Dagblaðið Vísir - DV - 22.11.1991, Side 7

Dagblaðið Vísir - DV - 22.11.1991, Side 7
FÖSTUDAGUR 22. NÓVEMBER 1991. 23 íþróttir helgarinnar: Toppliðið fær meist- arana 1 heimsókn Hans Guðmundsson og félagar i FH fá íslandsmeistara Vals í heimsókn á morgun. DV-mynd Brynjar Gauti Það verður sannkallaður topp- leikur í 1. deild karla í handknatt- leik í Kaplakrika á morgun. Þá fá FH-ingar íslandsmeistara Vals í heimsókn og hefst viðureignin klukkan 16.30. FH-ingar eru efstir í deiidinni, hafa unnið alla sjö leiki sína, en Valsmenn hafa byrjað illa og eru með 5 stig eftir 5 leiki. íslandsmótið fer í fullan gang á ný um helgina en hlé var gert á meðan landsliðið var í Ungverja- landi. KA og Selfoss leika í kvöld á Akureyri klukkan 20.30, Breiðablik og ÍBV í Digranesi klukkan 16.30 á morgun, Stjarnan og Fram á sama tíma í Garöabæ, og loks mætast Víkingur og Grótta í Víkinni klukkan 20 á sunnudagskvöldið. Fram og Stjarnan í l. deild kvenna í 1. deild kvenna er stórleikur á sunnudag þegar bikarmeistarar Fram mæta íslandsmeisturum Stjörnunnar í Laugardalshöllinni klukkan 15.30. Tveir leikir eru í deildinni í kvöld klukkan 20, KR og Haukar leika í Höllinni og Grótta mætir Ármanni á Seltjarn- arnesi. í 2. deild karla leika Völsungur og KR á Húsavík klukkan 14 á morgun, ÍH og Fjölnir á sama tíma í Hafnarfirði, Þór og KR á Akur- eyri klukkan 13.30 á sunnudag og toppliðin ÍR og HKN mætast í Selja- skóla klukkan 20 á sunnudags- kvöldið. Úrvalsdeildin byrjar líka aftur Keppni í úrvalsdeildinni í körfu- knattleik hefst einnig á ný eftir hlé og þar er heil umferð klukkan 20 á sunnudagskvöldið. Þá leika Þór og Snæfell á Akureyri, Grindavík og Tindastóll í Grindavík, ÍBK og Skallagrímur í Keflavík, KR og Haukar á Seltjarnarnesi og Valur mætir Njarðvík á Hlíðarenda. í 1. deild kvenna eru þrír leikir á sunnudag. KR og Haukar leika klukkan 14 í Hagaskóla, og klukkan 18 hefjast leikir ÍBK og ÍR í Kefla- vík, og Grindavíkur og ÍS í Grinda- vík. Efstu liðin í 1. deild karla, ÍR og Akranes, mætast í Seljaskóla klukkan 17 á morgun en klukkan 14 leika Höttur og KFR á Egilsstöð- um. Á sunnudaginn mætast siðan Víkverji og Reynir í Hagaskóla klukkan 15.30. Unglingameistara- mót í badminton Unglingameistaramót Reykjavík- ur í badminton fer fram um helgina í húsum TBR. Keppni hefst klukk- an 14 á morgun og verður haldið áfram klukkan 10 á sunnudaginn. Kraftlyftinga- móthjáFH Kraftlyftingadeild FH heldur opna FH-mótið í kraftlyftingum í íþróttahúsi Víðistaðaskóla í Hafn- arfirði á morgun, laugardag, klukkan 12 til 16. Keppendur eru 25 og meðal þeirra er Jón Gunnars- son, sem fékk bronsverðlaun á heimsmeistaramótinu um síðustu helgi. Kepptí 1. deild- inni í sundi Keppni í 1. deild í sundi fer fram í Sundhöll Reykjavíkur um helgina og lýkur á sunnudaginn. -VS Sýningar Galleríeinneinn Skólavörðustíg 4, Á morgun opnar Ásgeir Lárusson sýn- ingu á nokkrum myndverkum. Ásgeir hefur haldið fjölda einkasýninga og einn- ig tekið þátt í mörgum samsýningum. Sýningin stendur til 5. desember og er opin daglega kl. 14-18. Gallerí List Skipholti Opiö daglega kl. 10.30-18. Gallerí 8 Austurstræti 8 Kristján Fr. Guðmundsson, listaverka- sali og listmálari, sýnir 17 málverk. Sýn- ingin stendur til 2. desember og er opin frá kl. 10-18 virka daga og kl. 13-18 um helgar. Gallerí Sigurþórs Víðimel 61 er opið alla daga frá kl. 13-18. Myndverk eftir Sigurþór Jakobsson til sýnis og sölu. Gallerí Sævars Karls Bankastræti 9, Erla Þórarinsdóttir myndbstarmaður sýnir verk sín. Erla hefur haldið fiölda einkasýninga og tekið þátt í samsýning- um. Sýningin stendur til 13. desember og er opin á verslunartíma frá kl. 9-18 og 10-16 á laugardögum. Gallerí Úmbra Amtmannsstíg 1 Laugardaginn 