Dagblaðið Vísir - DV - 01.11.1991, Side 6
22
FÖSTUDAGUR 1. NÓVEMBER 1991.
Bíóborgin:
Zandalee
í byrjun Zandalee kynnumst við
hjónunum Zandalee og Thierry
Martin. Hjónabandið er að fara í
hundana, Thierry dregur sig inn í
sjálfan sig og Zandalee finnur þörf
hjá sér til prófa eitthvað nýtt. Þess-
ari þörf hennar verður fullnægt og
vel það þegar hún hittir gamlan
elskhuga, Johnny Collins, og líf
hennar gjörbreytist upp frá þeirri
stundu.
Það er óþekkt leikkona, Erika
Anderson, sem leikur Zandalee en
öllu þekktari leikarar leika eigin-
mann hennar og elskhuga, Nichol-
as Cage leikur Johnny sem er hæfi-
leikamikill listamaður sem ein-
göngu hugsar um sjálfan sig. Judge
Reynolds leikur eiginmanninn,
Thierry, ljóðskáld með brostnar
vonir.
Nicholas Cage og Judge Reynolds
er óþarfi aö kynna, báðir hafa vak-
ið athygli á undanförnum árum
fyrir góðan leik í nokkrum úrvals-
myndum. Erika Anderson er aftur
á móti ný stærð og fær hér erfitt
hlutverk sem frumraun sína í kvik-
myndum. Anderson hefur áður
aðeins komið fram í sjónvarps-
myndum og lék meðal annars
gestahlutverk í Tvídröngum.
Leikstjórinn, Sam Pillisbury, er
nýsjálenskur og hefur leikstýrt sjö
nýsjálenskum kvikmyndum ásamt
að leikstýra sjónvarpsþáttum.
Hann vakti fyrst athygli í Banda-
ríkjunum þegar kvikmynd hans frá
1984, The Quiet Earth, var sýnd þar
við nokkrar vinsældir. Hann leik-
stýrði síðan breskri sjónvarps-
þáttaröð, Heart of the High Co-
untry. Þekktasta kvikmynd hans
er Starlight Hotel sem hann gerði
1987, hlaut sú mynd afbragðsdóma.
Zandalee er fyrsta kvikmyndin sem
hann leikstýrir í Bandaríkjunum.
Meðal leikara í aukahlutverki er
söngvarinn geðþekki með sérstöku
röddina, Aaron Neville, og er þetta
önnur kvikmyndin sem hann leik-
ur í.
-HK
Nicholas Cage, Judge Reynolds og Erika Anderson leika aðalhlutverkin
I Zandalee.
Robbie Coltrane kominn í páfabúninginn og umkringdur fagnandi nunn-
Milla Jovich og Brian Krause leika hina ungu strandaglópa í Aftur til
bláa lónsins.
Stjömubíó:
Aftur til Bláa lónsins
Brooke Shields varð heimsfræg
þegar hún lék í Bláa lóninu fyrir
rúmum tíu árum síðan en hefur
ekki tekist að fylgja vinsældunum
eftir. Nú er komin framhaldsmynd,
þó ekki sé um beint framhald að
ræða enda er Brooke Shields
hvergi nærri.
Aðalleikaranir í Aftur til bláa
lónsins (Return to the Blue Lagoon)
eru nú hin unga Milla Jovovich,
sem sjónvarpsáhorfendur, eiga að
kannast við úr þáttaröðinni um
Parker Lewis og Biian Krause. Þau
leika Lilli og Richard sem alast upp
á óþekktri eyju í Suður-Kyrrahafi.
Þau bíða þess stöðugt að þeim verði
bjargað en þegar björgin loks berst
er hún önnur en þau höföu reiknað
með.
Aftur til bláa lónsins er að mestu
tekin upp á eyjunni Taveuni, einni
af fjölmörgu FÍji-eyja. Leikstjóri er
Wilham A. Graham sem á að baki
fjölmargar sjónvarpsmyndir og
kvikmyndir á löngum ferli í Holly-
wood. Stjörnubíó mun frumsýna
Aftur til bláa lónsins á morgun.
-HK
Regnboginn:
Niður með páfann
Breski gamanleikarinn Robbie
Coltrane, sem leikur aðalhlutverk-
ið í Niður með páfann (The Poe
Must Die), er ekki þekktur leikari
utan síns heimalands en þar hefur
hann skemmt sjónvarpsáhorfend-
um um nokkurra ára skeið við
miklar vinsældir og oft einmitt ver-
ið í prestsbúningi eins og hann
klæðist í þessari mynd. Þá má geta
að hann lék aðra nunnuna í Nunn-
ur á flótta sem Régnboginn sýndi
fyrr á þessu ári.
í Niður með páfann leikur Colt-
rane prest sem fyrir misgripum
verður kosinn páfi og er ekkert allt
of hrifm af þessari ákvörðun kardí-
nálanna í Vatíkaninu en lætur sig
hafa það að stjórna kaþólikkum.
