Dagblaðið Vísir - DV - 16.11.1991, Side 2
36
Indíánamir
Hvaö eru margir indíánar aö fela sig fyrir kúrekunum tveimur?
Sendið svariö til: Barna-DV.
Þessa mynd teiknaði Agnes Björk
Guðmundsdóttir, Vallholti 17, Vopna-
firði. Myndin er af Rögnu Lind, systur
Agnesar
Fannar Örn Hermannsson, 8 ára,
Engihlíð 22, Ólafsvík, teiknaði þessa
fallegu mynd.
Elskuamma!
tViö erum hérna tvær vinkonur sem eigum við tvö stór vandamál aó
glíma. Allir strákamir í bekknum ganga með grasið í skónum á eftir
annarri okkar. En hún vill ekki sjá þá frekar en köngulær! En aftur á
móti er hún hrifm af strák sem er einu ári eldri en við. Hann er ekki
með neinni stelpu og er ekki vitað til þessa að hann hafi nokkru sinni
verið hrifinn. Þar af leiðandi lítur hann ekki við henni. Hvað getur hún
gert? Á hún að segja honum að hún sé hrifm af honum? Og hvað á hún
að segja við hina strákana án þess að særa þá?
Jæja, nú víkjum við að hinu vandamálinu. Það er þannig að hin er mjög háð áfengi. Hún
drekkur um hverja helgi og jafnvel stundum á virkum dögum. Hún býr þessa stundina
hjá afa sínum og hann útvegar henni alltaf áfengi í laumi fyrir að gera heimilisstörfm.
Þannig er að hún er ofbeldishneigð þegar hún er drukkin, en þegar hún er ódrukkin er
hún mjög mótfallin ofbeldi. Hvað á hún að gera? Hún hefur reynt að hætta, en það tókst
ekki. Ætti hún að reyna aftur?
Segðu okkur, elsku amma, hvað við getum gert? í von um birtingu!
Hipparnir.
Kæru „Hippar“!
Fyrra vandamáhð er alls ekki svo alvarlegt. í raun er það ekki vandamál! Stúlkan á bara
að gleðjast yfir því hversu vinsæl hún er í sínum bekk. Hún þarf ekki að vera með nein-
ar yfirlýsingar við piltana í bekknum hvort hún sé hrifm af þeim eða ekki. Eftir skrift-
inni að dæma eruð þið ungar að árum, kannski svona um fermingu, og þeim aldri er
eðlilegt að vera skotin í einum í dag og öðrum á morgun! Látið ykkur nægja það og talið
um piltana hvor við aðra, en ég ráðlegg ykkur að vera ekki að segja strákunum hvort
þið séuð hrifnar af þeim eða ekki! Verið bara vinir og kunningjar og þá er miklu
skemmtilegra að lifa!
Hitt vandamálið er miklu alvarlegra. Vinkona þín verður þegar í stað að leita sér hjálp-
ar. Þið segið að hún geti ekki hætt að drekka án aðstoðar og því verðið þið að gera eitt-
hvað strax áður en það er um seinan. Ef enginn úr flölskyldunni getur hjálpað, þá ráð-
legg ég ykkur eindregið að hafa strax samband við Rauða krossinn sem hefur aðstoð við
unglinga allan sólarhringinn. Síminn þar er 622266
Bestu kveðjur. Ykkar amma.
Ég safna bréfsefnum, minnisblöðum, servíettum og öllu
með Simpson Qölskyldunni, límmiðum, aðallega glans og
loðnum og sjálflýsandi. í staðinn læt ég glansmyndir, úr-
klippur og plaköt með frægu fólki, frímerki og margt,
margt fleira.
Birna Pálsdóttir,
Brekkugötu 31, 470 Þingeyri.
Ég safna límmiðum, bréfsefnum og vil gjarnan skipta við
aðra safnara.
Kolbrún ída Harðardóttir,
230 Keflavík. (Gleymdi að skrifa heimilisfang og verður
því að skrifa aftur!)
Golfkúlurnar
Gummi er búinn að týna öllum golfkúlunum sínu! Hvað
getur þú fundið margar golfkúlur á myndinni?
Sendið svarið til: Barna-DV.
Ljóð um Lukku-Láka
Syngja vil ég um sveininn káta.
Sá er ekki stór,
sem við köllum Lukku-Láka
létt er honum spor.
Sendið alla byssubófa
beina leið í Hel.
Slunginn er sem sléttutófa
og sleppur alltaf vel.
Leikur hann sér með
bandittana að beita hörðu
og brytja þá í spað.
Ferlegir og fýlulegir
Qórir Daltónar.
Ógeðslegir og ófrýnilegir
erkirummungar.
Skjóta, banka, brjóta og svalla,
bölvað illþýðið.
En það er Lukku-Láka að þakka
að léttar öndum við.
Táplega honum tókst að pakka
þeim inn í tugthúsið.
Ef þig draga lærdóm langar
litli, vinurminn.
Ljótir eru þeir lúsafangar
líkstu aldrei þeim.
Taktu þér fremur til fyrirmyndar
framtakssaman hund.
Með vitið meira en í kolli kindar
kannski stund og stund.
Valinkunnur að valinna dómi
vökull í embætti.
Vertu alltaf allra sómi
eins og vattati!
Helgi Valur.