23. nóvember kl. 14 opna leirlistarkonumar Bryndís Jónsdóttir og Guðný Magnúsdóttir sýningu á verkum sínum. Sýningin er sölusýning. Galleríið er opið þriðjudaga til fóstudaga kl. 12-18 og laugardaga kl. 10-14. Gunnarssalur Þernunesi 4, Arnarnesi, Garðabæ Sýning á verkum Gunnars S. Magnús- sonar stendur yfir í Gunnarssal. Sýning- in er opin á laugardögum og sunnudög- um kl. 14-20. Hafnarborg Strandgötu 34 Málverkasýning Katrínar H. Ágústsdótt- ur íiéfur verið framlengd til 24. nóvemb- er. Á sýningunni eru 40 oliumálverk. Sýningin er opin kl. 12-18. Á morgun kL 14 verður opnuð sýning nokkurra hafn- firskra myndlistarmanna í Sverrissal og kaffistofu. Hópurinn nefnir sig Hinir 12, og hann skipa listamenn úr ýmsum greinum. Sýningin er opin kl. 12-18 aUa daga nema þriðjudaga. Hlaðvarpinn Vesturgötu Þar stendur yfir sýning á myndum ívars A. Einarssonar sem ber heitið „Gamlir dagar“. ívar fæddist í Reykjavik árið 1901. Eftir andlát hans 1985 fundust myndir hans og þykja þær athyglisverðar fyrir margra hluta sakir. Sýningin, sem er sölusýning, stendur til 30. nóvember. J. Hinriksson Maritime Museum Súðarvogi 4 Sjóminja- og vélsmiðjumunasafnið er opið frá kl. 13-17 þriðjudaga, miðviku- daga, fimmtudaga, föstudaga og laugar- daga. Katel Laugavegi 20b (Klapparstígsmegin) TU sölu eru verk eftir innlenda og er- lenda listamenn, málverk, grafik og leir- munir. Kjarvalsstaðir v/Miklatún Á morgun opnar Borghildur Óskarsdótt- ir sýningu í austursal Kjarvalsstaöa. í austurforsal verður opnuð sýning á ljóð- um eftir Þórarinn Eldjám og í vestursal stendur yfir sýning ívars Valgarðssonar. Kjarvalsstaðir eru opnir daglega kl. 10-18 og er veitingabúðin opin á sama tíma. Listasafn Einars Jónssonar Opið laugardaga og stmnudaga kl. 13.30-16. Höggmyndagarðurinn er opinn daglega kl. 11-17. Listinn, gallerí - innrömmun Síðumúla 32 Uppsetningar eför þekkta íslenska mál- ara: olía, vatnslitir, pastel og grafik. Opið virka daga kl. 9-18, laugardaga kl. 10-18 og sunnudaga kl. 14-18. Listasafn Háskóla íslands i Odda Þar er nú á öllum hæðum sýning á nýjum verkum i eigu safnsins. Opið er daglega kl. 14-18. Aðgangur að safninu er ókeypis. Listasafn íslands Fríkirkjuvegi 7 Þar stendur yfir sýning á ljósmyndaverk- um eftir Sigurð Guðmundsson en henni lýkur sunnudaginn 24. nóvember. Lista- satnið er opið aila daga nema mánudaga kl. 12-18 og er aögangur ókeypis. Katfi- stofan er opin á sama tíma. Listasafn Sigurjóns Laugarnesi Farandsýningin Siguijón Ólafsson Dan- mörk - ísland 1991 stendur yfir í lista- safninu. Hér er um að ræða yfirlitssýn- ingu á verkum Sigurjóns sem hefur verið sett upp á þremur söfnum í Danmörku í sumar. Sýningin er opin um helgar ki. 14-17. Listhúsið Snegla Grettisgötu 7 Þar eru hstmunir til sýnis og sölu, urrnir af 15 listakonum sem vinna í texttt, keramik og skúlptúr. Opið mánudaga til fóstudaga kl. 12-18 og laugardaga kl. 10-14. Menningarstofnun Bandaríkjanna Laugavegi 26 - Þar stendur yfir málverkasýning Frið- riks sem ber heitið „Úr hinu óræða Újúpi“: Sýningin stendur til 1. desmeber og er opin alla virka daga frá kl. 11.30- 17.45 og um helgar frá kl. 14-17. Mílanó Faxafeni 11 Steinþór Marinó Gunnarsson sýnir í kaffihúsinu Mílanó. Hann sýnir þar olíu- málverk, pastelmyndir og myndir unnar með blandaðri tækni. Sýningin er opin alla virka daga kl. 9-19, laugardaga kl. 9-18 og sunnudaga kl. 13-18. Mokkakaffi v/Skólavörðustíg Á Mokkakaffi stendur yfir mjög sérstök sýning á smámyndum („miniature"). Verkin á sýningunni eru ættuð frá Raj- asthan á Norvestur-Indlandi og gerð ein- hvem tima laust fyrir síðustu áramót. Myndimar, 33 að tölu, em allar til sölu. Nýhöfn Hafnarstræti 18 „Erró' og' vinir hans“ er allsérstæð sýnirig1 se