Dagblaðið Vísir - DV


Dagblaðið Vísir - DV - 08.11.1991, Qupperneq 7

Dagblaðið Vísir - DV - 08.11.1991, Qupperneq 7
FÖSTUDAGUR 8. NÓVEMBER 1991. 23 íþróttir helgarinnar: Leik Víkings og Avidesa ber hæst - fer fram í nýja íþróttahúsi Víkings klukkan 15.30 á morgun Stóri viðburðurinn í íþróttum helgarinnar er leikur Víkins og Alzira Avidesa í UEFA-keppninni í handknattleik. Handboltinn er annars fyrirferðarmikill í íþróttum helgarinnar og mest um að vera í þeirri íþrótt um helgina. Tekst Víkingum að slá Avidesa úr keppni? Leikur Víkinga og Avi- desa fer fram á laugar- daginn í hinu nýja og glæsilega íþróttahúsi Víkings í Fossvogi og hefst hann klukkan 15.30. Fyrri leik liðanna, sem fram fór á Spáni, lauk meö sigri Avidesa, 30-26, og því ætti fiögurra marka munur að nægja Víkingum til að slá spænska liðið úr keppni þar sem svo mörg mörk voru skoruð á Spáni. Því hefur oft verið haldiö fram að íslenskir áhorfendur á handboltakappleikj- um sé þeir bestu i heimi og nú er gott tækifæri til að sanna það. Með þeirra hjálp á Víkingur góða mögu- leika á að komast áfram í 8-liða úrslit keppninnar. Valsmenn leika gegn ísraelska hðinu Hapoel á laugardaginn. Leik- urinn fer fram í ísrael og hefst að íslenskum tíma klukkan 18.30. Val- ur fer með fimm marka mun í far- teskinu og því eru góðir möguleik- ar á að tvö íslensk liðið komist í 8-liða úrslit á Evrópumótunum. Fjórir leikir M.deild karla íslandsmótinu í 1. deild karla í handknattleik verður framhaldið Það mun mikið mæða á Birgi Sigurðssyni línumanninum snjalla í Víkingsliðinu þegar Víkingar mæta Avidesa i Evrópukeppninni í handknattleik á morgun. Birgir er hér í kunnuglegri stöðu i leik gegn KA fyrr í vetur. DV-mynd GS um helgina. í kvöld eru tveir leik- ir. Selfoss og UBK leika á Selfossi kiukkan 20 og í Vestmannaeyjum tekur ÍBy á móti Haukum úr Hafn- arfirði. Á laugardaginn eru tveir leikir klukkan 16.30. HK og Stjarn- an eigast við í Digranesi og Grótta tekur á móti KA. Á sunnudaginn leika Fram og FH í Laugardalshöll. í 1. deUd kvenna eru tveir leikir í kvöld. Klukkan 18.30 leiða Ár- mann og Haukar saman hesta sína í Höllinni. Strax á eftir leika Vík- ingur og ÍBV. Á sunnudaginn klukkan 15 leika í LaugardalshöU KR og FH. í 2. deild karla mætast Ármann og Völsungur klukkan 21 í Laugar- dalshöll. Á laugardag fara Völs- ungar til Hafnarfjarðar og leika gegn ÍH klukkan 20 í íþróttahúsinu við Strandgötu. Á sunnudag er hörkuleikur á dagskrá en þá leika HKN og Afturelding klukkan 20 í íþróttahúsinu í Keflavík. Körfubolti Ekkert er leikið í úrvals- deildinni vegna keppnis- ferðar landsliðsins til Bandaríkjanna. í 1. deUd karla er einn leikur í kvöld. UBK og Höttur leika í Digranesi klukkan 20. Á laugardag mæta Hattarmenn liði ÍR í Seljaskóla klukkan 14. Á sunnudaginn leika í Sandgerði klukkan 17 Reynir og UBK. í 1. deUd kvenna er aðeins einn leikur á dagskrá. Það er leikur ÍBK og UMFG í Keflavík klukkan 18 á sunnudaginn. íslandsmót íkarate íslandsmótið í karate, kumite, fer fram í íþróttahúsi Fjölbrauta- skólans í Breiðholti á laugardaginn og stendur keppnin yfir frá klukkan 14-16. Undanúr- slitin fara fram í kvöld í íþróttahús- inu Ásgarði í Garðabæ klukkan 20-22. Keppnisgreinar verða: Kum- ite karla -65 kg, -73 kg, -80 kg og + 80 kg og í tveimur opnum flokk- um með mismunandi keppnisfyrir- komulagi. Kumite kvenna, opinn flokkur. -GH Sýningar Art-Hún Stangarhyl 7 Art-Hún-hópurinn sýnir skúlptúrverk, grafík og myndir, unnar í kol, pastel og olíu, í sýningarsal sínum að Stangarhyl 7. Opið virka daga kl. 