Dagblaðið Vísir - DV - 30.10.1991, Side 1

Dagblaðið Vísir - DV - 30.10.1991, Side 1
Nær- föt yst sem innst Þegar Madonna mætti á kvik- myndahátíðina í Cannes, að því virt- ist á nærfotunum einum saman, varð enginn sérlega hlessa. Madonna er svona og hefur lengi leyft sér að ganga fram af fólki. En þegar sýning- arstúlkur hátískuhúsanna koma inn á svið í fatnaði sem dregur dám af nærfatnaði urðu sumir vandræða- legir og vissu vart hvernig taka ætti þessum nýju straumum. Vetrarlína og nýja sumarlína hinna frægu hönnuða í samkvæmisfatnaði er fengin frá nærfatátísku allra tíma. í samtali á bls. 28 fjallar Heiðar Jóns- son um þessa nýju tísku og veltir fyrir sér hvernig íslenskar konur munu taka henni. Fram til þessa hafa hönnuðir verið að leika sér með nærfatastílinn í toppum við buxur og innanundir jakka. í vetur ryður þessi stíll sér til rúms í samkvæmisfatnaði og hafa sumir tískusérfræðingar sagt að þetta sé einhver mesta sprengja sem tískuheimurinn hefur orðið vitni að árum saman. Samkvæmisfatnaöur- inn er sexí og dregur fram línur kon- unnar í hvívetna. Þrátt fyrir að fatn- aðurinn sé svolitiö „gjálífislegur" hafa hönnuðir alveg sloppið við subbuskap og grófleika. Samkvæmiskjóll úr smiðju Saint Laurent. Þetta er hluti af vetrarlínu meistarans. Drapplitur satínkjóll, sem líkist gam- aldags undirkjól, eftir Valentino. Nýja vor- og sumarlinan frá París. Franski hönnuðurinn Jean-Paul Gaultier er höfundur silkiundirfatnaðarins og silkisloppsins. Stuttbuxur og stð skyrta með fjörlegu og litríku blómamynstri frá tískuhusi Chanel. Simamyndir Reuter. LITASJAMPÓ SEM GERIR HÁRIÐ GLANSANDI Fyrir Ijóst, skolleitt, brúnt, rautt og svart hár. Litanæring í stíl.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.