnað sína fyrstu einkasýningu á íslandi. Á sýning- unni eru olíumálverk og myndir unnar með olíustifti og olíukrít. Sýningin er opin frá kl. 14-19 alla daga nema þriðju- daga fram til 27. október. Þá opna þær Kristín Björgvinsdóttir, ína Sóley Ragn- arsdóttir, Kristín Arngrímsdóttir og Rannveig Jónsdóttir sýningu á morgun í Kaffístofu Hafnarborgar. Sýningin verð- ur opin trá kl. 11-19 til mánaðamóta en frá og með 1. nóvember breytist opnunar- timi Hafnarborgar og verður þá opið í kaffístofu frá kl. 11-18. Sýningin stendur til 10. nóvember. J. Hinriksson Maritime Museum Súðarvogi 4 Sjóminja- og vélsmiðjumunasafnið er opið frá kl. 13-17 þriðjudaga, miðviku- daga, fimmtudaga, fóstudaga og laugar- daga. Katel Laugavegi 20b (Klapparstigsmegin) Til sölu eru verk eftir innlenda og er- lenda listamenn, málverk, grafík og leir- munir. Kjarvalsstaðir v/Miklatún Einar Hákonarson sýnir málverk í vest- ursal. ’f vestur- og austurforsal sýnir Hallsteinn Sigurðsson höggmyndir. í austursal sýnir Harpa Bjömsdóttir mál- verk og höggmyndir. Sýningamar standa til sunnudagsins 27. október og em opnar kl. 11-18. Veitingabúðin er opin á sama tíma. Listasafn Einars Jónssonar Opið laugardaga og sunnudaga kl. 13.30-16. Höggmyndagarðurinn er opinn daglega kl. 11-17. Listinn, gallerí - innrömmun Síðumúla 32 Uppsetningar eftir þekkta íslenska mál- ara: ofía, vatnslitir, pastel og grafík. Opið virka daga kl. 9-18, laugardaga kl. 10-18 og sunnudaga kl. 14-18. Listasafn Háskóla Islands í Odda Þar er nú á öllum hæðum sýning á nýjum verkum í eigu safnsins. Opið er daglega kl. 14-18. Aðgangur að safninu er ókeypis. Listasafn íslands Fríkirkjuvegi 7 Þar stendur yfir sýning á verkum eftir Guðmund Thorsteinsson, Mugg og nefn- ist sýningin „í fótspor Muggs“. Safnið er opið alla daga nema mánudaga kl. 12-18 og er aðgangur ókeypis. Veitingastofa safnsins er opin á sama tíma. Listasafn Sigurjóns Laugarnesi Farandssýningin Sigurjón Ólafsson Dan- mörk - ísland 1991 stendur yfir í lista- safninu. Hér er um að ræða yfirlitssýn- ingu á verkum Sigurjóns sem hefur veriö sett upp á þremur söfnum í Danmörku í sumar. Sýningin er opin um helgar kl. 14-17. ListhúsiðSnegla, Grettisgötu 7 Þar eru listmunir til sýnis og sölu, unnir af 15 listakonum sem vinna í textíl, keramik og skúlptúr. Opið mánudaga til fóstudaga kl. 12-18 og laugardaga kl. 10-14. Mílanó, Faxafeni 11, Steinþór Marinó Gunnarsson sýnir í kaffihúsinu Mílanó. Hann sýnir þar olíu- málverk, pastelmyndir og myndir unnar með blandaðri tækni. Sýningin er opin alla virka daga kl. 9-19, laugardaga kl. 9-18 og sunnudaga kl. 13-18. Mokkakaffi v/Skólavörðustíg Myndlistarmaðurinn G.R. Lúðvíksson sýnir á Mokkakaffi. Á sýningunni eru þrívíð verk, ljósmyndir og £1. Nýhöfn Helgi Þorgils Friðjónsson opnar sýningu á teikningum og vatnslitamyndum í Ný- höfn á morgun kl. 14-16. Verkin á sýning- unni eru unnin á tveimur til þremur árum. Þess má geta að sama dag verður opnuð í New York sýning á málverkum hans í Gallery Bess Cutler. Sýningin, sem er sölusýning, er opin virka daga kl. 10-18 og frá kl. 14-18 um helgar. Lokað á mánu- dögum. Henni lýkur 13. nóvember. Norræna húsið Sýningin „Grænlensk myndlist" stendur yfir í sýningarsal. Listaverkin eru úr safni Astri Heilman. Opið