12-18. Aðrir timar eftir samkomulagi. Árbæjarsafn Opið eftir samkomulagi. Upplýsingar í síma 84412. Ásgrímssafn Bergstaðastræti 74 í safni Ásgríms Jónssonar eru nú sýnd 26 verk. Mörg verkanna, sem bæði eru unnin í olíu og með vatnslitum, eru frá árunum 1905-1930 og eru þau einkum frá Suðurlandi. Safnið er opið daglega nema mánudaga kl. 13.30-16.00. Ásmundarsafn Sigtúni Þar stendur yfir sýning sem ber yfir- skriftina Bókmenntirnar í list Ásmundar Sveinssonar. Jafnframt hefur verið tekin í notkun ný viðbygging viö Ásmundar- safn. Safhið er opið frá kl. 10-16 alla daga. FÍM-salurinn v/Garðastræti Þórdís Rögnvaldsdóttir opnar málverka- sýningu á morgun kl. 14. Myndirnar eru unnar með olíu á hördúk og eru allar utan ein málaðar á þessu ári. Sýningin stendur til 24. nóv. og er opið frá kl. 14-18. Fold, listmunasala, Austurstræti 3 Nú stendur yfir kynning á verkum Kjart- ans Guðjónssonar. Á kynningunni eru liðlega tuttugu myndir. Einnig hanga uppi oliu-, vatnslita-, pastel- og grafík- myndir eftir þekkta íslenska listamenn. Fold er opið á laugardag kl. 10-18 og sunnudag kl. 14-18. Gallerí Borg Pósthússtræti 9 Opiö alla daga vikunnar frá kl. 14-18. Gallerí einn einn Skólavörðustíg 4, Á morgun kl. 15 opnar Sigríður Ásgeirs- dóttir sýningu á lágmyndum unnum í gler. Sýningin ber heitið „Án orða“. Sýn- ingin stendur til 21. nóvember og er opin alla daga kl. 14-18. Gailerí List Skipholti Opiö daglega kl. 10.30-18. GalleríG. 15 Skólavörðustíg 15, Jón Axel Bjömsson sýnir smámyndir í hinu nýja Gallerí G. 15. Sýningin stendur til 19. nóvember og er opin á virkum dögumkl. 10-18 oglaugardagakl. 11-14. Gallerí Sigurþórs Víðimel 61 er opið alla daga frá kl. 13-18. Myndverk eftir Sigurþór Jakobsson til sýnis og sölu. Hafnarborg Strandgötu 34 Katrín H. Ágústsdóttir sýnir 40 olíumál- verk og er myndefnið sótt í íslenska nátt- úru. Sýningin er opin frá kl. 12-18 alla daga vikunnar nema þriöjudaga fram til 17. nóvember. í kaffistofu Hafnarborgar sýna þær Kristín Björgvinsdóttir, Ina Sóley Ragnarsdóttir, Kristin Arngríms- dóttir og Rannveig Jónsdóttir. Sýningin í kaffistofunni er opin frá kl. 11-18 og stendur hún til 10. nóvember. J. Hinriksson Maritime Museum Súðarvogi 4 Sjóminja- og vélsmiðjumunasafnið er opið frá kl. 13-17 þriðjudaga, miðviku- daga, fimmtudaga, fóstudaga og laugar- daga. Katel Laugavegi 20b (Klapparstigsmegin) Til sölu eru verk eftir innlenda og er- lenda listamenn, málverk, grafik og leir- munir. Kjarvalsstaðir v/Miklatún í vestursal stendur yfir sýning á högg- myndum eftir ívarV cdgarðsson. í austur- sal sýnir Gunnar Öm málverk og í aust- urforsal stendur yfir sýning á ljóðum eft- ir Jón úr Vör. Kjarvalsstaðir eru opnir daglega kl. 10-18 og er veitingabúðin opin á sama tíma. Listasafn Einars Jónssonar Opið laugardaga og sunnudaga kl. 13.30-16. Höggmyndagarðurinn er opinn daglega kl. 11-17. Listinn, gallerí - innrömmun Síðumúla 32 Uppsetningar eftir þekkta íslenska mál- ara: olía, vatnslitir, pastel og grafík. Opið virka daga kl. 9-18, laugardaga kl. 10-18 og sunnudaga kl. 14-18. Listasafn Háskóla íslands í Odda Þar er nú á öllum hæðum sýning á nýjum verkum í eigu safnsins. Opið er daglega kl. 14-18. Aðgangur að safninu er ókeypis. Listasafn íslands Fríkirkjuvegi 7 Sunnudaginn 10. nóvember lýkur sýn- ingunni „Úr myndaheinú Muggs“ sem veriö hefur í Listasafni íslands undan- fama tvo mánuði. Sýningunni átti að ljúka 3. nóvember en var framlengd til nk. sunnudags vegna gífurlegrar aðsókn- ar og fjölda óska. Þá stendur einnig yfir sýning á ljósmyndaverkum