opnuð hefur veriö í Nýhötri. Á sýning- unni em grafikmyndir eftir Erró og lista- menn sem komið hafa við sögu á ferli hans, aðallega í París. Sýningin, sem er sölusýning, er opin virka daga kl. 10-18 og frá kl. 14-18 um helgar. Lokað á mánu- dögum. Henni lýkur 4. desember. Norræna húsið í anddyri hússins stendur yfir sýning á grafíkverkum eftir Mattias Fagerholm. Sýningin er opin daglega kl. 9-19, nema sunnudaga kl. 12-19. Henni lýkur 24. nóv- ember. Þá stendur yfir í sýningarsölum sýning á málverkum og teikningum eftir sænska myndlistarmanninn Carl Fred- rik Hill. Sú sýning er opin daglega kl. 14- 19 og stendur til 8. desember. Nýlistasafnið Vatnsstíg 3B Erlingur Páll Ingvarsson sýnir í efri söl- um Nýlistasafnsins. Að þessu sinni sýnir hann oliumálverk. Sýningin er opin alla daga kl. 14-18 til 1. desember. Þá stendur einnig yfir málverkasýning Guðrúnar Einarsdóttur í neðri sölum safnsins. Sú sýning stendur einnig til 1. desember og er opin alla daga kl. 14-18. Sýning í Gerðubergi Verkið „Mynd“, skúlptúr eftir Sigurð Guðmundsson, er nýuppsett á Torginu við Gerðuberg. Einnig er sýning á grafik- myndum eftir hann og fjölda annarra myndverka í eigu Reykjavíkurborgar. Þá stendur þar yfir sýningin Gagn og gam- an, verk eftir böm, unnin í listasmiðju Gagns og gamans í Gerðubergi. Sjóminjasafn íslands Vesturgötu 8 Hafnarfirði, sími 52502 Opið laugardaga og sunnudaga kl. 14-18. Póst- og símaminjasafnið Austurgötu 11 Opið á sunnudögum og þriðjudögum kl. 15- 18. Aðgangur ókeypis. Vinnustofa Ríkeyjar Hverfisgötu Þar eru til sýnis og sölu postulínslág- myndir, málverk og ýmsir litlir hlutir. Opið er á verslunartíma þriðjudaga, mið- vikudaga, fimmtudaga og föstudaga og á laugardögum kl. 19-16. Þjóðminjasafnið iBogásal Þjóðmlrijasafrisins átendur yfir sýningin „Stóra-Borg - fomleifarann- sókn 1978-1990“. Þar er sögð saga forn- leifarannsókna á Stóm-Borg undir Eyja- fjöllum, Rangárvallasýslu, og sýndir gripir sem þar fundust. Safnið er opið alla daga nema mánudaga kl. 11-16. Myndlistarsýning í Spron Sunnudaginn 24. nóvember verður opn- uð sýning í útibúi SPRON við Álfabakka 14 í Mjódd. Sýnd verða listaverk eftir 9 myndlistarkonur sem eiga það sameigin- legt ásamt 6 öðrum konum að reka list- hús í miðborg Reykjavíkur, að Grettis- götu 7 og nefriist það „Listhús Sneglu". Sýningin stendur til 18. janúar 1992 og verður opin frá kl. 9.15-16 þ.e.-á opnunar- tíma útibúsins. Myndlistarsýning í menntamálaráðuneytinu Myndlistarsýning sunnlenskra lista- manna stendur yfir í menntamálaráðu- neytinu, Sölvhólsgötu 4. Sýningin er opin alla virka daga kl. 8.45-17 fram til 4. des- ember. Myndlistarsýning Landssamtakanna Þroskahjálpar Landssamtökin Þroskahjálp sýna grafik- myndir í húsnæði sínu að Suðurlands- braut 22, Reykjavík. Sýningin er haldin í tilefni af útkomu happdrættisalmanaks Þroskahjálpar og em myndimar á sýn- ingunni þær sem prýða almanakið 1992. Þekktasti Ustamaður sýningarinnar er hinn heimsfrægi listamaður Erró sem hefur gefið samtökunum þrjár grafík- myndir á þessu ári. Aðrar myndir á sýn- ingunni em eftir vel þekkta íslenska listamenn. Allar myndimar á sýning- unni em tfi sölu. Sýningin er opin dag- lega til áramóta kl. 15-17. Minjasafnið á Akureyri Aðalstræti 58, sími 24162 Opið daglega kl. 11-17. Þar stendur yfir sýning á mannamyndum Hallgríms Ein- arssonar ljósmyndara. Möppur með ljós- myndum liggja frammi og einnig em til sýnis munir og áhöld af ljósmyndastofu Hallgríms. Slunkaríki ísaflrði Jan Homan sýnir 10 pastelmyndir, allar gerðar síðan hann kom til Isafjarðar í byrjun árs 1987. Sýningin er opin fimmtu- daga til sunnudagd kl. 16-18 til sunnu- dagsins 24. nóvember.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.