daglega ki. 14- 19. í anddyri er fræðslusýning um Grænland, land og þjóð, og í bókasafni eru til sýnis grænlenskar bækur frá Landsbókasafninu í Grænlandi og Det Gronlandske forlag. Nýlistasafnið Vatnsstíg 3B, Á morgun kl. 16 opnar Halldór Ásgeirs- son myndlistarsýningu í öllum sölum safnsins. Halldór mun sýna skúlptúra unna í rekavið. Sýningin er opin alla daga milli kl. 14 og 18 og stendur til 10. nóvember. Sýning í Gerðubergi Verkið „Mynd“, skúlptúr eftir Sigurð Guömundsson, er nýuppsett á Torginu við Gerðuberg. Einnig er sýning á grafík- myndum eftir hann og fjöldi annarra myndverka í eigu Reykjavikurborgar. Þá stendur þar yfir sýningin „Gagn og gam- an“, verk efíir böm tmnin í listasmiðju Gagns og gaman í Gerðubergi. Sjóminjasafn íslands Vesturgötu 8 Hafnarfírði, sími 52502 Opið laugardaga og sunnudaga kl. 14-18. Póst- og símaminjasafnið Austurgötu 11 Opið á sunnudögum og þriðjudögum kl. 15- 18. Aðgangur ókeypis. Vinnustofa Ríkeyjar Hverfisgötu Þar eru til sýnis og sölu postulínslág- myndir, málverk og ýmsir litlir hlutir. Opið er á verslunartíma þriðjudaga, mið- vikudaga, fimmtudaga og fostudaga og á laugardögum kl. 10-16. Þjóðminjasafnið í Bogasal Þjóðminjasafnsins stendur yfir sýningin „Stóra-Borg - fomleifarann- sókn 1978-1990“. Þar er sögð saga fom- leifarannsókna á Stóm-Borg undir Eyja- fjöllum, Rangárvallasýslu, og sýndir gripir sem þar fimdust. Safnið er opið alla daga nema mánudaga kl. 11-16. Myndlistarsýning í menntamálaráðuneytinu Myndlistarsýning sunnlenskra lista- manna stendur yfir í menntamálaráðu- neytinu, Sölvhólsgötu 4. Sýningin er opin alla virka daga kl. 8.45-17 fram til 4. des- ember. Menningarstofnun Bandaríkjanna Laugavegi 26, Þar stendur yfir sýning á bandarískum bókum og tímaritum um umhverfismál. Á sýningunni era um 380 titlar frá um 80 útgefendum. Viðfangsefni þessara rita, sem flest em gefin út á árunum 1989-91, er umhverfismál, séð frá öllum sjónar- hornum. Sýningin er opin á opnunartíma Ameríska bókasafnsins kl. 11.30-18 alla virka daga til 31. október. Myndlistarsýning Landssamtakanna Þroskahjálpar Landssamtökin Þroskahjálp sýna grafík- myndir 1 húsnæði sínu að Suðurlands- braut 22, Reykjavík. Sýningin er haldin í tilefni af útkomu happdrættisalmanaks Þroskahjálpar og em myndimar á sýn- ingunni þær sem prýða almanakið 1992. Þekktasti listamaður sýningarinnar er hinn heimsfrægi listamaður Erró sem hefur gefiö samtökunum þrjár grafík- myndir á þessu ári. Aðrar myndir á sýn- ingunni eru eftir vel þekkta íslenska listamenn. Allar myndimar á sýning- unni em til sölu. Sýningin er opin dag- lega til áramóta kl. 15-17. Eden Hveragerði Ásta Guðrún Eyvindsdóttir sýnir grafík- myndir í Eden. Minjasafnið á Akureyri Aðalstræti 58, simi 24162 Opið daglega kl. 11-17. Þar stendur yfir sýning á mannamyndum Hallgríms Ein- arssonar ljósmyndara. Möppúr með ljós- myndum liggja frammi og einnig em til sýnis munir og áhöld af ljósmyndastofu Hallgrims. Slunkaríki fsafírði Á morgun kl. 16 opnar Jan Homan sýn- ingu á pastelmyndum. Á sýningunni verða 10 pastelmyndir, allar gerðar síðan hann kom til Ísafjarðar í byijun árs 1987. Sýningin er opin fimmtudaga til sunnu- daga kl. 16-18 til sunnudagsins 24. nóv- ember.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.