Hann verður fljótt áskynja að ekki
er allt eins og það á að vera í Vatik-
aninu og tekur til hendinni þótt
ekki sé það beint vel séð af kardí-
nálunum sem eru af misjöfnu sauð-
arhúsi, meðal annars er fyrrver-
andi glæpamaður frá Chicago sem
klæðist kardínálaskikkju og hefur
sá hugsað sér að taka öll völd í
Vatikaninu...
Leikstjóri myndarinnar er Peter
Richardson og skrifar hann einnig
handritið og leikur í myndinni
þann sem skipuleggur ferðir páf-
ans. Richardson hefur leikstýrt
tveimur gamanmyndum áður,
Supergrass og Eat the Rich, en er
einnig þekktur fyrir stjórn sína á
vinsælu sjónvarpsefni í Englandi
sem kallast The Comic Strip.
Margir þekktir leikarar eru í
aukahlutverkum í Niður með páf-
ann. Má nefna Beverly D’Angelo,
Herbert Lom, Alex Rocco, Paul
Bartell og Robert Stephens.
-HK
Háskólabíó:
Hvíti víkingurinn
Regnboginn:
Án vægöar
Frumtitill á Án vægðar, Kickbox-
er II: The Road Back, bendir til að
myndin sé nokkurs konar fram-
haldsmynd. Kickbox er íþrótt sem
er blanda af boxi og slagsmálum.
Keppendur eru meö boxhanska en
nota einnig fætuma í gríð og erg.
Án vægðar fjallar um kappa í þess-
ari íþrótt og eins og vera í slíkum
myndum eru sumir góðir og aðrir
vondir. Sakamál og rómantík
blandast svo inn í atburðarásina
sem nær hápunkti í mikilli
Kickboxkeppni þar sem barist er
upp á líf og dauða.
Aðalhlutverkið leikur Sasha
Mitchell sem Dallasáhorfendur
ættu að kannast við en hann lék í
mörgum þáttum gestahlutverk.
Hann hefur að öðru leyti leikið
nokkur aukahlutverk í kvikmynd-
um. Má þar nefna Death before
Dishonor og Spike of Bensonhurst.
Auk hans leikur hinn þekkti leik-
ari, Peter Boyle, stórt hlutverk í
myndinni. _HK
Hér er einn boxarinn sem Michael
Qissi leikur og er hann vígalegur
að sjá.
Heimsfrumsýning á kvikmynd
Hrafns Gunnlaugssonar, Hvíta vík-
ingnum, verður í Háskólabíói í dag,
1. nóvember, klukkan 18. Hvíti vík-
ingurinn er mesta stórvirki ís-
lenskrar kvikmyndagerðar og
stærsta samstarfsverkefni Norður-
landanna á þessu sviði.
Höfundur sögu og leiktexta og
leikstjóri er Hrafn Gunnlaugsson
og sjónvarpshandrit vann höfund-
ur í samvinnu við Jonathan Rum-
bold. Undirbúningur myndarinnar
hófst fyrir þremur árum þegar leik-
listarstjórar norrænu sjónvarps-
stöðvanna ákváðu að fela Hrafni
Gunnlaugssyni að skrifa handrit
að þáttaröð sem byggöist á íslensk-
um sögum um kristnitökuna á
Norðurlöndum. Heildarkostnaður
við Hvita víkinginn er um 420 mUlj-
ónir og er verkiö að hluta til fjár-
magnað af einkafyrirtækjum og
sjónvarpsstöðvum utan Norður-
landa en einnig fjármagnaði Norr-
æni sjónvarpssjóöurinn og sjón-
varpsstöðvarnar fimm verkið.
Hvíti víkingurinn segir frá ungu
fólki á tímum mikilla þjóðfélags-
breytinga. Hin ævaforna Ásatrú
feðranna er á undanhaldi og ný
trúarbrögð að ryðja sér til rúms,
hinn hvíti siður. Leikurinn hefst í
Noregi á dögum Ólafs konungs
Tryggvasonar og berst síðan til Is-
lands og víða um Norðurlönd. Hvíti
víkingurinn er ekki sagnfræðilegt
verk eða tilraun til heimildasmíði
heldur skáldverk um einstaklinga
og örlög þeirra í ölduróti timans. í
bakgrunni gerast atburðir sem
breyttu framvindu sögunnar.
Hvíti víkingurinn er leikinn á ís-
lensku. Upptökur fóru fram sumar-
ið og haustið 1990. Það sem gerist
á Norðurlöndum var tekið upp á
vesturströnd Noregs og öll inniat-
riði í myndveri í Noregi en myndin
var að öðru leyti tekin á íslandi.
Alls var kvikmyndað í um 90 daga
og í stærstu atriðum voru um 600
þátttakendur. Kvikmyndin er unn-
in á 35 mm filmu og hljóðupptaka
er í stereo.
-ns
■héíMBhíH