eftir Sigurð Guðmundsson en henni lýkur 17. nóv- ember. Listasafnið er opið alla daga nema mánudaga kl. 12-18 og er aðgangur ókeypis. Kaffistofan er opin á sama tíma. Á sunnudaginn kl. 15 verður leiðsögn um sýningu Muggs í fylgd sérfræðings. Listasafn Sigurjóns Laugarnesi Farandssýningin Sigurjón Ólafsson Dan- mörk - ísland 1991 stendur yfir í lista- safninu. Hér er um að ræða yfirlitssýn- ingu á verkum Sigurjóns sem hefur verið sett upp á þremur söfnum í Danmörku í sumar. Sýningin er opin um helgar kl. 14 17. Listhúsið Snegla Grettisgötu 7 Þar em listmunir til sýnis og sölu, unnir af 15 listakonum sem vinna í textíl, keramik og skúlptúr. Opið mánudaga til fóstudaga kl. 12-18 og laugardaga kl. 10-14. Mílanó, Faxafeni 11, Steinþór Marinó Gunnarsson sýnir í kaffihúsinu Mílanó. Hann sýnir þar olíu- málverk, pastelmyndir og myndir unnar með blandaðri tækni. Sýningin er opin alla virka daga kl. 9-19, laugardaga kl. 9-18 og sunnudaga kl. 13-18. Mokkakaffi v/Skólavörðustíg Myndhstarmaðiuinn G.R. Lúðvíksson sýnir á Mokkakaffi. Á sýningunni em þrívlð verk, ljósmyndir og fl. Nýhöfn Helgi Þorgils Friðjónsson sýnir teikning- ar og vatnslitamyndir í Nýhöfn. Verkin á sýningunni em unnin á tveimur til þremur árum. Þess má geta að í New York hefur einnig verið opnuð sýning á málverkum hans í Gallery Bess Cutler. Sýningin, sem er sölusýning, er opin virka daga kl. 10-18 og frá kl. 14-18 um helgar. Lokað á mánudögum. Henni lýk- ur 13. nóvember. Norræna húsið í dag kl. 18 verður opnuð sýning í and- dyri hússins á grafíkverkum eftir Mattias Fagerholm. Sýningin verður opin dag- lega kl. 9-19, nema sunnudaga kl. 12-19. Henni lýkur 24. nóvember. Á morgun kl. 15 verður opnuð sýning í sýningarsölum á málverkum og teikningum eftir sænska myndlistarmanninn Carl Fredrik Hill. Sýningin verður opin daglega kl. 14-19 og stendur til 8. desember. Nýlistasafnið Vatnsstíg 3B, Halldór Ásgeirsson sýnir skúlptúra, unna í rekavið, í öllum sölum safiisins. Sýningin er opin alla daga milli kl. 14 og 18 og stendur til 10. nóvember. Sýning í Gerðubergi Verkið „Mynd“, skúlptúr eftir Sigurð Guðmundsson, er nýuppsett á Torginu við Gerðuberg. Einnig er sýning á grafík- myndum eftir hann og fjölda annarra myndverka í eigu Reykjavíkurborgar. Þá stendur þar yfir sýningin Gagn og gam- an, verk eftir böm, unnin í listasmiðju Gagns og gamans í Gerðubergi. Sjóminjasafn íslands Vesturgötu 8 Hafnarfirði, sími 52502 Opið laugardaga og sunnudaga kl. 14-18. Póst- og símaminjasafnið Austurgötu 11 Opið á sunnudögum og þriðjudögum kl. 15-18. Aðgangur ókeypis. Vinnustofa Ríkeyjar Hverfisgötu Þar eru til sýnis og sölu postulínslág- myndir, málverk og ýmsir litlir hlutir. Opið er á verslunartíma þriðjudaga, mið- vikudaga, fimmtudaga og fóstudaga og á laugardögum kl. 10-16. Þjóðminjasafnið í Bogasal Þjóðminjasafnsins stendur yfir sýningin „Stóra-Borg - fomleifarann- sókn 1978-1990“. Þar er sögð saga fom- leifarannsókna á Stóm-Borg undir Eyja- fjöllum, Rangárvallasýslu, og sýndir gripir sem þar fundust. Safnið er opið alla daga nema mánudaga kl. 11-16. Myndlistarsýning í menntamálaráðuneytinu Myndlistarsýning sunnlenskra lista- manna stendur yfir í menntamálaráöu- neytinu, Sölvhólsgötu 4. Sýningin er opin alla virka daga kl. 8.45-17 fram til 4. des- ember. Slunkaríki Isafirði Jan Homan sýnir 10 pastelmyndir, allar gerðar síðan hann kom til Isaijarðar í byijun árs 1987. Sýningin er opin fimmtu- daga til sunnudaga kl. 16-18 til sunnu- dagsins 24. nóvember.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.